Almennir bandarískir hjartalæknar, Bandarísku hjartasamtökin (American Heart Association), og Bandarísk samtök í hjartalækningum auk margra annarra hópa, vilja telja fólki trú um að statínlyf ætti að setja í drykkjarvatnið. Ef statínlyf drægju verulega úr hættu á hjartasjúkdómum, sem þau ekki gera – og ef þau hefðu ekki aukaverkanir gæti ég tekið undir umræðuna um víðtæka notkun statínlyfja. Hins vegar valda þau alvarlegum aukaverkunum þannig að heilbrigðisstarfsfólk ætti að hugsa sig tvisvar um áður en það ávísar lyfjum í þessum lyfjaflokki. ,,Mig óaði við því þegar ég sá aukinn fjölda tilkynninga um alvarlegar aukaverkanir frá notendum statínlyfja sagði dr. Philip Blair, MD.,sem vann úr upplýsingunum um aukaverkanir statínlyfja frá FDA – Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna.
Dr. Blair skýrði frá því að FDA skýrslur frá starfandi læknum í fremstu víglínu, sýndu aukin tengsl milli statínlyfja og margra alvarlegra sjúkdóma.
Höfum í huga að aðeins 1-10% aukaverkana eru tilkynntar til FDA. Dr. Blair segir: ,,Þessar upplýsingar komu fyrst til mín frá samstarfsmanni mínum dr.Duanne Graveline, MD. Dr. Graveline skrifaði bókina Lipitor-Thief of Memory (Lipitor-minnisþjófur) eftir að hann sjálfur þjáðist tvisvar tímabundið af minnisleysi og af langvarandi taugakvilla vegna inntöku statínlyfja“.
Statín vinnur þannig að það eitrar ensím (HMG-CoA redúktasi) sem er nauðsynlegt til að framleiða kólesteról, adrenalín, kynhormón, minnisprótein og viðhalda orku frumunnar. Mesta magn kólesteróls í líkamanum er að finna í heilanum. Getur þú giskað á líffærin sem þjást þegar kólesteról framleiðsla er lítil? Ef þú giskar á heilann, myndir þú vinna verðlaun.
Allar eftirfarandi upplýsingar frá árunum 2004-2014 og voru fengnar úr gagnasöfnum FDA.
Virkni heilans: Það voru 36.605 skýrslur um truflaða heilastarfsemi með minnisskerðingu, rugli, ofsóknarbrjálæði, ráðleysi, þunglyndi og vitglöpum sem tengdust notkun statínlyfja. Mundu að það eru aðeins tölur yfir 1-10% afskráðum tilvikum aukaverkana af þessum lyfjum.
Getur þú ímyndað þér hversu hratt FDA myndi taka vítamín af markaði, ef sýnt væri fram á að það valdi tugum þúsunda tilvika um truflun í heila?
Ég hef séð marga sjúklinga þjást af minnkaðri heilastarfsemi vegna inntöku statínlyfja. Vitandi hvernig statín vinnur með því að eitra ensím sem þarf til að framleiða kólesteról –þarf ekki að efast um að vandamál í heila verða algengari með statín notkun.
Staðreynd er að vel yfir 100.000 tilkynningar umaukaverkanir tengjast statín notkun. Auk áhrifa áheila, eru neikvæð áhrif á starfsemi lifrar, nýrna og vöðva.Kannski væri hægt að lifað með öllum þessum aukaverkunum ef statín drægi marktækt úr hættu á hjarta-og æðasjúkdómum. En það gerir það ekki. Aldrei hefur verið sannfærandi sýnt fram á að notkun statín lyfja hafi komið í veg fyrir fyrsta hjartaáfall hvorki hjá körlum né konum. Bestu niðurstöður rannsókna sýna 1-4% minnkaða áhættu hjartaáfalls nr tvö hjá körlum. Hjá konum eru niðurstöðurnar verri.
Það er átakanlegt hve margt heilbrigðisstarfsfólk og næstum allir hjartalæknar mæli með þessum lyfjum. Fólk fær ekki hjartasjúkdóm vegna skorts á statíni. Kannski ættu starfsmenn slíkrar heilbrigðisþjónustu að byrja á því sem læknum var kennt að gera: ,,leita að undirliggjandi orsök veikindanna og takast á viðhana.
Í sögu lyfjaframleiðenda hafa statínlyf skilað mestum arði. Þau eru kynnt sem lyf til að fyrirbyggja og meðhöndla hjartasjúkdóma.
Þýdd, stytt og endursögð greinin: ,,Statins cause brain dysfunction“ af síðunni NaturalNews, (naturalnews.com) eftir dr. Brownstein af bloggi hans Dr. Brownstein’s blog .
Flokkar:Ýmislegt