Sahajayoga er raungering sjálfsins: Sjálfsþekking og sjálfslækning. Ef við skoðum merki Læknafélags Íslands þá blasir við okkur snákur, sem er eitt af þeim nöfnum sem eru höfð um Kundalini, en það er sami kraftur og kallað er Heilagur andi. Fólk þekkir til lækningamáttar heilags anda frá Kristi.
Samkvæmt Sahajayoga á Kundalini aðsetur í spjaldhryggsbeininu, sem heitir ,,os sacrum,“ á latínu sem segir okkur að menn hafa tengt það við einhvern heilagleika.
Það mun hafa verið hin frægi frumkvöðull sálfræðinar Carl Gustav Jung sem fyrstur lækna sýndi lækningar mætti Kundalini áhuga á vesturlöndum, en honum tókst mér vitanlega ekki að nýta það sem slíkt. Þar sem ég er að skrifa um heilsufars þátt Sahajayoga þá vill ég taka fram að bætt heilsa er auka afurð hjá okkur, en aðal atriðið er að tengjast andanum í hjartanu, sem uppfyllir þann rétt fólks að skilja sjálfan sig og heiminn í gegnum þessa tengingu við guðsdóminn.
En þrátt fyrir allt er bætt heilsufar staðreynd hjá þeim sem stunda þessa tegund hugleiðslu. Streymið á Kundalini er háð því að það sem Shri Mataji kenndi okkur sé tekið alvarlega og hugleiðslan sé stunduð reglulega og einnig skiptir miklu máli að taka þátt í sameiginlegri Sahajayoga hugleiðslu.
Í Sahajayoga upplifir þú vitund án hugsana. Hugleiðsla á vesturlöndum er oftast þannig að þú ert að leiða hugan að einhverju þannig að hugurinn heldur áfram í vinnu. Í Sahajayoga fær hugurinn hvíld þú ferð á bak við hugann þar er þögn, enginn vinna í gangi aðeins hvíld, þetta er tengingin við guðdóminn, alheimsvitundina eða hvað sem þú vilt kalla það. Fyrst þegar þú byrjar að helga hugann verður þú var við smá bil á milli hugsana. Þetta bil mun svo lengjast eftir því sem þú stundar Sahajayoga lengur.
Í Sahajayoga skipta fræðin ekki öllu máli en til að komast í vitund án hugsana ,,Nirvichar Samadhi” þurfum við samt að útskýra hvað er að gerast og nota hugtök til þess. Þó þetta sé ekki flókið í byrjun að hugleiða í Sahajayoga, þá eru samt mörg atriði sem gott er að vita til að komast dýpra. Það er alveg hægt að taka fyrstu skrefin á einfaldan hátt og smá saman tileinka sér meiri dýpt og sjálfsþekkingu.
Kerfi orkustöðvanna og Sahajayoga: ,,Subtle System”mætti þýða sem „Næma kerfið“ það má segja að þetta kerfi orkustöðvanna sé eins og bakvinnsla fyrir taugakerfið. ,,Subtle Energy” mætti þýða sem „Næmi krafturin“. Í Sahajayoga er þetta oftast kallað víbrasjónir þetta er kraftur sem vísindamenn kalla; Higgs-bóseind, stundum kölluð Guðseindin.
Kundalini virkjar nýjan eiginleika hjá okkur til að skynja og lagfæra taugakerfið. Þessi tenging við sannleikann sem t.d. Kristur talaði um byggist á því að einstaklingurin sé í andlegu jafnvægi, þá er hann ekki upptekin af blekkingum heimsins heldur er í sambandi við sjálfið; andann sem tengir hann við guð eða alheimsvitundina.
Í Sahajayoga er ójafnvægi í taugakerfinu einmitt talin ein helsta orsök sjúkdóma hjá okkur. En það sem gerist þegar maður stundar þessa tegund hugleiðslu fer maður að finna í auknu mæli fyrir taugakerfinu. Fyrst finnur maður smá náladoða eða hita í fingurgómunum og er þetta fínlega merki í ákveðnum fingri vísar okkur á ákveðna orkustöð. Hver orkustöð vinnur með ákveðnum líffærum.
Sjálfur finn ég oft slíka tilkynningu í litla fingri hægri handar en það getur bent til þess að ég sé með astma, en það er einmitt rauninn. Þessi tilfinning í fingrinum getur einnig þýtt margt annað þannig er þetta er aldrei einfalt.
Megin orsökinn fyrir því að fólk læknast af hinum ýmsu sjúkdómum við stundum Sahajayoga hugleiðslu er að það kemst jafnvægi á taugakerfið fyrir tilverknað Kundalini. Það eru svo til nokkur fjöldi aðferða til að vinna á ákveðnum orkustöðvum eða hlutum kerfisins. Þessar aðferðir eru ýmist gamal kunnar en aðrar minna þekktar, einnig getur verið um smá áherslubreytingar í mataræði. Shri Mataji mælir jafnan með að við högum okkur og borðum eins og venjan er í okkar samfélagi og við teljum eðlilegt. En það er þó Sahajayoga hugleiðslan sem gerir gæfu munin, að mínu áliti, hún virðist líka beina okkur inn á hollara mataræði og lífsstíl, þó það séu enginn boð og bönn hjá okkur, aðeins lítilsháttar siðareglur til að leiða hugleiðsluna
http://meditationresearch.co.uk/adhd/
Athyglisröskun virðist vera mjög algeng hjá nútíma manninum, Homo Sapiens varð til við hæga þróun í langan tíma en sennilega hefur þróun nútíma samfélagsins eins og við þekkjum það, gengið hraðar en okkur hefur tekist að fylgja eftir í þróun á okkur sem tegund. Þetta veldur streitu og við náum ekki að halda athyglinni á öllu sem er að gerast, þessu er hægt að bregðast við með því að koma betra jafnvægi á taugakerfið og gera okkur hæfari til að greina hvað er í gangi í kringum okkur og bregðast við á yfirvegaðan hátt.
Okkur sem stundum Sahajayoga er ekki ráðlagt að hætta að tala við lækinn, þrátt fyrir að að heilsan hafi batnað allmennt og sjúkdómar eins og t.d. blóðsþrýstingur og flogaveiki hafi læknast í okkar hópi. Þá eru ekki allir að læknast af öllu strax hjá okkur það getur verið mjög tímafrekt og erfitt fyrir marga einstaklinga að ná jafnvægi þó við finnum strax fyrir jákvæðum áhrifum. Þessi aðferð getur ekki verið með nein boð eða bönn vegna eðli hennar, þá er einstaklingurin sjálfur ábyrgur fyrir sínum andlega þroska og hver er sinnar gæfu smiður.
Shri Mataji Nirmala Devi og Sahajayoga:
Shri Mataji er fædd á Chindwara Indlandi 21.3.1923 hún tók Maha Samadhi 87 ára að aldri í Genova á Ítalíu og hvílir í Nirmal Dam rétt sunnan við Nýju Deli. Hún lagði grunninn að Sahajayoga og ferðaðist um og kenndi þessa aðferð við að öðlast sjálfs vitundar vakningu. Það gerði hún á nokkura launa og greiddi oftast líka fyrir flug og uppihald. Sahajayogar eru með starfsemi víða um heim í yfir eitthundrað löndum.
Á Íslandi hefur verið starfsemi frá árinu 2004 með aðsetur í Reykjavík og seinna á Akureyri. Byggist starfsemin á frjálsum aðgangi þeirra sem vilja taka þátt og er án endurgjalds eða einhverra kvaða. En við erum með smá framlög í te, tækjakaup og lítilsháttar alþjóðastarf.
Foreldrar Shri Mataji voru kristnir og voru menta fólk en fjölskyldan hafði yfirgefið Hindúisma vegna séttaskiptingar kerfisins. Móðir hennar, Cornelia Salve var stærðfræðingur. Faðir hennar, Shri Prased Rao Krishnan Salve var m. a. lögmaður, þingmaður og virkur í sjálfstæðisbaráttu Indverja. Fölskyldan tók virkan þátt í sjálfstæðisbaráttu Indlans og dvaldi oft í Ashrami með Ghandi, sem fékk oft góð ráð hjá Shri Mataji í sambandi við Möntrur.Shri Mataji lærði læknisfræði en gat ekki klárað námið vegna þess að hún var rekin úr skólanum fyrir þáttöku í sjálfstæðisbaráttunni. En hún sagði að einhvern tíma ætti hún eftir að tala við lækna. Shri Mataji giftist og átti tvær dætur, en hún lagði ávalt áherslu á að Sahajayoga væri fyrir venjulegt fólk og allir væru velkomnir. Fimmta maí 1970 stofnaði Shri Mataji Sahajayoga, sem er auðveld aðferð við að öðlast sjálfs vitundarvakningu án endurgjalds. Shri Mataji sagði að það væri fæðingarréttur allra.
Höfundur: Daði Guðbjörnsson
Sjá upplýsingar á heimasíðu okkar: https://sahajayoga.is
Flokkar:Hugur og sál