Klór í sundlaugum getur haft skaðleg áhrif á frjósemi barna í framtíðinni

Nýlega birtist rannsókn í Natural News sem framkvæmd var í Catholic University of Louvain í Brussel í Belgíu sem sýndi fram á að eiturefni í umhverfi barna geta haft djúpstæð áhrif á hormónabúskap þeirra síðar á lífsleiðinni. Alfred Bernard og samstarfsfélagar hans birtu nýlega rannsókn í International Journal of Andrology sem sýndi fram á að drengir, sem í barnæsku vörðu miklum tíma í sundlaugum innanhús þar sem klór var í vatninu, höfðu lækkaðan æxlunar hormónabúskap á unglingsárum.

Bernard mældi hormónabúskap hjá 361 drengjum á aldrinum 14 til 18 ára, sem höfðu áður stundað sundlaugar sem sótthreinsaðar voru með annað hvort klór eða kopar-silfur jónun. Þeir uppgötvuðu að drengir sem eytt höfðu meira en 250 stundum fyrir 10 ára aldur eða 125 stundum fyrir sjö ára aldur í innanhússundlaugum þar sem vatnið innihélt klór, voru þrisvar sinnum líklegri til að hafa óvenju lágt hlutfall af testosterone eða inhibin B. Inhibin B er hormón sem bælir framleiðslu á FSH (folic stimulating hormone), og lágt hlutfall þessa hormóns hefur verið tengt við ófrjósemi karlmanna.

Samspil klórs og mannslíkamans (sviti, húðfrumur, hár, flasa og þvag) í innilaugum með klór í vatninu veldur losun á aukaafurð klórs eða CBP. Það hefur lengi verið vitað að þessi CBP eru heilsuspillandi. Aðrar rannsóknir sem birtar hafa verið hafa sýnt fram á að CBP skaði eistu og trufli myndun sáðfruma. Húðin á pungnum er sérlega viðkvæm fyrir eiturefnum vegna þess hve gegndræp hún er. Börn eru viðkvæmari fyrir hormónatruflunum en fullorðnir, og bernskan er þýðingarmikill tími þar sem eiturefni eins og CBP geta verið sérlega skaðleg.

Bernard og samstarfsfélagar hans mældu ýmis karlhormón í blóði. Niðurstöðurnar voru þær að unglingar, sem höfðu varið lengri tíma í innanhússundlaugum með klór í vatninu, höfðu lægri inhibin B og testosterone heldur en þeir sem höfðu varið tíma í annað hvort útisundlaugum með klóri eða sundlaugum þar sem aðrar aðferðir voru notaðar til sótthreinsunar. Eiturefni finnast í meira magni í innilaugum. Álit manna er það að CBP sem síast inn í gegnum skinnið á pungnum í barnæsku skaði eistun.

Aðrir valkostir til sótthreinsunar á sundlaugum. Börn jafnt sem fullorðnir njóta þess að synda sér til heilsubótar og skemmtunar. Fleiri og fleiri rannsóknir hafa komið út um hættur af klór í innanhússlaugum. Þessar hættur takmarkast ekki eingöngu við karlkyns æxlunarfæri. Snerting við afurðir klórs hefur einnig áhrif á gegndræpi lungna og hlutfall krabbameins.

Kopar-jónun er ein áðurnefnd aðferð til sótthreinsunar á laugum. Þetta er aðferð með málm-fareind sem hefur öðlast vinsældir í Evrópu.

Óson er önnur aðferð sem notuð er til að sótthreinsa laugar. Þessið aðferð notar sérstakt kerfi til að umbreyta súrefni í loftinu í óson í sundlaugarvatni. Óson leysir upp óhreinindi og þjappar saman úrgangi þannig að auðveldara er að sía þau burt.

Þriðja aðferðin er útfjólublótt ljós, enda þó að þessi aðferð ein og sér dugi ekki til að sótthreinsa laugar fullkomlega og samhliða geti verið þörf fyrir efni í lægra hlutfalli.

Náttúrulegasta aðferðin við sótthreinsun á laugum er að endurskapa umhverfi tjarna þar sem notaðar eru hagstæðar bakteríur, ákveðnar plöntur og jafnvel fiskar sem gera mögulega náttúrulega síun og hreinsun. Þessi aðferð nýtur aukinna vinsælda í Evrópu, og laugar sem hafa verið búnar til á þennan hátt eru nefndar Natural Aquatic Plant Pools.

Eftir því sem fleiri rannsóknir varpa ljósi hættur af snertingu við klór, verður þörfin fyrir aðra kosti augljósari. Sund er frábær hreyfing og dægrastytting, en meiri þörf er á átaki til þess að koma í veg fyrir snertingu við eiturefni.

Heimildir:

Grein nr. 2

Klór í innanhússundlaugum er hættulegur heilsu þinni.

(Natural News) Enda þótt sund innandyra njóti vaxandi vinsælda, er ekki margt fólk sem er meðvitað um hættur fyrir heilsuna sem tengjast snertingu við kemísk efni og kemískar aukaafurðir. Nýleg rannsókn útgefin í september 2010 í Environmental Health Perspectives rannsakaði 49 reyklausa einstaklinga bæði fyrir og eftir að þeir höfðu synt í 40 mínútur í innanhússundlaug sem innihélt klór.

Rannsakendur skoðuðu ýmsa líffræðilega þætti með tilliti til krabbameins, í blóði, þvagi og útöndun þátttakenda.

Einn krabbameins vísirinn sýndi fimmfalda hækkun eftir sundið. Rannsakandinn Manolis Kogevinas, MD, PhD er prófessor í faraldursfræði við Centre for Research in Environmental Epidemiology í Barcelóna. Hann segir „Þetta þýðir alls ekki að sundfólk hafi fimmfalda hækkun áhættu á krabbameini. Þetta þýðir einfaldlega að eftir sund í 40 mínútur í klórlaug, verður hækkun í þessum vísi í blóðinu sem hefur í öðrum rannsóknum verið tengt við hættu á krabbameini í framtíðinni.“

Önnur rannsókn, einnig útgefin í september 2010 í Environmental Health Perspectives, skoðaði breytingar á lífræðilegum þáttum öndunar fyrir og eftir sund. Þeir fundu smávægilega hækkun í einum þætti í blóði, sem er þekktur sem CC16. Þessi líffræðilegi þáttur er tengdur við aukið gegndræpi lungna.

Kogevinas skýrir frá því að þessi aukning geti skýrst af bæði hreyfingunni og snertingunni við aukefni klórs.

Fyrri rannsóknir hafa einnig sýnt fram á aukið gegndræpi í lungum eftir sund. Rannsókn frá júní 2003 sem framkvæmd var í Catholic University of Louvain í Belgíu sýndi fram á tengsl milli tíma lengdar sem börn á skólaaldri eyða í kringum sundlaugar og gegndræpi lungna.

Þegar efni eins og klór í laugum verka með svita, húðflögum, flösu og öðrum lífrænum efnum sem finnast í sundlaugum, á sér stað efnafræðileg gagnverkun. Þessi efnafræðilega gagnverkun myndar DBP eða aukaafurð af sótthreinsunarefnum. Þessi DBP eru hættuleg heilsu þinni. Það hefur verið þekkt í nokkur ár að astmi er áhættuþáttur hjá gæslumönnum og sundkennurum sem vinna innandyra.

Börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir skaðlegum áhrifum af DBP. Rannsókn frá júlí 2010 sem stýrt var af. Alfred Bernard og birt í the European Respiratory Journal bendir til þess að snerting ungbarna við sundlaugar sem innihalda klór og eru innandyra, geri þau móttækileg fyrir bronkítis. Þetta gerir þau viðkvæmari fyrir astma og ofnæmi síðar í lífinu.

En þýðir þetta allt saman þá að maður ætti að forðast sundlaugar? Ekki samkvæmt Kogevinas. „Við segjum ekki hættið að synda. Við ættum að senda skýr skilaboð um að sundmenn haldi áfram að synda.“ Viðeigandi viðhald á laugum og að farið sé eftir eftir reglum varðandi laugar, eins og að fara í sturtu áður en farið er ofan í og ekki kasta vatni í laugina getur hjálpað. Alfred Bernard leggur til að laugar verði sótthreinsaðar án þess að nota klór þegar því verður viðkomið.

Heimildir:

Um höfundinn.

Amelía Bentrup er eigandi og ritstjóri http://www.my-home-remedies.com/ sem er vel rannsakað safn af náttúrlegra heima remedíum. Kynnið ykkur náttúrlegar lækningar við fjölmörgum krankleikum og finnið nákvæmar upplýsingar og öruggar leiðbeiningar um notkun á ýmsum jurtum, vítamínum, steinefnum og nauðsynlegum olíum.

Höfundur: Amelia Bentrup. Natural News. 29. september 2010. Vefur 4. desember 2013. Þýðandi Sigrún Árnadóttir



Flokkar:Umhverfið

Flokkar/Tögg, , , , , , ,

%d bloggers like this: