Mygla og óson

Þeir sem ekki hafa lent í að fá myglusvepp á heimilið gera sér litla grein fyrir hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft. Tjónið getur verið ótrúlega mikið. Í fyrsta lagi geta viðgerðir á lekavanda sem gerði myglusvepp kleift að þrífast verið dýrar og erfiðar. Í öðru lagi er heimilið undirlagt af myglugró og sveppaeitri. Öll föt, húsgögn, raftæki og hvaðeina sem í íbúðinni var er smitað af myglugró. Einstaklingur sem upplifir sveppaeitrun vegna myglusvepps upplifa mismunandi einkenni. Sumir finna fyrir blöðrum og rauðum blettum á húð, bólgu í tungu, höfuðverk, þreytu, hitaslæðing eins og flensuskot, svima, og fleira og er hér bara fátt upp talið. Sumir finna hinsvegar ekki neitt en í þeim tilfellum geta einkennin komið fram síðar.

Þegar sveppurinn er horfin úr umhverfinu byrja einkenni að hjaðna. Á heimili sem orðið hefur fyrir myglu og einhver einstaklingur veikst illa verður ekki líft fyrir þann eða þá sem veiktust. Allur húsbúnaður, bækur, blöð, húsgögn, raftæki, tölvur og fatnaður framkalla samstundis einkenni hjá viðkomandi og geta gert honum mjög erfitt fyrir. Því er fátt í stöðunni annað en að losa sig við aleiguna og koma sér upp nýjum húsgögnum, gardínum, fatnaði, tölvum eða hverju því sem var í íbúðinni.

Jafnvel þótt fatnaður, sængurver eða gardínur eða hvaða tau sem var í íbúðinni er sett í þvottavél eða hreinsun kemur hún til með að framkalla einkenni hjá hinum veiku. Jafnvel geta áhrifin verið svo svæsin að viðkomandi leggst í rúmið og er nokkra daga að jafna sig. Endurtekin þvottur, upp undir fimm sinnum gerir nánast ekkert gagn. Sveppagróin eða hvað það er sem er komið í fötin fer einfaldlega ekki við þvott.

Óson hefur hjálpað

Það er þó eitt ráð sem hefur verið að hjálpa undir þessum kringumstæðum en það er notkun á ósoni. Óson er súrefnisþríliða og hefur sérkennilega lykt. Allir kannast við ferska lykt af þvotti sem þurrkaður hefur verið úti á snúru. Lyktin minnir á óson. Efni sem óson kemst í snertingu við hvarfast hratt. Óson í nægjanlegu magni steindrepur bakteríur og sníkjudýr enda er það notað í iðnaði til að hreinsa vatn og loft, eftir hefðbundin þvott. Óson er nánast hægt að nota á hvað sem er jafnvel er hægt að baða húsbúnað, raftæki, bækur, CD diska eða hvaðeina sem getur haldið myglugróni í sér. Þessi aðferð hefur reynst mjög vel og fólk jafnvel endurheimt mikil verðmæti

Einnig hefur böðun á húsnæði með ósoni gefið góða raun. Þá er húsnæði sem mygla hefur verið í lokað vandlega og inni í miðri íbúð komið fyrir ósontæki af hæfilegri stærð. Síðan er tækið látið ganga í jafnvel sólarhring. Engin má vera innandyra á meðan þetta er gert og verður að lofta húsnæðið vel eftir aðgerðina. Það er ástæða til að vara við notkun ósons. Varast verður að anda því að sér því það getur skaðað öndunarveg. Fara verður eftir leiðbeiningum fagmanna í notkun ósóns og gæta fyllstu varúðar. Hægt er að fá frekari upplýsingar um óson á vefsíðum eins og http://ozoneforhealth.com og svo má gúgla ozon til að fræðast frekar.

Valdemar Gísli Valdemarsson

17.11.13Flokkar:Umhverfið

Flokkar/Tögg, , ,

%d bloggers like this: