Um hvað snýst Heimsljós messan í Lágafellsskóla?

Dagana 15. til 16. september 2018 var haldin Heimsljós messa í níunda skipti í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Í viðtali við Vigdísi Steinþórsdóttur, sem er í forsvari viðburðarins kom fram að boðið er upp á marga fróðlega fyrirlestra og meðferðaraðilar munu kynna hinar ýmsu ólíku meðferðir og gefa 20 mínútna prufumeðferðir. Margs konar heilsuvara verður kynnt. Listir fá líka gott pláss.

Alvöru heilsufæði á vægu verði verður í boði.  Aðgangseyrir er krónur 1000.-

Aðspurð segir Vigdís, sem er hjúkrunarfræðingur og hefur starfað við fagið í 40 ár, að henni finnist ýmislegt vera öðruvísi en það ætti að vera í heilbrigðiskerfinu, til dæmis sé andlegum málunum og tilfinningum of lítið sinnt. Með Heimsljós messunni vilji þau leiða saman heilbrigðisstéttir, heildrænar meðferðir, náttúrulækningarnar og kirkju. ,,Hugsunin bak við nafnið Heimsljós er; að við horfum á ljósið í okkur og í öðru fólki og vinnum með ljósið með þeim ásetningi að skapa betri heim“. Hún segir sitt mottó vera að þetta sé eins og í sveitinni heima í gamladaga þegar allir unnu gratís og lögðu í púkk . Engum eru greidd laun og allir leggja þessa vinnu að mörkum til að skapa betri heim. Fyrirlestrarnir og meðferðirnar þessa tvo daga eru inn í aðgangseyrinum.

Vigdís segir: ,, Ég vil láta þennan atburð snúast um andlega- og líkamlega heilsu en andlega- og tilfinningalega þáttinn hefur mér alla tíð fundist (vanta) þurfa að bæta í heilbrigðisgeiranum. Þar finnst mér heilbrigðisstéttir hafa brugðist fólki. Okkur er ekkert kennt um tilfinningar en svo kynntist ég kenningum Louise L. Hay og túlkun hennar á því hvernig tilfinningarnar skipta máli fyrir orku líkamans. Ef orkustöðvar eða orkubrautir líkamans stíflast þá setjast vandamál að þar. Aftur á móti er óskaplega mikið talað um mat og hreyfingu en afar lítið um svefn og hversu rosalega mikilvægur svefn er.

Sjálf hef ég reynslu af því hve nægur svefn er nauðsynlegur fyrir mína heilsu. Dæmi um það er að  ég er með veiklað ónæmiskerfi sem ég komst ekki að fyrr en ég var búin að hósta svo mikið að starfsfélagar mínir ráku mig til læknis. Þá kom fram að mig vantaði IGA (immonoglobolin A). það er einn af varnar þáttum líkamans, það er ekki hægt að sprauta því í mann. Þarna fór ég að skoða sjálfa mig og hugsa hvað ég gæti gert og fór að skrifaði heilsu dagbók. Skrifaði nákvæmlega niður hvað ég hafði verið að gera dagana áður en ég fékk kvef, ertingu í hálsinn og kinnholubólgur. Þennan vetur byrjaði ég að taka inn hvítlauksbelgi og fjölvítamín.  Læknirinn lét mig taka sýklalyf því að hann sagði að ég losnaði ekki við þetta öðruvísi. En þrátt fyrir það komu þessi veikindi sífellt aftur. Með því að lesa dagbókarfærslurnar komst ég að því að ef ég svaf minna en 7 tíma í 3 nætur í röð kom þessi hvimleiða sýking.

Ég vann um tíma við endurhæfingu þá gafst mér tækifæri til að spyrja fólk með alls konar kvilla.: ,, Ertu tilbúinn að segja mér það erfiðast sem hefur komið fyrir þig í lífinu“. Það var ekkert smáræði sem fólk tjáði sig þá um, margar konur og einstaka menn höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi. Svo var fullt af karlmönnum sem höfðu unnið yfir sig og voru útbrunnir. Héldu að þeir kæmust upp með að vinna og vinna og sofa lítið en einn daginn hrundi líkaminn.

Varðandi tilfinningar og kenningar Louise L. Hay , sem ég minntist á áðan sá ég glöggt samhengið í eitt skiptið sem ég var að byrja að fá sýkingu í kinnholurnar. Mér datt í hug að leita í bókinni hennar eftir skýringum á svona veikindum. Þar stóð að ástæða þeirra væri: ,,Gremja eða sárindi út í nákominn“.  Málið var að ég hafði rifist við góðan vin minn daginn áður og var ósátt. Ég ákvað í skyndi að hringja í hann og gera upp þessi mál, og það varð ekki meira úr þeim veikindum.  Eftir þetta hef ég unnið í mínum tilfinningum og fæ ekki kinnholubólgu lengur.

Ég var ung þegar ég kynntist andlega sinnuðu fólki og var aðeins 19 ára þegar ég fór til Hafsteins miðils. Mér fannst það afar merkilegt og fékk mjög merkileg skilaboð sem var algjör staðfesting fyrir mig. Ég ólst upp við að vanda fæðuval og einnig við trú og bænir. Þegar ég fékk staðfestingu á því 9 ára gömul að vera bænheyrð leit ég upp og sagði: ,,Þetta er þá alveg satt, þú ert þarna Guð, takk kærlega fyrir“. Fullorðin lærði ég svo kristalaheilun af breskum miðli í því fólst fræðsla um orkubrautirnar. En í þessu námi féllu þrjár manneskjur inn í fyrri líf og þá áttaði ég mig á að þetta ætti ég að fást við. Ég fór í dáleiðslu hjá lækni og ákvað svo að finna einhvern til að kenna mér þetta. Sumarið eftir fór ég á heilsubótardaga á Reykhólum hjá Sigrúnu Ólsen þar hitti ég mann sem hafði lært dáleiðslu til fyrri lífa í Bretlandi og hann kom til Akureyrar og kenndi mér. Þessar meðferðir hafa bjargað mínu tilfinningalífi og margra annarra. Mér finnst dáleiðsla stórkostlegt hjálpartæki alltof lítið notuð og of lítils metin, hún er afar einfalt form, fljótvirk og ótrúlega kröftug.

Ef farið er inn á heimasíðu Heimsljóss og smellt á dagskrá má sjá hvað verður í boði:  http://www.heimsljos.is/



Flokkar:Kynningar

Flokkar/Tögg, , , ,