Árið 2005 birtist viðtal við Karen Kinchin fjölskyldu- og hjónabandsráðgja sem var þá að ljúka doktorsnámi í fjölskyldu-og hjónabandsráðgjöf, hún dvaldi í 15 ár við nám og störf í Bandaríkjunum. Sama ár og Karen hóf nám sitt árið 1990 tilkynnti Bush eldri Bandaríkjaforseti að sá áratugur skyldi tileinkaður rannsóknum á heilastarfsemi. Það ár tóku 900.000 börn í Bandaríkjunum inn Ritalín en nú hefur þeim fjölgað í 4 til 5 milljónir sem þar í landi taka inn lyfið. Það eru 90% alls Ritalíns sem framleitt er í heiminum.
Drengir eru 80% notenda. Tölurnar eru fengnar á http://www.drugrehabamerica.net /FAQ-ritalin.htm Vegna sjúkdómsvæðingar telja ýmsir að Ritalín bæti rangra heilastarfsemi og komi í veg fyrir óeðlilega hegðun barna. En hegðunarvandamál eru nú skilgreind sem sjúkdómur og nefnd ADHD, sem stendur fyrir enska heitið „Attention Deficit/ /Hyperactivity Disorder“ sem útleggst á íslensku: Athyglisbrestur, fljótfærni og ofvirkni, sem oft fylgja námserfiðleikar, mótþrói og þunglyndi. Umrædd hegðun barns íþyngir oft allri fjölskyldunni og af þeirri ástæðu leitar fólk æ oftar til fjölskylduráðgjafa.
Karen Kinchin lítur ekki á slíka hegðum sem sjúkdóm er krefjist lyfjameðferðar, heldur leið barnsins til að aðlagast því umhverfi sem við höfum búið til. Hún segir sína reynslu vera þá að í flestöllum tilvikum gagnist samtalsmeðferð og ráðgjöf. En afar mikilvægt sé að öll fjölskyldan og stundum kennarar barnanna taki þátt í meðferðinni. Oftast liggur ástæða vandans í nánasta umhverfi barnsins og ekki má einvörðungu mæna bara á barnið.
,,Af hverju er einblínt á barnið og því einu kennt um vandann, í stað þess að líta í kring um okkur og skoða aðstæður?“ Áður fyrr voru börn laus við þetta mikla áreiti sem er í dag, eins og sjónvarp og tölvuleiki, þau urðu að leika sér úti og hafa ofan af fyrir sér sjálf. Matvælin voru minna verksmiðjuunnin, án aukefna og litarefna, minna var um sætindi og gosdrykki. Af hverju heldur fólk að þessi þjóðfélagsbreyting hafi ekki áhrif á börnin okkar? Í Kanada var gerð rannsókn á börnum sem horfðu á sjónvarp og tölvuskjá í 8 tíma á dag og einnig á börnum sem ekkert horfðu á sjónvarp eða tölvuleiki.
Áberandi munur var á hegðun þeirra. Þau sem horfðu á sjónvarp og tölvuskjá voru mikið örari og áttu erfiðara með að einbeita sér. Sumir foreldrar líta á það sem sjálfsagðan hlut að eiga börn. En gleyma því hve lífið er flókið og samfélagið gerir margar kröfur. Í annríkinu við að uppfylla allar þessar kröfur gleymast þarfir barnanna og fjölskyldunnar, sem stendur okkur næst að uppfylla. Börnin eru oft þau fyrstu sem missa fótanna en líðan þeirra speglar oft ástand fjölskyldunnar“.
Svipuð áhrif og af kókaíni
Almenn fáfræði er í Bandaríkjunum um Ritalín. Þegar ég vann þar komu margir til mín illa upplýstir um lyfið, sumir héldu að það væri skortur á Ritalíni í heilanum. Mér sýnist líka skortur á vitneskju hér þó að sumir hafi kynnt sér málið vel, eins og hópur foreldra sem fékk mig á fund með sér eftir að ég skrifaði grein um Ritalín í Morgunblaðið fyrir u.þ.b. fjórum árum. Þau lögðu fyrir mig margar spurningar. Sumir þeirra foreldra höfðu verið beittir þrýstingi bæði frá læknum og kennurum um að gefa börnum sínum Ritalín, en voru því mótfallnir.
Aðrir veltu fyrir sér að taka börn sín af Ritalíni vegna slæmrar reynslu og aukaverkana frá lyfinu. Þegar málin voru rædd kom fram að flestir höfðu lent í leiðindum og erfiðleikum við lækna eða skóla vegna svona mála. Ef við lítum á það að Ritaín „methylphenidate“ lyfjameðferð hefur svo að segja sömu áhrif á miðtaugakerfið og kókaín, eins og önnur amfetamín lyf. Þau hafa sterkar og alvarlegar hliðarverkanir og eru einnig vanabindandi, er nokkur furða að þeir sem vita þetta séu mótfallnir því að gefa börnum sínum lyfið.
Dæmi úr starfi
Ég get nefnt dæmi úr starfi mínu í Ameríku. Tíu ára drengur sem var settur á Rítalín fékk margar aukaverkanir og voru gefin margs konar lyf gegn aukaverkunum. Fimmtán ára var hann orðinn sinnulaus af öllum lyfjunum, hættur að æfa íþróttir eins og hann hafði gert áður en hann byrjaði á lyfjunum og fannst hann heyra raddir. Þá ráðlagði læknirinn að gefa honum geðlyf sem svo endaði með sjúkrahúsvist. Foreldrarnir voru í öngum sínum yfir þessu og vildu ekki gefa barninu þessi lyf. Á sjúkrahúsinu benti kona þeim á ráðgjafarstofuna sem ég vann hjá og sagði þeim að við hjálpuðum fólki í svona tilvikum. Þegar drengurinn kom til mín var hættur öllu þar á meðal að umgangast vini sína. Í meðferðinni hjá mér hætti hann hægt og rólega að taka hvert lyfið af öðru. Það tók líka tíma fyrir líkama hans að ná sér eftir lyfin. En það kom að því að hann byrjaði aftur í íþróttunum og fór að lifa eðlilegu lífi án lyfja.
Var samtalsmeðferðin svo áhrifarík?
Já, en það hafði mikið að segja að fjölskylda hans vildi breyta því sem til þurfti til að hjálpa honum.
Hvað heldur þú að viðtalsmeðferð gagnist í mörgum tilfellum?
Ég held að flest börn geti haft gagn af henni ef öll fjölskyldan tekur þátt í henni. Oft fylgja aukaverkanir inntöku Ritalíns eins og henti þennan umrædda dreng. Þá myndast vítahringur Ritalínið er örvandi og veldur stundum svefnleysi. Til að barnið getir sofið er því gefið slævandi lyf, stundum þarf lyf til að örva matarlystina og enn önnur lyf til að kveða niður aðrar aukaverkanir sem einnig koma í ljós.
Algengar aukaverkanir
Í leiðbeiningum frá Novartis fyrirtækinu sem framleiðir ritalín er tekið fram að ekki megi gefa það börnum yngri en sex ára. Þrátt fyrir það gefa læknar í Bandaríkjunum það yngri börnum, samanber að leitað var til mín vegna fjögurra ára drengs sem læknir hafði sett á Ritalín og sagt foreldrunum að gefa níu mánaða gamalli systur hans það líka sem forvörn. Þrátt fyrir að í 30 ár og eftir þúsundir rannsókna hafi ekki tekist að sanna skaðleysi lyfsins og framleiðandinn Novartis gefur upp að dæmi séu um eftirfarandi aukaverkanir: Hraðan hjartslátt, hækkaðan blóðþrýsting, álag á miðtaugakerfi, getur orsakað krampa, geðveiki, svima, hjartaáfall, svefnleysi, taugaveiklun, ergelsi, vöðvakippi, lystarleysi, ógleði, munnþurrk, magakrampa, þyngdartap, dregur úr vexti, brenglar hugsun, hárlos, lyfjafíkn, blóðsjúkdóma, lifrarsjúkdóma, óeðlilega vöðvakippi. Þessar upplýsingar eru fengnar hjá „The Edelson Center for Environmental and Preventive Medicine“ Netfang: http://www.pharma.us. /novartis.com/product/pi/pdf/ritalin_ritalin-sr.pdf
Árangursrík meðferð
Dr. Mary Ann Block hefur í mörg ár rekið meðferðarstofu fyrir börn með hegðunarvandamál í Texas í Bandaríkjunum, sem hún nefnir Block Center. Hún segir að þegar börn hafi ekki orð til að lýsa líðan sinni komi það oft út í hegðun þeirra. Hún notar engin lyf, en prófar þau gegn óþoli og breytir mataræði þeirra. Orsakirnar eru eins margar og börnin sem koma til hennar. Hún hefur náð frábærum árangri við að bæta líðan þessara barna. Hreyfing er nauðsyn hverju barni bæði til að viðhalda líkamlegu og andlegu heilbrigði.
Dr. Block segir á kápu bókar sinnar No More Ritalin. ,,Verndaðu barnið þitt fyrir afleiðingum Ritalíns með öruggum valkosti sem virkar“. Hún segir frá aðferðum sínum og rekur ásæður fyrir hegðunarvandamálum barna. ISBN númer bókarinnar er: 1-57566-239-6. Fyrir þá sem vilja kynna sér þessi mál nánar birtum við hér eftirfarandi vefsíður :
http://www.adhdhelp.org/
http://www.docdiller.com/
http://www.nfgcc.org/index.html
http://www.difficultchild.com/adhd.html
http://www.thomhartmann.com/homeadd.shtml
http://www.uhuh.com/education/ritpsych.htm
http://users.cybercity.dk/~bbb9582/ritalin.htm
http://www.adhdfraud.com/
http://www.santa.inuk.com/frame.htm
Nýstofnuð samtök vinna gegn óhóflegri notkun Rítalín
Þann 2. mars síðastliðinn kom aðstoðarlandlæknir fram í sjónvarpi og tjáði sexfalda aukningu á notkun Ritalíni á síðustu fimm árum, vegna hegðunarvandamála barna. Aðspurður um ástæðu aukningarinnar sagði hann vera meðal annars vegna þess hve íslenskir læknar fylgdust vel með. Í viðtali þessu mátti skilja velþóknun hans á notkun lyfsins. Nokkru seinna höfðu samband við Heilsuhringinn samtök sem nefna sig Velvirk börn.
Þau beita sér fyrir kynningu á heilbrigðari og áhrifaríkari aðferðum til hjálpar börnum með hegðunarraskanir. Í hópnum eru meðal annarra foreldrar barna sem hafa orðið fyrir átakanlegri reynslu vegna hliðarverkana Ritalíns. Til að miðla fróðleik um þessi mál hafa samtökin Velvirk börn opnað slóðina: http://www.spes.alvaran.com. Þar segir meðal annars: ,,Íslendingar eiga heimsmet í notkun ofvirknilyfja samkvæmt nýrri skýrslu frá lyfjaeftirliti Sameinuðu þjóðanna.
Viðtalið var skrifað árið 2005 – I.S.
Flokkar:Fjölskylda og börn, Greinar