Erfðabreytt bómull ,,Bacillus thuringiensis (BT)“ frá fyrirtækinu Monsanto veldur jafnt dauða jarðvegs sem bænda

Monsanto sem er risa fyrirtæki í Bandaríkjunum er annað tveggja fyrirtækja sem um þessar mundir eiga svo gott sem allt fræ í heiminum. Það teygir anga sína út um allan heim. Monsanto bjó til efni nefnt ,,orange agent“sem var úðað yfir skóga í Víetnam til að eyða laufi. Í lok stríðsins urðu því miður einnig bandarískir hermenn fyrir því og fengu krabbamein ásamt ýmsum öðrum sjúkdómum s. Fyrirtækið gerði líka tilraunir á hermönnum með LSD. Monsanto framleiðir ,,Aspartame“ gerfisætu og ýmsar vörur undir vörumerkinu ,,Round up ready“ má þar nefna erfðabreytt soja og  illgresiseyði. Ennfremur framleiðir fyrirtækið vaxtar hormón þekkt sem rBST eða rBGH, sem kúm er gefið til að auka mjólkurframleiðslu.

Frjósemi jarðvegs og lífvera sem viðhalda frjósemi jarðvegs eru lífsnauðsynlegur þáttur í umhverfinu, sérstaklega í varðandi grunn fæðu og framleiðslu landbúnaðarafurða. Velferð lífvera vísar til þess að gengið sé úr skugga um að erfðafræðilega breyttar lífverur valdi ekki skaða á umhverfi eða heilsu. (genetically modified organism = GMO ).

Maður að nafni Navdanya gerði nýleg vísindalega rannsókn, þar sem hann bar saman jarðveg á ökrum, sem erfðabreyttri bómull (Bt bómull) hafði verið plantað í þrjú ár, á móti ökrum þar sem ekki hafði nein erfðabreytt ræktun farið fram. Svæðið náði yfir Nagpur, Amravati og Wardha of Vidharbha, þar sem er stærsta erfðabreytta bómullarræktunarsvæði Indlands.

Á því svæði er hæsta sjálfsmorðstíðni bænda sem um getur. ( 4000 á ári) Á þremur árum hefur erfðabreytt bómull valdið fækkun á geislasverppum (Actinomycetes) um 17%. Geislasveppur er nauðsynlegur til þess að brjóta niður sellulósa og til að skapa mold. Bakteríum hafði fækkað um 14%. Í heild hafði lífmassi örveranna fækkað um 8.9%. Lífsnauðsynleg ensím sem gera næringarefni aðgengileg fyrir plöntur hafði líka fækkað mjög mikið.

Fosfórsýra (Acid Phosphatase) sem stuðlar að upptöku fosfats (phosphates) hafði minnkað um 26.6%. Köfnunarefnis hvatar (enzymes) sem hjálpa til við að útvega köfnunarefni (nitrogen) hafði minnkað um 22.6%. Með þessum hraða gæti ræktun á erfðabreyttri bómull eða hvaða uppskeru sem inniheldur erfðabreytt efni valdið algerri eyðingu á lífverum jarðvegsins og skilið eftir dauðan jarðveg sem er ófær um að framleiða fæðu. Áhrif erfðabreytinga á lífverur í jarðvegi er almennt ekki rannsakað.

Þetta er lífsnauðsynleg breyta,  vegna þessa að eitruð uppskera eins og erfðabreytt maískorn (Mon 810 korn), eða erfðabreytt bómull (BT) hefur alvarleg áhrif á allar lífverur í jarðveginum. Í síðustu upplýsingum segir að það séu meira en 7.6 hektarar af deyjandi jarðvegi á Indlandi eftir ræktun á erfðabreyttri bómull. Indversk stjórnvöld vinna að því að fá leyfi fyrir erfðabreyttri ræktun án  þess að öryggisrannsóknir á jarðvegi séu þar að baki. Evrópusambandið vinnur í því að að þrýsta á lönd að innleiða erfðabreytta ræktun í löndum þar sem hún er ekki. – Rannsók Navdanya er sú fyrsta sem skoðar  langtíma áhrif erfðabreyttrar bómullar á jarðveginn og vill vekja fólk til umhugsunar um alvarleika málsins. Rannsóknir hans sýna einnig að öryggiskröfur líftækni iðnaðarins í sambandi við erfðabreytta  uppskeru eru falsaðar.

Höfundur og þýðandi Ingibjörg Gunnlaugsdóttir (Agný);  skrifað árið 2011     http://www.alvaran.com http://www.vodpod.com/ingaorama http://www.twitter.com/INGAORAMA
Til að nálgast afrit af skýrslunni og fá frekari upplýsinga: Navdanya, A-60, Hauz Khas, New Delhi – 110 016, Phone : 91-11-26535422 / 26532124
http://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2008/03/29/a-fake-group-fights-for-monsanto-s-right-to-deceive-you.aspxhttp://www.i-sis.org.uk/BtCottonKillsSoilandFarmers.phpFlokkar:Umhverfið

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , , ,

%d bloggers like this: