Framhald umræðu um rannsóknir á D-vítamínskorti 2. grein.
Ný rannsókn sem send var til birtingar 14. júlí 2020 í læknatímaritinu ,,The Lancet“, sýnir að D-vítamín dregur gríðarlega úr veikindum og dánartíðni vegna Covid-19.
Höskuldur H. Dungal hefur undanfarin ár, kynnt sér nýjustu rannsóknir þekktra vísindamanna á D-vítamíni eins og kom fram í síðustu grein: https://heilsuhringurinn.is/2020/08/08/rannsoknir-a-afleidingum-d-vitaminsskorts-1-grein/
Hér höldum við áfram að ræða um nýjustu rannsóknir á D-vítamíni við Höskuld og gefum honum orðið:
Aðal niðurstaða rannsóknarinnar er þessi: (sjá graf í lok greinar):
- Því meiri skortur á D-vítamíni, því alvarlegri veikindi vegna Covid-19.
- Nægilegt lágmarks D-vítamín (30ng/ml. = 75 nmól/L= gömul viðmiðun), kemur nánast alveg í veg fyrir alvarleg veikindi og dauða.
- Þeir sem voru með vel yfir lágmarki,(60 ng/ml. = 150 nmól/L.) D-vítamíns, eða meira, þar dó ENGINN þrátt fyrir að vera um eða yfir áttrætt.
Grafið sem fylgir í lok greinarinnar segir allt sem segja þarf.
Prófessor Bruce W. Hollis hefur veitt Heilsuhringnum leyfi til að birta þessa rannsókn. Hún var send til læknatímaritsins „The Lancet“ þann 14.7.2020 og hefur verið samþykkt og bíður þar birtingar.
Höskuldur H. Dungal (t.h.), Prófessor Bruce W. Hollis og Debra eiginkona hans (t.v.)14 okt. 2018.
Eflaust kannast flestir íslenskir læknar við prófessor Michael F. Holick, Boston University Medical Center, sem vann að þessari rannsókn ásamt 10 öðrum. Hann hefur rannsakað D-vítamín í meira en 40 ár.
Auk hans tóku þátt í rannsókninni: Zhila Maghbooli, PhD, Mehdi Ebrahimi, Arash Shirvani, M.D., Ph.D., Mehrad Nasiri, Marzieh Pazoki, Samira Kafan, Hedieh Moradi Tabriz, Azar Hadadi,Mahnaz Montazeri, Mohammad Ali Sahraian,
Markmið rannsóknarinnar:
Kanna tengsl milli D-vítamíns í blóði og áhrifa þess á klínískar niðurstöður, áhrif á ónæmiskerfið og dánartíðni vegna SARS-CoV-2 sýkingar. Greint er frá sjúkragögnum 235 sjúklinga sem smituðust og marktækum tengslum á lágu magni D-vítamíns í blóði við dauðsföll af völdum sýkingarinnar. Meðalaldur sjúklinganna var 58,7 ár. Aldursbil 20 – 90 ár. 37,4% sjúklinganna voru eldri en 65 ára.
Í mörgum yfirlitstöflum, sem fylgja rannsókninni, koma fram gríðarlegar upplýsingar sem ekki er rými til að birta í stuttri frásögn hér.
M.a. kom fram að þeir sem höfðu „nóg“ D-vítamín (75 nmól/L = gömul viðmiðun):
- Voru í minni hættu að verða fyrir súrefnisskorti.
- Misstu síður meðvitund.
- Dóu síður, þ.e. dánartíðni lækkaði verulega.
- Það lækkar líkur á smiti um 7% fyrir hver 10 nmól/L. sem D-vítamín hækkar í blóði.
Lengi hefur verið umdeilt hve mikið D-vítamín á að vera í blóði þannig að ónæmiskerfið verði sem öflugast. (Ath.: ng/ml x 2,5 = nmól/L. t.d. 40ng/ml = 40×2,5=100 nmól/L)
Fyrir áratug eða meira, voru flestir vísindamenn á því að 20 ng/ml = 50 nmól/L. væri ,,nægilegt“. (Embætti Landlæknis telur enn, að þetta sé eðlilegt lágmark!)
Á síðustu árum hafa flestir sérfræðingar hallast að því að 30 ng/ml = 75 nmól/L. sé nægilegt.
Í dag telja sérfræðingar á þessu sviði, að lágmark D-vítamíns sé 40 ng/ml =100 nmól/L. og að við eigum öll að vera með á bilinu 40-60 ng/ml = 100–150 nmól/L.
https://www.mdpi.com/2072-6643/12/7/2097/htm
Erum við loksins að læra af náttúrunni?
Fáklætt fólk og simpansar eru með 100 – 150 nmol/L. af D-vítamíni í blóðinu – sem þeir fá frá sólinni daglega – ef þeir njóta hennar. Þeir sem ekki njóta sólar þurfa flestir að taka inn u.þ.b. 6000 – 9000 I.U. af D-vítamíni daglega til þess að ná þessu marki.
Rannsóknin samrýmist slembiraðaðri tvíblindri samanburðarrannsókn á heilbrigðu fullorðnu fólki, sem tók inn: 600 I.U, 4000 I.U. eða 10.000 I.U. af D-vítamíni daglega í 6 mánuði. Það hafði greinileg áhrif á 162, 320 og 1289 gen sem aftur höfðu áhrif á hvítu blóðkornin (meira D-vítamín = áhrif á fleiri gen).
Aðrar nýlegar rannsóknir sýna að þetta magn dregur verulega úr líkum á fjölmörgum sjúkdómum (eins og bent var á í síðustu grein.)
- Svörtu hringirnir tákna sjúklingana sem lifðu af.
- Rauðu hringirnir tákna sjúklingana sem létust.
- Heila svarta línan skilur að sjúklingana með D-vítamínskort minna en 30 ng/mL = 75 nmól/L (undir línunni) frá þeim sem höfðu ,,nægjanlegt“ D-vítamín (yfir línunni).
- Punktalínan sýnir að 40 ng/ml. (100 nmól/L.) er núverandi lágmark D-vítamíns.
- Lóðrétti ásinn (Y-ásinn) táknar D-vítamíns í blóði. Einingin er ng/ml.
- Einingin sem við notum á Íslandi er nmól/L. Því þarf að margfalda einingarnar á lóðrétta ásnum með 2,5 til að fá út nmól/L eins og notað er t.d. á Íslandi. 60 ng/ml er því 60 x 2,5 = 150 nmól/L. 120 ng/ml er því 120 x 2,5 = 300 nmól/L.
Samkvæmt rannsókninni er dánartíðni þeirra sem eru með jafnt og eða meira en 40 ng/ml = 100 nmól/L. hverfandi.
Þeir sem voru með 150 nmól/L. eða meira (60 ng/ml) þar dó ENGINN.
Í lokin: Þrjár spurningar til þín:
- Hefur þú látið mæla í þér D-vítamínið?
- Hve mikið er það?
- Er það nægjanlegt miðað við nútíma skilgreiningu?
27.9.20. Nú hefur ransóknin verið birt í læknaritinu The Lancet og hægt að lesa hana hér: https://journals.plos.org/plosone/article?id=10.1371/journal.pone.0239799
Höskuldur H. Dungal. Netfang: hdungal@gmail.com, sími: 6998970
Ingibjörg Sigfúsdóttir bjó til prentunar.
Fljótlega verða birtar fleiri greinar um D-vítamín og Covid 19.
Áður birt fyrsta grein um afleiðingar af D- vítamínskorti. https://heilsuhringurinn.is/2020/08/08/rannsoknir-a-afleidingum-d-vitaminsskorts-1-grein/
Flokkar:Fæðubótarefni, Næring