Lífsveiflutækni, óhefðbundnar lækningar með hátækni

Lífsveiflutækni er ný grein innan óheðfbundinna lækninga. Í grunnin er lífsveiflutækni mörg þúsund ára gömul og hefur frá örófi alda verið notast við þessa tækni í formi tónlistar, tóna og söngva til lækninga. Það þekkja allir sem hafa sungið hve heilandi það er. Sólin er líka lífsveiflugjafi og hefur ótrúlega góð líkamleg og andleg áhrif enda grundvöllur alls lífs. Á seinni árum hefur tekist að nýta rafsveiflur markvist til lækninga með ýmsum hætti og byrjaði sú þróun snemma í sögu rafmagnsins.

Lakovsky

Það var í kring um árið 1915 sem rússneskur vísindamaður að nafni Georges Lakovsky fór að gera tilraunir með sveiflurásir. Slíkar rásir voru á þeim tíma að valda bylting í útvarpstækni. Öll útvarpsfjarskipti byggja á sveiflurásum. Sveiflurás virkar ekki ósvipað tónkvísl. Ef hún er áreytt þá byrjar hún að sveifla. Tónkvíslin sveiflar og myndar hljóð en sveiflurásin myndar riðstraum, venjulega á mun hærri tíðnum en við getum heyrt. Þegar við veljum rás á útvarpinu þá erum við að stilla sveiflurás. Það var með tilkomu þessarar tækni sem einhver skriður komst á markvissa beitingu rafbylgna við lífsveiflutækni. Lakovsky gerði margar tilraunir og m.a. ræktaði hann plöntur með illkynja meinum sem hann reyndi svo að lækna með sveiflutækni. Honum tókst það og var tilraunin afar einföld. Hann útbjó hring úr málmi og passaði að hringurinn væri rofin á einum stað og á miðjum hringnum andspænis rofinu var stilkur til að stinga hringnum ofan í blómapott. Þetta er afar einföld gerð af sveiflurás og ræðst tíðnin af því hve víður hringurinn er og hve bilið er mikið þar sem hringurinn er rofinn. Lakovsky hélt tilraunum sínum áfram og árið 1924 var hann kominn með lækningatæki sem vakti mikla athygli víða um heim. Hann skrifaði bókina Secrets of Life þar sem hann segir frá tilraunum með lækningatæki hans og m.a. vitnisburður frá sjúkrahúsum í Evrópu. Þar var til dæmis frásögn af alvarlegu skjaldkirtilsvandamáli sem læknaðist eftir ákveðin fjölda tíma í meðferð.

Lakovsky og tækni hans hvarf af sjónarsviðinu nálægt árinu 1955 en fram komu nýjir hugmyndafræðingar eins og Royal Raymond Rife, Reinold Voll og Vilhelm Reich. Margir hafa komið að þróun slíkra tækni en fáir náðu fótfestu. Í dag eru nálægt 24 framleiðendur lækningatækja sem ganga út á lífsveiflutækni en stærstir eru líklega BICOM vörumerkið annarsvegar og hinsvegar Rayonex. BICOM stendur fyrir Biological Computer og hefur þessi tækni vakið mikla athygli vegna árangurs gagnvart óþoli og ofnæmi. Skrifaðar hafa verið nokkrar bækur um BICOM tæknina og flestar þeirra af læknum sem tóku það skref að snúa sér að heildrænum lækningum og náðu svo góðum árangri að þeir gátu ekki þagað yfir því.

Paul Schmidt

Árið 1976 stofnaði vélaverkfræðingurinn Paul Schmidt fyrirtækið Rayonex. Paul var búinn að þróa tíðnigreiningartækni og hafði kortlagt nokkur hundruð tíðna og tengingu þeirra við líffæri og lífkerfi. Hann notaðist við háþróaðan rafeindabúnað til að framleiða bylgjurnar en notaði svo einfalda mæliaðferð úr óhefðbundnum lækningum sem kallast Radiesthesia til að greina virkni tíðna. Með þessari tíðnigreiningartækni gat hann áttað sig á hvaða tíðni hver og einn nálastungupunktur svaraði best en einnig orkustöðvarnar 7, fjöldi líffæra eins og: kirtlar, hjarta, lifur, nýru, augu, eyru, taugakerfi, hormónakerfi, æðakerfi og svo framvegis. Paul Schmidt lést háaldraður árið 1996 og skildi þá eftir sig gríðarlegt safn upplýsing sem var árangur þrotlausra rannsókna hans nærri 30 ára. Eftir andlát hans var stofnuð Akademía Paul Schmidt sem hefur það aðal markmið að þróa áfram lífsveiflutæknina á grundvelli rannsókna Paul. Um árið 2010 varð bylting í lífsveiflutækninni þegar Rayonex fyrirtækið markaðssetti byltingarkennt forritasafn þróað til lækninga á mönnum og dýrum.

Rannsóknir

Lífsveiflutæknin gengur venjulega undir nafninu Bioresonance Medicine sem þýða mætti lífsveiflulækningar. Kynning á þessari tækni vekur að jafnaði tortryggni hjá fagfólki en rannsóknir hafa sýnt svo ekki verður um villst að tæknin virkar. Fyrstu rannsóknir á Rayonex tækninni voru gerðar 1992 af læknum en þeir gerðu umfangsmiklar tilraunir á virkni tækninnar gagnvart fjölmörgum kvillum og sýndi nánast alltaf árangur umfram væntingar og var hægt að útiloka þóknunaráhrif. Fleiri læknar gerðu sambærilegar tilraunir og voru rannsóknir Dr. Axel Schussmann áhugaverðar en þær miðuðust að verkjastillandi áhrifum. Þær rannsóknir grundvölluðu síðan vottun Rayonex tækninnar sem lækningatækja í flokki „IIa“.  Kannski voru markverðustu rannsóknirnar gerðar af Fraunhofer stofnunnarinna í Dresten í Þýskalandi en þær sýndu fram á að tæknin gat haft veruleg áhrif á virkni frumna og hversu hratt þær skiptu sér. Síðar meir var ákveðið að gera rannsókn á einum tíðnigjafa í Rayonex tækninni sem er tíðnin 12.5. Það var Paul Schmidt sem uppgötvaði stórmerklega tengingu þessarar tíðni við lífsorkuna og hvernig sveiflugjafi stilltur á þessa tíðni gat ýtt undir lækningu líkamans. Rannsóknir hjá Dartsch Scientiffic rannsóknarstofunni í þýskalandi sýndu að nærvera þessa tíðnigjafa ýtti undir hraða fumskiptingar í sárum um allt að 48%. Þessi tíðni er ásamt tugum þusunda tíðna í lækningatækjum Rayonex en er einnig er fáanlegur stakur tíðnigjafi í litlum kubb og hægt að hafa með sér í vasa, í veski eða bakpoka. Svo er gott ráð að stinga honum undir koddann á ferðalögum og þegar þörf er á.

Svo var það árið 2014 að Rayonex markaðssetti sjálfvirka tíðnigreiningartækni sem gengur út á að mæla hjartsláttinn með hjartalínurita sem síðar er unnið úr og þá er hægt að lesa hvaða tíðnir eru illa virkar í líkamanum. Til að ná þessari tækni þurfti aðstoð ríkis og háskóla til að leysa flókna algorithma sem lesa úr línuritinu.

Tíðnirófið

Líkamanum er líkt við ljósaperu. Hvítt ljós er blanda margra lita eins og glöggt kemur fram í regnboganum. Þar er hægt að telja 7 liti. Ef blöndu lita er varpað á tjald í ákveðnum hlutföllum þá kemur hvítt ljós. Ef einhver hinna sjö lita er minnkaður í styrk þá breytist liturinn og blandan verður ekki lengur hvít. Mannslíkaminn gefur frá sér hafsjó af tíðnum sem líkja má við mismunandi liti. Hjartað gefur frá sér sterka rafsegulpúlsa á breytilegum tíðnum, heilinn einnig og ef grant er skoðað gefur nánast hver einasta fruma frá sér tíðni í einhverju formi. Ljós er ekkert annað en rafsegulbylgja á hárri tíðni og litur ljóssins sem augað nemur er í samræmi við tíðnirófið.

Paul Schmidt skipti tíðnirófi líkamans upp í ákveðið margar einingar sem hann einfaldaði niður í 400 tíðnir fyrir almenna notendur. Mælingar sýndu að ef þetta einfaldaða tíðniróf í líkama var mælt og skoðað frá 00.00 yfir í 99.75 þá var hæg að finna hvaða tíðnir vantaði. Út frá því var hægt að átta sig á hvaða líffæri eða lífkerfi var vanvirkt. Til dæmis voru tíðnir nálægt 60.00 mjög tengdar starfsemi ristils, tíðnir eins og 62.50 tengdust skjaldkirtli og 99.5 tengdist hormónakerfi en speglaði líka mögulegt álag á líkamanum vegna áreytis rafsegulsviðs. En það er ekki nóg að greina og vita bara að skjalkirtill er latur, það er auðvitað mikilvægt að geta gert eitthvað í því. Þar kom fram snilld Paul Schmidt. Hann áttaði sig fljótlega á því að ef einhver tíðni líkama var ekki til staðar þá gat hún stundum sigið í lag á meðan á mælingum stóð. Paul dró þá ályktun að tíðnigjafinn hefði áhrif á innri tíðni líkamans eins og þegar tónkvísl byrjar að syngja þegar hún er áreytt. Þetta vakti mikla athygli hans og hóf hann að vinna með þetta fyrirbæri. Nokkrum árum síðar fann hann upp svokallaðan pólara sem gat örvað tíðni líkamans á undra stuttum tíma. Þá var komin aðferð til lækninga sem átti eftir að vekja mikla athygli og grundvalla Rayonex lífsveiflutæknina. Það er því í raun þannig að ef einhverja tíðni í líkamanum vantar þá er hægt að kveikja á henni. Bara eins og kertastjaki með ótal kertum, það þarf bara að rétta kveikjarann að kertinu og það er komið ljós.

Reynslan hefur sýnt að þegar líkami hefur verið meðhöndlaður með lífsveiflutækni þá virkjast þær tíðnir líkamans sem ekki voru virkar og líkaminn fær aukna getu til að heila sig sjálfur.. Heilun getur svo átt sér stað á nokkrum vikum eða mánuðum og stundum sprettur fram árangur strax eftir fyrsta tíma. Reynslan af Rayonex tækninni hér á landi er mjög góð. Oft er kominn merkjanlegur árangur eftir tvö til þrjú skipti í meðferð. Meðferðin sem slík er einföld fyrir meðferðarþega, hann situr í stól og slakar á. Meðferðaraðilinn gerir greiningu og velur réttu meðferðina og síðan tekur við slökun í 30 – 40 mínútur á meðan líkaminn er baðaður viðeigandi tíðnisviðum sem auka styrk og sjálfsheilunargetu líffæra og lífkerfa. Rafbylgjurnar eru sáradaufar og er óhætt fyrir fólk með rafóþol að nýta sér þessa meðferðartækni. Það er ekki hægt að segja um mörg meðferðartæki sem eru á markaðnum í dag.

Orsakamiðað

Rayonex leggur mikla áherslu á orsakamiðaða meðferð. Fyrsta skrefið í mælingu er alltaf að greina orsök álags á líkamanum. Það getur verið vegna rafmagns, jarðgeisla, baktería, sveppa, vírusa eða sníkjudýra og þarf þá að byrja á vinna með áreytið. Svo er ekki óalgengt að orsök sjúkdóma eða líkamlegrar vanlíaðanr séu af sállíkamlegum toga. Þá eru andleg áföll byrjuð að hafa líkamleg áhrif. Í þeim tilfellum er mikilvægt að meðferðaraðili átti sig á hvert áreytið er og hefji styrkjandi meðferð en síðan þarf að leita uppi og laga það sem orsakar vandann. Ef um rafseguláreyti er að ræða þarf að endurskoða tengsl við rafmagn og finna mögulega geislavalda. Ef um sálræn áföll er að ræða er mikilvægt að átta sig á hvað áfallið er og vinna sig í gegn um það og þá er best að hafa sérfræðing á því sviði.

Margir þeirra sem notað hafa lífsveiflutæknina tala um að streita og depurð minnki, skapið léttist og jákvæðni aukist. Einnig eykst orka og verkir minnka en taka verður fram að ekki er um neina kraftaverkameðferð að ræða. Sjálfsheilun sem fer af stað við meðferð tekur stundum langan tíma og sígur þannig inn að meðferðarþegi tekur ekki eftir því að hann er að lagast að einhverju leyti. Því er meðferðarþega ráðlagt að mæla árangur með því að gefa sér reglulega einkunn. Jón Guðmundsson var í meðferð við langvinnum sjúkdómi. Ekki var von á skjótum bata og því mikilvægt að hann gerði sér grein fyrir hvort batamerki væru greinanleg. Honum var ráðlagt að framkvæma sjálfsskoðun þrisvar í viku og skrifa niðurstöðurnar niður. Hann var með verki í axlarliðum og voru verkirnir stundum óbærilegir. Hann átti að gefa sér einkunn gagnvart verkjunum og skrifa niður. 10 fyrir verstu verkina og niður í 0 fyrir algert verkjaleysi. Smátt og smátt kom í ljós að á þremur vikum þá minnkuðu verkirnir úr 9 niður í 7. Það var því greinilegur árangur sem gaf tilefni til að halda meðferð áfram. Hann hefði ekki getað myndað sér skoðun á þessu bara út frá tilfinningu.

Lífsveiflutæknin er komin til að vera. Í Þýskalandi einu eru tæplega 6 þúsund meðferðaraðilar, þeim fer hratt fjölgandi víða um heim og eru japanir orðnir mjög sterkir í þessari grein og þar hafa læknar tekið tækninni vel.

Engar aukaverkanir fylgja lífsveiflutækninni og er í raun ekki hægt að gera mistök því þó röngum tíðnum sé beitt þá gerist ekkert. Reyonex tækin eru vottuð sem lækningatæki og hefur Rayonex haldið skýrslur yfir öll neikvæð áhrif tækninnar. Þær skýrslur eru auðar eftir 35 ára notkun. Engar aukaverkanir hafa verið tilkynntar þrátt fyrir að í dag séu yfir 35 þúsund meðferðaþegar á hverjum virkum degi í heiminum. Eins og áður sagði þá hefur mikið verið skrifað um þessa tækni. James L. Oschman hefur skrifað 2 bækur sem vakið hafa athygli og svo er bókin “Bioresonance Therapy by Paul Schmidt eftir professor Dietmar Heimes sem útskýrir vel grundvöll Rayonex tækninnar. Háskólaneminn Joerge Boente skrifaði mastersritgerð um lífsveiflutækni Paul Schmidt í háskólanum Barcelona og er óhætt að fullyrða að vísindasamfélagið er smátt og smátt að líta meira til þessarar tækni og áhrifa sem hún getur haft á heilsu og vellíaðn.

Valdemar G Valdemarsson

5.4.18

Höfundur er með diploma í Bioresonance Medicine frá Biomedic Foundation í London. Áhugamaður um heilsu og vellíðan og hefur sérhæft sig í athugun á húsasótt með tilliti til jarðtenginga og rafmengunar.Flokkar:Greinar og viðtöl

Flokkar/Tögg, , , , ,

%d bloggers like this: