Östrógen fækkar ekki hjartaáföllum

Margir trúa því að það minnki líkur á að eldri konur fái hjartaáfall ef þær nota östrógenhormóna, sem oft eru ráðlagðir til að draga úr vanlíðan sem stundum fylgir tíðahvörfum. Könnun sem nýlega var birt niðurstaða úr, „Heart and Estrogen-Progestin Replacement Study“, HERS, sýndi þó ekki að þessi meðferð gagnaði neitt til að fækka hjartaáföllum hjá eldri konum. Þessi niðurstaða var birt eftir fjögurra ára notkun á östrógen og prógestin pillum hjá konunum.

Þetta leiðir hugann að því að einu sinni var okkur tjáð að östrógen minnkaði líkur á Alzheimersjúkdómi. Nokkrum árum seinna kom í ljós að það var blekking eða óskhyggja. Nú er það sama að gerast með hjartasjúkdómana. Dr. Joseph Mercola, sem segir frá þessu í Townsend Letter for Doctors and Patients, júní 2000 segist ekki mæla með östrógenmeðferð, nema í skamman tíma og þá aðeins til að draga úr hitakófi sem sumar konur fá á breytingaskeiðinu.

Oft reynist þó prógesteronkrem sem borið er á húðina 1/4 – 1/2 g á dag miklu betur. Það fæst þó aðeins í Bandaríkjunum og er auk þess að draga úr einkennum breytingarskeiðsins, talið af sumum, minnka líkur á brjósta- og móðurlífskrabbameini (Dr. John Lee o.fl.)

Höfundur: Ævar Jóhannesson árið 2000Flokkar:Úr einu í annað

Flokkar/Tögg, , ,

%d