Döðlur innihalda trefjar sem eru nauðsynlegar meltingunni

Mikill náttúrulegur sykur í döðlum gerir þær góðan kost í stað venjulegs sykurs. Þær eru ríkar af næringarefnum henta bæði börnum og fullorðnum.  Auk þess eru döðlur gagnlegar gegn ýmsum sjúkdómum eins og blóðleysi, lækkun kólesteróls o.fl.

Ríkar af járni

Döðlur vinna gegn blóðleysi vegna þess að þær eru ríkar af járni, 100g af döðlum innihalda um 0,90g járni, sem er um 11% af ráðlögðum dagsskammti. Járn gegnir mikilvægu hlutverki við flutning súrefnis í blóði.  Unglingar og barnshafandi konur þurfa yfirleitt meira járn.

Efni fyrir augu

Vegna þess að döðlur innihalda lútín og zeaxantine, sem eru þekkt fyrir að vera mjög gagnleg fyrir sjónhimnur augnanna eru döðlur oft nefndar ,,augna vítamín.

Gegn niðurgangi

Döðlur innihalda kalsíum, það er mikilvægt gegn niðurgangi. Regluleg neysla daðla örvar góðar þarmabakteríur.

Hægðatregða

Döðlur örva meltingu og eyða eiturefnum úr líkamanum.  Hægt er að leggja nokkra döðlur í vatn yfir nótt þá leysast efni úr þeim í vatnið, drekka svo safann daginn eftir. Það virkar eins og hægðalyf og mun einnig hjálpa virkni þarmanna. Döðlur örva einnig efnaskiptin vegna þess að þær eru auðugar af trefjum – 100g af döðlum innihalda 8.5g af trefjum.

Minnka túrverki

Samkvæmt tilraun Jordan University fyrir Science and Techology (vísindi og tækni), getur reglubundin neysla á döðlum í fjórar vikur fyrir blæðingar linað túrverki og dregið úr blæðingum. Neysla á döðlum getur hjálpað konum að komast í gegnum fæðingarþunglyndi og aukið framleiðslu brjóstamjólkur.

Stjórna þyngd

Döðlur gefa seddu tilfinningu og örva meltingu. Að borða döðlur á fastandi maga mun ekki aðeins örva starfsemi þarmanna heldur einnig stjórna blóðsykrinum. Hafa þarf í huga að þó döðlur innihaldi ekki kólesteról, innihalda þær mikið af sykri  svo að óhófleg neysla þeirra myndi leiða til þyngdaraukningar (1kg döðlum inniheldur 3.000 hitaeiningar).

Styrkja hjartað

Bent hefur verið á að döðlur séu gagnlegar fólki með hjartasjúkdóma. Láta má döðlur í glasi af vatni yfir nótt, að morgni er hægt að blanda döðlunum og vatninu saman og drekka sopa af því nokkrum sinnum yfir daginn.

Minnka háþrýsting

Þó döðlur innihaldi lítið af natríum  er í þeim nóg af kalki og  5-6 döðlur innihalda nálægt 80mg af magnesíum. Samkvæmt rannsókn geta 370mg af magnesíum á dag minnkað blóðþrýsting.

Vörn gegn slagi

Mikið kalíum innihald daðla er gagnlegt til viðhalds heilbrigðu taugakerfi. Samkvæmt rannsóknum minnkar  hætta á heilablóðfalli um allt að 40% með fullnægjandi kalíum neyslu sem er um 400mg á dag.

Fyrir heilann

Döðlur innihalda fosfór, sem er gagnlegt fyrir heilann.

Þetta er úrdráttur úr greininni: Dates – The Healthiest Fruit On This Planet That Can Cure Many Diseases. sem er tekið af síðunni Food and healthy life,  skrifuð af ADMIN 27. ágúst 2015. Greinina má lesa í heild sinni á slóðini: http://foodsandhealthylife.com/dates-the-healthiest-fruit-on-this-planet-that-can-cure-many-diseases/

Auk þess sem komið hefur fram í greininni hér á undan er skrifað um döðlur og kosti þeirra á heimasíðunni: Healthy Food House, á slóðinni: http://www.healthyfoodhouse.com/see-what-happens-to-your-body-when-you-eat-3-dates-daily/  Á þeirri síðu er grein undir fyrirsögnin: ,,See What Happens to Your Body When You Eat 3 Dates Daily“ sem má þýða sem ,,Sjáðu hvaða áhrif 3 döðlur á dag hafa á líkama þinn“. Þar er ráðlagt að gá að því hve 3 döðlur á dag geti gert mikið gagn heilsufarlega og sagt þær innihaldi: kopar, kalíum, trefjar, mangan, B-6 vítamín og magnesíum.  Í því sambandi er bent á að rannsóknir hafi verið gerðar á döðlum og heilsu heilans. Þar hafi komið fram að ef í næringunni sé nóg B-6 vítamín  vinni heilinn betur.

Einnig er sagt að aðrar rannsóknir hafi sýnt að magnesíum í döðlum geti hjálpa við að draga úr bólgu í slagæðum og minnka hættu á hjartasjúkdómum, liðagigt og fleiru.  Lögð er áhersla á að trefjar í döðlum eru meltingarörvandi  og neysla þeirra sé gagnleg við iðraólgu, hægðatregðu og jafnvel dragi úr hættu á krabbameini í þörmum og  mælt með þeim í meðferð við gyllinæð. Einnig er sagt frá rannsókn á 69 konum þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ef konur borðuðu döðlur síðustu fjórar vikur fyrir fæðingu gekk hún betur.

I.S. þýddi  og endursagði árið 2015Flokkar:Næring

Flokkar/Tögg, , , , , , ,

%d