Meira um kvöldrósarolíu

Í vorblaði.1- Heilsuhringsins 1982 var sagt frá kvöldvorrósarolíu og hvernig nota má hana til varnar og til lækninga á ýmsum sjúkdómum. Síðan sú grein var skrifuð hafa komi nokkra greinar í erlendum tímaritum um olíuna og nýja möguleika, sem hún opnar í meðferð sjúkdóma. Nýlega var dr. David F. Horrobin, einn þekktasti prostaglandin-sérfræðingur sem nú er uppi, á ferðalagi í Svíþjóð. Þar skrifaði hann grein í sænska læknatímaritið ,,Biologisk Medicin“ um prostaglandinrannsóknir og kvöldvorrósarolíu. Biologisk Medicin er virt tímarit og skrifa aðeins þekktir og viðurkenndir vísindamenn í það. Meirihluti þeirra upplýsinga sem hér koma er tekinn úr grein Horrobins í Bio- logisk

Medicin, en einnig úr greinum sem birtust um sama efni í norska tímaritinu „Vi og várt“ nýlega, ásamt smáatriðum úr nokkrum öðrum tímaritsgreinum. Áður en lengra er haldið er rétt að kynna dr. Horrobin örlítið. Hann tók læknispróf árið 1963, þá aðeins 23 ára gamall. Árið eftir varð hann dósent í Oxford. Prófessor varð hann svo 1969 við háskólann í Montreal í Kanada. Hann hefur ritstýrt alþjóðlega vísindatímaritinu ,,Prostaglandin Pharmacology and Clinical Significance“ og verið stjórnandi ,,Endocrin Pathophysiology Laborafory“ við Læknisfræðirannsóknarstofnunina í Montreal.

Horrobin er þekktur og viðurkenndur um allan heim fyrir prostaglandin-rannsóknir sínar. Til glöggvunar eru lesendur beðnir að fletta upp í fyrri greininni í vorblað 1. 1982 af Hh og lesa aftur greinina um Kvöldvorrósarolíu, sérstaklega kaflann um Gamma-línolensýru og prostaglandin. Einnig eru lesendur beðnir að líta á teikningu í sömu grein, en þar er myndun prostaglandina af röð 1 sýnd.

Gamma-línolensýra og ellihrörnun.
Í greininni í Biologisk Medicin útskýrir dr. Horrobin nánar en gert var í fyrir greininni hvernig breyting línolsýru í gamma-línólensýru á sér stað. Umbreytingin gerist með aðstoð efnahvata (enzyma), sem hann nefnir ,,lykilhvata“. Til þess að þessir hvatar geti myndast, þurfa þau efni sem sýnd eru efst á fyrr nefndri teikningunni, undir textanum „Nauðsynleg efni“, að vera til staðar. Einn þessarar hvata, nefndur D6D (Delta-6-Desaturase), getur þarna valdið miklum vanda, því að vissir þættir geta gert hann óvirkan. Flestir þessir þættir eru sýndir á teikningunni. Til viðbótar má nefna háan blóðsykur og sýkingu með ákveðnum veirum.

Vísindamaðurinn Rodolfo Brenner, frá Argentínu, hefur rannsakað þennan feril nákvæmlega, og hefur komist að því við dýratilraunir, að þegar dýr eldast missa þau hæfileikann til að mynda GLA (gamma-línólensýru) úr cis-línólsýru, vegna vangetu til að framleiða D6D lykilhvatann. P. Dorcet og samstarfsmenn hans í París hafa nú sýnt fram á, að hið sama gildir fyrir menn, og að gamalt fólk þjáist stöðugt af skorti á GLA, sem svo aftur leiðir til skorts á PG-1 (prostaglandin-1), sem síðan leiðir til fjölda sjúkdóma, samanber fyrri greinin. Dorset og félagar benda á, að með því að neyta GLA í fæðunni, megi komast framhjá þessum vanda.

Móðurmjólkin inniheldur GLA í verulegum mæli, eða sem samsvarar því, að barn sem er á brjósti fái nálægt jafngildi 1,5 ml af kvöldvorrósarolíu daglega. Dr. Horrobin bendir á, að John D. Rockefeller (Rockefeller stofnunin er kennd við hann) hafi drukkið glas af brjóstamjólk daglega, eftir að aldur tók að færast yfir hann, en hann varð allra karla elstur. Að undanskilinni móðurmjólkinni er kvöldvorrósarolía eina fáanlega fæðutegundin, sem vitað er um að innihaldi GLA. Séu niðurstöður þessara rannsókna réttar, ætti hæfileg notkun kvöldvorrósarolíu, ásamt notkun á vítamínum og steinefnum, að draga úr ótal alvarlegum sjúkdómum,, sem hrjá gamalt fólk. Þar má nefna æðakölkun, elliglöp, þunglyndi, bólgur í liðum o.m.fl.

Ofvirk eða óróleg börn (Hyperactivity)
Ofvirkni eða óeðlilegur óróleiki er sjúkdómur, sem er alls ekki svo mjög óalgengur hjá börnum. Ofvirkni lýsir sér þannig, að barnið getur aldrei verið kyrrt andartak, heldur er á stöðugri hreyfingu og getur þá oft ekki látið nokkurn hlut í friði. Það getur ekki einbeitt sér að neinu stundinni lengur og í skóla er það stöðugt vandamál fyrir kennarana. Námsárangur þess er oft lítill eða enginn og í flestum tilfellum langt neðan við það, sem greind þess ætti að gefa tilefni til. Oft eru þessu samfara alvarleg hegðunarvandamál, bæði í skóla og heima fyrir, svo að slík börn eru stundum jafnvel nefnd vandræðabörn.

Þau eru oft uppstökk og geta ekki samlagað sig öðrum börnum, og á heimilinu eru þau óþolandi frek og skapvond. Líkamleg einkenni sem fylgja þessu er m.a. þurr og hreistruð húð, astma, stöðugur þorsti, sem ekki hverfur við það að drekka, ásamt ýmsum öðrum einkennum, sem skortur á ómissandi fitusýrum veldur. Ofvirkni er algengari hjá drengjum en stúlkum og oft hafa ýmis efni sem bætt er í mat, t.d. litar- eða bragðefni slæm áhrif. Stundum er hægt að lækna þessi börn með því einu að taka af þeim allt sælgæti og láta þau nærast á sykurlausum mat. Stundum læknast þau með því að gefa þeim vítamín í stórum skömmtum, ásamtsteinefnum.

Eru þá notuð C-vítamín, vítamín úr B-ílokknum; sérstaklega niacin (B-3), pyridoxin (B-6) og B-12, ásamt kalki, magnesíum og sinki. Til viðbótar má gefa lýsi. Nú hefur það verið uppgötvað, að þessi sjúkdómur stafar oft af skorti á prostaglandini af 1 gerð, PGE-1, sem verður til úr GLA með DGLA (dihomo-gamma-línólensýru) sem millistig. Þar er komin skýringin á því, hvers vegna breytt mataræði og/eða vítamín og steinefnagjöf læknar stundum þessi börn. Stafi ofvirknin afskorti á ómissandi fitusýrum (GLA), læknast hún venjulega á nokkrum dögum með kvöldvorrósarolíu.

Eru þá notaðir 4-8 belgir á dag og dl viðbótar er rétt að gefa daglega hálft gramm C-vítamín, 1 – 2 belgi eða töflur B-fjölvítamín 10-20 mg pyridoxin (B-6) og e.t.v. nokkrar ölgerstöflur, ásamt magnesíum, kalki og sinki. Gott er að taka einnig eina skeið aflýsi daglega. Einnig verður að sjá svo um að brnið fái hollan og næringarríkan mat og borði ekki sælgæti t.d. súkkulaði og þessháttar, nema þá í undantekningartilfellum. Sé’ farið eftir þessum ráðleggingum eru miklar líkur á að fullur bati náist á skömmum tíma. Eftir að barnið er orðið heilbrigt, má e.t.v. prófa að hætta notkun kvöldvorrósarolíunnar um tíma, en halda áfram vítamín- og steinefnagjöfinni, en sælgæti má barnið alls ekki fá, því að þá er hætt við að aftur sígi á ógæfuhliðina.

Taki sjúkdómurinn sig upp aftur, eftir að hætt er notkun kvöldvorrósarolíunnar, verður að halda áfram notkun hennar. Ástæðan er þá sennilega meðfædd vangeta barnsins til að mynda á eðlilegan hátt GLA úr línólsýru. Einnig er hugsanlegt, að lykilhvatamyndunin sé trufluð með óhóflegri notkun á hertri feiti eða annarri mettaðri feiti eða transfitum, t.d. ef barnið nærist mikið á mat sem steiktur er úr smjörlíki eða dýrafitu, eða lifir að einhverju leiti á steiktum sjoppumat, t.d. frönskum kartöflum.

Lokaorð.
Prostaglandin-rannsóknum er síður en svo lokið. Nóbelsverðlaununum í læknisfræði 1982 var úthlutað til þriggja frumkvöðla í prostaglandin-rannsóknum. Stöðugt eru að birtast nýjar og athyglisverðar upplýsingar T.d. leikur nú grunur á, að e.t.v. sé skortur á PGE-1 meðverkandi þáttur í þróun og myndun magasárs, á þann hátt, að sé skortur á þessu prostaglandini, valdi það því, að slímhúð magans verði mun viðkvæmari en ella. Þetta á sérstaklega við, sé notað asperín, en eins og vitað er truflar asperín myndun PGE-1. Í maganum kemst asperínið í beina snertingu við magaveggina innanverða og á því mjög auðvelt með að hafa þar áhrif. Kvöldvorrósarolía hefur nú verið á markaðinum hér á landi í nokkra mánuði, og því má búast við, að einhverjir lesenda H.h. hafi reynt hana við einhverjum þeirra sjúkdóma sem nefndir voru í greininni í vorblaði 1 H.h. 1982.

fengur væri í því, ef þeir lesendur vildu senda okkur línu og segja frá árangrinum. Við vitum um, að hér á landi hefur hún gefið frábæran árangur við tregri blóðrás í fótum. Einnig virðist hún hafa hjálpað fólki með æðaþrengsli í heila. Gaman væri að fá fleiri frásagnir, t.d. af liðagigt og kransæðasjúkdómum eða þrymlum í brjóstum og tíðaverkjum. Við munum áfram fylgjast með þróun þessara mála og segja lesendum frá, ef eitthvað athyglisvert gerist á næstunni. Aðalheimildir: Biologisk Medicin, 15. febr. ’82 Vi og várt, 2.-3.tbl.’82 Auk þess minniháttar upplýsingar úr nokkrum greinum í Preventión.

Kvöldvorrósarolía



Flokkar:Greinar

%d bloggers like this: