Aukið ,,magnesium-L-threonate“ ómissandi til að varðveita heilastarfsemi

Árið 2018 var birt grein á síðunni lifeextension.com um uppgötvun vísindamanna Iðntæknistofnunar Massachusetts sem fjallaði um að næringarefnið ,,magnesium L-threonate“ hafi getu til að auka magn magnesíum í heila og komi í veg fyrir vitrænar skerðingar, svefntruflanir og kvíða hjá fullornu fólki. Hratt frásog og hæfileiki til að komast inn í heilann auðveldar magnesium L-threonate að snúa tilteknum þáttum öldrunar í heila til baka um 10 ár.

Áþreifanlegasta niðurstaða þess eru meira en níu ára klínískar mælingar á heilum aldraðs fólks sem sýndi hvernig magnesium L-threonate eykur magnesíum í heila, þegar það er tekið inn. Þessi áhrif eru vegna einstakrar getu þess til að komast yfir blóð-heila-þröskuldinn (blood brain barrier). Þegar magnesium L-threonate kemst í heilann eykur það þéttleika samskiptatenginga milli heilafrumna. Þetta er mikilvægt þar sem tap á þéttleika tengist rýrnun heilans og vitrænni  hnignun.

Ný rannsókn á mönnum með sérstöku formi magnesium-L-threonate sýndi að 12 vikna inntaka efnisins eykur ekki aðeins árangur í einstökum vitrænum prófum, heldur snýr öldrun heilans við um meira en níu ár hjá öldruðum með vitrænar skerðingar. Heilinn minnkar þegar við eldumst og stöðugt minnkar virkni heilafrumnanna. Vísindamenn telja að ef koma megi í veg fyrir tap á  áðurnefndum samskiptatengingum og í stað þess stuðla að þéttleika þeirra sé möguleiki til að koma í veg fyrir vitræna hnignun. Dýrarannsóknir staðfesta að magnesium-L-threonate hefur ótrúlega getu til að stuðla að nýmyndun tenginganna og auka á þann hátt varðveislu unglegrar heilastarfsemi.

Vísindamenn við þrjár sjálfstæðar stofnanir gerðu slembiraðaða, tvíblinda, samanburðarrannsókn með lyfleysu og magnesium-L-threonate hjá öldruðum með vitrænar skerðingar. Þátttakendurnir voru á aldrinum 50 til 70 ára og höfðu  minnisvandamál, svefntruflanir og kvíða. Þessi rannsókn var byggð á þeirri forsendu að svefn- og kvíðaraskanir tengdust minnisleysi.

Þeir sem eru með væga vitræna skerðingu og einnig eru með svefn- og kvíðaröskun eru líklegri til að fá Alzheimer. Í þessari fjölmennu rannsókn var þátttakendum úthlutað af handahófi,  lyfleysa eða magnesium L-threonate í magninu 1.500-2.000 mg á dag í 12 vikur (magnið fór eftir líkamsþyngd). Grunngreindar vitrænar prófanir hófust áður en inntökur byrjuðu. Prófanirnar voru endurteknar eftir sex vikur og 12 vikur.

Eftirfarandi aðskilin próf voru notuð til að meta vitræna virkni:

  • Framkvæmdastjórnun
  • Vinnuminni
  • Athygli
  • Þáttaminni (geta til að rifja upp atburði)

 

Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós:

  1. Magnesium-L-threnate bætti stöðu magnesíum í líkama. Eftir 12 vikur fundu vísindamenn verulega aukningu á styrk rauðra blóðkorna og útskilnað magnesíum í þvagi. Aukin útskilnaður í þvagi gefur til kynna að mikið magn af magnesíum hafi frásogast, en aukið magn rauðra blóðkorna sýnir mikið magnesíum í blóðrás líkamans.
  2. Magnesium-L-þreonate jók vitræna getu. Með því að nota próf á sjónrænni athygli og skiptingu verkefna sáu vísindamenn verulega bætta framkvæmdastjórnun og hugræna vinnslu. Þessir kostir komu fram strax eftir sex vikur hjá sumum. Það sem segir mest er að heildarsamsett stig fyrir öll prófin hjá magnesium-L-threonate hópnum jukust marktækt samanborið við upphafsgildi hjá þeim sem fengu lyfleysu.
  3. Magnesium-L-threonate minnkaði sveiflu í vitrænni getu. Þegar vitrænar aðgerðir eru verri suma daga en aðra er það viðvörunarmerki um þróun vægrar vitrænnar skerðingar. Meðan lyfleysu þátttakendurnir sýndu töluverðar sveiflur á vitrænum stigum, höfðu þau í magnesium-L-threonate hópnum fyrst og fremst jákvæðar breytingar. Það snéri við klínískum mælingum á öldrun í heila. Þetta er mikilvæg niðurstaða.

Að skilja heilaaldurinn

Heilinn eldist ekki á sama hraða og líkaminn. Til dæmis getur sextugur einstaklingur verið með 70 ára heila. Þessi dreifni öldrunar heilans byggist á mælanlegum árangri og lífeðlisfræðilegum breytum. Í rannsókninni var meðalaldur allra einstaklinga í rannsókninni 57,8 ár. Meðalgrunngildi og „virkni“ í heila þeirra var hins vegar áætlaður 68,3 ár. Með öðrum orðum, þátttakendurnir voru um 10 árum eldri hvað varðar vitræna virkni.

Í lok rannsóknarinnar voru vitsmunalegir hæfileikar næstum komnir í eðlilegt horf hjá yngri einstaklingum sem tóku magnesium-L-thereonate. Með öðrum orðum reyndist magnesium-L-threonate meðferð snúa þessum þáttum öldrunar heilans við þar til hún var næstum eins og  hjá vitrænt heilbrigðum jafnöldrum þeirra. Það sýndi einnig viðsnúning á heilaaldri einstaklinga sem bættu við magnesium-L-threonate um næstum áratug.

Það sem vísindamennirnir fundu næst var merkilegt

Meðalstarfsemi heilaaldurs einstaklinga sem fengu magnesium-L-threonate viðbót lækkaði frá 69,6 árum við upphaf rannsóknarinnar í 60,6 eftir aðeins sex vikna meðferð. Það er níu ára lækkun á heilaaldri á nokkrum vikum. Þessi bati hélt áfram þar til í 12. viku með heildarlækkun á aldri heilans um 9,4 ár. Í lok rannsóknarinnar voru vitsmunalegir hæfileikar næstum komnir í eðlilegt horf fyrir yngri tímaaldur þeirra hjá þeim einstaklingum sem tóku magnesium-L-threonate.

Með öðrum orðum reyndist magnesium-L-threonate- meðferð snúa þessum mældu þáttum við þar til hún var næstum eins og í vitrænt heilbrigðum jafnöldrum þeirra. Rannsóknin leiddi í ljós að magnesium-L-threonate bætti verulega vitræna frammistöðu í nokkrum stöðluðum prófum, meðan dregið var úr sveiflum sem eru viðvörun um þróun vitrænar skerðingar í framtíðinni. Það sýndi einnig viðsnúning á heilaaldri einstaklinga sem bættu við næstum áratug.

Hvernig magnesium-L-threonate endurmyndar heila aldraða    

Rannsóknin, sem lýst er hér að ofan, sýnir að magnesium-L-threonate bætir vitræna virkni fullorðinna og hjálpar til við að „yngja“ heila þeirra í átt að eðlilegri virkni fyrir aldur þeirra. Lykilatriði þessarar rannsóknar er að hærra magn magnesíum í heila skili sér í yngri heila.

Að ná miklu af venjulegu magnesíum í heilafrumur er ekki svo einfalt að hægt sé að bæta því við mataræðið. Það er vegna flókinna stjórnunaraðgerða blóð-heilaþröskuldarins sem hleypir ekki dæmigerðu magnesíumsambandi í gegn svo það nái til heilans. En magnesium L-threonate er einstakt vegna þess að það kemst inn í heilann og nær til heilafrumna og býður upp á nýtt nýtingarkerfi fyrir þetta dýrmæta fræðilega- taugaefnefni.

Í ótrúlegri rannsókn á mönnum kom í ljós að magnesium L-threonate eykur ekki aðeins magnesíumþéttni í heila á áhrifaríkan hátt, heldur bætir einnig árangur og hraðar verulega rafrænum vitrænum prófum hjá fullorðnum sem snemma finna fyrir vitrænum skerðingum.

Höfundur Ingibjörg Sigfúsdóttir.

Þetta er þýtt og endursagði úr mikið lengri grein sem var útgefin í júní 2018 fjallaði um vísindarannsókn Massachusetts Institute of Technology (MIT). Greinin var vísindalega endurskoðuð af: Dr. Amanda Martin, DC, í janúar 2020 og skrifuð af Susan Goldschein.  Frumgreinina má finna  slóðinni:

https://www.lifeextension.com/magazine/2018/6/reverse-clinical-measures-of-brain-aging

Myndir teknar af netinu af magnesium L threonate frá ýmsum framleiðendum.

 

 Flokkar:Fæðubótarefni

Flokkar/Tögg, , , , ,

%d