Fjallagrös – rannsóknir og fleira

Í greininni Bewahrte Wirksubstanz.en aus  Naturstoffen: Isldndisch Moos, eftir dr. G. Hahn, dr. A. Mayer og dr. H. Sicke, sem birtist í tímaritinu Notabene medici 4. hefti 1988, er vitnað í ýmsar rannsóknir sem hafa verið gerðar á fjallagrösum. Hér fer á eftir endursögn á nokkrum atriðum úr greininni.

Tilraunir í læknisfræði
Lyf úr fjallagrösum innihalda glúkan, líkenín og ísólíkenín, en þau vernda slímhúðina gegn svæðisbundnu áreiti og eyða bólgum. Við suðu missir jurtin beiskjubragð og við það glatast styrkjandi áhrif hennar. Hún var talin örva mjólkurmyndun, sem er þakkað líkesteríhsýn.inni, sem í henni er. Lítið magn af prótólíkestennsýru má nota gegn uppsölum, en í stærri skömmtum er hún hægðalosandi. Þunnt seyði af fjallagrösum hefur berklahemjandi áhrif, sem eru rakin til fúmarprótócetrarsýru. Þó að nú séu miklu virkari aðferðir en áður til varnar   berklaveiki, gegna fjallagrös enn mikilvægu hlutverki í meðferð þess sjúkdóms. Í meðferð slímhúðarsýkingar draga fjallagrösin úr ertingu og  bólgum í munni, koki, lungnaberkjum, maga og gömmum. Jurtin er til þess fallin að nota hana í te eða til að vinna úr henni lyf, einkum gegn kvefi í efri hluta öndunarfæra og í lungnapípum. Það auðveldar oft að hósta upp slími og draga úr hóstahviðum. Fjallagrös eru mikils metin til að nota í efni til að skola háls og kverkar, gegn bólgum í munni og tannholdi, einnig gagnlegt lyf við bólgum í hálskirtlum. Lyf úr fjallagrösum, sem notað er sem aukalyf við lungnaberkjubólgu og lungnaþembu, er framleitt af fyrirtækinu Dr. Madaus GmbH & Co í Köln undir nafninu Cetraría Islandica Oligoplex.  Beiskjuefnið í jurtinni hefur mjög styrkjandi áhrif á maga og garnir, örvar meltingu og matarlyst. Þessa eiginleika skal ekki vanmeta þegar sjúklingur er haldinn þróttleysi eftir smitsjúkdóm. Læknar á 19. öld mæltu með fjallagrösum gegn þrálátum sjúkdómum og slímhúðarþrota í þvagfærum.

Dr. Kristín Ingólfsdóttir lyfjafrœðingur, og dósent við Háskóla Íslands hefur staðið að rannsóknum á fjallagrösum ásamt öðrum íslenskum fléttum ímörg ár. Þessar rannsóknir hafa gefið áhugaverðar vísbendingar um lyfjavirk efni í fjallagrösum. Hér skal bent á viðtal við hana sem birtist í Morgunblaðinu á bls.18 þann 23. apríl 1995.

Fjallagrös (Islands Mosi)
Þetta nafn „Íslands Mosi“ kom til af því, að til að byrja með áður en plöntufræðin kom til sögunnar, nefndi fólk þessar láguplöntur samnefninu „mosi,“ og einnig af því, að Íslendingar voru þeir fyrstu, sem notuðu fjallagrösin til lækninga. Grösin innihalda 40-70% sterkju (stívelsi) og voru þess vegna snemma notuð í stað mjöls í brauð, sérstaklega á Íslandi. Í Svíþjóð komust menn snemma að því, að hægt var að nota sterkjuna í brenmvínsframleiðslu. Eins og áður segir voru grösin snemma notuð á Íslandi dl lækninga og var það vegna þess hversu hóstastillandi,  vatnsaukandi og blóðaukandi þau eru. Auk sterkjunnar er í grösunum mikið af slími, sem verkar vel gegn þurri slímhúð, einnig innihalda þau barkandi efni, sem er gott fyrir magann og stilla einnig uppköst.  Kringum 1666 var farið að nota grösin við meltingartruflunum og öndunarsjúkdómum og eru ennþá í mörgum löndum notuð í þeim tilgangi, þrátt
fyrir að mörg lyf séu komin á markaðinn dl sömu nota. Í Danmörku voru grösin sett á lyfsalalistann 1672 og voru þar allt til síðustu aldamóta. Þau teljast nú aðeins til náttúrulækninga.

Fjallagrös (Cetraria Islandica)
Fjallagrös  eru  fléttur/skófir/þelingar  sem byggja á samlífi sveppa og þörunga. Þau vaxa um mest allt Ísland en eru hreinust og best sem tínd eru í mestri hæð.

Munið …!!! Fjallagrös eru mjög einföld og ekki vandmeðfarin til matargerðar líkt og þurrkað grænmeti. Þau hafa mjög mikið geymsluþol í þurrum eldhússkáp. Fjallagrasauppskriftirnar sem gefnar eru hér á eftir miða við að fjallagrösin séu hrein af mosa, lyngi og öðum því sem  fylgt getur þeim við tínslu. Skolið af þeim með rennandi köldu vatni fyrir notkun.

Fjallagrasate (-seyði)  2-4 grös per bolla. Grösin sett út í kalt vatn, suða látin koma upp og soðið við hæga suðu í 5 mín. Drykkurinn verður beiskur og því er gott að sæta með hunangi eða ávaxtasýru að vild.

Fjallagrasabrauð
Notist við uppskrift að brauði en þurum, söxuðum grösunum bætt við mjölið við upphaf deiggerðar.: 
9 bollar heilhveiti,
3 b. hveiti (óbleikt),
1 b. Hveitiklíð, 3 msk.
sykur (ávaxtasykur),
14 tsk. lyftiduft (E450a, 500),
1 tsk. salt, 1 3/4 l undanrenna,
50-100 gr. fjallagrös (þvegin og söxuð)

Viðbót: 1
bolli sesamfræ, lagt í bleyti í 15 mín. og síað. Sett í á eftir þurrefnum í uppskrift. 1 bolli sólblómafræ, meðhöndlað á sama hátt og sesamfræ. Sett í 6 form (jólakökuform, smurð innan). Látið bakast í 1 klst. við 200°C.

Fjallagrasasúpa
Þurr fjallagrösin eru söxuð gróft niður og sett með þurrkaða grænmetinu í súpuna.

Fjallagrasasósur/pottréttir
Setjið söxuð fjallagrösin í við upphaf eldunar, eða eins og þið væruð að nota þurrkaða sveppi eða annað þurrkað grænmeti.

Slátur með fjallagrösum
Séu notuð fjallagrös í slátur morkna þau tiltölulega lítið og haldast lengi í súr sem ný. Notist hvort heldur sem er í blóðmör eða lifrapylsu. Þurr fjallagrösin (magn að smekk) söxuð niður og blandast með í upphafi sláturgerðar.

Fjallagrasamjólk
50-100 gr. fjallagrös,
1/2 lítri vatn, 1 lítri mjólk,
1/2 – 1 tsk. salt,
2-6 msk. sykur (púðursykur/ávaxtasykur/hunang).
Grösin eru látin í pott með vatninu og soðin í 10-15 mín. eða þar til þau eru orðin meyr. Þá er mjólkinni bætt út í og suðan látin koma upp við mjög lágan hita, hrært í við og við (ef hún ystir má bæta meiri mjólk í). Súpan verður því betri sem hún er soðin lengur. Saltað og sykrað þegar potturinn er tekinn af.Flokkar:Jurtir

%d bloggers like this: