Afleiðingar D-vítamínskorts barna og barnshafandi kvenna.

Rannsóknir á D-vítamíni 3. grein.

Á19. öld kom í ljós að C-vítamín kemur í veg fyrir skyrbjúg.

Á 20. öld kom í ljós að fólinsýra kemur í veg fyrir klofinn hrygg.

Á 21. öld er komið í ljós að D-vítamín kemur í veg fyrir ótal sjúkdóma.

Færustu sérfræðingar í D-vítamínrannsóknum telja að eðlilegt magn D-vítamíns í blóði þurfi að vera 100-150 nmól/l (40-60 ng/ml) og benda á að nóg D-vítamin  geti komið í veg fyrir fjölda sjúkdóma. Þörfin byrjar strax fyrir meðgöngu í því að hafi konan nóg D-vítamín auðveldar það getnað, minnkar líkur á fósturláti fyrirburafæðingu, meðgöngueitrun, fæðingarþunglyndi og þörf fyrir keisaraskurð.

Rannsókn sem gefin var út 10. nóvember 2015 sýndi 59% minni hættu á ótímabærum fyrirburafæðingum þungaðra kvenna ef þær höfðu yfir 40 ng/ml (100 nmól/l) á meðgöngu, samanborið við konur sem höfðu D-vítamín undir 20 ng/ml (50 nmól/l) . Rannsóknarritgerð sem gerð var á vegum samtakanna ,,GrassrootsHealth“ og læknaháskólans í Suður-Karólínu var birt í ,,The Journal of Steroid Biochemistry and Molecular Biology“. Aðalhöfundar voru dr. Carol Wagner og samstarfsmaður hennar dr. Bruce Hollis. Þau hafa rannsakað samband D-vítamíns á meðgöngu í meira en 10 ár. Lesa má um það hér: https://daction.grassrootshealth.net/grassrootshealth-research-paper-determines-vitamin-d-level-necessary-to-help-reduce-risk-of-preterm-births/

Brjóstamjólk móður hefur lengi verið talin „fullkomin“ fæða fyrir hvítvoðunga en nú er vitað að hún inniheldur ekki nægjanlegt D-vítamín fyrir ungbörn til að viðhalda lágmarksgildi hormónsins 25-hýdroxý (25 (OH) D; kalsidíól) og þar með beinþéttni. Rannsóknir sýna að konur með barn á brjósti þurfa að taka inn 6400 AE af D-vítamíni daglega. Þá veitir brjóstamjólkin hvítvoðungnum nóg D-vítamín sem fullnægir þörfum barnsins fyrstu daga eftir fæðingu og allan þann tíma sem hún er með barnið á brjósti. Það hámarkar vöxt, þroska og ónæmiskerfið kemur í veg fyrir ýmsa sjúkdóma í framtíðinni.

Skortur á D-vítamíni hjá ungbörnum getur valdið flogaköstum, vaxtartregðu, beinkröm, svefnhöfgi, pirringi og tilhneigingu til öndunarfærasýkinga. Að auki getur D-vítamínskortur í frumbernsku leitt til aukinnar hættu á sjúkdómum á fullorðinsárum t.d.: M.S. sjúkdómi, sykursýki, krabbameini og hjartasjúkdómum. Lesa má meira um þetta hér:  https://www.grassrootshealth.net/press-test-one/

Þunglyndi- kvíði-árásarhneigð

Samkvæmt rannsókn Háskólans í Michigan Bandaríkjunum,  á skólabörnum í Bogotá í Kólumbíu, getur skortur á D-vítamíni í æsku valdið árásargirni, kvíða og þunglyndi á unglingsárum. Niðurstöðurnar voru birtar í ,,Journal of Nutrition“ og sýna að börn sem skorti D-vítamín voru næstum tvöfalt líklegri til að þróa hegðunarvandamál og árásargirni, samanborið við börn sem höfðu hærra magn D-vítamíns. Einnig var lágt magn próteins, sem flytur D-vítamín í blóði, tengt sjálfskaða, kvíða og þunglyndiLesa má meira um þetta hér: https://psychcentral.com/news/2019/08/21/lack-of-vitamin-d-in-kids-tied-to-aggression-depressive-symptoms-in-adolescence/149621.html

Niðurstöður sem vísindamenn kynntu á ársfundi Alþjóðafélags um einhverfurannsóknir í Rotterdam í Hollandi 20.11.2019 benda til að 33 prósent auknar líkur séu á að börn sem fæðast með lágt D-vítamín í blóði verði einhverf samanborið við þau börn sem fædd eru með hátt magn D-vítamíns. Lesa má meira um þetta hér: https://www.spectrumnews.org/news/vitamin-d-linked-lowered-autism-risk-large-study

Nóg Dvítamín á meðgöngu varnar sykursýki 1.

Árið 1996 var gerð hóprannsókn á barnshafandi konum í Oulu og Lapplandi í Norður-Finnlandi. Í lok desember (1997) á fyrsta aldurs ári barnanna var gögnum um tíðni og skammta af D-vítamín neyslu þeirra safnað saman. Tilgangurinn var greining á sykursýki af tegund 1. Niðurstaðan var sú að með því að tryggja ungbörnum fullnægjandi viðbót af D-vítamíni má minnka líkur á sykursýki 1 á fullorðinsárum.  Lesa má meira um þetta hér:  https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/11705562/

Skortur á D-vítamíni hjá börnum og unglingum í yfirþyngd og með offitu.

Árið 2019 var birt á síðu ,,US National Library of Medicine National Institutes of Health“ geysi ítarleg rannsókn um líkamsþyngd og offitu í æsku og á unglingsárum. Þar segir að samhliða mikilli tíðni offitu og efnaskiptaheilkennum hjá börnum séu börn og unglingar í flestum löndum greindir með D-vítamínskort. Náið sjúkdómsvaldandi samband er á milli D-vítamínskorts og skertrar insúlínviðkvæmni. Það sýnir fram á hlutverk D-vítamínskorts í ónæmisviðbrögðum sem leiða til þróunar á undirklínískri bólgu í fituvef sem síast til stórfrumna og eitilfrumna.  Lesa má meira um þetta hér: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC6406072/

Í maí 2020 birti Læknablaðið rannsóknina: D-vítamínbúskapur íslenskra barna og ungmenna. Þar kemur fram að: ,,meðaltalsþéttni D-vítamíns í blóði reykvískra barna og ungmenna sem eru fædd árið 1999 var ítrekað undir ráðlögðum viðmiðunargildum Embættis landlæknis (50 nmól/l), eða í 60-70% tilfella“.

Næst vitnum við í umsagnir tveggja vísindasamfélaga Vestanhafs sem hafa rannsakað D-vítamínskort í áratugi. Þau segja: ,, 50 nmól/l eru helmingi of lág“.

 ,,GrassrootsHealth“ eru almannaheilbrigðisstofnanir í Bandaríkjunum sem ekki eru reknar í hagnaðarskyni. Slóðin er: https://www.grassrootshealth.net/project/about-us/

Samtökin vinna að rannsóknum á D-vítamíni með 48 heimsþekktum vísindamönnum. Þau hafa sent út ákall um að hækkaðar verði ráðleggingar fullorðinna um neyslu D-vítamíns í 40-60 ng/ml (100-150 nmól/L). Tekið er fram að best sé að kanna með blóðprufu a.m.k. einu sinni á ári og þá helst í mars þegar D-vítamíngildi eru að jafnaði lægst.  Þeir sem eru með D-vítamínskort geta þurft að að taka inn 5-faldan skammt í 2 vikur til að ná nægilegu D-vítamíni í blóðið.

D-vítamínfélagið (Vitamindsociety) er kanadískur hópur sem ekki er rekinn í hagnaðarskyni og er stofnaður til að: auka vitund um heilsufarsvandamál tengd D-vítamínskorti; hvetja fólk til fyrirbyggjandi aðgerða og láta prófa D-vítamín gildi árlega. Þau hjálpa til við að fjármagna dýrmætar D-vítamín rannsóknir. ,,Vitamindsociety“ mælir með því að fólk nái og viðhaldi ákjósanlegu magni D-vítamíns milli 100 – 150 nmól / L ( 40-60 ng / ml ).   Slóðin er:   www.vitamindsociety.org

Viðmið um þörf D-vítamins pr kílóþyngd:

Barn sem er 1 kg … 100AE

Barn sem er 2 kg … 200 AE

Barn sem er 5 kg … 500 AE

Barn sem er 10 kg…1000 AE

Barn sem er 50 kg…5000 AE

Í íslensku rannsókninni: D-vítamínbúskapur íslenskra barna og ungmenna,  sem áðan var vitnað til í Læknablaðinu segir eftirfarandi:

,,Kanadísk rannsókn frá árinu 2016 gerði tilraun til að reikna út ávinning af því að hækka D-vítamínþéttni í blóði hjá öllum Kanadabúum í 100 nmól/L út frá fyrirliggjandi rannsóknum um D-vítamín. Þrátt fyrir að meðaltalsþéttni D-vítamíns í blóði sé mun hærri þar en á Íslandi varð niðurstaðan sú að draga mætti mikið úr kostnaði við heilbrigðiskerfið ef tækist að hækka D-vítamínþéttni þjóðarinnar. Þar skipti mestu fækkun á sjúkdómum eins og öndunarvegarsjúkdómum, krabbameinum, hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki, MS og hugsanlega elliglöpum, auk þess sem beinbrotum myndi fækka. Mikilvægt væri þó að hafa í huga að þegar sjúkdómur er á annað borð til staðar, virðist D-vítamínþéttni ekki hafa mikil áhrif á gang hans. Það má því leiða líkur að því að hægt sé að bæta lýðheilsu Íslendinga með því að gera átak í því að bæta D-vítamínbúskap“. Slóðin er:  https://www.laeknabladid.is/tolublod/2020/05/nr/7335

Ingibjörg Sigfúsdóttir tók saman.

Mynd sem fylgir er tekin af netinu.

                                                                                                                       



Flokkar:Fæðubótarefni, Næring

Flokkar/Tögg, , ,

%d bloggers like this: