Inngangur
Kvöldvorrósarolía er olía sem unnin er úr fræi blóms, sem nefnist kvöldvorrós (Evening primerose), og vex villt víða um lönd, bæði austan hafs og vestan. Fjölmörg afbrigði eru til afjurtinni sem allar tilheyra Omagracea fjölskyldunni (genusprimula). Jurtin ber fögur blóm sem springa út á kvöldin en eru fölnuð að morgni og ber hún nafn sitt af því. Athygli vísindamanna hefur á undanförnum árum beinst að þessari jurt, vegna þess að í fræjum hennar finnst sjaldgæf fjölómettuð fitusýra, sem nefnist gammalinólensýra. Margt bendir til þess, að gamma-línólensýra, skammstöfuð G.L. , sé lykilefni við framleiðslu líkamans á mjög mikilvægum efnaflokki, sem nefnist prostaglandin og hefur áhrif á líkamsstarfsemina á ótal vegu.
Að því hafa verið leiddar líkur, að sjúkdómar eins og gigt, liðagigt, hár blóðþrýstingur, æðakölkun, blóðtappar í æðum mikilvægra líffæra, margs konar taugaveiklun og alvarleg geðveiki, drykkjusýki, offita, heila og mænusigg og jafnvel krabbamein, sé tengt ójafnvægi í prostaglandin framleiðslu líkamans, og að e.t.v. eigi leiðrétta þetta misræmi með notkun á G.L. í formi kvöldvorrósarolíu og réttri notkun annarra fjölómettaðra fitusýra, ásamt því að forðast neyslu fitusýra, sem eyðileggja hin góðu áhrif G.L. á líkamsstarfsernina.
Upplýsingar þær sem hér koma, eru byggðar á nýjustu rannsóknum fremstu vísindamanna á þessu sviði og eru sennilega það fyrsta sem birtist á íslensku um þetta mjög svo merkilega efni, sem e.t.v. á eftir að valda byltingu á hugmyndum manna um orsakir ýmissa menningarsjúkdóma. Efni þetta verður óhjákvæmilega dálítið erfitt af lestrar, því það er að mestu leyti endursögn á vísindalegum greinum. Reynt verður þó að haga orðalagi þannig, að allir geti skilið efnið til fullnustu, án þess að hafa áður sett sig inn í rannsóknir af líkum toga. Lesendur eru beðnir að hætta ekki lestrinum, þó að þeim finnist e.t.v. eitthvað torskilið í fyrstu. Skýring getur verið ljós að lestrinum loknum, þegar allir þættir hafa verið hnýttir saman.
Fjölómettaðar fitusýrur
A síðari árum hefur athygli lækna og manneldisfræðinga mjög beinst að sambandi mismunandi fitusýra í þeirri fæðu sem neytt er annars vegar, og tíðni alvarlegra sjúkdóma, einkum hjarta og æðasjúkdóma hins vegar. Ýmis rök hafa verið að því leidd, að tíðni áðurnefndra sjúkdóma sé verulega lægri meðal einstaklinga og þjóða, sem lítils neyta af mettuðum fitusýrum en meira af ómettuðum (sjá „Fróðleikur um jurtaolíur“. Heilsuhringnum haustblaði 1981).
Allra nýjustu rannsóknir gætu þó bent til þess, að þó að þessi kenning sé í grundvallaratriðum rétt, þá sé þessi skilgreining fullmikil einföldun á miklu flóknara næringarfræðilegu vandamáli. Ekki er því endilega víst, að það eitt að auka notkun á ómettuðum eða fjölómettuðum fitusýrum komi að til ætluðum notum, enda þótt rannsóknir sanni ótvírætt mikilvægi þeirra fyrir starfsemi hjartans. Í fyrsta lagi getur óhófleg notkun á fjölómettuðum fitusýrum verið varhugaverð og jafnvel hættuleg, ef ekki er um leið séð fyrir gnægð E-vítamíns í fæðunni. Í náttúrunni finnst E-vítamín oftast í tengslum við fjölómettaðar fitusýrur, t.d. í sólblómafræjum (Sjá „Sólblómafræ“, Heilsuhringurinn haustblað 1981).
Þetta tryggir, að þó að slíkra fræja sé neytt í fersku ástandi í miklu magni, er ávallt nægilegt E-vítamín til staðar til þess að olían, sem í fræjunum er, þráni ekki í líkamanum, en við það myndast hættuleg eiturefni, sé skortur á E-vítamíni. Í matarolíum er oft búið að fjarlægja E-vítamínið að meira eða minnaleyti, þegar olíumar eru hreinsaðar. Einnig hafa þær stundum verið hitaðar og þeim spillt á ýmsa vegu, t.d. með því að bæta í þær vafasömum efnum til að auka geymsluþol og bæta útlit þeirra. Við matreiðslu er þeim einnig oft stórlega spillt, og geta þær af þeim orsökum jafnvel orðið hættulegar til neyslu. Í öðru lagi geta aðrar óæskilegar fitusýrur í fæðunni spillt eða eyðilegt hin æskilegu áhrif fjölómettaðra fitusýra, eins og síðar verður skýrt frá og þannig gert þær gagnlausar.
Áður var talið að þrjár fjölómettaðar fitusýrur væru líkamanum ómissandi, og yrði að fá þær í fæðunni til þess að eðlileg líkamsstarfsemi gæti átt sér stað. Þessar sýrur eru: Linólsýra, línólensýra, og arakidonsýra. Vísindamenn telja nú að aðeins línólsýran sé ómissandi í fæðunni, aðrar fitusýrur geti líkaminn myndað sjálfur, svo framarlega að nægileg linólsýra og nokkur vítamín og steinefni séu til staðar. Ómissandi fitusýrur líkjast á margan hátt vítamínum. Skortur á þeim veldur hörgulsjúkdómum líkt og vítamínskortur gerir, og áður en þessar fitusýrur voru einangraðar, voru þær nefndar F-vítamín og eru reyndar stundum nefndar enn. Hörguleinkenni vegna skorts á fitusýrum sem framkölluð hafa verið við dýratilraunir eru m.a.:
Hárlos.
Sárir og bólgnir liðir
Þurr og hreistruð húð.
Eirðarleysi.
Sljóleiki og óeðlilegur svefn.
Ófrjósemi.
Ígerðir og bólgur, sem sýklar finnast í.
Lifrarsjúkdómar
Ófullnægjandi uppbygging líkamsvefja.
Allir þessir sjúkdómar finnast einnig hjá fólki, en vegna þess að álitið hefur verið að venjulegt fæði innihéldi meira en nóg af þessum fitusýrum, var talið að þessi einkenni hlytu að stafa af einhverjum öðrum orsökum heldur en skorti á ómissandi fitusýrum. Nýjustu rannsóknir hafa nú leitt í ljós, að vissir þættir í nútíma fæði geta eyðilagt eiginleika ómissandi fitusýranna í líkamanum, þannig að hörgull getur orðið á þeim, þótt fæðan innihaldi verulegt magn þeirra.
Gamma-Línólensýra og prostaglandin
Prostaglandin eru efnasambönd sem líkaminn myndar sjálfur og líkjast verkanir þeirra verkunum hormóna. Nálægt 20 mismunandi prostaglandin eru þekkt og gegna þau margs konar hlutverki í líkamanum. Sum prostaglandin geta þannig verkað sem hemill á önnur og gert þau óvirk Prostaglandin myndast úr fitusýrum og koma þar vitamín og steinefni við sögu. Af þeirri ástæðu er því afgerandi, hvaða fitusýrur eru til staðar í líkamanum, því það ákvarðar rn.a. magn og gerð þeirra prostaglandina sem myndast.
T.d. eru prostaglandin, sem myndast úr línólsýru (með gammalínólensýru sem millistig), nefnd PG-1 (prostaglandin 1), Prostaglandin úr arakídonsýru PG-2, prostaglandin úr eikosapentenósýru PG-3 o.s.frv. Gammalínólensýra er eina fitusýran sem getur myndað PG-1 í líkamanum, en líkaminn getur búið hana til úr linolsýru ef vissum skilyrðum er fullnægt.. Ef þau skilyrði eru ekki til staðar, getur ekkert PG-1 myndast, enda þótt nægileg linolsýra sé fyrir hendi. Í náttúrunni finnst linolsýran sem cislinolsýra. Við herslu og ýmiss konar meðhöndlun í verksmiðjum myndast ekki aðeins mettuð feiti úr linolsýrunni, heldur einnig svokölluð trans-linolsýra, sem hefur sömu efnafræðilegu sannsetningu og cis linolsýra, en aðra sameindarbyggingu.
Þetta afbrigði finnst aðeins með sárafáum undantekningum í náttúrunni, en í miklu magni í herturn og hálfhertum matarolíum og matarfeiti. Líkaminn nýtir þessi tvö afbrigði á mjög svo mismunandi hátt. M.a. kemur sá munur fram í því að trans-linolsýran kemur í veg fyrir að líkaminn geti myndað gammalínólensýru úr linolsýru. Þetta getur verið afdrifaríkt, því verulegur hluti þeirrar feiti sem almenningur notar nú á tímum er „trans“ afbrigðið. Til þess að gamma-línólensýran geti myndast, þarf auk þess að vera til staðar í líkamanum nægilegt B-6 vítamín, sink, magnesíum og insúlín. Ef eitthvað af þessu vantar verður skortur á gamma-línólensýru, sem síðan leiðir af sér skort á PG-1 (Prostaglandin 1). Einnig er hugsanlegt, að arfgeng vangeta líkamans til að mynda gamma-línólensýru úr linolsýru, geti haft einhver áhrif á þennan feril.
Kvöldvorrósarolía
En einmitt þara kemur kvöldvorrósarolían inn í myndina. Kvöldvorrósarolían er einstæð borin saman við aðrar fjölómettaðar jurtaolíur, að því leyti að hún inniheldur 8-10 hundraðshluta af gammalínólensýru. Afgangurinn er að mestu leyticis-linolsýra og hún inniheldur engar ,,trans“-fitusýrur eða önnur efni sem korna í veg fyrir að hún nýtist fullkomlega. Með því að neyta hennar má því útvega líkamanum gnægð gamma-línólensýru, sem síðan breytist í PG-1 eftir þörfum. Þetta er sérlega mikilvægt hjá fólki sem þjáist af einhverjum sjúkdómi, sem kemur í veg fyrir að hin náttúrulega breyting cislinolsýru í gamma-linolsýru geti gerst á eðlilegan hátt, t.d. sykursýki.
Einnig hjálpar það til ef skortur er á einhverju þeirra efna sem líkaminn þarf til að breytingin geti gerst eins og áður segir, t.d. B-6 vítamíni, magnesíum eða sinki. Viðamiklar rannsóknir á undanförnum árum sýna, svo ekki leikur á neinn vafi, að fjölmarga sjúkdóma má bæta eða lækna með þessari olíu í réttu magni, og einnig með því að sneiða hjá neyslu matvæla sem innihalda „trans“ fitusýrur og önnur efni sem stöðva eðlilega myndun gamma-linolensýru í líkamanum. Sjúkdómar þeir sem gamma-linolensýran er talin lækna eða bæta, eru svo margvíslegir, að með sanni má segja, að hér sé fundið eitt allsherjar fæðuefni sem lækni flesta hina svokölluðu menningarsjúkdóma.
Einnig skýrir þetta að nokkru leyti, hvers vegna stundum hefur tekist að lækna suma þessa sjúkdóma með vítamín- og steinefnagjöf, þegar önnur ráð hafa brugðist. Það getur jafnvel skýrt, hvers vegna lýsi, tekið á fastandi maga, læknar liðagigt (sjá „Er til öruggt ráð við liðagigt?“ Heilsuhringnum vorblaði 1-1981). Lýsi inniheldur langar keðjur fjölómettaðra fitusýra, sem verið getur að líkaminn geti notfært sér til myndunar gamma-línólensýru, ef vítamín og steinefni eru til staðar, og framleiðslan er ekki trufluð af „trans“-fitusýrum eða öðrum óheppilegum matvælum, sem neytt er samhliða lýsinu. Í lýsi er líka eikosapentenosýra sern myndar prostaglandin af 3. röðinni, sem verið getur að hafi áhrif á liðagigt (sjá síðar).
Uppgötvun mikilvægis gamma-línólensýru í prostaglandin-jafnvægi líkamans er svo stórkostleg, að ekki er ólíklegt að síðar verði hún talin ein afmerkustu læknis- og næringarfræðilegu uppgötvunum aldarinnar. Sjúkdómar sem kvöldvorrósarolía hefur verið notuð til áð bæta eða lækna eru meðal annars: Gigt, Íiðagigt, hár blóðþrýstingur, ofhátt kólesteról í blóði, kransæðasjúkdómar, blóðtappar í æðum, margs konar taugaveiklun, geðveiki (þ.a.m. geðklofasýki), heila- og mænusigg, psoriasis, exem, ýmiss konar ofnæmissjúkdómar, augnþurrkur, offita, drykkjusýki, timburmenn o.m.fl. Auk þess er nú verið að reyna kvöldvorrósarolíu við mörgum fleiri sjúkdómum, þ.á.m. parkinsonsveiki. Kvöldvorrósarolía er náttúrulegt fæðuefni og engar aukaverkanir fylgja langvarandi notkun hennar. Hér á eftir verður í stuttu máli sagt frá árangri við lækningu nokkurra áðurnefndra sjúkdóma.
Hjarta-og æðasjúkdómar
Eins og áður segir eru nú þekkt nálægt tuttugu mismunandi prostaglandin. Hér er ekki mögulegt að gera þeim öllum skil, en verður aðeins getið þeirra sem mest áhrif hafa til lækninga ýmissa þeirra sjúkdóma sem áður greinir. Prostaglandin sem myndast úr gamma-línólensýru, hafa eins og áður segir hlotið númerið 1. Auk þessara númera skiptast prostaglandin í nokkra flokka, sem hafa hlotið bókstafi til skilgreiningar. Mesta athygli hafa vakið prostaglandin með bókstafsmerkinu E og F, sérstaklega prostaglandin E-1 (PGE-1).
Svo virðist að prostaglandin af 1. og 3. röðunum hafi oftast æskilegustu eiginleikana, en verkunum þeirra sé haldið niðri af prostaglandinum af2. gerðinni (úr arakidonsýru). PGE-1 og PGE-3 eru vörn gegn hjartaáfalli, sem stafar af blóðtappa í kransæðum, og rétt hlutföll PGE-1, PGE-2 og PGE-3 tryggja réttan storknunarhraða blóðsins. Ef of lítið er af PGE-1 og PGE-3 á móti PGE-2 aukast líkur á blóðtappamyndun í kransæðum hjartans. Því miður vantar oft PGE-1 vegna þess að of mikils er neytt afmatvælum sem innihalda „trans“ fitusýrur og arakidonsýru en of lítils af linol- eða gammalínólensýru. Prostaglandin af E og F gerðunum hafa stundum andstæð áhrif.
Sama má oft segja, eins og áður er sagt um PGE-1 og PGE-2. PGE-1 eykur þvagmyndun og losar um sölt úr líkamsvefjunum en PGE-2 minnkar þvagmyndun og bindur vatn og sölt í líkamanum. Þetta er talið geta verið snar þáttur í eiginleika PGE-1 til að lækka háan blóðþrýsting. Dr. David Horrobin við Insdtute for Innovative Medicine í Montreal í Kanada er brautryðjandi í prostaglandin-rannsóknum í heiminum, og hefur stundað þær í yfir 10 ár. Hann segir að PGE-1 sé sérstaklega mikilvægt fyrir líkamann.
Skortur á því leiðir af sér röð hættulegra einkenna, svo sem breytingar á æðaveggjum, auknar líkur á sjúkdómum sem stafa af því að ónæmikerfi líkamans ræðst á heilbrigða líkamsvefi (auto-immune diseases), meiri losun á arakidonsýru, bólgur á ýmsum stöðum og hneigð til þunglyndis. Blóðið er venjulega háll vökvi. Ef við skerum okkur í fingur mundi okkur blæða út, ef ekkert lokaði æðunum sem sundur skárust. Í blóðinu eru flögur sem límast saman undir slíkum kringumstæðum og loka æðunum.
Hæfileiki blóðsins til að klumpast saman er mældur í mælieiningu sem nefnist „blóðflögu samloðunar stuðull“ (platelet adhesion index). Í heilbrigðri manneskju er þessi stuðull nálægt 20. 1 manneskju sern fengið hefur eða er í þann veginn að fá kransaeðastíflu getur þessi stuðull farið upp í 90. Slíkt blóð myndar auðveldlega kekki, sem geta stíflað mikilvægar æðar. Í heilbrigðu fólki myndast í æðaveggjunum „prostacyclin“, enn eitt afbrigði prostaglandins, sem er skammstafað PGI-2, en það varnar blóðflögunum að klumpast saman eða límast við æðaveggina.
Æðar þaktar kólesteróli eða gallaðar á annan hátt, mynda þó ekki þetta efni í nægilegu magni. Líming blóðílaga við kólesteról útfellingar innan á æðaveggjunum, myndar á skammri stund kökk, sem getur stíflað æðina. Eins og áður var sagt, minnka bæði PGE-1 og PGE-3 samloðunar hæfileika blóðílaganna. Þannig getur notkun kvöldvorrósarolíu minnkað stórlega hættu á blóðtappamyndun. Kransæðastífla var óþekkt þar til um síðustu aldamót, þegar verksmiðjuvinnsla á kornvörum hóf að ræna þessar matvörur B-6 og E vítamínum, sem kornvörur innihalda í ríkum mæli frá náttúrunnar hendi.
Hjartaáföll urðu fyrst alvarlegt heilsufræðilegt vandamál eftir 1920, þegar tilbúnar „trans“-fitur urðu almenn neysluvara og komu í veg fyrir að líkaminn gæti notfært sér cis-linólsýru fæðunnar til myndunar gamma-línólensýru. Aðal vandamálið er því ekki kólesteról útfellingar innan á æðaveggjunum þótt slæmar séu, heldur blóð sem klumpast saman og lokar æðunum. Framhjá þessu má komast, með því að neyta kvöldvorrósarolíu, ásamt lýsi og E- vítamíni, í hæfilegum skömmtum.
Þannig má fá í blóðið PGE-1 og PGE-3 sem varnar því að klumpast saman. Sum hjartaáföll stafa þó ekki af blóðtappa. Slagæðar hafa í sér fólginn sjálfvirkan eiginleika til að dragast kröftulega saman, ef þær verða fyrir alvarlegum áverka. Stundum kemur þó fyrir að tilfinningaleg streita ein nægir til þess að koma slíkum samdrætti í gang. Slíkt er þó langlíklegast að eigi sér stað ef ójafnvægi er á næringarefnum í líkamanum, t.d. skortur á magnesíum eða cis-linolsýru. Slík áföll eru sjaldan lífshættuleg, nema æðin sé áður lokuð að meira eða minna leyti með fitu eða kólesteróli. Streita er talin valda því að efni losna, sem fá æðina til að dragast saman.
Við það minnkar handbært súrefni í hjartavöðvanum og í mörgum tilfellum slaknar þá á æðaveggjunum og hjartastarfsemin færist í seint lag aftur. Ef súrefnislækkunin verður of mikil, fer þó stundum svo, að hjartað hættir að starfa á eðlilegan hátt og bráður bani hlýst af. Sýnt hefur verið fram á að sígarettureykingar stórauka líkumar á þessu. Reykingar og streita eru því stórhættulegar saman. Meðan á þessu stendur losnar ekki PGI-2 sem myndi hindra blóðflögurnar í að límast saman. En PGE-2 getur losnað, og það veldur því, að blóðflögurnar límast saman og æðin lokast varanlega. PGE-1 í blóðinu minnkar líkumar á því að þetta gerist, og getur þannig bjargað æðinni frá að lokast varanlega.
PGE-1 víkkar einnig æðarnar og sýnt hefur verið fram á, að sjúklingar sem þurftu að nota nítró-glyserin, sem einnig víkkar æðar, gátu stórlega minnkað notkunina, ef þeir, notuðu kvöldvorrósarolíu. Algengur skammtur er þrjú eða fjögur 500 mg hylki að morgni dags og sami skammtur að kvöldi. E-vítamín ætti einnig að nota, því að auk þess að örva myndun PGI-2, eins og áður segir, er talið að það hækki þá tegund kólesteróls, sem nefnd er „High density lipoprotein“ (HDL) sem talið er vörn gegn hjartasjúkdómum.
Liðagigt
Raunverulegar orsakir liðagigtar eru ekki þekktar með vissu. En margir álíta, að ónæmikerfi líkamans komi þar við sögu og ráðist fyrir mistök á eigin líkamsvefi (sama skýring hefur verið notuð við heila- og mænusigg og fleiri sjúkdóma). Einnig hefur verið talað um ofnæmi fyrir ákveðinni fæðu, streitu o.fl. Hér verður ekki farið út í einkenni liðagigtar, en aðeins komið inn á þátt prostaglandina í þróun og lækningu hennar. Bólgan orsakast af prostaglandini, sem verður til úr arakidonsýru. Bólguna má minnka með því að hægja á því, að arakidonsýra losni, eða þá með því að seinka myndun PGE-2 í líkamanum. Einnig kemur við sögu efni sem nefnist „Leukotrin“, sem einnig myndast úr arikadonsýru. Aspirín hægir á myndun PGE-2 og það skýrir hvers vegna aspirín bætir oft liðagigt og kemur einnig í veg fyrir blóðtappa. E-vítamín hægir á myndun Leukotrins.
Meðul eins og sterar (gervihormónar) og indomethasin, koma í veg í-fyrir að arakidonsýra losni, og minnka þannig framleiðslu líkamans á bæði PGE-2 og leukotrini. Þessi lyf hafa því miður alvarlegar aukaverkanir svo að langtíma notkun þeirra er takmörkuð. Þarna kemur gamma-línólensýran til bjargar. Nægilegt magn PGE-1 getur komið skipulagi á framleiðslu PGE-2 og leukotrins í líkamanum, og þannig bætt ástand liðagigtarsjúklinga án neinna aukaverkana. Sterar, indomethasín og aspirín koma í veg fyrir myndun PGE-1 og hindra þannig raunverulega lækningu sjúkdómsins. (E.t.v. gildir þessi skýring einnig við hin læknandi áhrif lýsis á liðagigt. Heilsuhringurinn vorblað 1981).
Kvöldvorrósarolía hefur verið notuð með góðum árangri við liðagigt, en ef sjúklingurinn er á lyfjameðferð með sterum, indomethasini, eða asperíni á að byrja á að gefa olíuna í einn til þrjá mánuði fyrst, og síðan er lyfjaskammturinn smáminnkaður, en haldið áfram að taka olíuna eina. Stundum líða nokkrir mánuðir þar til bati kemur í ljós, en einstaka sinnum kemur hann mjög fljótt. Liðir sem hlotið hafa varanlegar skemmdir, lagast að vísu aldrei að fullu, en ástand batnar að mun. 3-4 500 mg hylki kvölds og morgna er algengur skammtur, og til viðbótar er rétt að taka B-6, C- og E-vítamín ásamt panthotensýru.
Offita
Sumt fólk sem þjáist af offitu borðar meira en annað fólk, en sú er þó ekki ávallt raunin. Sumt feitt fólk borðar mjög lítið, miðað við fólk með eðlilega líkamsþyngd. Fitan getur þó ekki komið aðra leið en í gegnum munninn, svo þetta getur í fljótu bragði virst fjarstæða. Augljóst hlýtur þó að vera,. að þeir sem þjást af offitu, en borða þó ekki óeðlilega mikið, hljóta að brenna færri hitaeiningum en fólk með eðlilega líkamsþyngd. Afgangs hitaeiningarnar verða svo að fitu, sem smásaman hleðst á líkamann á ýmsum stöðum.
Fræðimenn á þessum sviðum hefur því lengi grunað, að einhvers konar sjálfvirkt stjórntæki væri í líkamanum, sem fylgdist með og stjórnaði bruna orkuefna og e.t.v. einnig ákvarðaði löngun fólks í mat, og héldi þannig líkamsþyngdinni réttri. Offita væri samkvæmt því ólag á þessari stjórnstöð. Fundist hefur í heilanum svæði sem talið er stjórna matarlyst (ventromedical hypothalamus). Stjórnstöðin fylgist með blóðsykri og amínósýrumagni blóðsins. Lengra en þetta voru þessar rannsóknir ekki komnar fyrir fáeinum árum, en þá uppgötvuðu nálega samtímis nokkrir vísindamenn austan hafs og vestan, svokallaða brúna fitu, sem inniheldur mikið af sérhæfðum frumum, sem breyta fitu í hita.
Þessi fita er aðallega aftan á herðum og baki og virðist gegna því hlutverki einu að framleiða hita og eyða þannig aukahitaeiningum. Um leið gegnir þessi fita því hlutverki að halda líkamshitanum eðlilegum ef kæling líkamans verður meiri en varmamyndun. Offita gat því stafað af því að þessar frumur væru illa starfhæfar, eða að boð frá stjórnstöðinni í heilanum, um að brenna aukafitu, bærust ekki eðlilega til frumanna. Rannsóknir í Vestur-Þýskalandi leiddu það í ljós, að í líkama feits fólks var minna affjölómettuðum fitusýrum en í fólki með eðlilega þyngd. Fólk með eðlilega þyngd var ævinlega með hátt magn þessara sýra í líkamanum.
Dr. David Horrobin fór þá að athuga, hvort verið gæti að feitt fólk þjáðist af skorti á fjölómettuðum fitusýrum. Hann komst að því, að gamma-línólensýra hafði veruleg áhrif í þá átt að auðvelda fólki að losna við aukakílóin, og að kvöldvorrósarolían hefur óvéfengjanlegt gildi sem lyfgegn offitu. Nálægt helmingur þeirra sem voru meira en 10% yfir kjörþyngd, léttust án þess að breyta matarvenjum sínum, er þeir tóku olíuna. Sumir sögðu að vísu, að þeim fyndist þeir hafa minni löngun í mat en áður.
Vísindamennirnir telja að gammalínólensýran hafi örvandi áhrif á brúnu fituna, og auðveldi þannig líkamanum að losa sig við aukafitu. Þó kann að vera að fleira komi til, en það verður framtíðin að skera úr um. Minnist þess einnig, að líkamsfitan ákvarðast ekki síður af því hvað etið er og hvenær, eins og því hversu mikið er borðað. Holl og næringarrík fæða er miklu síður líkleg til að valda offitu en næringarsnautt sykur- og fituríkt frauðmeti. Reynið ekki að megra ykkur mjög hratt. Árangurinn endist þá oft ekki lengi. Borðið vítamín- og steinefnaríka fæðu og bætið hana upp með fæðubótaefnum eftir þörfum. Þá getur kvöldvorrósarolían orðið mönnum ómetanleg hjálp við að ná eðlilegri líkamsþyngd.
Taugaveiklun og geðbilun
Svo virðist að kvöldvorrósarolía sé áhrifaríkt vopn í baráttunni við ýmiss konar geðræna sjúkdóma. Nokkuð er deilt um orsakir slíkra sjúkdóma, og skiptast fræðimenn þar oft í tvo hópa. Sumir telja að hin raunverulega ástæða sé af sálrænum toga spunnin, og þeir verði ekki læknaðir að fullu nema með sálfræðilegum aðferðum. Aðrir telja að orsakirnar séu líkamlegs eðlis og lýsi sér sem truflun á starfsemi taugakerfisins, sérstaklega heilans. Lækning væri þá fólgin í því að leiðrétta efnafræðileg ferli sem truflununum valda. Ekki skal hér kveðinn upp neinn Salómonsdómur um réttmæti þessara kenninga, en aðeins bent á að sálrænir þættir og hugarástand kunna að geta haft áhrif á efnafræðileg ferli í heilanum, og á sama hátt geti röng efnafræðileg ferli breytt sálarástandinu á einn eða annan hátt.
Þannig geta báðir haft á réttu að standa í vissum skilningi, og e.t.v. má þá lækna slíka sjúkdóma eftir báðum þessum leiðum. Komið hefur í ljós, að skortur á prostaglandinum af 1 gerðinni, sérstaklega PGE-1, kemur oft fram sem truflun á starfsemi taugakerfisins, sem lýsir sér á ýmsa lund. Dr. David Horrobin bendir á að fólk sem þjáist af slíkum skorti, er oft haldið þunglyndi og taugaveiklun. Enn þá athyglisverðara er þó, að í ljós hefur komið að alvarleg geðveiki, sérstaklega kleyfhugasýki (schizophrenia), virðist standa í beinu sambandi við skort á prostaglandin 1 í heilanum.
Árið 1975 fundu rannsóknarmenn við Guy sjúkrahúsið í London, að blóðflögur úr kleyfhugasjúku fólki, voru ófærar um að framleiða PGE-1. Ástæða er til að ætla, að eðlileg framleiðsla á þessu prostaglandini geti orðið slíkum sjúklingum að liði. Enda þótt ,,orsakir“ kleyfhugasýki geti vissulega virst ýmsar, getur þó hæglega átt sér stað að þar séu aðeins meðverkandi orsakir að verki. Hin eiginlega ,,orsök“ eða það sem veldur sjúkdómseinkennunum, sé í raun og veru vangeta til að framleiða PGE-1 í nægilegu magni.
Dr. David Horrobin ritar í The Lancet (tímarit lækna í Bretlandi): ,,A undanfornum árum hefur það almennt verið álitið, að sú líffræðilega skekkja sem veldur kleyfhugasýki, geti verið tengd of miklu dópamini (efni sem tengt er starfsemi taugaboða), framleiðslu óeðlilegra „opoida“ eða ofmiklu af eðlilegum „opoidum“, skorti á prostaglandini, ofnæmi fyrir glúten (protein úr hveiti og fleiri kornjurtum, samanber „Barátta mín við heila- og mænusigg“, Heilsuhringnum vor- og haustbl 1981), annars konar ofnæmi, skökkum efnaskiptum í sambandi við sink. Skakkri starfsemi heilaköngulsins (pineal deficiency).
Hin mismunandi sjónarmið skipta í raun og veru ekki máli. Þau sýna aðeins margar hliðar á sama vandamálinu. Loka niðurstaðan getur verið vangeta á myndun eða virkni prostaglandins af 1 gerðinni“. Tilvitnun lýkur. Dr. K. S. Vaddadi geðsjúkdómalæknir við Bootham Park Hospital í Jórvík á Englandi segir eftirfarandi: „Við höfum gefið kvöldvorrósarolíu ásamt pensillini sex alvarlega veikum kleyfhugasjúklingum sem áður höföu hlotið lyfjameðferð með phenothiazine. Er tilraunin hófst voru öll lyf tekin af sjúklingunum og þeir fengu olíuna eina ásamt pensillini.
Engum sjúklinganna versnaði í þær 16 vikur sem tilraunin stóð yfir, en bati sumra var sláandi“. Sjúklingar sem verið höfðu alvarlega veikir í tólf til tuttugu ár þrátt fyrir ýmiss konar meðalagjöf, sýndu ótrúlegan bata við þessa meðferð (pensillin er notað með, vegna þess að það örvar myndun PGE-1). Dr. Vaddadi varð svo ánægður með árangurinn að hann stendur nú fyrir mörgum sinnum veigameiri rannsókn á nytsemi kvöldvorrósarolíu við lækningu á geðsjúkdómum. Frú Gwynneth Hemmings, ritari Félags geðklofasjúklinga í Stóra-Bretlandi, hefur staðfest, að sjúklingar hafi hlotið stórkostlegan bata af því að nota olíuna. Síðustu fréttir frá Dr. Vaddadi eru að hann gaf 30 sjúklingum olíuna.
Þriðjungur þeirra hlaut mjög góðan bata og annar þriðjungur talsverðan. Nokkrum sjúklinganna var einnig gefin sólblómaolía til viðbótar, en engin önnur lyf. Sumir hlutu frábæran bata, en þó ekki allir. Hann komst þá að því, að ef sjúklingarnir þjáðust einnig af ílogaveiki, versnaði þeim frekar en batnaði. Það hefur getað truflað þessa rannsókn, að skammtur sá sem sjúklingarnir fengu af kvöldvorrósarolíunni, var breytilegur frá tveim til fjórum hylkjum, þrisvar til fjórum sinnum á dag.
Heppilegasti dagskammtur hefur því e.t.v. ekki enn þá verið fundinn. Frú Hemmings, sem áður er getið, hefur þær upplýsingar frá meðlimum Félag geðklofasjúklinga í Bretlandi, að sex til átta hylki af kvöldvorrósarolíu, ásamt B-3, B-6, C- vítamíni og sinki daglega, hafi gefið frábæran árangur hjá mörgum sjúklingum. Við þetta má e.t.v. bæta pensillin V, en vegna óheppilegra aukaverkana af langtímanotkun pensillins, er leitað eftir einhverju öðru efni í þess stað, sem nota mætti áhættulaust í langan tíma. Vítamín- og steinefnaskammtar þeir, sem mælt er með að nota, eru B-3 7,5 mg, B-6 25 mg, C-vítamín 125 mg, sink 2,5 mg, og e.t.v. magnesíum eða dólomit. Þessi skammtur er tekinn allt að átta sinnum á dag. Töflur sem innihalda þessi efni eru framleiddar í Englandi undir nafninu ,,Efavit“.
Meðhöndlun við geðklofasýki með kvöldvorrósarolíu er fáanleg í Bandaríkjunum undir heitinu „Gamma-lin“. Vísindamenn sem rannsakað hafa þessa aðferð, við lækningu kleyfhugasýki, telja ýmsir, að ef ekki fæst lækning, sé líklegast, að sjúkdómurinn hafi verið rangt greindur í upphafi, því að nokkrir aðrir sjúkdómar geta haft lík einkenni, t.d. fæðuofnæmi, skjaldkirtilsjúkdómar, skortur á vítamínum, t.d. niacin og B-12, bólgur í heila o.fl. Í þeim tilfellum verður að meðhöndla sjúkdóminn með öðrum ráðum.
Áfengissýki og timburmenn
Ef drukkið er áfengi eru fyrstu áhrif þess sú, að PGE-1 hækkar. Því fylgja áhrif vellíðunar, og fólki með geðræna sjúkdóma líður skár en annars. Eftir fyrstu eitt til tvö glösin lækkar svo magn PGE-1 hastarlega, vegna þess að hráefni til PGE-1 framleiðslu þrýtur. Þetta varir nokkurn tíma eftir að áfengis hefur verið neytt og lýsir sér sem „timburmenn“. Mjög lágu PGE-1 fylgja margs konar óæskileg áhrif (samanber t.d. kaflann um hjartasjúkdóma og geðveiki hér á undan). PGE-1 hefur t.d. áhrif á hvernig kalk losnar í líkamanum, en það stjórnar aftur taugaleiðni o.fl.
Margt er sameiginlegt með sídrykkjumönnum og mönnum sem þjást af langvarandi sinkskorti og skorti á ómissandi fitusýrum. Hluti þess gæti verð vegna þess að áfengi rænir líkamann sinki, en hluti þess af því, að hvort tveggja leiðir af sér ófullnægjandi myndun PGE-1. Ekki er ólíklegt að PGE-1 gegni lykilhlutverki í sambandi við í hvernig skapi fólk er. Einnig að sumir drekki áfengi til að reyna að leiðrétta lágt magn PGE-1 (fyrstu áhrif áfengis eru hækkað PGE-1). Ef þetta er rétt, ætti eðlilegt magn PGE-1 að draga úr þörf líkamans fyrir áfengi, Þar getur kvöldvorrósarolían komið að gagni.
Auk þess eyðir gamma-línólensýran fráhvarfs einkennum vegna áfengisneyslu á þann hátt að mynda aðgengilegt hráefni fyrir PGE-1, sem annars vantar ævinlega eftir mikla drykkju, og minnkar þannig þörfina á „afréttara“ daginn eftir. Fullar sannanir eru fyrir því að notkun olíunnar eyðir eða dregur mjög úr timburmönnum og gleður það vafalaust ýmsa. Mörg einkenni „brennivínsæðis“ og „delerium tremens“minna mjög á einkenni geðklofasýki. Þetta er vel skiljanlegt ef hvort tveggja stafar af skorti á PGE-1 eins og ýmislegt bendir til.
Óeðlileg fíkn í áfengi er þá sjúkdómur hliðstæður geðklofa og getur stafað af vangetu líkamans til að vinna gammalínólensýru úr fæðunni. Þar getur kvöldvorrósarolían komið til hjálpar. Rannsóknir fara nú fram víða um lönd, á því hvernig best sé að nota hana í því skyni. Flest bendir til þess, að hún sé öflugt vopn í baráttunni við þennan vágest, sem lagt hefur lífallt of margra í rúst, á ýmsan hátt.
Heila- og mænusigg
Gildi fjölómettaðra fitusýra við lækningu heila- og mænusiggs, hefur verið viðurkennt afmörgum læknum, síðan bók dr. Roy Swanks um matarræði og heila- og mænusigg (The Multiple Sclerosis Diet Book) kom út. Fjölómetaðar fitusýrur eru þó ekki aðalatriðið. Myndun prostaglandina úr fitusýrunum er það sein máli skiptir. Betri árangur gæti náðst með því að leggja aðaláhersluna á þá þætti, sem stuðla að myndun gamma-línólehsýru úr cis-linolsýru og nema úr fæðunni þau matvæli sem trufla eða koma í veg fyrir þá ferla.
Einnig má fá gammalínólensýruna beint úr kvöldvorrósarolíu. Fjölmargir sjúklingar taka nú olíuna að staðaldri og sumir með góðum árangri. Rannsóknir benda til þess, að nálægt 15-20% sjúklinga sem taka olíuna reglulega, hljóti verulegan eða góðan bata, og álíka hópur hljóti talsverðan. 60-70% fá hins vegar lítinn eða engan bata. Þetta gæti bent til þess, að heila- og mænusigg stafi ekki alltaf af sömu orsök, og gætu þá önnur ráð t.d. glutenlaust fæði (sjá grein í Heilsuhringinn vorblað 1981. tölublað 1981) komið að gagni.
Dr. David Horrobin hefur gert tilraunir með olíuna á sjúklingum, með heldur lélegum árangri, efhún er notuð ein sér, en þegar hann notaði með henni gigtarlyf, sem nefnist „cholchicin“, hlutu fjórir af sex sjúklingum frábæran bata. Hann telur því að gera þurfi miklu viða meiri rannsóknir áður en neinu verði slegið föstu um gagnsemi olíunnar við heila- og mænusigg. Þó er ljóst að gagnið er verulegt í sumum tilfellum. Þeir sem vilja reyna að nota olíuna, geta byrjað með fjórum 500 mg hylkjum á dag í þrjá mánuði. Auka svo skammtinn í átta hylki á dag í aðra þrjá mánuði og að lokum auka skammtinn í tólf hylki á dag í þrjá mánuði.
Ef enginn bati hefur orðið eftir þessa níu mánuði, er varla ómaksins vert að halda áfram. Félag heila- og mænusiggs sjúklinga í Englandi (Action for Research on Multiple Sclerosis) hefur fært að því rök, að notkun olíunnar hægi á þróun sjúkdómsins, þó að hann læknist ekki nema stundum. Í rottum er til sjúkdómur, nefndur „experimental allergic encephalomyelitis“, sem að mörgu leyti svipar mjög til heila- og mænusiggs. Kvöldvorrósarolía hefur reynst mjög virk við að koma í veg fyrir þennan sjúkdóm. Það sýnist því full ástæða fyrir sjúklinga með heila- og mænusigg að fylgjast vel með þróun þessara mála í framtíðinni.
Tíðaverkir og þrymlar i brjóstum
Margar konur eiga við að stríða erfiða daga í hverjum mánuði. Óþægindin eru bæði sálræn og líkamleg. Aukin uppsöfnun á vatni í líkamsvefjum fyrir tíðir, veldur því að líffæri bólgna út, og fylgja því verkir í kviðarholi og þunglyndiseinkenni, sem talin eru a.m.k. að stafi að nokkru leyti af því, að heilinn bólgni og þrýstist út í höfuðkúpuna. Óþægindin geta hafist tveim til fjórtán dögum fyrir tíðir og lýkur er tíðir hefjast.
Þvagaukandi lyf hafa verið notuð til að minnka óþægindin, en þeim fylgir sá galli, að líkaminn glatar bæði kalíum og magnesíum með þvaginu, sem/ þá verður að bæta upp á einhvern hátt. Til allrar lukku eru þó til önnur og betri ráð. B-6 vítamín getur hjálpað nálægt því 70% kvenna, sem þjást af þessum kvilla. Einnig hefur E-vítamín komið mörgum að gagni. En nú vitum við , að það er samspil milli B-6 vítamíns, E-vítamíns, gamma-linólensýru og prostaglandina. B-6 vítamín er nauðsynlegt við breytingu cis-linolsýru í gamma-línólensýru, sem síðan breytist í prostaglandin úr 1. röðinni með aðstoð B-6 vítamíns.
E-vítamín hindrar að efnasambönd nefnd „leukotrine“ myndist (sjá fyrr í þessari grein), og aðstoðar við myndun PGE-1. Breskar rannsóknir sýna að kvöldvorrósarolía getur komið í veg fyrir 90-95% þeirra verkja sem sumar konur fá fyrir tíðir. Þær hafa sýnt fram á að olían hjálpaði 75% þeirra kvenna sem engin önnur ráð dugðu við, og 20% til viðbótar hlutu verulegan bata. Best er að bíða þess ekki að verkirnir byrji, heldur taka B-6 vítamín og olíuna daglega allan mánuðinn. 50 mg af B-6 og sex 500 mg hylki af olíu hafa reynst hæfilegur daglegur skammtur.
Skammtinum skal deila í nokkra hluta yfir daginn. Sérlega erfið tilfelli geta þarfnast stærri skammta t.d. átta hylkja af olíu og 200 mg B-6. Þetta styttir einnig blæðingartíma kvenna, sem hafa óeðlilega langar og miklar blæðingar, niður í hæfilegan tíma, f]óra til fimm daga, og eðlilegan blóðmissi. Einstaka tilfelli er þó þess eðlis að áðurnefnd meðferð gagnar ekki. Þá dugar venjulega ekkert nema skurðaðgerð. Sumar konur þjást af þrymlum (cystic mastitis) í brjóstum, sem stundum verða aumir á undan blæðingum. (Þessir þrymlar eru alls óskyldir illkynja meinum í brjóstum).
Orsök þeirra er talin vera of mikil myndum hormónsins „Prolactin“, ásamt skorti á PGE-1. Kvöldvolrósarolía kemur í veg fyrir myndum þessara hnúða og fjarlægir þá ef þeir hafa þegar myndast. Venjulega eyðast þeir á tveimur til fjórum mánuðum. E-vítamín eyðir þeim einnig á álíka tíma. Rannsókn sem nýlega var gerð sýndi að 85% kvenna með brjóstþrymla á háu stigi læknuðust á innan við átta vikum (Dr. Robert S. London, John Hopkins læknaháskólanum og Sinai sjúkrahúsinu í Baltimore).
Notuð voru 800 mg E-vítamín, B-6 vítamín og kvöldvorrósarolía. Þannig læknast hvort tveggja í senn, tíðaverkir og ofmiklar blæðingar og/eða aumir þrymlar í brjóstum, með sömu meðferð. Eitt enn má nefna, sem vafalaust gleður margar konur, en það er að stökkar neglur harðna og verða eðlilegar á nokkrum vikum, ef áðurnefndri meðferð er beitt. Sennilega má nota ástand naglanna til að meta hvort skortur er á ómissandi fitusýrum í fæðunni, því vísbending sú sem ástand naglanna afhjúpar, er talin svo örugg.
Krabbamein og ónæmi
Það er nú orðið ljóst, að fæðan getur haft afgerandi áhrif á viðnámsþrótt líkamans gegn krabbameini. Skortur á efnum sem koma í veg fyrir yfirildun (peroxun) í líkamanum (A-vítamín, C-vítamín, E-vítamín og seleníum) auka viðnám manna og dýra gegn þessum sjúkdómi. Ýmsir lífefnafræðilegir þættir koma þar við sögu, en mikilvægast er sennilega örvun þessara efna á varnarkerfi líkamans. Nú vitum við einnig um nýtt atriði, sem skiptir verulegu máli.
Prostaglandin úr gammalínólensýru PGE-1 er nauðsynlegt til að örva T-frumumar í varnarkerfi líkamans (T-lymphocytes) og er á einhvern furðulegan hátt fært um að breyta krabbameinsfrumum í tilraunaglasi í eðlilegar frumur. T-frumumar gegna mikilvægu hlutverki í varnarkerfi líkamans til þess m.a. að eyða krabbameinsfrumum. Skortur á gammalínólensýru, C-vítamíni, B-6 vítamíni eða sinki, leiða til ófullnægjandi prostaglandin-1 framleiðslu, og dregur þannig úr varnargetu T-frumanna, sem þarfnast PGE-1 til að starfa eðlilega, eins og áður segir.
Ónæmiskerfíð er síðasti þátturinn í vörnum líkamans gegn krabbameini. Fyrsti varnarþátturinn er starfsemi lifrarinnar, sem eyðir krabbameinsvaldandi eiturefnum sem berast inn í líkamann. Annar þáttur varnanna er frumuhimnurnar, sein stjórna næringarupptöku frumanna og varðveitir þær gegn krabbameinsvaldandi efnum í umhverfinu.
Fjöldi vísindamanna telja nú að heilbrigt fólk sé stöðugt að mynda afbrigðilegar frumur, sem gætu orðið upphaf krabbameins, ef ónæmiskerfið sigraði þær ekki jafnóðum. Styrking ónæmiskerfisins til að koma í veg fyrir og jafnvel sigrast á krabbameini, er ekki ný hugmynd. En að breyta krabbameinsfrumum aftur í heilbrigðar frumur, það er nýmæli. Dr. David Horrobin ritar eftirfarandi í Medical Hypothesis (Læknisfræðilegar tilgátur): „Sú hugmynd er allsráðandi að lækningar á krabbameini hljóti að fela í sér tortímingu krabbameinsfrumanna.
Takmarkið er þá að fínna einhvern mismun á krabbameinsfrumum og heilbrigðum frumum, sem geri mögulegt að eyða sýktu frumunum án þess að heilbrigðar hljóti tjón af. Lyfjameðferð nútímans ásamt geislalækningum hvílir á þeirri hugmynd, að auðveldara sé að eyðileggja stjórnunarstarfsemi fruma, sem þegar eru sýktar og veikburða heldur en eðlilegra fruma. Þar sem takmark þessara aðgerða er að valda eyðileggingu, er það í raun og veru ekkert undrunarefni, að þær skaða einnig heilbrigðar frumur. Það er því heldur ekkert undrunarefni, að flestir þessir læknisdómar eru sjálfir krabbameinsvaldar.
Skynsamlegra sjónarmið gagnvart krabbameini væri því að reyna að gera sýktu frumurnar eðlilegar aftur með tækni, sem skaðaði ekki heilbrigða vefi. Ég tel að við höfum nú þegar nægilegar upplýsingar til að hefja slíkar athuganir. Lítið hefur verið hugsað um þann möguleika að gera krabbameinsfrumur eðlilegar aftur. Þetta er einkum vegna þess, að langflestar rannsóknir á orsökum krabbameins gera ráð fyrir, að um sé að ræða stökkbreytingar, sem ekki sé hægt að stjórna eða snúa við, sennilega breytingar á DNA kjarnasýrum eða hugsanlega í öðrum kjarnasýrum.
Samt sem áður er það engan veginn víst að krabbameinsvaldandi stökkbreyting hafi aldrei verið leiðrétt. Ekki heldur að óaftursnúanleg stökkbreyting þurfi að vera stjórnlaus, né að stökkbreyting sé endilega nauðsynleg við þróun krabbameins. Ýmis atriði benda til þess, að ekki sé algerlega óraunhæft að meðhöndla krabbameinsfrumur með það í huga,’að gera þær eðlilegar aftur“. Krabbameinsfrumur eru veiklaðar og hafa háa dánartíðni. Meinið stækkar aðeins vegna þess að þær frumur sem lifa, eru fleiri en hinar sem deyja.
Ef sýktu frumurnar fjölga sér lítið eða ekkert, deyja þær smám saman eðlilegum dauðdaga og meinsemdin eyðist og hverfur, en heilbrigðar frumur koma í staðinn. PGE-1 er mjög virkt efni, sem getur fengið krabbameinsfrumur dl að verða eðlilegar á ný. Svo virðist sem jafnvel erfðafræðilegar stökkbreytingar geti gengið til baka fyrir tilstilli þess, við vissar aðstæður. Krabbameinsfrumur framleiða kynstrin öll af prostaglandinum af 2. röð inni, en eru ófærar um að mynda PGE-1. Nú er það vitað að PGE-1 ásamt tromboxan, TX-2, (enn eitt mikilvægt efni myndað úr ómissandi fitusýrum), geta snúið við öllum þeim óeðlilegu einkennum, sem aðgreina krabbameinsfrumur frá eðlilegum frumum.
Dr. Horrobin hefur látið sér detta það í hug, að vendipunkturinn í myndun krabbameins sé þegar frumurnar glati hæfileika sínum til að mynda PGE-1 og/eða TX-2. Hann trúir því að hækkað magn PGE-1 í líkamanum, sem fæst með notkun gamma-línólensýru, hafi gildi í þá átt að breyta krabbameinsvef í heilbrigðan vef aftur. Í tilraunaglösum er hægt að breyta heilbrigðum mannsfrumum í krabbameinsfrumur, með geislum eða efnasamböndum.
Þegar breytingin verður, missa frumurnar hæfileika sinn til að mynda gammalínólensýru úr cis-linolsýru og þannig mynda PGE-1. Þessum illkynja frumum má síðan aftur breyta í eðlilegar frumur með því að láta PGE-1 verka á þær. Áhrif C-vítamíns til lækninga á krabbameini (sjá grein Heilsuhringnum haust. 1979) mætti sennilega stórbæta með því að gefa einnig kvöldvorrósarolíu. Nú er verið að undirbúa tilraunir á nokkrum stöðum til að ganga úr skugga um gildi slíkrar læknismeðferðar.
Aðrir sjúkdómar
Tilraunir eru í gangi með kvöldvorrósarolíu til lækninga á ótal fleiri sjúkdómum og kvillum en hér hafa verið nefndir. Má þarna. nefna sykursýki, en eins og áður hefur komið fram er insúlín nauðsynlegur þáttur í myndun gamma-línólensýru í líkamanum, svo líklegt er að sykursjúkir þjáist oft af skorti á henni, sem svo orsakar skort prostaglandina úr 1. röðinni. Verið getur að hjarta- og æðasjúkdómar sem oft þjá slíkt fólk, eigi að einhverju leyti uppruna sinn í þeim skorti (sjá fyrr í þessari grein um hjarta- og æðasjúkdóma). Einnig hefur verið talað um að ,,insulín-viðnám“, sem stundum verður vart hjá sykursjúkum, sé einnig tengt skorti á PGE-1. Sumt af þessu mætti lagfæra með kvöldvorrósarolíu, svo e.t.v. verður olían fljótlega notuð sem fastur liður í meðferð sykursýkissjúklinga.
Hárlos og ýmisskonar húðsjúkdómar lagast oft við notkun olíunnar. Einnig er nú verið að gera tilraunir með hana við Psoriasis, en höfundur hefur ekki getað aflað sér neinna öruggra niðurstaðna frá þeim rannsóknum. Marga fleiri sjúkdóma má nefna og fer þeim stöðugt fjölgandi. Þær rannsóknir eru flestar á byrjunarstigi, og er því of snemmt að segja mikið um niðurstöður. Í þeim hópi má nefna: kynferðislegt getuleysi og ófrjósemi, Parkinsonsveiki, augnþurrkur og munnþurrkur (Sjögrens-sjúkdómur, þ.e. skortur á myndun tára og munnvatns), vöðvagigt, bólur, margs konar ofnæmi, meðferð á vandræðabörnum o.fl.
Mataræði og gammalínólensýra. Eins og komið hefur fram í þessari grein með ýmsu móti, þá er mataraeði afgerandi þáttur sein ákvarðar hlutföll þeirra prostaglandina sem líkaminn myndar. Nútímafæði inniheldur yfirleitt verulegt magn trans-fitusýra og mettaðra fitusýra, sem hvort tveggja kemur í veg fyrir myndun gamma-línólensýru úr cis-linolsýru. Ýmislegt bendir til þess, að flestir svokallaðir velmegunarsjúkdómar eða menningarsjúkdómar, eigi rætur sínar að rekja til ójafnvægis í prostaglandinframleiðslunni. Ef það er rétt, skýrir það hvers vegna kvöldvorrósarolía læknar svo marga þessara sjúkdóma. Það segir okkur þá einnig, hvað er athugavert við nútíma mataræði. Hér á eftir verður í örstuttu máli reynt að draga saman það helsta í þessum lærdómi.
1. Notið ekki herta eða hálfherta feiti, svo sem bökunarfeiti, smjörlíki, súkkulaði
eða vörur sem eitthvað af þessum efnum er notað í, vegna þess að þessar fitur innihalda ,,trans“-fitusýrur.
2. Notið mettaða fitu úr dýraríkinu sem minnst, þar með er talin mjólkurfita í smjöri. Nýmjólk og súrmjólk eðajógúrt má þó nota, en ekki i óhofi.
3. Notið kaldpressaðar fjölómettaðar jurtaolíur, t.d. maís-, sólblóma- eða safblómaolíu. Steikið þó ekki úr þeim, því aðþá geta myndast eitruð efnasambönd. Séu notaðar fjölómettaðar matarolíur verður að tryggja líkamanum nægilegt E-vítamín, annars geta olíurnar myndað í líkamanum eitruð ,,peroxid“ og fleiri hættuleg efnasambönd, m.a. ,,malonaldehyd“ (sjá Krabbameinsvaldandi efni í kjöti, Heilsuhringur haustbl. 1979). Notið aldrei jurtaolíu sem áður hefur verið steikt úr eða þær hitaðar mikið. Öllum slíkum afgöngum á að henda.
4. Notið sem mest hrá sólblómafræ, graskerjafræ, möndlur og aðra hráa kjarna. Einnig má láta sum þessi fræ spíra og nota þannig, (sjá ,,Sólblómafræ“, Heilsuhringur haustbl. 1981).
5. Notið sem allra minnst steiktan mat og alls ekki matvöru eins og franskar kartöflur.
6. Notið lýsi daglega 1-2 matskeiðar a dag, vegna vítamína og fjölómettaðrafitusýra sem það inniheldur. Gott er að taka með lýsinu hálfa matskeið af lesitíngrjónum og blanda lýsinu og lesitíninu saman í munninum áður en því er rennt niður. Það tryggir að lýsið blandist magavökvanum og nýtist vel.
7. Notið brauð úr grófu hy9ismjöli, helst nýmöluðu.
8. Tryggið líkamanum vítamín og steinefni með því að nota að staðaldri hráa ávexti, grænmeti og rótarávexti.
9. B-3, B-6 og C-vítamín eru nauðsynleg við myndun prostaglandina. Einnig sink og magnesíum. Ef einhverjar líkur eru á að eitthvert þessara efna vanti ífæðuna, taki þá þessi efni í töfluformi.
10. Í mörgum tilfellum nægir vafalaust aðfara eftir þeim mataræðisleiðbeiningum, sem hér hafa verið gefnar. En ef verið er að lækna alvarlega sjúk dóma, sem stafa afskorti á prostaglandinum úr 1. röðinni, getur verið nauðsynlegt að taka gammalínólensum beint sem kvöldvorrósarolíu, og fylgja einnig svo sem kostur er mataræðisleiðbeiningunum hér á undan.
Eftirmáli
Kvöldvorrósarolían er nú notuð á fjölmörgum sjúkrahúsum víða um heim, bæði í tilraunaskyni og til lækninga á ýmsum sjúkdómum. Höfundur veit um að minnsta kosti tvö sjúkrahús Svíþjóð. Það er Malmö Almánna Sjukhus og Kong Gustavs V. Forskningsinstitut við Karolinska Sjukhuset í Stokkhólmi sem nota olíuna, en vel má vera að þau séu fleiri. Þróun þessara máal er mjög ör og ef til vill koma nýjar upplýsingar áður en langt um líður. Ritnefnd Hollefna og heilsuræktar mun fylgjast með þessum málum eftir föngum og gefa lesendum blaðsins kost á að vita ef eitthvað markvert gerist í náinni framtíð.
Töflur eða belgir með kvöldvorrósarolíu eru seldir í nágrannalöndunum. Verðið er allhátt. Í Svíþjóð kostar pakki með 336 hylkjum 200 sænskar krónur. Þar er það selt undir nöfnunum ,,Pre-Glandin“ og „Naudicelle“ sem náttúrulyf í heilsufæðubúðum. Sænska nafnið á kvöldvor rósarolíu er ,Játtenattljus-olja“.( skrifað árið 1982)
Aalheimild: Evning Primrose Oil eftir Richard A. Passwater, doktor í lyfjafræði. (Keats Puþlishing Inc. New Canaan, Conmctecut, USA). Auk þess fjöldi greina í tímaritum bæði frá Svíþjóð og Bandaríkjunum.
Höfundur: Ævar Jóhannesson skrifað 1982.
Framhaldsgrein: https://heilsuhringurinn.is/1982/09/09/meira-um-kvoeldrosaroliu/
Þriðja grein skrifuð 10 sept. 1996:
Flokkar:Greinar, Skrif Ævars Jóhannessonar