Eldhúsið heima

Nú er tími flensunnar (skrifað í febrúar 2007) og fólk flykkist til lækna til að fá lyfseðil fyrir fúkkalyfjum til að losna við þennan ófögnuð. En er það nauðsynlegt?

Er hægt að útbúa meðalið sjálfur og losna við lyfja- og lækniskostnað? Við ættum kannski að kíkja í ísskápinn og kryddhilluna. Eru einhver náttúruleg sýkladrepandi ,,lyf“ þar að finna? Hvítlaukur drepur sýkla, turmeric (krydd) gerir það sama, engifer byggir upp, þannig að við getum búið til ,,nornadrykk“, sem notaður hefur verið öldum saman í Austurlöndum. Við sjóðum vatn, pressum 1 hvítlauksgeira út í vatnið, jafnstóran bita af engifer, 1 tsk. af turmeric og bætum 1/4 tsk. af chilli pipar saman við, til að svitna. Þar til við getum drukkið þetta vegna hita, öndum við að okkur gufunni og drekkum síðan og förum svo beint undir sæng, svitnum vel og sofum vært. Einn til tveir skammtar af þessu ættu að koma okkur í fínt form.

Höfundur: Margeir SigurðssonFlokkar:Næring, Uppskriftir

%d bloggers like this: