Propolis er skilvirk sótthreinsandi, örverueyðandi afurð býflugna sem vísindamenn frá Jiwaji háskólanum í Gwalior á Indland hafa sýnt fram á að getur varið fólk gegn eituráhrifum áls.
Ál er alls staðar og það hefur eituráhrif á líkamann. Álver rísa, fólk drekkur úr áldósum, matur er soðinn í álpottum, geymdur í álskálum, og álpappír er vafið um mat. Fólk fær sprautað í sig bóluefni sem sumt inniheldur ál, aðrir taka sýrubindandi lyf sem innihalda ál t.d. aspirín. Jafnvel hveiti og lyktareyðir geta innihaldið ál. Einnig hefur ál fundist í mörgum matvælum
Líkaminn þarfnast ekki alls þessa áls og þegar það kemst í líkamann getur það safnast fyrir í: lifur, lungum, nýrum, skjaldkirtli og heila. Það sest að í líffærum og keppir við mikilvæg steinefni eins og kalsíum. Ál getur haft áhrif á beinmyndun og beinagrind með því að eyða kalsíum. Margt bendir til þess að ál herji á miðtaugakerfið og geti leitt til andlegrar skerðingar eins og Alzheimers-sjúkdóms.
Vísindamennirnir frá Jiwaji háskóla gerðu tilraun með propolis gegn eituráhrifum áls á lifur, nýru og heilafrumur. Borin vor saman verndandi áhrif klóbindiefnisins N- (2-hydroxyethyl ethylene diamine triacetic acid) (HEDTA) og það notað með og án propolis til að bera saman mismuninn.
Eituráhrif áls hafa áhrif á efnaskiptin og auka þvagsýru
Í tilrauninni, var rottum gefið 32,5 mg / kg af álnítrat. Eituráhrifin komu fram í frumum. Þvagsýra, kólesteról og þvagefni jukust og fundust í sermi. Hvað er sermi? Jafnvægi þvagefna er mikilvægt fyrir efnaskiptin og þau gegna hlutverki í endurupptöku vatns og að jónir fráskiljist út með þvagi. Mikil þvagsýra er undanfari gigtar; þvagsýra eykst fyrst og fremst vegna efnaskipta og niðurbrots púrín kirni. (Púrín er niturbasi sem byggður er úr einum sex liða hring og einum fimm liða hring. Heiti á ýmsum afleiðum þessa basa. einkum þeim niturbösum sem koma fyrir í kjarnasýrum. – Kirni, heiti ýmissa estera af núkleósíðum og fosfórsíðu, byggingareiningar í kjarnasýrum).
Propolis prófað
- Eftir einn dag á eitraða álinu skiptu vísindamennirnir rottunum í þrjá hópa:
- Fyrsta hópnum var gefið 20 mg af HEDTA (klóbindiefnum).
- Annar hópurinn fékk 200 mg af propolis.
- Þriðji hópurinn fékk bæði HEDTA og propolis.
Tilraunin sýndi að HEDTA hjálpaði til við að endurheimta frumur og varðveita vefjafræðilega lögun. Propolis var jafnvel virkara og dró úr oxun og streitu .
Þegar bæði HEDTA og propolis voru gefin komu róttækar úrbætur í ljós, áhrifin voru mest á: lifur, nýru og heila. Eitt af mikilvægustu breytingunum var á ACHE (acetylcholinesterase) í virkni framheila, miðheila og afturheila. Eituráhrif álsins minnkaði virkni áls á öllum þremur sviðum heilans og Propolis hjálpaði til að endurvekja heilann og endurheimta vefi taugakerfisins. Þessi rannsókn varpar ljósi á mikilvægi þess að býflugur eru óþreytandi í framleiðslu á propolis úr náttúrunni.
Hægt er að nota propolis til að vinna gegn tjóni á lifandi frumum af völdum áls. Propolis verndar nýru, lifur og heila frá eituráhrifum þess. Ef þvagsýra, þvagefni og kólesteról í blóði er hátt af völdum eituráhrifa áls gæti propolis verið náttúrlegt lyf fyrir þá sem þjást af of háu kólesteróli og þvagsýrugigt.
Þetta er þýddur endursagður úrdráttur úr greininni: Scientists use honey bees’ propolis to treat aluminum toxicity eftir L.J. Devon, blsðamann. Greinina er að finna á frummálinu í fullri lengd á slóðinni: http://www.naturalnews.com/043572_propolis_aluminum_toxicity_honey_bees.html#ixzz2qnJFhKA6
I.S. og E.H. árið 2015.
Flokkar:Næring