Þrjár leiðir til að hreinsa líkama þinn á náttúrulegan hátt án þess að kvelja þig

Hvað er það fyrsta sem þú hugsar þegar þú heyrir um afeitrun eða hreinsun líkamans? Getur það verið tilhugsunin um hungursneið, kvöl, félagslega einangrun og það sé hreinlega ekki þess virði. Lengi vel hugsaði ég einnig á þann hátt þar til ég fór að skoða betur hvað afeitrun virkilega er.

Afeitrun er náttúruleg leið líkamans í að hreinsa eiturefni úr sér og koma sér í jafnvægi. Flest eiturefnanna sem safnast upp í líkama okkar koma frá mataræði og lífstíl. Þú ert það sem þú borðar! Það mætti líkja þessu við að fara ekki í bað í marga daga eða bursta ekki í sér tennurnar. Eflaust myndi fara að lykta af okkur en við myndum ekki endilega fá hjartaáfall, vera veik eða fá sykursýki. En þegar við hreinsum ekki úr líkama okkar getur það haft skaðleg áhrif á líkama okkar og vellíðan.

Hlutir í lífstíl okkar eins og sykur, hveiti, kjöt, aukefni, unnin matvara, álag og áreiti geta haft skaðleg áhrif á heilsu og vellíðan okkar.

Hérna eru þrjú mjög hagnýt atriði sem þú getur byrjað að gera strax í dag til að hefja hreinsunarferli þitt:

 

1. Borðaðu það sem móðir náttúra gaf þér.

Leggðu meiri áherslu á hreina, lífræna fæðu.

Hrá matvara er frábær í afeitrun og jafnframt ótrúlega næringarrík og bragðgóð.

Grænt og meira grænt, blaðgræna hefur verulega hreinsandi eiginleika fyrir líkamann. Settu smá spínat í blandarann á morgnana eða fáðu þér klettasalat með kvöldmatnum.

 

2. Vatn og meira Vatn

Vatn gegnir ótrúlega mikilvægu hlutverki í hreinsun líkamans.

Því meiri vatn því betri hreinsun.

Settu það í vana hjá þér að ganga um með vatnsbrúsa í stað kaffibolla.

 

3. Hreyfing

Hreyfing gegnir mjög mikilvægu hlutverki í hreinsun líkamans. Þegar þú hreyfir þig ert þú að hreinsa líffæri líkamans. Hreyfing flýtir því fyrir hreinsunarferlinu.

Hreyfing getur átt mikinn þátt í því að hleypa álagi og áreiti úr lífi þínu.

Rétt hreyfing getur þannig skilið þig eftir ánægða og fulla af orku.

Svo þú náir sem mestum árangri í hreinsuninni er mikilvægt að huga að hreinsun á bæði líkama og sálu. Afslöppun og úthreinsun neikvæðrar, óþarfa orku getur hjálpað þér verulega til að ná árangri.

Hvort sem það er betri svefn, skýrari hugsun, bætt melting, meiri orka eða fallegri húð, allt þetta getur þú öðlast með réttri, öruggri hreinsun á líkama þínum.

Mestu máli skiptir hvað gert er eftir hreinsunina. Þú getur öðlast meiri orku og fallegri húð en aðeins til skamms tíma ef ekki er gerð breyting á lífsháttum. Aðeins þú getur tekið ákvörðun um að taka heilsu þína og vellíðan alvarlega fyrir fullt og allt. Því í sannleika sagt þá berð þú fulla ábyrgð. Af hverju ekki gera sem mest úr lífi þínu núna strax? Það er eftir engu að bíða. Alhliða vellíðunarlífstíll er ekki langt frá þér

Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi, lífsstílsráðgjafi og stofnandi Lifðu Til Fulls hjálpar þér að taka heilsusamlegar ákvarðanir og ná árangri í markmiðum þínum til lífstíðar. Júlía hefur hjálpað konum að gera heilbrigði að lífsstíl svo þær hafa lifað sáttar í eigin skinni með jafnvægi, öryggi og ánægju. Heimasíða Lifðu til fulls er:  http://www.lifdutilfulls.is

 



Flokkar:Líkaminn

Flokkar/Tögg, ,

%d bloggers like this: