Hugsað um forvarnir

Dr. Satya þýrtt og endursagt Þuríður Ottesen

,,Thinkprevention“ (hugsað um forvarnir) er hópur lækna frá Evrópu og Bandaríkjunum sem hafa það að markmiði að fyrirbyggja sjúkdóma og hafa stofnað með sér félag sem fer víða um heim með fyrirlestra og kynningar auk þess að rannsaka náttúruefni sem geta fyrirbyggt sjúkdóma. Dr. Satya læknir er forstjóri þessarar stofnunar. Hann var lyflæknir á tauga- og hjartadeild og á deild fyrir sykursjúka á breskum sjúkrahúsum í 20 ár. Næringarfræðin vakti áhuga hans fyrir 8 árum þegar hann sá marga sjúklinga sína fá bata með því að breyta mataræði í heilsufæði ásamt inntöku á fæðubótarefnum. Hann fór að safna saman og kanna vísindalegar rannsóknir sem gerðar hafa verið á næringarefnum.

Þetta varð kveikjan af því að hann lét af störfum og stofnaði ,,Thinkprevention“ með fjölda lækna og vísindamanna sem telja nú 2000 félaga í Evrópu og Bandaríkjunum. Markmið hópsins er að tengja saman hefðbundna og óhefðbundna læknisfræði, halda fyrirlestra og námskeið í nýjum aðferðum að uppfræða fólk um áhættuþætti svo sem mengun, óhollt fæði og streita svo eitthvað sé nefnt. Dr. Satya mun koma til Íslands mánaðarlega 2005, halda fyrirlestra og upplýsa um nýjar aðferðir við vinnslu á grænu tei bæði fyrir fagfólk og almenning. Þeir sem mögulega gætu haft áhuga á að fá upplýsingar og fræðslu frá dr. Satya, Efirfarandi er úttektargrein eftir dr. Satya á Metasys sem grænt te sem er klínískt rannsakað:

Grænt te er vel þekkt heilsufæði með langa sögu
Heilsubati af grænu tei hefur verið þekktur í Kína og Japan um aldir. Það hefur verið notað gegn ýmsum sjúkdómum um allan heim frá fyrstu heimildum mannkynssögunnar. Hinn margsannaði ábati af grænu tei felur í sér:

1. Virkar sem sterkt andoxunarefni.
2. Ver gegn krabbameini.
3. Lækkar kólesteról og blóðþrýsting.
4. Er sýkladrepandi og vinnur eins og veiruvarnarefni.
5. Lækkar blóðsykur.
6. Hækkar ónæmi og aðstoðar við afeitrun.

Grænt te-extrakt:
Mest af því græna tei sem selt er í búðum er verkað með því að þurrka og mylja telaufin. Þessiaðferð oxar mest af pólýfenólunum ( EGCg sameindum) í græna teinu og tapar teið þar af leiðandi sumum af sínum góðu og gagnlegu áhrifum. Ólíkt því venjulega duftformi er grænt te-extrakt óoxað og ógerjað og inniheldur því öll efni græns tes í fullvirku formi. Meðhöndlun EXTRAKTSINS hefur verið sæmilega vel þróuð í gegnum árin. Upphaflega var skiljunarferlið í gegnum ALKÓHÓL. Þótt það sé betra en hin venjulega duftaðferð þá orsakar hún enn smáoxun og myndun etanól-oxíðs, sem orsakar tap á styrkleika græna tesins.

Næsta aðferð sem var þróuð var HÝDRÓ-ALKÓHÓLHREINSAÐ, sem er sýnilega betri en alkóhólhreinsað – en ekki eins hrein og 100% virk og VATNSHREINSAÐ, sem er nýjasta aðferðin til að framleiða extrakt. Á ,,the American Society of Experimental Biology“ ráðstefnunni 2002 er því lýst yfir að VATNSHREINSAÐ sé hreinasta skiljunarform sem er fáanlegt nú til dags. ,,METASYS(r)“ er 100% jurtaupprunnið, lífrænt ræktað grænt te-extrakt, aðferðin sem notuð er við skiljun er VATNSHREINSAÐ.

Það hefur tekið 3ja ára rannsóknir og meira en 60 vísindamenn í Frakklandi og Sviss að þróa hið græna te-extrakt sem notað er í Metasys(r)Hylkin innihalda hámarksprósentu af pólýfenólum eins og það væri í venjulegu grænu tei og öll innihaldsefnin eru HREIN og 100% virk og tapa nær engum styrkleika við meðhöndlun. Þetta er málefni fjögurra alþjóðlegra vísindaútgáfa sem halda því fram að það geri ótrúlegt gagn fyrir alhliða heilsu- og þyngdarstjórnun.
Þyngdarstjórnun: Raunverulega eru tvær leiðir til að léttast:
1. Með því að draga úr neyslu hitaeininga með því að neyta skynsamlegrar fæðu.
2. Með því að auka efnaskipti með því að fylgja æfingaáætlun. Me Tasys(r) hjálar í báðaum leiðum:
1. Með sérstakri hindrun á upptöku mettaðrar fitu. Með því að auka orkuúthald sem brennir meiri hitaeiningum.

Vísindarannsóknir
Tímaritið Nutritional Biochemistry árið 2000: Rannsókn eftir Juhel et al: Metasys hindrar sérstaklega þríglýseríð-fitusundrun með því að hindra maga- og brisfitukljúf. International Journal of Obesity árið 2000: Rannsókn eftir Dulloo et al: Metasys eykur útvefjahitamyndun margfalt miðað við koffín. Æfing hefur samverkandi áhrif með Metasys til þyngdarlosunar. American Journal of Clinical Nutrition árið 2000: Tvöföld blind lyfleysurannsókn eftir Dulloo et al: Metasys eykur verulega 24 tíma orkuúthald og dregur greinilega úr öndunarhlutfalli (þetta mælir innlausn af fitubirgðum) miðað við koffín og lyfleysu. Phytomedicine árið 2001: Frönsk rannsókn eftir LHS-rannsóknarstofur á 70 sjúklingum í yfir 90 daga sýna að Metasys dregur  verulega úr líkamsþyngd og magaummáli án þess að auka hjartsláttartíðni og blóðþrýsting.

Hin læknisfræðislega reynsla
Margir faglærðir heilbrigðisstarfsmenn í London og Þýskalandi, sem nota Metasys fyrir sjúklinga sína, segja að Metasys sé vel þolandi og með engar þekktar aukaverkanir. Dr. Rodney Adeniyi-Jones frá Regent Clinic í London segir: „Hversu mörg kíló maður missir byggist á þremur þáttum.

1. Taka Metasys reglulega.
2. Vera skynsamur við fæðuval sitt – forðast of mikla fitu o.s.frv.
3. Gera hægfara æfingar (eins og göngu) minnst þrisvar í viku. Héðan í frá mælum við hjá Regent Clinic með þessu við sjúklinga okkar sem 3ja MÁNAÐA ÁÆTLUN með bæklingi með ráðleggingum um æfingar og mataræði ásamt Metasys fyrir heildarheilsu-og þyngdarstjórnun. Með reynslu okkar á 1.000 notendum sjáum við fólk missa 5-8 kg á þremur mánuðum með tilliti til þessara þriggja þátta hér að ofan. Auk þess hefur þetta mjög góð áhrif á útlit, það til dæmis dregur úr ummáli maga samhliða þyngdartapi. Þessi mjög góðu útlitsáhrif eru vegna hæfni Metasys til að nýta fitubirgðir. Til viðbótar sagði fólk frá öðrum kostum sem grænt te er þekkt fyrir eins og bætt ástand húðar aukið orkuúthald og snerpu.

Samntekt Þuríður Ottesen, april 2005



Flokkar:Annað, Ýmislegt

%d bloggers like this: