Náttúrulegar heilsuvörur ofur-öruggar og lyf jafn hættuleg og stríðsátök

Þannig hljómar fyrirsögn umfjöllunar um samanburð á áhættu við inntöku náttúrlyfja og fæðubótarefna annars vegar og lyfja hins vegar. Þessi samanburður, sem gerður var af alþjóðlegum baráttuhópi með höfuðstöðvar í Bretlandi, sem nefnist Alliance for Natural Health International (ANH-Intl) birtist nýlega opinberlega og er hægt að nálgast  frekari upplýsingar á vefsíðunni http://anhinternational.org/news/anh-exclusive-natural-health-products-ultra-safe-and-drugs-dangerous-war

Er notkun fæðubótarefna varasöm ?

Skv. upplýsingum frá Council for Responsible Nutrition 1, nota 69% fullorðinna Bandaríkjamanna bætiefni.

En hversu örugg eru þessi efni – getur neysla þeirra verið hættuleg ?

 • Skv. niðurstöðum ANH-Intl. er samanborið við inntöku á bætiefnum:
 • • um 900 sinnum líklegra að einstaklingur látist af matareitrun,
 • • nærri 300.000 sinnum líklegra að hann látast af læknamistökum,sem hægt hefði verið að komast hjá, á sjúkrahúsum í Bretlandi– en það er sambærileg áhætta og sú sem hermenn í stríði í Írak og Afganistan eru í við vinnu sína þar.
 • Að auki sýna gögnin að aukaverkanir lyfja eru:
 • • 62.000 sinnum líklegri til að verða fólki að aldurtila en fæðubótarefni
 • • 7.750 sinnum líklegri til að stytta fólki aldur en jurtalyf.

Samanburðarrannsókn ANH-Intl. var unnin uppúr upplýsingum, sem safnað var úr opinberum gögnum frá Bretlandi og Evrópusambandinu. Þær sýna að bæði fæðubótarefni og náttúrulyf flokkast sem ,,ofur-örugg” hvað varðar einstaklins áhættu – sem þýðir að hætta á dauða vegna neyslu þeirra er minni en 1 af hverjum 10 milljón. Hópurinn hefur búið til ágætis graf sem sýnir hlutfallslega hættu á dauða af völdum margskonar starfssemi. Þetta línurit er hægt að skoða á vefsíðunni http://anhinternational.org/news/anh-exclusive-natural-health-products-ultra-safe-and-drugs-dangerous-war

Auk lyfja og sjúkrahúss-slysa eru meiri líkur á að látast af völdum þess að vera lostinn eldingu eða drukkna í baði heldur en að látast af viðbrögðum við jurtum eða bætiefnum.

Gögn frá Bandaríkjunum staðfesta niðurstöðurnar frá Bretlandi. Skv. nýjustu tölum frá US National Poison Data System (skýrsla 2010), tengdist ekkert dauðsfall inntöku vítamína eða steinefna það ár. Bandaríkjamenn taka auðveldlega meira en 60 billjón skammta af fæðubótarefnum árlega (Orthomolecular Medicine News Service). og m.v. það er niðurstaðan framúrskarandi góð. Slíkar rannsóknir hafa margítrekað verið gerðar og niðurstöðurnar þær sömu.

Með hreinan skjöld en samt á svarta listanum

,,Rúmlega helmingur Bandaríkjamanna tekur fæðubótarefni daglega. Jafnvel þó hver þeirra tæki einungis eina töflu á dag yrði það 165.000.000 einstaklingsskammtar daglega, eða samanlagt rúmlega 60 billjón skammtar árlega. Þar sem margir taka mun meira en eina einstaka vítamín- eða steinefnatöflu, má reikna með að raunverulg inntaka sé umtalsvert meiri og öryggi fæðubótarefna þess merkilegra. Meira en 60 billjón skammtar af vítamín- og steinefnauppbót á ári í Bandaríkjunum, og ekki eitt einasta dauðsfall. Ekki eitt. Ef vítamín- og steinefna uppbót er að sögn jafn ,,hættuleg” og FDA og fréttapressan vilja meina, hvar eru þá hinir látnu?” (http://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2012/07/24/pharmaceutical-drugs-vs-nutritional-supplements.aspx)

Lyfjaiðnaðurinn hin raunverulega ógn

Sláandi andstæðu má hins vegar sjá þegar kemur að öryggi lyfja.  Í Bandaríkjunum orsaka lyf sem tekin eru skv. fyrirmælum vel yfir 125.000 dauðsföll árlega. Þrátt fyrir það gefur FDA samþykki fyrir miklum fjölda nýrra lyfja á markað, sem ekki hafa verið prófuð nægjanlega og er hleypt í gegn eftir flýtimeðferð – en verður síðan að draga tilbaka af markaði vegna hættulega afleiðinga.

Skv. US National Poison Data System eru eftirtaldir lyfjaflokkar meðal þeirra varasömustu:

 • 1. Verkjalyf, róandi lyf, svefnlyf og geðrofslyf.
 • 2. Hjartalyf
 • 3. Ópiumlyf
 • 4. Acetaminophen blöndur
 • 5. Þunglyndislyf
 • Óskiljanleg afstaða yfirvalda

Þetta eru mjög áhugaverðar niðurstöður, ekki síst í ljósi þess hversu  afdráttarlausa yfirburði náttúrefnin  hafa yfir lyfjunum hvað öryggi varðar. Með það í huga er nánast óskiljanlegt að halda þeirri stefnu sem nú er í tísku yfirvalda vestan hafs og í Evrópu til streitu, að takmarka enn framboð og aðgengi almennings að fæðubótarefnum (sjá http://www.heilsuhringurinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=201:vievoerun-ognvaenleg-framtiearsyn&catid=3:umhverfi&Itemid=29

Það er heldur ekki rétt að setja lyf og náttúrlyf/bætiefni upp sem andstæðinga því í raun er markmið beggja það sama – þ.e. að viðhalda og endurheimta góða heilsu. Með skynsemi ætti að vera pláss fyrir hvoru tveggja og samvinna frekar en samkeppni að vera markmið.

Mikið vill meira

Eina ástæða þess hvers hart er sótt að náttúruefnamarkaðnum er ótti lyfjarisanna við samkeppni og minni gróða og í þeirri baráttu virðist mér þeir hafa yfirvöld með sér en almenning á móti. Þetta er hagsmunapólitík sem hefur verið í gangi svo lengi sem ég man eftir að hafa fylgst með heilsutengdum málum. Davíð og Golíat eða hvað menn vilja kalla það, og heldur sækir Golíat fastar fram en áður.

Lyfjafyrirtæki eru einhver efnuðustu fyrirtæki í heiminum og eiga ítök í pólitík um allan heim. Þau beyta þrýstingi til að verja og auka hagsmuni sína og hafa komið ár sinni vel fyrir borð á undanförnum áratugum. Þau hafa áhuga á að ná undir sig náttúru- og bætiefnamarkaðinum og geta stjórnað því hvaða framboð er þar á boðstólnum, sér í hag. Gróðahugsjón ræður ríkjum og hagur lyfjafyrirtækjanna að fólk sé ,,hæfilega”mikið veikt til að hægt sé að selja þeim lyf og viðskiptin blómstri (það er jú þannig sem fyrirtæki eru rekin) … en til að það virki þarf að koma í veg fyrir að fólk geti orðið sér úti um og notað náttúrefni í staðinn. Þar sem ekki er hægt að fá einkaleyfi á náttúruvörum er mun meiri gróði fyrir lyfjafyrirtækin að framleiða eigin lyf – jafnvel þó þau séu með ýmsar óæskilegar aukaverkanir s.s. dauðsföll.

Hér á Íslandi hefur vörum í heilsuvöruverslunum með góða virkni fækkað undanfarin ár – Dæmi um þetta eru: Glucosamin & chondriodrin (liðamót), amínósýrur ý.k. t.d. L-Tyrosine (skjaldkirtill) og L-Lysine (Herpes), garðabrúða (svefnvandamál), jónsmessurunni (þunglyndi), ýmsar blöndur bætiefna t.d. fyrir konur á breytingaskeiði, sem innihalda snefil af meintum ,,hættulegum” jurtum eða öðru og svo mætti áfram telja.

Einnig eru gerðar kröfur um að upplýsingar á umbúðum gefi engar eða nánast engar vísbendingar um það til hvers efnið skuli notað – sem gerir jú fólki erfiðara fyrir að finna það sem það leitar eftir.  Þetta verður til þess að fólk getur síður hjálpað sér sjálft, eins og vilji mjög margra  stendur þó til.

Vítamin og steinefnaskortur orskar ýmis sjúkdómseinkenni sem ekki á að bæla með lyfjum. Ef um skort er að ræða hlýtur að þurfa að lagfæra hann áður en til annarra ráða er gripið. Það er hins vegar hagur lyfjaiðnaðarins að lyf verði 1.sta val þess sem við vanheilsu á að stríða.

Hverju einasta lyfi fylgir hætta á aukaverkunum, það er staðreynd sem ekki verður framhjá litið og m.v. þær niðurstöður sem ANH-Intl. rannsóknin sýnir er ekki að ástæðulausu að fólk vilji frekar náttúruefni. Það er og sjálfsagður réttur okkar að hafa þetta val.

Að lokum

Niðurstöður samanburðarransókna samtakanna ANH-Intl. verða notaðar til að auka þrýsting á yfirvöld í Bretlandi og Evrópusambandinu um að draga úr því  regluverki sem íþyngir náttúrulegum heilsuvörum og fyrirhuguðum frekari takmörkunum sem að þeim lúta.

Heimildir:

http://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2012/07/24/pharmaceutical-drugs-vs-nutritional-supplements.aspx

http://anhinternational.org/news/anh-exclusive-natural-health-products-ultra-safe-and-drugs-dangerous-war

Greinar um tengt efni:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/08/08/born_oft_ranglega_greind_med_adhd/?fb_action_ids=4322808905454&fb_action_types=og.recommends&fb_source=aggregation&fb_aggregation_id=246965925417366

http://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2012/08/30/antipsychotic-drugs-in-children.aspx?e_cid=20120830_DNL_artNew_1

Höfundur Sigríður Ævarsdóttir árið 2012Flokkar:Annað, Ýmislegt

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , , ,

%d