Áttatíu og fimm sjúklingar með vörtur voru valdir tilviljunarkennt til að fá annaðhvort sprautu með mótefnisvaka gegn candida-sveppum inn í rót vörtunnar eða samskonar sprautu með saltvatni sem notað var sem lyfleysa (placebo). Notaður var 0,1 ml af 1:1000 blöndu af mótefnisvakanum. Meðferðin var endurtekin að mánuði liðnum. Hjá þeim sem fengu mótefnisvakann hurfu vörturnar í 85% tilfella en í 25% hjá þeim sem fengu saltvatnið. Þrjátíu og sex prósent þeirra sem fengu mótefnisvakann losnuðu við vörturnar eftir fyrri meðferðina eina sér. Síðar fengu þeir sem áður var gefið saltvatnið einnig mótefnisvakann. Þá hurfu vörturnar af 76% þeirra. Engar teljandi hliðarverkanir fylgdu meðferðinni nema nokkrir töluðu um lítilsháttar sviða kringum stunguna í einn til tvo daga. Þessi könnun bendir til að sprautun með candida mótefnisvaka sé áhrifarík aðferð til að lækna vörtur. Þó að ekki sé ennþá vitað hvernig þetta verkar er þó álitið að um einhverskonar ónæmisvirkni sé hér að ræða. .
Heimild: Alan R. Gaby. læknir. Townsend Letter for Doctors and Patients, febr./ mars 2000
Flokkar:Úr einu í annað