Fæða eins er annars manns eitur

Gluggað í bókina Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk
Á síðasta ári kom út hjá Leiðarljósi ehf. Bókin Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk, eftir náttúrulækninn dr. Peter J. D´Adamo. Hann þekktur fyrir rannsóknir sínar og kenningar um áhrif mataræðis á  blóðflokka mannkyns. Hann segir að það kunni að hljóma dálítið öfgakennt að tenging sé á milli blóðflokks og fæðu en svo sé ekki, það hafi hlotið að vera skýring á því t.d. af hverju sumir léttust af ákveðnu mataræði en aðrir ekki; eða af hverju sumir halda lífsþrótti langt fram eftir ævi meðan öðrum hrakar andlega og líkamlega.

Hann segir blóðflokkagreiningu nú útskýra þessar mótsagnir. Dr. D´Adamo er af öðrum ættlið náttúru-lækna, faðir hans dr. James D´Adamo vann mikið brautryðjenda starf með því að blóðflokka sjúklinga sína og fylgjast með einstaklingsbundnum viðbrögðum þeirra við mismunandi mataræði. Þegar hann hafði fylgst með fjölda sjúklinga kom ákveðið munstur í ljós. Fólki í A blóðflokki virtist farnast illa á prótínríku fæði, eins og kjöti, en grænmetisprótín gerðu því gott og mjólkurafurðir virtust stuðla að miklum límkennd-um útskilnaði frá kinn- og ennisholum.

Þessu fólki leið venjulega illa af orkufrekum líkamsæfingum, en fékk aukna orku af léttum æfingum eins og jóga. Öðruvísi var farið með fólk í O blóðflokki sem þreifst vel á prótínríku fæði og endurnærðist við mikla hreyfingu eins og skokk og þolfimi. Á síðasta námsári í náttúrulækningum árið1982 við John Bastyrskólann í Seattle, segist P.J.D’Adamo hafa fengið fyrstu sönnunina fyrir því að rannsóknir föður hans studdust við vísindaleg rök. Eftir grandskoðun læknisfræðirita komst hann því að tveir alvarlegir magasjúkdómar tengdust blóðflokkunum.

Skýrslur sýndu maga- og skeifugarnarsár, oft eru rakin til þess að sýrustig í maga er of hátt, var algengara hjá fólki í O blóðflokki en fólki í öðrum blóðflokkum. Í þessari athugun sá hann einnig tengsli voru á milli A blóðflokks og magakrabbameins, sem tengdist lítilli framleiðslu á magasýrum, líkt og banvænt blóðleysi sem rekja má skorts á B12 vítamíni krefst ákveðins magns magasýrum til að nýtast í blóðinu. Þarna voru tvær staðreyndir sem sýndu að fólk í O blóðflokki var viðkvæmt fyrir veikindum sem tengdust of mikilli magasýru, á hinn bóginn að fólk blóðflokki var viðkvæmt fyrir veikindum tengdust of lítilli magasýru.

Skýringar að finna í þróunarsögu mannsins
O flokkur er elstur og er undirstöðublóðflokkurinn, allsherjar blóðgjafi, sá eini sem getur gefið öllum öðrum flokkum blóð. Hann er blóðflokkur veiðimannsins, sem er kjötæta og þrífst vel á dýraprótíni og hefur harðgerðan meltingarveg. A blóðflokkur þróaðist með akuryrkjusamfélagi manna, þrífst best á grænmeti og hefur viðkvæman meltingarveg. Fólk í B flokki hefur gott meltingarkerfi, þolir breytilegt mataræði og getur nýtt sér mjólk, sem O og A flokkur ráða ekki við. AB flokkur er yngstur í þróunarsögunni, er minna en þúsund ára gamall, (sjaldgæfur, aðeins 2-5% mannskyns). Hefur viðkvæman meltingarveg og þarf að gæta vel að mataræði sínu.

Hættulegt lím
Lektín eru fjölmörg og fjölbreytileg prótín sem finnast í fæðunni og hafa kekkjunar áhrif á blóðið. Lektín eru notuð af lífverum í náttúrunni til að festa sig við aðrar lífverur og sama gera einnig sum líffæri okkar. Oft geta þau lektín sem veirur eða bakteríur nota verið sérvirk á ákveðna blóðflokka og gert þau að límkenndum skaðvöldum. Það sama á við um lektín í fæðu. Þegar borðuð er fæða sem inniheldur lektínprótín sem samþýða sig ekki mótefnavaka blóðflokks þíns, ráðast lektínin á líffæri eða líffærakerfi og kekkja blóðkornin á því svæði. Dæmi má taka um fæðu eins og mjólk sem hefur B-líka eiginleika, það hefst strax kekkjunarferill í kerfi fólks í A blóðflokki ef það drekkur mjólk. Þegar heilt lektín sest einhversstaðar að í líkamanum hefur það segulverkandi áhrif.

Það kekkjar frumurnar saman og þær virka eins og framandi innrásarlið. Þessi kekkjun getur valdið ýmsum skaða í líkamanum. Áhrif lektíns í meltingarveginum geta verið afdrifarík. Þar mynda þau oft heiftarlegar bólgur í viðkvæmri slímhúð þarmanna, slík kekkjun getur líkst fæðuofnæmi. Jafnvel smámagn af lektíni getur kekkjað mikinn fjölda frumna ef viðkomandi blóðflokkur er næmur fyrir því. Níutíu og fimm af hundraði þeirra lektína sem við neytum í gegnum dæmigert mataræði losar líkaminn sig við og ónæmiskerfið verndar okkur að mestu gegn þeim. En að minnsta kosti 5% af þeim lektínum sem við borðum síast út í blóðið og gera þar usla.

Fæða eins er annars mans eitur
Rannsóknir dr. P. J. D´Adamo hafa leitt í ljós að næringarþörf fólks er afar ólík og fer eftir því hvaða blóðflokki það tilheyrir. Í bókinni skilgreinir hann algengar fæðutegundir á þrjá vegu: Mjög hollt, hlutlaust og forðist. Greinargóð skrá er fyrir hvern blóðflokk. Bókin er skrifuð fyrir Ameríkumarkað og er þar greint á milli þarfa fólks af hvítum kynstofni, afrískum og asískum uppruna, með tilliti til blóðflokka. Hér koma nokkur dæmi um kenningar dr. D´Adamo. Á meðan fólk í A blóðflokki blómstrar og grennist á grænmetis-og kornfæði án kjöts og dýraeggjahvítu, hefur það allt önnur áhrif á fólk í O blóðflokki, sem þarfnast mikils kjöts og dýraeggjahvítu.

Fólk í O flokki hefur miklar magasýrur sem stuðla að auðveldri meltingu kjöts, öfugt við fólk í A flokki sem hefur litlar magasýrur og nýtir ekki nema kjúklingakjöt. Fólk í B blóðflokki hefur í mörgu líka næringarþörf og O flokkur. En þó að fólk í B flokki geti borðað margs konar kjöt er því eindregið ráðið frá því að borða kjúklingakjöt. Sama segir um fólk í AB blóðflokki sem líka hefur rýrara val á kjöti en B flokkurinn. Eitt er sammerkt með öllum blóðflokkunum þeir þurfa að forðast beikon og annað svínakjöt.

Fólk í B og AB blóðflokkum getur nýtt mjólk og mjólkurvörur, svo er ekki um fólk í O og A blóðflokkum. Því er ráðið frá því að neyta mjólkurnema þá í afar litlu mæli, þó getur það borðað jógurt og einstaka osta. Egg nýtast fólki í öllum flokkum. Sama er að segja um fisk, þó er misjafnt hvaða tegundir passa fyrir hvern blóðflokk. Til dæmis þarf O flokkur að forðast maríneraða síld, kavíar og steinbít. Engum er ráðlagt að borða reyktan lax í hvaða blóðflokki sem hann er. Fólki í A, B og AB flokkum er ráðið frá neyslu ýmissa fisktegunda, sem er misjafnt eftir blóðflokki. Ólífuolía er öllum holl, eins er hörfræsolía góð fyrir A og O, en hlutlaus fyrir B og AB, þorskalýsi er talið hlutlaust fyrir alla flokka.

Flestum er sagt að forðast olíur eins og sólblóma-, sesam-, maís-, jarðhnetu-, canola- og bómullarfræsolíu. Hveitiafurðir eru engum sagðar hollar þó eru þær á hlutlausa listanum fyrir AB blóðflokk, en O, A, og B flokkum sagt að forðast þær. Einnig er O flokki sagt að forðast haframjöl. Spíruð brauð eru öllum ráðlögð (fást innflutt í heilsubúðum), B og AB virðast ráða við fleiri tegundir af brauði og korni en O og A. Allir flokkarnir geta borða hrökkbrauð af einhverri gerð þó ekki allir sömu tegundir. A flokki er bent á hrísgrjónakökur og sojabrauð. Grænmeti er almennt öllum hollt þó eru tilbrigði í því eins og öðru. O flokki er ráðlagt að leggja áherslu á laufríkt grænmeti eins og grænkál, spergilkál og spínat, en varast hvítkál, kartöflur, maís, tómata og papriku.

B á að varast maís, grasker, radísur og tómata. AB flóðflokkur er sá eini sem þolir að borða tómata en á að forðast papriku, maís og radísur svo eitthvað sé nefnt. Ávextir lúta sömu lögum í úttektinni og önnur næring, allir eiga að varast rabarbara, O flokkur, sem hefur mesta valið, á að forðast jarðarber. A og AB eiga að forðast appelsínur og banana. En bananar eru hollir fyrir B flokk en hlutlausir fyrir O flokk. Ráðleggingar eru um safa og vökva sem henta hverjum og einum, einnig jurtate og er þar af mörgu að taka, en í kaflanum um drykki er talað um að gott sé fyrir fólk í O flokki að drekka seltzer (líkastur sótavatni hérlendis) og sagt að O flokkur eigi að forðast kaffi, sem allir hinir blóðflokkarnir geta leyft sér. Tekið er fram að allir flokkar þoli að drekka eitt rauðvínsglas á dag.

Persónuleiki
Sagt er að blóðflokkur fólks geti sagt nokkuð til um persónuleika þess. Fólk í A flokki er sagt búa yfir samvinnulipurð og því henti illa átakamiklar leiðtogastöður, sem fólk í O flokki þrífist vel í. Þeir sem eru í AB flokki eru sagðir samruni hins örlynda og næma eðlis A flokks og hins jafnlynda og stillta eðlis B flokks.

Leiðbeiningar um æfingar
Hæfileikinn til að vinna gegn neikvæðum áhrifum álags býr í blóðflokk þínum. Fólk í O flokki þarfnast kröftugra stífra líkamsæfinga, það ekki einungis hressir upp á skapið heldur hjálpa þær til við að halda kjörþyngd og þeir sem vilja léttast verða að stunda stífar líkamsæfingar. Fólk í O flokki sem ekki svarar álagi með líkamsæfingum örmagnast fyrr eða síðar.

Öðru gegnir með fólk í A flokki sem bregst við fyrsta stigi af streitu með kvíða ergelsi og ofvirkni. Það leiðir til minnkandi mótstöðu ónæmiskefisins. Fyrir A blóðflokk þarf róandi aðferðir eins og jóga, slökun og hugleiðslu. Viðbrögð fólks í B flokki er einhverstaðar mitt á milli þess taugaspennta hugarástands sem fólk í A flokki sýnir og hins líkamlega herskáa viðbragðs þeirra sem eru í O flokki. Fólk í B flokki þolir yfirleitt álag mjög vel. Því fólki hentar vel æfingar sem eru hvorki of mikil þolfimi né alger slökun. Jóga hentar AB fólki vel.

Sjúkdómar
Sérstakur kafli er um hvaða sjúkdómar herja helst á hvern blóðflokk og hvaða bóðflokkar eru sigurstranglegastir í baráttu við hvern sjúkdóm. Töluvert er þar rætt um krabbamein og varnir gegn því, ásamt ótal öðrum sjúkdómum.

Lokaorð
Í þessari umfjöllun hefur verið stiklað á stóru og aðeins gripið ofan í kafla bókarinnar, þetta stutta yfirlit segir því lítið til um allan þann fróðleik sem í bókinni stendur. Í henni eru margar góðar upplýsingar, sem ekki hafa verið aðgengilegar á íslensku ritmáli fyrr. Þörf væri á skrá aðlagaðri íslensku mataræði. Ég hvet alla til að lesa bókina, mér finnst það ætti að kenna hana í barnaskólum og reyna þannig að fyrirbyggja sjúkdóma sem fólk borðar í sig strax á barnsaldri með rangri næringu.

Höfundur: Ingibjörg Sigfúsdóttir skrifað árið 2000



Flokkar:Næring

%d bloggers like this: