Hér fer á eftir mjög athyglivert viðtal við mann sem endurheimti heilsuna á einfaldan hátt eftir erfiða sjúkdómsgöngu:
Fjórar ferðir á heilsugæslu og fjórar ferðir til lækna. Fjórði læknirinn fann loks út að orsökin var skortur á D-vítamíni.
,,Veikindi mín byrjuðu seinni part ársins 2020. Þau komu fram í liðum í tánum einnig í ristinni og hælnum. Ég fór margsinnis til læknis og þá varð ég oft á hækjum. Ég var alltaf sendur heim með bólgueyðandi- og verkjalyf. Í júní 2021 fór ég á hækjunum á læknavaktina svo aðfram kominn að læknirinn á læknavaktinni sendi mig á bráðavaktina þar sem ég fór í rannsókn. Niðurstaðan var bullandi þvagsýrugigt.
Á þeim tíma fannst mér lífið orðið mjög erfitt, ég var orðinn þunglyndur og hafi líklegast verið það síðustu 6 ár. Mér fannst geðheilsan vera í molum þótt ég væri kominn yfir þvagsýrugigtina.
Vinnan var ōmugleg og þó að ég reyndi allt til að vinna á móti þessu herjaði þunglyndið mjög á mig. Verkirnir í líkamanum hurfu ekki og ég tognaði hér og þar við minnstu hreyfingu. Mig svimaði, var langt niðri og fannst allt ōmuglegt.
Ég hélt áfram að fara til lækna en þeir fundu ekkert. Á endanum fór ég til starfsmannastjóra fyrirtækisins og vildi hætta í vinnunni eftir 25 ára starf. Starfsmannastjórinn setti allt í gang, hann sendi mig til sálfræðings sem sá að ég var mjög þunglyndur og ég var settur á þunglyndislyf. Trúnaðarlæknir fyritækisins pantaði tíma hjá innkirtlafræðingi og var þá ég settur í allsherjar blóðrannsókn.
Þá kom í ljós að ég var með hættulega lítið D-vítamín í blóðinu. Það mældist um 14 nanómól sem er langt undir lífvænlegum mörkum. Ákjósanlegast er að hafa ekki minna en 150 nanómól af D-vítamíni í blóði.
Síðan 14. nóvember 2022 hef ég innbirt frá 10.000 til 20.000 I.U. einingar af D-vítamíni á hverjum degi. Stoðverkir og andleg vanlíðan eru að hverfa og mér líður orðið alveg stórkostlega í dag. Nú hef ég minnkað öll lyf um 70 prósent í samráði við heimilislækninn. Blóðþrýstingurinn sem var orðinn mjög hár þegar mér leið sem verst fer ört lækkandi.
Vítamín eru eitthvað sem ég hef aldrei hugsað um áður. En öll þessi vanlíðan sem fylgdi skorti á D-vítamíni og breytingin á líðan minni síðan D-vítamínið jókst í líkamanum er mjög merkilegt“.
Maðurinn vill ekki láta nafn síns getið.
Spurningin er: Hvað segir þessi frásögn okkur um menntun, hæfni og getu íslenskra lækna til að greina einfaldan hörgulsjúkdóm?
Höskuldur Dungal skrásetti í maí 2023.
hdungal@gmail.com