Rannsóknir frá Kaliforníu háskóla í Los Angeles (UCLA) sýna að ef borðuð eru 75 grömm af valhnetum á dag í þrjá mánuði aukast sáðfrumur karla og frjósemi.
Í þessari stöku blindu slembirannsókn tóku þátt 117 heilbrigðir ungir menn sem borðuðu dæmigert vestrænt mataræði. Fimmtíu og níu af mönnunum borðuðu einnig 75 grömm af valhnetum á dag í tólf vikur. En 58 menn forðuðust allar hnetur af trjám.
Fyrir rannsóknina var sæði og blóð mannanna prófað og síðan aftur eftir tólf vikur. Hjá þeir sem borðuðu valhnetur var veruleg framför í sæðisorku, hreyfanleika sæðisfruma og formgerð sæðisins. Litningagallar sæðis valhnetu neytendanna var marktækt minni.
Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa áætlað að um 70 milljón pör um allan heim eigi við ófrjósemivanda að stríða. Frá 30% til 50% ófrjósemi vandamál eru vegna frjósemi karla. Á milli þrjár til fimm milljónir manna leita meðferðar vegna frjósemi á hverju ári .
Eftir rannsóknina sem prófessor Wendie Robbins, Ph.D., RN leiddi sagði hann: ,,Jákvæð áhrif valhneta á sæði getur verið vegna einstakrar samsetningar næringarefna þeirra.“.
Dr Catherine Carpenter, dósent í læknisfræði við UCLA bætti við: ,,þessar niðurstöður koma ekki á óvart þegar þú horfir á nærandi innihald valhneta. Þó niðurstöðurnar séu ótrúlegar miðað við það að valhnetur geti haft áhrif á menn á öllum aldri, þar á meðal eldri menn og menn með skerta frjósemi.“
Rannsóknarniðurstöður: Fylgni er með alfa-línólensýru og öðrum næringarefnum valhnetunnar og aukinnar frjósemi.
Orkuhús næringarefna
Valhnetur innihalda gnótt næringarefana. Einn bolli af möluðum valhnetum samsvarar 18 únsur (rúmlega 510 mg.) af próteini eða um það bil 15 % af þyngd. Valhnetur innihalda einnig mikið af B-vítamíni, 115 míkrógrömm af fólínsýru, 600 mkg. af B-6 og 400 mkg. af þíamíni. Einnig inniheldur bolli af valhnetum 115 milligrömm af kalki, 185 mg. af magnesíum og 516 mg. af kalíum. Valhnetur eru ríkar af mangan, selen og jurtasteról (phytosterol). Innihald valhnetanna af Ómega-3 er 10.623 mg. í einum bolla af möluðum hnetum, mikið af því er í formi alfa-línólínsýra (ALA).
Þetta er þýddur úrdráttur úr greininni: Walnuts Increase Male Sperm Counts and Fertility eftir Case Adams, Naturopath. Greinina má finna á slóðinni: http://www.greenmedinfo.com/blog/walnuts-increase-male-sperm-counts-and-fertility
I.S. árið 2014