Skortur á betakarotini veldur sólarexemi

Kona sem var illa haldin af sólarexemi lenti af þeim sökum á sjúkrahús á eyjunni Kýpur. Læknar þar ráðlögðu henni að taka inn stóra skammta af betakarotini. Fyrst átti hún að taka tvisvar til þrisvar sinnum ráðlagðan dagskammt, síðan minna magn í dálítinn tíma á eftir (betakarotin fæst í heilsubúðum). Það var eins og við manninn mælt sólarexemið hvarf. Eftir þessa reynslu tekur hún alltaf inn betakarotin áður en hún fer til sólarlanda og hefur sólarexem ekki látið á sér kræla síðan. Betakarotin er unnið úr gulrótum og því reynist sumum vel að drekka eitt glas af gulrótarsafa að morgni dags. Fyrirtækið Villimey framleiðir krem sem heitir Húðgaldur, sem hefur reynst afar vel í áðurnefndum vanda.

Höf: Sigrún OddgeirsdóttirFlokkar:Fæðubótarefni

Flokkar/Tögg, , ,

%d bloggers like this: