Rannsóknir á afleiðingum D-vítamínsskorts 1. grein

Höskuldur Dungal hefur undanfarin ár kynnt sér nýjustu rannsóknir þekktra vísindamanna á D-vítamíni. Ef niðurstöður rannsókna á D-vítamínskorti Bandaríkjamanna væru yfirfærðar á Íslendinga, með námundun, má áætla að það sparaði íslenska heilbrigðiskerfinu 13 milljarða á ári og ótímabærum dauðsföllum myndi fækka um 330 á ári.

Nú fær Höskuldur orðið:
Það sem upphaflega vakti áhuga minn á D-vítamínskorti, árið 2017 var þegar ég hitti sérfræðilækni á Landspítala háskólasjúkrahúsi sem upplýsti mig um að hann hefði þjáðst af vöðvaverkjum vegna D-vítamínskorts, sem læknuðust eftir að hann tók inn D-vítamín. Við frásögn læknisins vaknaði spurningin: Fyrst læknir þjáðist vegna D-vítamínsskorts, hvaða þekkingu hafa þá læknar almennt á hörgulsjúkdómum eins og D-vítamínskorti og er þeim treystandi til að gefa ráð í slíkum tilfellum?


Í framhaldi komst ég að því að næringarfræði er ekki kennd í læknanámi á Íslandi.

Ég byrjaði að kynna mér rannsóknir á D-vítamíni sem ég fann á Internetinu og komst í samband við helstu sérfræðinga heims á þessu sviði. 

Prófessor Michael Holick í Boston háskóla sem hefur rannsakað D-vítamín í meira er 40 ár. Netf.: mfholick@bu.edu

 

Prófessor Cedric Garland í háskólanum í San Diego í Kaliforníu hefur einnig mikla reynslu. Netf.: cgarland@ucsd.edu

 

 

Bruce Hollis í Læknaskólanum í Suður Karólínu. Netf.: hollisb@musc.edu

 

Carole Baggerly stofnandi og framkvæmdastjóri ,,Grassrootshealth” Netf.: carole@grassrootshealth.org

 

Dr. John Cannell stofnandi ,,Vitamin D Council”. Netf.: info@vitamindcouncil.org

 

 

 

D-Vítamín er oft kallað sólarvítamínið því að líkaminn myndar það sjálfur þegar UV-B sólargeislar lenda á húðinni. Við það verður til efni í húðinni sem kallast 7-dehýdrókólesteról, sem breytist í D3 vítamín. Fái líkaminn nægilega sól, myndar hann 10000 – 20000 I.U. á dag en ef hann fær frá sólinni meira D-vítamin en hann þarfnast brýtur hann það niður og sér um að halda á bilinu 100 -150 nmól / L í blóðinu.

Frumstæðir þjóðflokkar í Afríku, sem njóta daglega sólar og eru ekki kappklæddir með sólarvörn, eru að meðaltali með 115 nmól/L D-vítamíns í blóði sínu. Öryggisverðir á baðströndum mælast einnig u.þ.b. 115 nmól/L. Sjimpansar mælast líka með u.þ.b. 115 nmíl/l D-vítamín í blóði.

Rannsóknir sýna að fullorðnu fólki er óhætt að taka inn 10000 I.U. (tíu þúsund) alþjóðlegar einingar af D3- vítamíni daglega án þess að hætta sé á D-vítamíneitrun. Færustu sérfræðingar telja nú að eðlilegt magn D-vítamíns í blóði eigi að vera 100-150 nmól/l eða 40-60 ng/ml. https://grassrootshealth.net/project/protect-our-children-now

Misjafnt er hvað hver einstakingur þarf til að halda þessu magni í blóðinu og það er mjög mismunandi hversu hratt D-vítamínið byggist upp í líkamanum. Þess vegna er gott að láta lækni fylgja því eftir með blóðrannsóknum. Útreikningar hafa sýnt að 6000 – 9000 i.u. ættu að duga til að halda lágmarksþörf. En margt bendir til að betra sé að vera í efri mörkum. Ef þú ert ekki viss um að þú fáir nógu mikið D-vítamín daglega er hægt að biðja heimilislækni um að láta taka blóðprufur og kanna hver staðan er.

Þrátt fyrir að við Íslendingar búum við sólarleysi meirihluta ársins má vera að þú sért með eðlilegt magn D-vítamíns; það er að segja ef þú ert dugleg(ur) að taka lýsi og borða sjávarfang eins og: Fisk, lax, síld, lúðu, sardínur o.fl. D-vítamín er fituuppleysanlegt vítamín og líkaminn nýtir það best með fitu eða olíu.

En gættu að því að rannsóknir sýna að ráðlagðir dagskammtar Landlæknisembættisins eru mikið lægri en nýjustu rannsóknir erlendis hafa leitt í ljós.

Á síðu Landlæknisembættisins er skrá um ráðlagða dagskamta sem ekki hefur verið uppfærð frá 25.10.13. Þar er tekið fram að í þeirri ráðgjöf sé fyrst og fremst tekið tillit til færri sólardaga hér á landi en í nágrannalöndunum.
Ráðlagður dagskammtur D-vítamíns fyrir ungbörn og börn að 10 ára aldri 10 μg (400 AE) á dag.
Fyrir 10 ára til 70 ára 15 míkrógrömm (μg) (600 AE).
Fyrir fólk yfir sjötugt 20 μg (800 AE).

Á þeim 7 árum sem liðin eru frá því að Landlæknisembættið gaf upp þessa ráðlögðu dagskammta á D-vítamíni hafa farið fram gríðarlega margar rannsóknir á D-vítamíni sem allar eru á sömu lund og benda til að það þurfi að hækka þá margfalt.

Evrópusambandið gaf úr 36 blaðsíðna ítarlega skýrslu í janúar 2017 um D-vítamín og kalkskort. Í lokaniðurstöðum hennar kemur fram eftirfarandi: Með því að gæta að því að 55 ára og eldri sem eru með beingisnun hafi nóg af D-vítamíni og kalki megi spara 2.8 milljarða evra árlega (=347 millj. Ísl. kr). með því að draga úr beinbrotum. Þetta samsvarar 101,63 Evru ( u.þ.b. 13000 ísl. kr. á hvern íbúa sem spara megi árlega með því að fylgjast D-vítamín- og kalkforði fólks sé nógur.

Skýrslan ber heitið: „Healthcare Cost Savings of Calcium and Vitamin D Food Supplements in the European Union“. „Exploring the Burden of Osteoporosis-attributed Bone Fractures in the European Union and the Benefits of Calcium + Vitamin D Food Supplements.“ https://foodsupplementseurope.org/wp-content/themes/fse-theme/documents/value-of-supplementation/fse-report-calcium-vitamin-d-f.pdf

Hér eru tilvitnanir í ýmsar rannsóknir sem sýna áhrif D-vítamíns á algenga sjúkdóma.

60% minni líkur á sykursýki 2 þegar magn D-vítamíns nær a.m.k. 102,4 nmól/L. https://grassrootshealth.net/project/vitamin-d-diabetes/

59% minni líkur á fyrirburafæðingu sé D-vítamín í blóði 100 nmól/L – 150 nmól/L. https://grassrootshealth.net/project/protect-our-children-now

Barnshafandi kona þarf að taka 6400 I.U. á dag til að tryggja að hún fái nægilegt D-vítamín fyrir sig og barn sitt frá 1. degi brjóstagjafar. EKKI 600 I.U. eins og Landlæknir mælir með! https://grassrootshealth.net/project/protect-our-children-now

80% minni líkur á brjóstakrabbameini miðað við 150 nmól/L í stað 50 nmól/L eins og landlæknir mælir með. https://grassrootshealth.net/project/breast-cancer-prevention/

100 – 150 nmól/L kemur nánast í veg fyrir meðgöngueitrun. https://grassrootshealth.net/project/protect-our-children-now

Verulega dregur úr fæðingarþunglyndi þegar 100-150 nmól/L eru í blóði. https://grassrootshealth.net/project/protect-our-children-now

70% lægri tíðni kvefs hjá ungbörnum sé D-vítamín magn 100-150 nmól í blóði þeirra. https://grassrootshealth.net/project/protect-our-children-now

66% minni tíðni sýkinga í eyrum ungbarna. https://grassrootshealth.net/project/protect-our-children-now

62% minni líkur á lungnabólgu (Lung inflation) ungbarna https://grassrootshealth.net/project/protect-our-children-now

Minni líkur á sykursýki 1 á fullorðinsárum fái börn nægilegt D-Vítamín. https://grassrootshealth.net/project/protect-our-children-now

10000 I.U. D-vítamíns daglega er öruggt að taka þannig að ekki sé hætta á D-Vítamín eitrun. Hér er miðað við fullorðna.
https://grassrootshealth.net/project/protect-our-children-now

Nægilegt D-vítamín dregur u.þ.b. 60% úr líkum á að fá ristilkrabbamein. https://grassrootshealth.net/wp-content/uploads/2016/12/dip_large.png

Nægt D-vítamín dregur u.þ.b. >65% úr öllum tegundum krabbameina þegar nægt kalsíum er til staðar. https://journals.plos.org/plosone/article?id=10.1371/journal.pone.0152441

Allt að 66% minni líkur á sykursýki 1. : https://www.grassrootshealth.net/wp-content/uploads/2016/12/dip_large.png

Allt að 54% minni líkur á Multiple Sclerosis (MS). https://www.grassrootshealth.net/wp-content/uploads/2016/12/dip_large.png 

Dregur úr allt að 30% líkum á hjartaáfalli hjá karlmönnum. https://www.grassrootshealth.net/wp-content/uploads/2016/12/dip_large.png 

Allt að 49% minni líkur á krabbameini í nýrum. https://www.grassrootshealth.net/wp-content/uploads/2016/12/dip_large.png

Það tvöfaldast lífslíkur sjúklinga sem fengið hafa brjóstakrabbamein, hafi þeir nóg D-vítamín. https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/24596354/

Lífslíkur aukast um 2 ár.
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/21731036 09)

Það dregur úr dánartíðini um 20%. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/21731036 10)

Tenglar á Internetinu þar sem fást verulegar miklar og nýlegar upplýsingar um D-vítamín: https://grassrootshealth.net/
https://vitamindwiki.com/VitaminDWiki
http://drholick.com/

Í næstu grein verður fjallað um nýjustu rannsóknir um áhrif D-vítamíns gegn COVID19

Viðmælandi: Höskuldur Dungal, netfang: hdungal@gmail.com
Ingibjörg Sigfúsdóttir færði viðtalið í letur í ágúst 2020



Flokkar:Annað

Flokkar/Tögg,

%d bloggers like this: