Höfuðverkurinn fór en bragðskynið kom þegar skipt var um rúm


Sífellt koma fleiri fram sem segja frá vandamálum tengda rúmdýnum. Daníel Apeland skrifaði eftirfarandi grein á Fésbókarsíðuna ,,Er rúmið mitt að drepa mig?“ Heilsuhringurinn fékk leyfi til að birta,

Ég er að eðlisfari frekar skeptískur til að trúa blint á það sem stendur skrifað, en verð nú að játa mig sigraðan hvað varðar umræðuna í þessum hópi. Ég er að flytja til Íslands eftir nokkurra ára dvöl erlendis.

Ég er búinn að hafa í mörg ár rúm frá ,,JYSK“ með nafninu ,,Wellpure Delux Memory Foam“. JYSK er sama fyrirtæki og Rúmfatalagerinn á Íslandi. Rúmið var stórt og mig langaði ekki að borga flutning fyrir það til Íslands. Þar að auki var mig farið að gruna að þetta rúm sem var svo gott að sofa í gæti verið grunnur að hrakandi heilsu.

Í stuttu máli sagt þá seldi ég rúmið með þvílíku samviskubiti því að ég óttaðist að þetta gæti staðist með eitranirnar. Dró upp í svefnherbergi gamalt rúm einnig af merki Rúmfatalagersins, algjörlega einföldustu gerð og með þynnstu bómullar yfirdýnu sem ég fann í húsinu mínu.

Allt byrjaði að batna, ég hætti um það bil strax að vakna með höfuðverk og hósta upp slími alla daga, hugsaði ekki meira um það að svo stöddu.

En sléttum 30 dögum eftir að ég byrjaði að sofa í gamla rúminu kom næsta upplifun. Eg fann bragð af morgunkaffinu, mjólkinni og morgunkorninu, tómatnum og gúrkunni ásamt smörinu og brauðinu.

Milt bragð og lykt hef ég ekki fundið í mörg ár. Hugsaði þá til baka og áttaði mig á að hausverk hafði ég ekki heldur haft í þessa 30 daga. En höfuðverkur var annars tíður gestur hjá mér.

Hvaða uppgötvun verður næst veit ég ekki, en svo mikið er víst að það verður aldrei oftar Memory Foam á mínu heimili. ,,Góðar stundir“

Sjá líka: Valda heilsurúmdýnur alls konar sjúkdómseinkennum? https://heilsuhringurinn.is/2020/01/11/valda-heilsurumdynur-alls-konar-furdulegum-sjukdomseinkennum/

Sviminn hvarf og suð í eyrum minnkaði þegar ,,heilsukoddinn“ var aflagður: https://heilsuhringurinn.is/2020/01/25/sviminn-hvarf-og-sud-i-eyrum-minnkadi-thegar-heilsukoddinn-var-aflagdur/

Höfundur: Daníel ApelandFlokkar:Annað

Flokkar/Tögg, , ,

%d bloggers like this: