Um kvöldrósarolíu

Fyrir nærri hálfum öðrum áratug skrifaði ég grein með nafninu ,,Kvöldvorrósarolía“ í þetta tímarit sem þá hét ,,Hollefni og heilsurækt“. Greinin vakti mikla eftirtekt og urðu m.a. um hana nokkur blaðaskrif og að minnsta kost einu sinni var hún tekin fyrir í sjónvarpsumræðu. Aðallega voru það nokkrir háskólamenntaðir sérfræðingar sem deildu á greinina og báru á mig m.a. vanþekkingu og dómgreindarskort og að efni greinarinnar væri að mestu leyti byggt á fáfræði minni. Jafnvel að erlendir aðilar sem skrifað hefðu um sama efni væru á mála hjá hagsmunaaðilum, sem hefðu heimsku og fáfræði manna á borð við mig sér að féþúfu.

Ekki var reynt að rökstyðja þessa sleggjudóma eða færa rök fyrir því hvað í skrifum mínum um þetta efni væri rangt eða byggt á misskilningi. Ég svaraði sumum þessum greinum í dagblöðum og að nokkrum tíma liðnum hjöðnuðu svo þessar umræður. Síðan þá hafa miklar rannsóknir verið gerðar á fitum og olíum í fæðu og ég get varla annað en sagt með nokkru stolti, að greinin um kvöldvorrósarolíuna sem skrifuð var árið 1982 hefur staðist tímans tönn. Það er aftur á móti ekki hægt að segja um margt annað sem skrifað var um líkt efni um þetta leyti. Ýmsir hafa komið að máli við mig, að tími sé kominn til að skrifa nýja grein um kvöldvorrósarolíu, þar sem gamla greinin sé löngu upp seld og ýmislegt nýtt hafi komið fram um kvöldvorrósarolíu og aðrar fjölómettaðar fitur síðastliðinn hálfan annan áratug. Ég ákvað því að setjast niður og taka saman  grein það markverðasta um þetta efni sem rekið hefur á fjörur mínar.

Mismunandi fítur
Áður en lengra er haldið er óhjákvæmilegt að fræða lesendur um í örstuttu máli, hvað átt er við þegar talað er um mettaðar eða ómettaðar fitur og ómissandi fitusýrur eða omega-3 og omega-6 fitusýmraðir.  Sumt af því sem ég segi hér hef ég áður rætt um í langri grein um fitur og olíur í fæðu sem kom í Heilsuhringnum 1987, 1-2 tbl. Þeir sem eiga það blað mega gjama fletta upp á greininni og lesa á nýjan leik en vegna þeirra mörgu sem ekki hafa séð það blað ætla ég að endurtaka í stuttu máli hluta þeirrar greinar.

Fitusýrur eru sameindir úr kolefnis- og vetnisatómum sem mynda keðjur með methylhóp á öðrum endanum en karboxylhóp (COOH) á hinum. Í algengum matarfitum em þrjár slíkar keðjur tengdar saman með glyserolhóp. Þannig fitur eru nefndar þríglyseríð. Fitusýrurnar geta verið með misjafnri lengd og einnig geta þær verið mettaðar, einómettaðar og fjölómettaðar. Í mettuðum fitusýmm em allar bindingar milli kolefnisatóma einfaldar. Í ómettuðum fitusýrum eru tengingar milli svokölluð „trans“ eða „cis“ tengi en það breytir útliti fitusýmnnar en ekki  efnasamsetningu. Í náttúrlegum fitum eru langoftast eingöngu cis-fitur.

Í fitum sem hafa verið hitaðar mikið eða hertar að hluta er oft mikið af trans-fitum t.d. í smjörlíki og bökunarfeiti. Þó myndast ofurlítið af trans-fitum í meltingarfærum jórturdýra, sem síðan má aftur finna í kiöti þeirra í og mjólk og afurðum úr áður-nefndum vörum. Lengi hefur verið deilt um hollustu transfitu í jafn miklu magni og hennar hefur verið neytt á Vesturiöndum undanfarna áratugi. Jafnvel hefur þeim verið kennt um þá ískyggilegu aukningu sem orðið hefur á hjarta- og æðasjúkdómum í þessum löndum, einmitt á sama tíma og neysla transfita hefur margfaldast.

Þó að greinarhöfundur álíti að margt fleira komi þar við sögu er því samt alls ekki að leyna, að margt bendir til að ekki sé heilsusamlegt að nota mikið af transfitum til matar.  Stór könnun í Bandaríkjunum, sem sagt var frá í Ríkisútvarpinu fyrir fáum ámm, gaf til kynna að hjartaáföll væm nálægt því tvöfalt algengari meðal fólks sem notaði smjörlíki, heldur en hjájafnstómm hópi fólks sem notaði smjör. Ruglingi getur valdið að transfitur geta stundum verið fjölómettaðar og eru þá oft vörur með þannig fitum auglýstar blygðunarlaust sem ,,hollar fyrir hjartað“ eða einhverju öðru álíka villandi, enda þótt rökstuddur gmnur sé um hið gagnstæða.

Fitusýruhormónar
Fitur gegna veigamiklu hlutverki í líkama okkar. Þær eru aðalefnið í frumuhimnum og eru hráefni fyrir líffræðilega virk boðefni sem ég hér nefni fitusýruhormóna. Auk þess eru fitusýrur ómissandi fyrir taugakerfið og sem forefni fyrir myndun ýmissa efhasambanda. Fitusýruhormónar eru taldir myndast í flestum frumum líkamans en ekki í sérstökum kirtlum eins og flestir aðrir hormónar. Í enskumælandi löndum eru efnasmbönd oft nefnd „eicosanoid“, sem mundi verða ,,eikosaníð“, ef reynt væri að búa til íslenskt orð úr enska orðinu.

Hér verður þó notað orðið fitusýruhormónar sem fengið hefur nokkra hefð. Til þess að mynda fitusýruhormóna þurfa að vera til staðar ákveðnar fitusýrur sem sumar hverjar finnast lítið í algengum mat. Líkaminn er því útbúinn með viss ensím sem gera okkur kleift að umbreyta algengum fitusýrum úr mat í þessar mikilvægu fitusýrum. Til þess þurfum við að vísu að fá úr mat tvær fitusýrur sem oft eru nefndar ,,ómissandi“. Það eru línolsýra (18:2 n-6) og línolensýra (18:3n-3), sem báðar finnast í jurtaríkinu. Báðar þessar fitusýrur eru fjölómettaðar, línolsýra tvíómettuð úr omega-6 fitusýruröð inni og línolensýra þríómettuð úr omega-3 röðum í röðinni.

Síðari tíma rannsóknir hafa sannað að fólk getur ekki lifað nema í takmarkaðan tíma nema það fái fitur úr báðum þessum röðum í fæði. Því eru þær nefndar ,,ómissandi“. Fitusýruhormónar myndast úr þremur fitusýrum, DGLA (dihomo-gamma-línolensýru) og arakidonsýru, báðum úr omega-6 röðinm og EPA (eicosapentaensýru) úr omega-3 röðinni. Arakídónsýra finnst einkum í kjötvörum af landdýrum en EPA í.lýsi og fiskmeti. DGLA finnst trauðla í venjulegum mat í neinu umtalsverðu magni, svo að til að fá þá fitusýru erum við algerlega háð því að geta myndað hana úr línolsýru með aðstoð ensíma (sjá síðar). Fitusýmhormónar hafa fjölþættar líffræðilegar verkanir.

Í sumum tilfellum eru þessar verkanir andstæðar, t.d. getur ein tegund verið æðaútvíkkandi en önnur þrengir æðar, ein tegund hvetur til myndunar blóðtappa í æðum en önnur vinnur gegn blóðtappamyndun, ein tegund er bólguhvetjandi en önnur dregur úr bólgum. Mikilvægt er því að nákvæmt jafnvægi sé á myndun þessara efna í líkamanum. Það er þó því aðeins mögulegt að forefni fyrir myndun þeirra séu til staðar. Helstu afbrigði fitusýruhormóna eru: prostaglandin, sem geta myndast úr öllum þremur fitusýrunum, thromboxanefni sem talið er að myndist einkum úr arakidonsýru en þó sennilega að einhverju marki einnig úr EPA og jafnvel DGLA og leukotrien-efni sem einkum myndast úr akakidonsýru en þó einnig úr EPA.

Thromboxan-efni úr arakidonsýru hafa yfirleitt óæskilegar verkanir, séu þau í ofgnótt. Hliðstæð efni úr EPA hafa aftur á móti litlar líffræðilegar verkanir og samsvarandi efni úr DGLA sáralitlar. Líkt má segja um leukotrienefnin. Leukotrien úr arakidonsýru eru bólguhvetjandi og finnast oft, ásamt thromboxan efnum, í tengslum við liðagigt og flesta aðra bólgusjúkdóma og jafnvel krabbamein. Samsvarandi efni úr EPA valda miklu síður bólgum og úr DGLA myndast sennilega ekkert af þessum efnum.  Prostaglandin úr DGLA hafa yfirleitt æskilegar verkanir, draga úr bólgum, slaka á smávöðvum í æðarveggjum og lækka þannig blóðþrýsting og vinna gegn blóðtappamyndun. Prostaglandin E-l (PGEi) er þekktast og mest rannsakað af þeim efnum. Prostaglandin úr arakídonsýru eru mjög virk og hafa mikið verið rannsökuð.

Sum þeirra hafa æskilegar verkanir t.d. prostacyclin (PGI^) sem myndast í æðaveggjum og hindrar blóðtappamyndun. Önnur eru bólguhvetjandi og auka likur á blóðtöppum. Því er ekki æskilegt að þau myndist í of ríkum mæli og þau finnast oft í ofgnótt t.d. við bólgusjúkdóma. Prostaglandin úr EPA eru minna virk en samsvarandi efni úr arakidónsýru. Því er oftast miklu æskilegra að þau myndist heldur en prostaglandin úr arakidónsým við langvarandi bólgusjúkdóma, t.d. liðagigt. Svo virðist sem EPA keppi við arakidonsýru um sæti í fumuhimnum og að mynda fitusýmhormóna. Því má sennilega stjórna að nokkru leyti með fæðuvali hvaða fitusýruhormónar einkum myndast. Þar er að öllum líkindum komin skýringin á gagnsemi þess að nota lýsi við liðagigt.

Prostaglandin úr DGLA eru kölluð prostaglandin af röð 1, prostaglandín úr arakidonsým af röð 2 og prostaglandin úr EPA eru af röð 3. Í fáum orðum má segja að prostaglandín úr röð 1 hafi æskilegar verkanir og séu mikilvæg til að halda jafnvægi við önnur prostaglandin, einkum úr röð 2. Prostaglandin úr röð 2 hafa bæði æskilegar og einnig óæskilegar verkanir, séu þau í ofgnótt. Þó er rétt að geta þess að vafalaust eru öll þessi efni líkamanum nauðsynleg, séu þau í réttu magni á réttum stöðum. Prostaglandin úr röð 3 eru minna virk en af röð 2 en virðast koma í stað þeirra ef mikið framboð er á EPA. Við það dregur oft úr bólgusjúkdómum eða þeir hverfa. EPA fæst fyrst og fremst úr fiskmeti og lýsi, þó að EPA geti að vísu myndast úr fitusýrunni línolensýru t.d. úr línfræsolíu með aðstoð ensíma. Til að forðast rugling skal þess getið að margir telja thromboxanefni til prostaglandína.

D6D – ensímið
Vegna þess að við fáum ekki fitusýruna DGLA úr venjulegu fæði getum við ekki myndað prostaglandin úr röð 1 nema umbreyta fyrst línolsýru úr fæðu í DGLA. Til þess höfum við tvö ensím, annað sem nefnt er D6D (delta-6-desaturasi), sem gerir línolsýru (18:2n-6) meira fjölómettaða (bætir einu tvítengi í fitusýrukeðjuna 18:3n-6) og ensím sem lengir keðjuna úr 18 kolefnisatómum í 20 (20:3n-6). Margar sannanir hafa komið fram á undanförnum áratugum, að vissir einstaklingar eigi í erfiðleikum sem tengjast því að D6D ensímið virðist ekki verka eðlilega eða jafnvel ekkert. Þetta kemur fram í því að prostaglandin úr röð 1 geta ekki myndast, vegna þess að forefnið til að mynda þau, fitusýmna DGLA vantar. 1 sumum tilfellum stafar þetta af óheppilegu mataræði, óhóflegri áfengisneyslu eða lyfjanotkun, því að vitað er að sum fæða, áfengi í óhófi og nokkur lyf trufla þetta ensím.

Í öðrum tilfellum virðist vera um meðfæddan galla að ræða. Einnig er talið að veirusýkingar geti truflað ensímið og að þegar fólk eldist dragi úr virkni þess. Hver sem ástæðan er, fylgir þessu vanheilsa sem trauðla lagast nema bætt sé úr þeim skorti á DGLA sem óhjákvæmilega verður hjá þessum einstaklingum. Nokkrar sjaldgæfar jurtaolíur eru með umtalsvert magn GLA, (gamma-línolensýru, 18:3n-6).  Þar er olía sem unnin er úr fræjum kvöldvorrósarinnar, sem einnig er nefnd „náttljós“, sennilega fremst í flokki, þó að nokkrar aðrar fræolíur hafi komið á markaðinn á seinni árum sem innihalda GLA og sumar meira en kvöldvorrósarolía.

Sé GLA tekin inn skiptir ekki máli hvort D6D ensímið er í lagi eða ekki, því að við eigum auðvelt með að mynda DGLA úr GLA og getum því fengið forefni til að mynda prostaglandin af 1. röðinni úr kvöldvorrósarolíunni. Þó að þetta virðist einfalt hefur þó flestum sem skrifað hafa gegn kvöldvorrósarolíunni gengið einna verst að gera sér það ljóst. Þær raddir munu nú flestar vera hljóðnaðar en þó má vel vera að einhver muni ennþá heimska sig með því að segja fólki að kvöldvorrósarolían sé bara til að óprúttnir sölumenn geti grætt á henni, allt eins gott sé að taka inn sólblómaolíu eða aðrar matarolíur sem ekki innihalda GLA.

Eftir að vísindamenn höfðu gert sér Ijóst að galli í D6D ensímkerfinu getur valdið mörgum ólíkum sjúkdómseinkennum, var farið að prófa kvöldvorrósarolíu við sumum þessara einkenna. Kom þá í Ijós að fjölmörg ólík einkenni löguðust við að taka hana inn, jafnvel einkenni sem ekki var áður álitið að neitt tengdust fituefnaskiptum.  Nokkur þessara einkenna hafa verið rannsökuð mjög vel og gagnsemi kvöldvorrósarolíunnar staðfest með tvíblindum víxlprófunum. Önnur eru ennþá í rannsókn og nokkuð umdeild. Þó finnast annað slagið nýir sjúkdómar eða einkenni sem virðast lagast við að nota kvöldvorrósarolíu eða aðrar olíur sem innihalda gamma-línolensýru. Ekki má þó skilja þetta svo, að kvöldvorrósarolían sé allra meina bót, eins og sumir segja að haldið hafi verið fram. Það er hún vissulega ekki, en hún bætir ýmsa ólíka sjúkdóma sem áður reyndust erfiðir viðureignar.

Oftast stafa þeir af óheppilegu mataræði eða þá ættgengri veilu eða galla í D6D ensíminu. Fyrir þá sem hafa þann galla er sennilega ekki um annað að gera en taka inn kvöldvorrósarolíu alla ævina, eigi þeir að halda viðunandi heilsu. Þó að flestir sem skrifað hafa um gagnsemi kvöldvorrósarolíu við hinum og þessum sjúkdómum hafi einkum rætt um áhrif hennar og annarrar fjölómettaðrar fitu, t.d. lýsis, á fitusýruhormóna, má þó ekki gleyma því að þessar fjölómettuðu olíur gegna ýmsum fleiri hlutverkum í líkamanum og eru auk þess forefni fyrir myndun annarra ennþá lengri og meira ómettaðra fitusýra.

Allar þessar fitusýrur eiga þátt í myndun frumuhimna og breyta eiginleikum þeirra á ýmsan hátt. Því má vel hugsa sér að sumt af læknandi eiginleikum kvöldvorrósarolíunnar og annarrar fjölómettaðrar fitu stafi að einhverju eða öllu leyti af öðrum ástæðum en áhrifum á myndun fitusýruhormóna. Lítið er þó ennþá þekkt með fullri vissu um þetta en má þó engan veginn líta framhjá, ef leitað er skýringa á hvemig þessar fitur verka í líkamanum. Þetta breytir engu um að skortur á D6D ensíminu er oft undirrót margskonar vanheilsu.

Liðagigt og skyldir sjúkdómar
Liðagigt var eitt það fyrsta sem farið var að prófa kvöldvorrósarolíu við. Hugmyndin var, að við það að hvetja myndun á prostaglandinum úr DGLA með því að auka framboð á þeirri fitusýru, dragi úr framleiðslu á bólguhvetjandi efnum úr arakidonsýru, sem finnast við liðagigt  og fleiri bólgusjúkdóma, vegna þess að prostaglandin E-l (PGEi), er bólgulinandi. Vitað er að nokkur lyf, t.d. aspirín og indomethasin, sem hindra ensím sem mynda prostaglandin og thromboxanefni úr arakidonsým, draga úr liðagigtareinkennum. Einnig bendir ýmislegt til að DGLA fitusýran sjálf verki gegn bólgum og sennilega fitusýruhormónum úr arakidonsýru.

Nokkur árangur hefur náðst með kvöldvorrósarolíu, en dýratilraunir benda til að árangur náist ekki að marki fyrr en að sex mánuðum liðnum, en þá er hann mjög verulegur. Sé einnig notuð fitusýran EPA, t.d. lýsi, næst árangur fyrr eða eftir nálægt því þrjá mánuði, en hann heldur áfram að batna í marga mánuði, jafnvel ár, séu bæði efnin notuð áfram. Liðagigtarsjúklingar ættu því að nota bæði kvöldvorrósarolíu, sex 500 mg belgi á dag og eina matskeið af lýsi, ásamt bætiefnatöflum. Einnig munu fást belgir með kvöldvorrósarolíu og lýsi fyrir þá sem ekki geta notað lýsið óblandað eða vilja ekki taka efnin inn hvort í sínu lagi. Álíka meðferð má reyna við aðra gigtarsjúkdóma t.d. rauða úlfa (lupus).

Æðahnútar
Eg hef orðið vitni að nokkrum dæmum um að æðahnútar hafi horfið að mestu nokkrum vikum eftir að sjúklingurinn byrjaði að nota kvöldvorrósarolíu. Fyrsta dæmið var fyrir meira en áratug hjá fullorðinni konu, sem einnig þjáðist af gigt. Hún byrjaði að nota olíuna til að reyna að laga gigtina. Þegar hún hafði notað hana í nokkrar vikur, veitti sonur hennar því athygli að æðahnútar, sem hún var búin að hafa á báðum fótum í marga áratugi, voru tæpast sjáanlegir. Þeir hurfu síðan alveg á öðrum fæti en á hinum fætinum sást aðeins móta fyrir þeim. Konan lagaðist lítið af gigtinni og að nokkrum tíma liðnum gafst hún upp og hætti að nota olíuna, sem þá var mjög dýr. Að fáeinum vikum liðnum fóru æðahnútarnir aftur að koma og urðu að lokum álíka og þeir voru áður. Síðar fór konan aftur að nota olíuna með sama árangri og fyrr.

Ég hef orðið vitni að fleiri hliðstæðum lækningum, svo að ástæða er að ætla, að þetta hafi ekki verið einstakt tilfelli, heldur sé oft hægt að laga eða lækna æðahnúta með kvöldvorrósarolíu. Í öllum þeim greinum og bókum um kvöldvorrósarolíu sem greinarhöfundur hefur séð er þó hvergi neitt að sjá um æðahnúta, svo að samkvæmt því hefur enginn annar veitt því athygli að kvöldvorrósarolía geti lagað þá. Spennandi væri að fólk með æðahnúta prófaði að nota olíuna í fjórar til fimm vikur, fimm til sjö 500 mg belgi á dag, ásamt  þremur zinkvita-töflum, og sjá hvort þeir lagast. Nauðsynlegt virðist að nota olíuna stöðugt, annars sækir fljótlega í sama farið aftur. Þetta bendir óneitanlega til þess að skortur á D6D ensíminu eigi þátt í æðahnútum með því að hindra að fitur úr algengum mat nýtist líkamanum á réttan hátt

Vanlíðan á undan tíðum
Margar læknisfræðilegar athuganir hafa verið gerðar á gagnsemi þess að nota kvöldvorrósarolíu til að draga úr eða koma í veg fyrir vanlíðan sem margar konur eru haldnar dagana á undan tíðablæðingum. Þessi vanlíðan er margskonar, bæði likamleg og sálræn og getur orðið svo slæm að konur geti ekki stundað vinnu eða almennt félagslíf og tæpast fylgt fötum. Nokkrar tvíblindar víxlprófanir (doubleblind cross over trial) hafa verið gerðar sem sanna óvéfengjanlega að kvöldvorrósarolían bætir ástand þessara kvenna. Talið er að yfir 90% kvenna með þessi vandamál lagist mikið eða mjög mikið og aðrar í flestum tilfellum eitthvað. Bestur árangur næst með því að nota einnig E-vítamín og zinkvita töflur eða B 6 vítamín. Sumir mæla með að nota olíuna og bætiefnin allan tíðahringinn en aðrir aðeins seinni hluta tíðahringsins og þá í stærri skömmtum.

Tíðahvörf
Vanlíðan í sambandi við tíðahvörf valda einnig mörgum konum erfiðleikum, sem reynt hefur verið að auðvelda þeim með því að gefa kvenhormóninn östrogen.  Athuganir hafa þó bent til, að ekki sé æskilegt að gera það lengi vegna aukinnar hættu á krabbameini. Reynslan bendir til að kvöldvorrósarolía, ásamt bætiefnunum sem áður eru nefnd, bæti ástand kvenna á breytmgarskeiðinu umtalsvert. Helsti ókosturinn er þó að mati sumra, að stundum fara konur aftur að hafa á klæðum þegar þær fara að nota olíuna, þó að þær hafi verið hættar því áður. Að öðru leyti fylgja þessu engar óæskilegar hliðarverkanir, stundum lagast jafnvel t.d. æðahnútar eða aðrir sjúkdómar sem kvöldvorrósarolía er talin geta bætt. Hæfilegt er að byrja með fimm til sex 500mg belgi af kvöldvorrósarolíu, þrjár töflur af zinkvita og 200 til- 500 ein. af E-vítamíni á dag, en síðar má e.t.v. minnka þennan skammt.

Ofdrykkja og timburmenn
Sé áfengis neytt í miklum mæli hindrar það D6D ensímið eða gerir það óvirkt. Þetta hefur þráfaldlega verið sýnt fram á, bæði á mönnum og dýrum. Aftur á móti hvetur áfengi myndun á prostaglandín E-l, sem myndast úr DGLA. Langvarandi áfengisneysla eyðir því upp birgðum líkamans af DGLA, af því að ekkert nýtt DGLA myndast, vegna þess  að D6D ensímið er óvirkt. Sennilega er það þetta sem einkum veldur timburmönnum og vanlíðan eftir mikla áfengisneyslu. Vegna þess að áfengi eykur myndun PGEi í líkamanum eru fyrstu áhrif þess þægileg og skapa vellíðunartilfinningu. Sé áfengi aldrei notað nema í litlum mæli truflar það D6D ensímið lítið, en eykur PGEi myndun samt nægilega mikið til að hafa jákvæð áhrif á ýmis mikilvæg ferli í líkamanum.

Þetta gæti skýrt, minnsta kosti að hluta, hversvegna hófdrykkjufólk virðist oft vera í betra jafnvægi og síður fá ákveðna sjúkdóma heldur en þeir sem  eru algerir bindindismenn á áfengi. Ekki má þó skilja þetta þannig, að ég mæli með drykkjuskap. Ef drukkið er lítið eitt meira hefur þetta þveröfug áhrif. Þá verður stöðugur skortur á GLA og DGLA, sem leiðir af sér að alltof lítið myndast af PGEi, með tilheyrandi vanlíðan. Samkvæmt þessu ætti að vera hægt að bæta úr því með neyslu kvöldvorrósarolíu.  Á þetta var bent strax þegar hægt var að fá kvöldvorrósarolíu  á  almennum  markaði. Kenningin virðist standast dóm reynslunnar. Fólk sem notar kvöldvorrósarolíu samhliða áfengisneyslu eða eftir mikla drykkju fær miklu síður timburmenn eða vanlíðan, heldur en aðir sem nota hana ekki.

Þetta hefur verið sannað mörgum sinnum m.a. með tvíblindum prófunum, svo að ekki ætti að þurfa að rökstyðja það nánar, þó að allt eins megi búast við að einhverjir reyni að gera þessar upplýsingar tortryggilegar. Langvarandi drykkja leiðir af sér viðvarandi skort á GLA, DGLA og prostglandinum úr röð 1. Sumt af þeim einkennum sem hrjá ofdrykkjufólk má á einn eða annan hátt rekja til þessa skorts. Sýnt hefur verið fram á að mörg þessara einkenna lagast fljótar eftir langvarandi drykkju ef kvöldvorrósarolía er notuð heldur en á hliðstæðum drykkjusjúklingum sem ekki fá hana. Jafnvel virðist gagnlegt að nota hana við skorpulifur sem komið hefur af ofneyslu áfengis. Af þessu og ýmsu fleiru má því fullyrða að kvöldvorrósarolia sé gagnlegt vopn í baráttunni við áfengisfíkn og afleiðingar hennar.

Sjögrenssjúkdómur
Sjögrenssjúkdómur er óeðlilegur augnaþurrkur og stundum alls engin táramyndun. Þetta ástand skaðar augun og veldur ýmsum alvarlegum augnsjúkdómum ef það varir lengi. Náskyldir sjúkdómar eru „sicca“ og „xerostamnia“, sem er skortur á munnvatni og bandvefssjúkdómar, t.d.rauðir úlfar eða húðsjúkdómar (scleroderma). Stundum hrjá allir þessir sjúkdómar sama einstaklinginn og eru þá til samans nefndir ,,Sjögrenseinkenni“.

Margt bendir til að öll þessi einkenni eigi sér sameiginlega orsök. Fljótlega eftir að hægt var að fá kvöldvorrósarolíu á viðráðanlegu verði  var farið að prófa hana við Sjögrenssjúkdómi. Flestar athuganir benda til að verulegt gagn sé að því að nota hana. Auk þess að munnvatns- og táramyndun jókst umtalsvert, minnkaði sú stöðuga þreyta sem fylgir Sjögrens-einkennum verulega. Þetta bendir til að fituefnaskipti fólks með þessi einkenni séu ekki í lagi og að gamma-línolensýran í kvöldvorrósarolíunni hafi bætt þar um. Því ættu allir með þessi einkenni að prófa olíuna í nokkra mánuði og sjá árangurinn.

Síþreytueinkenni  (chronic (postviral) fatigue syndrome)
Síþreyta eða það sem stundum hefur verið  nefnt ,,efjagigt“ nú á síðustu árum, einkennist af fjölda ólíkra einkenna, bæði líkamlegra og sálrænna, t.d. hröðum hjartslætti, þróttleysi, depurð, kvíðatilfinningu og einbeitingarskorti, auk vöðvaeymsla og stöðugrar þreytutilfinningar, sem næstum alltaf fylgir þessu ástandi. Oftast byrjar þetta með veirusýkingu og hafa nokkrar veirur sérstaklega verið nefndar t.d. Epstein-Barr.  Sennilega geta nokkrar veirur valdið þessum einkennum. Vitað er að ýmsar veirur trufla eða hindra D6D-ensímið.

Langvarandi veirusýking veldur því truflun á fituefnaskiptum, sem kemur fram í alvarlegum skorti á prostaglandinum úr röð 1. Mörg einkenni þannig skorts líkjast síþreytueinkennum. Því var farið að prófa hvort kvöldvorrósarolía gæti e.t.v. bætt líðan þessara sjúklinga. Rannsókn sem ég hef hér fyrir framan mig var gerð af Peter og Wilhelmínu Behan við Taugasjúkdómadeild Glasgow-háskóla í Skotandi.  Rannsóknin var tvíblind. Notaðir voru átta belgir af blöndu af lýsi og kvöldvorrósarolíu á dag (Efamol Marine). Sem ,,platlyf“ (placebo) voru belgir með olífuolíu notaðir. Sjúkdómseinkennin voru flokkuð í fjóra flokka:
0 = engin einkenni
1 = mild
2 = í meðallagi
3 = alvarleg.
Flestir sjúklinganna fengu einhvern bata og sumir mikinn eins og meðfylgjandi tafla sýnir

Fengu Efamol              Fengu olífuolíu
Miklu betri               32                                    9
Betri                          52                                    13
Óbreytt ástand       16                                   70
Verri                           0                                     8

Aðrar álíka kannanir sýna hliðstæðar niður stöður. Könnunin sýndi að batinn varð meiri því lengur sem Efamol-belgimir vom notaðir, t.d. var hann meiri eftir 15 vikna notkun heldur en eftir 5 vikna notkun. Athuganir sýndu einnig að tíðni hjarsláttar kasta fækkaði hjá þeim sem fengu Efamol-belgina. Vegna þess að helst er álitið að veirusýking, t.d. vegna enteroveira í sjálfum hjartavöðvanum valdi hjartsláttaróreglunni, er mjög athyglisvert að svo virðist sem raunverulega hafi veirusýkingin batnað eða horfið. Þetta og margt fleira bendir til að reyna ætti lýsi og kvöldvorrósarolíu við alla sem þjást af síþreytueinkennum.

Sennilega er gott að nota einnig zinkvita-töflur eða önnur samsvarandi bætiefni. Í næsta blaði verður gerð grein fyrir ýmsum fleiri sjúkdómum sem kvöldvorrósarolía hefur reynst vel við. Heimildir: Bókin Omega-6 Essential Fatty Acids, Pathophysiology and Roles in Clinical Medicine.  Bókin er safn sjálfstæðra greina eftir marga höfunda en ritstyrð af dr. David F. Horrobin.  Nokkrir höfundar eru:  H.M. Sinclair, J.J. Belch, Peter 0. Behan og Wilhelmina M.H. Behan, K.S. Vaddadiog C.J. Gilleard, Muriel Blackburn, G.A. Pritchard og R.E. Mansel, H. Keen og M.B. Mattock, M.G. Brush.  Auk þess fjölmargir aðrir höfundar í sömu bók og nokkrar greinar í Heilsuhringnum.

Hér er grein sem sem heitir Meira um kvöldvorrósarolíu:  https://heilsuhringurinn.is/1982/09/09/meira-um-kvoeldrosaroliu/

Fyrsta greinin um kvöldrósarolíu skrifuð 1982 kemur svo hér að neðan:

Kvöldvorrósarolía

Höfundur: Ævar Jóhannesson

 



Flokkar:Greinar

%d bloggers like this: