Nýjar leiðir í krabbameinslækningum vor 1996

Nýtt krabbameinspróf
Í Townsend Letterfor Doctors and Patients, er bréf frá Edward W. Donagh um krabbameinspróf sem nýlega hefur verið staðfest að verki við allar tegundir krabbameina. Í framhaldi af því telur höfundur bréfsins að hægt sé að búa til einskonar bóluefni sem verki gegn öllum krabbameinum. Prófið er mjög næmt með meira en 95% ör yggi ef það er gert einu sinni og yfir 99%, sé það gert aftur. Fyrir meira en tveim áratugum fann tauga efnafræðingurinn og læknirinn Samuel Bogoch upp krabbameinspróf, hliðstætt prófum sem nú eru gerð við blöðruháls- (PSA) og ristil- (CEA) krabbameinum. Eftir erfiðar rann sóknir fann hann fyrsta mótefnið gegn krabbameini sem fundist hafði í blóði krabbameins sjúklinga. Hann nefndi mótefnisvakann sem hvetur myndun þessa mótefnis, „malignin“ en mótefnið sjálft „anti-malignin antíbody“. Hann stofnsetti rannsóknarstofu í Boston sem hann nefndi Onco Lab Inc. og nú hefur krabbameinsprófíð að lokum fengið einkaleyfisvernd og leyfi hjá Matvæla-og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) til að vera markaðsett.

Í fréttabréfi frá Fríend Foundationfor Medical Research, 6. árg. nr 1, vor 1995, er samantekt á hvernig þessi mál horfa við nú sem stendur:

1. Prófíð sem nefnt er AMAS-próf (Anti Malignin Antibody in Serum) má nota í fjöldakönnunum til að finna krabbamein á algeru byrjunarstigi. Það kemur í stað annarra rannsókna t.d. röntgengreininga og beina ,,skönnunar“ auk ýmissa annarra prófa sem nú eru gerð. Þeir sem gefa blóð eða líffæri verða prófaðir í framtíðinni og því aðeins að krabbamein finnist við AMAS-prófíð þarf að gera aðrar rannsóknir sem miða að því að finna eða staðsetja krabbamein. Þetta sparar háar fjárupphæðir við heilsu gæslu auk þess að veita mikið öryggi.

2. Hægt er að nota prófið til að sjá hvort skurðaðgerð eða önnur krabbameinsmeðferð hefur borið árangur. Ef prófið sýnir að krabbameinið sé horfið, má hætta allri meðferð. Sýni prófið hins vegar hækkað gildi er nokkurn veginn öruggt að meinfrumur eru ennþá að verki einhvers staðar í líkamanum og verður þá að halda meðferðinni áfram.

3. Sjáist skuggi á röntgenmynd, t.d. afbrjósti eða lifur, þarf oft að taka sýni til að ganga úr skugga um hvort um krabbamein eða eitthvað annað er að ræða. Sé AMAS-prófið hinsvegar eðlilegt er óþarfi að hafa neinar áhyggjur og má sleppa öllum sýnatökum  með tilheyrandi kostnaði, óþægindum og jafnvel áhættu.

Þegar þetta er ritað er aðeins hægt að fá AMAS próf gert hjá Onco Lab. Inc., Boston, Massachusetts í Bandaríkjunum, en unnið er borið á að því að alþjóðlegur félagsskapur taki að sér að gera þetta próf aðgengilegt hverjum sem er. Að undanförnu hefur mest áhersla verið lögð á að nota prófið til að ganga úr skugga um hvort krabbameinið sé læknað eða ekki, eftir skurðaðgerð eða aðra læknismeðferð. Komið hefur í ljós að því aðeins að AMAS prófið sé eðlilegt er sjúklingurinn varanlega læknaður. Prófið má því nota með fullu öryggi í stað allra annarra prófa og rannsókna sem nú eru notaðar og kemur því til með að spara háar fjárupphæðir fyrir sjúklinga og heilsugæslu um leið og það eykur í öryggið og dregur úr óþægindum sem langar og flóknar læknisfræðilegar athuganir valda sjúklingum Dr. William J. Fnend, forstöðumaður læknisfræðilegra rannsókna við The Fríend Foundation, fullyrðir að AMAS sé hið eðlilega mótefni gegn krabbameini sem allir, jafnvel börn, hafi í blóði sínu. AMAS er hin náttúrlega vörn líkamans gegn krabbameini.

Prófið má gera til að finna hvort einhvers staðar í líkamanum leynist krabbamein.   Það sýnir líka hvort krabbameinsmeðferð hefur borið árangur. í framtíðinni verður AMAS notað sem bóluefni og til að hvetja ónæmiskerfið til að snúast til varnargegn krabbameini (booster shots).  ,,Þeir sem eiga eftir að skrifa sögu okkar tíma munu trúlega líta á AMAS sem mikilvægasta sjúkdómsgreiningarprófið sem uppgötvað hefur verið á  síðari hluta þessarar aldar, samtímis og það  mun breyta varanlega læknismeðferð allra siðmenntaðra þjóða,“ segir dr. Friend. Þessi aðferð við fjöldaleit að krabbameinum er alveg einstök. Sennilega mun í framtíðinni  allt fólk, sem komið er á fertugsaldur, verða  prófað árlega og jafnvel ennþá yngra fólk ef fjölskyldusagan bendir á aukna krabbameinshættu. AMAS próf má einnig gera á dýrum og verður vafalítið notað mikið af dýralæknum framtíðarinnar.

Krabbameinsbóluefni
AMAS má nota til að finna lítil krabbamein og meinfrumur í sýnum sem tekin hafa verið til rannsókna. AMAS er motefm (antibody) sem hægt er að lita með ýmis konar flúorskinslitarefnum (immuno fluorecent dyes). Eftir litunina er auðvelt að finna krabbameinsfrumurnar, þar sem hið litaða AMAS límist fast við þær og gerir þær auðþekkjanlegar Mótefnin eru sérstakar sameindir sem ráðast á eða gera óskaðlegar vissar frumur eða framandi lífverur, t.d. sýkla eða veirur, sem komast inn í líkamann og gætu valdið sýkingu eða dauða. AMAS er náttúrlegt mótefni gegn krabbameinsfrumum í blóðvökva allra.

Nú á dögum er tiltölulega auðvelt að fjölfalda (clone) mótefni. Einnig er mjög auðvelt að binda aðrar sameindir við fjölfaldað mótefni. Séu þessar „aðrar“ sameindir t.d. efni sem drepur krabbameinsfrumur, til viðbótar því sem AMAS mótefnið drepur sjálft, er komið efnasamband sem nefna má „einklóna mótefni til lækninga“ (therapeutic monoclonal antibody). Þetta þýðir að væri þessu mótefni sprautað í æð á krabbameinssjúklingi mundi það elta uppi og tortíma öllum krabbameinsfrumum hvar sem væri ílíkamanum, án þess að valda tjóni á heilbrigðum frumum.

AMAS kemur að bestum notum í byrjun sjúkdómsins á meðan æxlið er ennþá lítið að vöxtum. Þá má sennilega eyða því án þess að sjúklingurinn verði fyrir neinum óþægindum. Raunverulega er e.t.v. stærsta vandamálið við AMAS próf að það finnur meinsemdina svo snemma að læknum gengur illa að finna æxlið. AMAS prófgetur fundið æxli allt að 19 mánuðum fyrr en það finnst með öðrum ráðum. Frábær leið til að leysa þann vanda er að binda við mótefnið geislavirkt efni, líkt og nú er gert til að finna ákveðin krabbamein, t.d. í beinum, lifur, lungum eða nýrum. Síðan er mótefninu sprautað í æð á sjúklingnum. Á eftir er allur líkami hans ,,skannaður“ með geisla nema, sem finnur strax hvar geislavirka mótefnið hefur bundist krabbameinsfrumum. Malignin er mótefnisvakinn sem hvetur til myndunar AMAS. Því má nota malignin sem „bóluefni“ gegn krabbameini. Einnig má nota AMAS mótefnið sjálft, sem gefa má í æð sem ónæmishvatningu  (immunologic boosting shot). Í líkamanum fer sífellt fram stríð milli krabbameinsfruma og AMAS.  Frásagnir af skyndilegri lækningu dauðvona krabbameinssjúklinga má vafalítið þakka AMAS, náttúrlegri vörn líkamans gegn öllum krabbameinum.

Eftírmáli þýðanda
Frásögnin um AMAS, náttúrlegt mótefni gegn krabbameini, er spennandi lesning og fyllilega verð athygli. Þetta er annað krabbameinsbóluefnið gegn öllum krabbameinum sem nú er í sjónmáli. Hitt er bóluefni dr. Heman Acevedos og dr. Vemons Stevens, sem sagt var frá í síðasta blaði. Það bóluefni grundvallast í öðru mótefni en er þó hliðstætt á margan hátt. Hafi einhverjir lesendur áhuga á að vita meira um AMAS, geta þeir haft samband við: The Friend Foundation, 221 Madison, Suite 1220, Seattle, Washington 98104, símí 206622-4745, Fax 206-623-0985, U.S.A.  Í greininni segir að heilbrigt fólk hafi AMAS próf lægra en 135, en krabbameins sjúklingar hærra. Sé talan við mörkin er rétt að endurtaka prófið.

Þessi grein er þýdd og endursögð nokkuð stytt úr: Townsend Letterfor Doctors and Pati ents, febrúar-mars 1996.

Höfundur Ævar Jóhannesson haust 1996



Flokkar:Krabbamein

%d bloggers like this: