Kopar innlegg í skó gegn liðagigt

Undirritaður rakst á athyglisverða grein í Daily Mail sem segir frá merkilegum árangri við að nota kopar gegn liðagigt. Kona að nafni Helen Basson , þrjátíu og níu ára og þriggja barna móðir var orðin mjög illa haldin af liðagigt. Hún átti í verulegum erfiðleikum að komast fram úr rúminu á morgnana, þurfti aðstoð til að fara á salerni og gat lítið sinnt börnum sínum.  Liðagigtin byrjaði að herja á hana árið 2004 og tók hún þá eftir því að hún átti í erfiðleikum með að rétta úr vinstri handlegg. Smátt og smátt breiddist sjúkdómurinn út og fór í hné, úlnliði, mjaðmaliði, olnboga og ökkla. Henni hrakaði ótrúlega hratt og var fljótlega hætt við að ráða við einföld heimilisstörf vegna kvala.

Hún þráaðist við að fara á lyf við sjúkdómnum og leitaði allra annarra leiða til að vinna gegn þessum vágesti.  Það var tengdamóðir hennar sem benti henni á að nota kopar innlegg í skóna sína. Hún hafði heyrt að kopar gæti skilað góðum árangri í baráttu við liðagigt. Forn Grikkir þekktu lækningamátt kopars vel og var algengt að nota kopararmbönd gegn verkjum.  Þremur mánuðum eftir að Helen byrjaði að nota kopar innlegg í skóna sína var hún orðin vel rólfær og flest einkenni að mestu horfin. Henni sjálfri og ekki síst læknum til mikillar furðu.

Engar vísindalegar rannsóknir hafa verið gerðar sem styðja þá kenningu að kopar vinni gegn liðagigt en það eru heldur engar rannsóknir sem segja að kopar virki ekki. Það hefur líklegast aldrei verið rannsakað. Helen stefnir nú á að hlaupa maraþon í byrjun 2013 og segir hún að það sé koparinnlegginu að þakka. Kopar er mikilvægt efni fyrir líkamann og styrkir meðal annars æðakerfi, ónæmiskerfi og bein. Innleggið var fengið frá Tony Andrews sem kallaður er The Original Copper Healer.

Á vefsíðu hans má fræðast meira um þessi innlegg og er þar grein sem segir frá rannsóknum Albert Singer, Emeritus prófessor við Whittington sjúkrahúsið í London. Hann framkvæmdi rannsókn á 230 liðagigtarsjúklingum sem allir fengu kopar innlegg í skó. Í nítíu og sex prósentum tilvika hafði innleggið jákvæð áhrif á líðan og rénuðu einkenni liðagigtarinnar. Rannsókn stendur nú yfir í Royal Wolverhampton sjúkrahúsinu og er niðurstaðna að vænta í lok árs 2012.

Nánar er hægt að lesa um koparinnlegg á vefsíðunni: http://www.theoriginalcopperheeler.com/ og má lesa fréttina um Helen Basson hér: http://www.dailymail.co.uk/health/article-2230529/Copper-insoles-cured-arthritis-says-mother-running-half-marathon.html

VGV  12.11.12



Flokkar:Annað, Ýmislegt, Greinar og viðtöl

Flokkar/Tögg, , ,

%d bloggers like this: