Mjólkurdrykkja hindrar ekki beinbrot

Alan R. Gaby, læknir segir í Townsend Letter for Doctors and Patients í október 1998 frá könnunsem gerð var á 77.761 konum, 34 – 59 ára gömlum og stóð í 12 ár. Könnunin var gerð til að sjá hvort beinbrot hjá konum sem drukku tvö eða fleiri glös af mjólk á dag væru fleiri eða færri hlutfallslega heldur en hjá konum sem notuðu minna en tvö mjólkurglös á dag. Niðurstaðan var nokkuð önnur en búist hafði verið við, því að beinbrot hjá þeim konum sem drukku meira af mjólkinni voru 45% fleiri hlutfallslega en hjá þeim sem notuðu minna en tvö glös á dag. Enda þótt þetta væri ekki talinn marktækur munur af þeim sem að könn- uninni stóðu er þó augljóst að sá áróður, sem rekinn hefur verið víða, að það aða drekka tvö glös á dag af mjólk verji konur fyrir beinþynningu, styðst illa við staðreyndir.

Frekar mætti segja að það auki líkur á beinbrotum að drekka tvö mjólkurglös á dag. Þetta leiðir hugann að því sem haldið hefur verið fram að steinefni úr fitusprengdri mjólk nýtist lítið sem ekkert. Kannske er þarna komin skýring á þessari þver- stæðu, sem margir eiga erfitt með að skilja. Enginn rengir að mikið kalk sé í mjólk. Það segir þó lítið um hversu mikið af því nýtist og hvort fitusprenging og gerilsneyðing kunni að spilla annars hollri matvöru. Bæði erlend og innlend reynsla hefur þrásinnis sýnt að kálfar þrífast ekki á gerilsneyddri og fitusprengdri mjólk. Fái þeir ekki mjólkina beint úr kúnni, án þess að hún sé meðhöndluð eins og við og börnin okkar verðum að gera okkur að góðu, veslast kálfarnir upp og drepast að lokum. Ástæðan fyrir því er að miklu leyti eða oftast alvarleg beinkröm.

Nýlega talaði við mig bóndakona utan af landi. Meðal annars sem hún sagði við mig var að hún yrði alltaf að halda eftir heima nægilega mikilli mjólk til að gefa kálfunum, því að annars dræpust þeir, ef þeir þyrftu að drekka sömu mjólk og fólkið. Eru líkur til að við getum frekar nýtt steinefnin úr verksmiðjuunninni mjólk heldur en kálfarnir? Á höfuðborgarsvæðinu hefur fengist mjólk sem ekki er fitusprengd, undir nafninu „Lífræn mjólk“. Sennilega er hún til muna hollari en venjuleg fernumjólk en er ennþá töluvert dýrari. Venjulegur rjómi er heldur ekki fitusprengdur og má blanda í undanrennu u.þ.b. 1:10 og fá þannig ófitusprengda mjólk. Ekki má þó nota „Kaffirjóma“, sem svo er nefndur, því að hann er fitusprengdur. Sennilega nýtast steinefni betur úr skyri, mysu, undanrennu, áfum og ostum heldur en úr fitusprengdri mjólk, þó að greinarhöfundur hafi raunar engar vísindalegar kannanir til að styðjast við í þeim efnum.

Trúlega er heldur ekki neitt sérlega skynsamlegt að nota mikið af kalktöflum einum sér, eins og konum er stundum ráðlagt. Önnur steinefni, t.d. magnesíum og kísill eru sennilega ekki síður mikilvæg og stórir skammtar af kalki geta truflað upptöku annarra steinefna. Þannig geta kalktöflurnar jafnvel verkað öfugt við það sem til er ætlast og stuðlað að beingisnun. Einnig þarf D-vítamín, t.d. úr lýsi, að vera nægilegt svo að kalkið nýtist. Mjólkurofnæmi eða óþol getur auk þess valdið því að fólk nýti illa steinefni úr mjólk. Vitað er og viðurkennt að fitusprengingin eykur líkur á ofnæmi fyrir mjólk. Þetta er enn ein ástæða þess að fitusprengingin skaðar hollustu mjólkurinnar og gerir hana að vafasamri næringu, t.d. fyrir börn sem oft fá eyrnabólgu. Það er þó utan þess efnis sem ég er hér að ræða um og því læt ég staðar numið.

Beinþynning eða beingisnun er sjúkdómur sem einkum hrjáir eldra fólk, einkum konur. Mikill áróður hefur verið rekinn fyrir því að fólk drekki daglega mjólk til að verjast þessum ófögnuði. Greinarhöfundur dregur reyndar í efa að mjólkurdrykkja ein sér geti bætt þar miklu um. Frekar væri að undanrenna og/eða mysa gagnaði eitthvað, því að kannanir benda að kalk úr fitusprengdri mjólk nýtist mjög illa. Stór könnun sem gerð var í Mexíkó fyrir meira en áratug sýndi til muna meiri beinþynningu í fólki sem notaði daglega mjólk heldur en þeim sem aldrei notuðu mjólk. Sagt var frá þessari könnun í bandaríska  tímaritinu Vegetarian Times, en því miður fann ég ekki blaðið og get því ekki sagt nr. eða árgang þess, en það var fyrir 1990. Það var þó ekki þetta sem ég ætlaði að ræða um, heldur að vekja athygli lesenda á öðru sem lítið hefur verið rætt hér á landi. Eins og kunnugt er þurfa efnin kalk, fosfór og sennilega magnesíum að vera í jafnvægi í fæðunni ef vel á að fara. Þetta hefur lengi verið vitað og þarf því ekki nánari rökstuðning. Sé of mikill fosfór, eða nánar sagt fosfórsýra, í matnum er kalk og magnesíum tekið annarstaðar í líkamanum, sérstaklega úr beinum, til að binda umfram fosfórsýru úr fæðunni.

M.ö.o. getur mjög fosfórsýruríkt fæði valdið úrkölkun í beinum. Þetta er þekkt og viðurkennd staðreynd sem ekki er líklegt að neinn sem kynnt hefur sér þessi mál muni reyna að mótmæla. Annað sem færri hafa sennilega gert sér ljóst er að kóladrykkir eru sýrðir með fosfórsýru. Þó að ekki sé beinlínis hægt að segja að þessir drykkir séu eitraðir er þó augljóst að mikil kóladrykkja krefst stóraukinnar neyslu á kalki og magnesíum til að binda fosfórsýruna úr kóladrykkjunum. Að öðrum kosti verður líkaminn að taka þessi efni úr beinunum, sem hann vafalaust gerir oft. Því má segja með almennum orðum, að mikil kóladrykkja valdi úrkölkun beina, nema samtímis sé notað kalk og magnesíum í stórum skömmtum. Fyrir allmörgum árum var greinarhöfundur á fyrirlestri um „beingisnun“ hjá þekktum sérfræðingi. Hann talaði m.a. um að mikil fosfórsýra í mat, t.d. kjötvörum gæti stuðlað að beingisnun.

Nokkrar umræður urðu á eftir og spurði greinarhöfundur hann þá hvort ekki væri eins mikil ástæða til að hafa áhyggjur af öllum þeim kóladrykkjum sem þjóðin drekkur árlega hér á Íslandi. Sérfræðingurinn eins og vaknaði af draumi. ,,Þetta hefur mér bara aldrei dottið fyrr í hug. Líklega þyrfti að athuga þetta sérstaklega“. Þó að þetta hafi ekki ennþá verið athugað, svo að greinarhöfundur viti til, finnst honum þó ekki ólíklegt að mikil kóladrykkja sé ein höfuðástæðan fyrir aukinni tíðni beingisnunar á Íslandi. Sennilega er dólómít einna besta kalk- og magnesíum- uppspretta sem fáanleg er og örugglega sú ódýrasta. Dólómít nýtist þó ekki þeim sem skortir magasýrur og reyndar ekki heldur calcíum- eða magnesíum-oxid eða – hydroxid. Best er þó sennilega að drekka sem minnst af kóladrykkjum, þó að ég segi ekki með þessu að ekki megi smakka þessa drykki stöku sinnum. Fólk með beingisnun ætti þó aldrei að drekka kóladrykki nema taka um leið nokkrar dólómíttöflur eða aðra kalk- og magnesíumgjafa. Áður birt í haustblaði Hh 1999.

Beinþynning eða beingisnun er sjúkdómur sem einkum hrjáir eldra fólk, einkum konur. Mikill áróður hefur verið rekinn fyrir því að fólk drekki daglega mjólk til að verjast þessum ófögnuði. Greinarhöfundur dregur reyndar í efa að mjólkurdrykkja ein sér geti bætt þar miklu um. Frekar væri að undanrenna og/eða mysa gagnaði eitthvað, því að kannanir benda að kalk úr fitusprengdri mjólk nýtist mjög illa. Stór könnun sem gerð var í Mexíkó fyrir meira en áratug sýndi til muna meiri beinþynningu í fólki sem notaði daglega mjólk heldur en þeim sem aldrei notuðu mjólk. Sagt var frá þessari könnun í bandaríska tímaritinu Vegetarian Times, en því miður fann ég ekki blaðið og get því ekki sagt nr. eða árgang þess, en það var fyrir 1990. Það var þó ekki þetta sem ég ætlaði að ræða um, heldur að vekja athygli lesenda á öðru sem lítið hefur verið rætt hér á landi. Eins og kunnugt er þurfa efnin kalk, fosfór og sennilega magnesíum að vera í jafnvægi í fæðunni ef vel á að fara. Þetta hefur lengi verið vitað og þarf því ekki nánari rökstuðning.

Sé of mikill fosfór, eða nánar sagt fosfórsýra, í matnum er kalk og magnesíum tekið annarstaðar í líkamanum, sérstaklega úr beinum, til að binda umfram fosfórsýru úr fæðunni. M.ö.o. getur mjög fosfórsýruríkt fæði valdið úrkölkun í beinum. Þetta er þekkt og viðurkennd staðreynd sem ekki er líklegt að neinn sem kynnt hefur sér þessi mál muni reyna að mótmæla. Annað sem færri hafa sennilega gert sér ljóst er að kóladrykkir eru sýrðir með fosfórsýru. Þó að ekki sé beinlínis hægt að segja að þessir drykkir séu eitraðir er þó augljóst að mikil kóladrykkja krefst stóraukinnar neyslu á kalki og magnesíum til að binda fosfórsýruna úr kóladrykkjunum. Að öðrum kosti verður líkaminn að taka þessi efni úr beinunum, sem hann vafalaust gerir oft. Því má segja með almennum orðum, að mikil kóladrykkja valdi úrkölkun beina, nema samtímis sé notað kalk og magnesíum í stórum skömmtum. Fyrir allmörgum árum var greinarhöfundur á fyrirlestri um ,,beingisnun“ hjá þekktum sérfræðingi. Hann talaði m.a. um að mikil fosfórsýra í mat, t.d. kjötvörum gæti stuðlað að beingisnun. Nokkrar umræður urðu á eftir og spurði greinarhöfundur hann þá hvort ekki væri eins mikil ástæða til að hafa áhyggjur af öllum þeim kóladrykkjum sem þjóðin drekkur árlega hér á Íslandi.

Sérfræðingurinn eins og vaknaði af draumi. ,,Þetta hefur mér bara aldrei dottið fyrr í hug. Líklega þyrfti að athuga þetta sérstaklega“. Þó að þetta hafi ekki ennþá verið athugað, svo að greinarhöfundur viti til, finnst honum þó ekki ólíklegt að mikil kóladrykkja sé ein höfuðástæðan fyrir aukinni tíðni beingisnunar á Íslandi. Sennilega er dólómít einna besta kalk- og magnesíum- uppspretta sem fáanleg er og örugglega sú ódýrasta. Dólómít nýtist þó ekki þeim sem skortir magasýrur og reyndar ekki heldur calcíum- eða magnesíum-oxid eða – hydroxid. Best er þó sennilega að drekka sem minnst af kóladrykkjum, þó að ég segi ekki með þessu að ekki megi smakka þessa drykki stöku sinnum. Fólk með beingisnun ætti þó aldrei að drekka kóladrykki nema taka um leið nokkrar dólómíttöflur eða aðra kalk- og magnesíumgjafa.

Höfundur Ævar Jóhannesson Flokkar:Úr einu í annað

Flokkar/Tögg, ,

%d bloggers like this: