Augnfró (Euphrasia officinalis). Plantan vex í þurru graslendi, og þó hún vaxi um allt land þá er varla hægt að tína hana hér á landi því það eru fáar plöntur á hverjum stað. En plantan fæst í heilsubúðum. Hluti notaður: Öll plantan nema rótin, rétt fyrir blómgun. Virk efni: Barkasýrur, kjarnaolíur, beisk efni og acrid efni. Virkni: Samandrag andi á slímhúð, vinnur gegn slímmyndun og er bólgueyðandi. Notist á: Augnfróin er mjög góð til að styrkja slímhúð sérstaklega í efri öndunar færum og augum. Þegar jurt hefur bæði samandragandi áhrif og bólgueyðandi þá mynda þessir tveir þættir miklu sterkari heild. Jurtin vinnur gegn slímmyndun hjá fólki með ofnæmi, kvef, nefrennsli og sérstaklega hjá fólki sem er með kinn- og ennisholsbólgur. Það er einnig hægt að nota Augnfróna til að byggja upp slímhúð í augum, þá er best að gera te af plöntunni og væta léreft og leggja á augun. Þetta á við um fólk sem er með hvarmabólgu. Látið þetta liggja á augunum lokuðum í 15 mínútur. Notkun: 1 tsk í bolla af soðnu vatni látið síast í 10-15 mínútur þrisvar sinnum á dag. Það er mjög gott að nota Ylliblóm með Augnfrónni við kinn- og ennisholsbólgum.
Birki (Betula pubescens) Birki vex víðast hvar um landið og myndar kjarr. Hluti notaður: Notið skæri og klippið fremst framan af nýútsprugnum greinum. Langbest er að tína snemma íjúní þegar laufin eru rétt komin út því þá er langmest af efnum á plöntunni. Virk efni: Sápúngar, kjarnaolíur, flavónódar, methylsalisylate, barkasýrur, beisk efni og C-vítamín. Virkni: Vökvalosandi (þvagdrífandi), bakteríudrepandi og styrkjandi. Notist á: Birki er mjög gott við bjúg vegna vökvalosandi eiginleikana, en það þarf að notast í svolítinn tíma til að jurtin hafi einhver áhrif. Birki losar hvers konar aukavökva sem er í líkamanum. Einnig er hægt að nota birki gegn blöðrubólgu eða öðrum sýkingum í þvagfærakerfinu. Sennilega vegna vökvalosandi eiginleika þá hefur plantan verið notuð gegn þvagsýrugigt, gigt og gigtar- og vöðvaverkjum. Til dæmis á vöðvagigt sem virðist vera frekar algeng nú á tímum. Notkun: 1 msk í 1 bolla, láta síast í 15 mín. með lok á bollanum. Þetta er lækniga- skammtur en ef maður vill drekka þetta sér til heilsubótar þá er 1 tsk í einn bolla þrisvar sinnum yfir daginn nóg.
Flokkar:Jurtir