Sviminn hvarf og suð í eyrum minnkaði þegar ,,heilsukoddinn“ var aflagður

Rætt við Hugrúnu Reynisdóttur bónda á Kjarlaksvöllum í Saurbæ. Hún er ekki nein væluskjóða og hljóp ekki strax til læknis þó lengi væri búið að þjaka hana mikill svimi og hávaði í öðru eyranum og suð hinu.

Hugrúnu fær orðið: Ástandið versnaði sífellt og var orðið svo slæmt að ég varð að leitaða til lækna. Teknar voru alls konar blóðprufur: Blóðið var nóg, blóðþrýstingur flottur, kannað var hvort þetta gætu mögulega verið aukanverkanir frá tvenns konar lyfjum sem ég notaði. Nei ekki það. Þá lá leiðin til háls, nef og eyrnalæknis sem sagði: ,,Nei þetta tengist ekki eyrunum þó að heyrnin á öðru eyranu sé aðeins farið að versna“. Næst var það Heyrnar og talmeinastöðin, sama svarið þar: ,,Nei, nei sviminn og suðið tengist þessu ekki“. Nú var komið að því að láta augnlækni kíkja á þetta enda kominn tími á ný lesgleraugu. Svar augnlæknisins: ,,Nei, nei tengist ekki“.

82821185_1159923604349355_4960500756579876864_n

Heilsukoddanum um að kenna. Fyrir 5 árum keypt ég mér æðislega góðan heilsukodda í Rúmfatalagernum, hann studdi vel við hálsinn og mér fannst hann frábær. Tveimur árum seinna þegar ég fór að finna fyrir svima og suði í eyrunum kom mér ekki í hug að það væri koddanum að kenna.

Orsökin kom í ljós eftir síðustu áramót þegar við hjónin fórum til Reykjavíkur og ég ákvað að kaupa mér Hoie dúnkodda eins og ég var búin að sjá hjá vinkonu minni, hún hafði keypt hann í Rúmfatalagernum. Nokkrum dögum eftir að ég fór að nota dúnkoddann fann ég mikinn mun og nú þremur vikum seinna er sviminn alveg farinn, hávaðinn í eyranu er minni, en suðið er enn.

82983139_631618984065795_5417494760162066432_n

Þegar ég las í Heilsuhringnum greinina: Valda heilsudýnur alls konar furðulegum sjúkdómseinkennum áttaði ég mig á því að samhengi var á milli veikinda minna og ,,heilsukoddans“ https://heilsuhringurinn.is/2020/01/11/valda-heilsurumdynur-alls-konar-furdulegum-sjukdomseinkennum/

Nú er ég komin á þá skoðun að þessi blessaði ,,heilsukoddi“ sé ekki með rétt nafn.

Ingibjörg Sigfúsdóttir færði í letur 23.1.2020Flokkar:Annað, Líkaminn

Flokkar/Tögg, , ,

%d bloggers like this: