Kólesteróllækkandi lyf valda taugaskaða

Lyf af ,,statin“ lyfjaflokknum, t.d. lovastatin  (mevacor), og simvastatin, sem notuð eru til a minnka kólesteról í blóði, geta auk annarra hliðarverkana valdið taugaskaða í útlimum. Þessar aukaverkanir geta lýst sér sem brunasviði á fótum sem lagast fljótlega eftir að hætt er að nota lyfið en kemur á nýjan leik ef farið er að nota það aftur. Þessi lyf verka þannig að þau hindra ensím í lifrinni sem myndar efni sem lifrin síðan notar til að búa til úr kolesterol. Þetta sama efni notar lifrin einnig til að búa til kóensím Q-10, svo að um leið og dregið er úr myndun kolesterols dregur einnig úr myndun Q-10. Sennilega stafa flestar aukaverkanir sem ,,statin“- lyfin valda af þessu og má trúlega oftast komast hjá þeim með því að nota kóensím Q-10 samhliða lyfjunum. Ég ráðlegg því öllum sem nota þessi lyf að nota einnig Q-10, 30 – 60mg á dag. Sé það ekki gert kann að vera að þessi lyf geri meira illt en gott og að aukaverkanirnar geri meira en vega upp á móti hugsanlegu gagni af að nota þau.

Heimild: J.M. Mercola, læknir. Townsend Letter for Doctors and Patients, október 1998.

Ævar Jóhannesson þýddi



Flokkar:Úr einu í annað

Flokkar/Tögg, , , , ,

%d bloggers like this: