Höfuðbeina og spjaldhryggjarjöfnun (Cranio Sacral balancing)

Rætt við Svarupo H. Paff.
Dagana 28. nóvember til 4. desember 1994
gafst mér kostur á að sitja námskeið í höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun. Kennari var Svarupo H. Paff, sem er löggiltur náttúrulæknir (Heilpraktiker) í þýskalandi. Fyrir námskeiðinu stóðu sálfræðingarnir Gunnar Gunnarsson og Einar Hjörleifsson. Þetta var fyrsti hluti af þremur, sem tilskildir eru til að ljúka námi í höfuðbeina-og spjaldhryggjarjöfnun, en kennt er í þremur áföngum til þess að nemendur geti öðlast þjálfun á milli námskeiða. Leiðbeinandinn.

Svampo H. Paff hefur víðtækt nám að baki á sviði óhefðbundinna lækninga, má þar nefna uppbyggingu djúpvefja (structural deep tissue work), svæðameðferð (reflexology), losun spennu í innri líffærum  (viscereal therapy), litanálastungur (color  aqupuncture), sálfræðimeðferð  (psychotherapy) dáleiðslu og grunnþjálfun í liðameðferð (kirotherapy). Hún kennir höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun við viðurkenndan náttúrulækningaskóla í þýskalandi. Þar í landi er sérstök reglugerð sem ákvarðar starfsvið náttúrulækna, sem lokið hafa tilskyldu námi. Þeir hafa leyfi til að lækna fólk með öllum tiltækum ráðum á sviði óhefðbundinna lækninga og hafa leyfi til að skrifa lyfseðla á jurtalyf o.fl.

Í námi þeirra er kennt að greina sjúkdóma og gert skylt að tilkynna um smitsjúkdóma. Þeim er bannað að sinna kynsjúkdómum. Tryggingar greiða meðferð þeirra, en sjúkratryggingakerfið þar í landi er mjög frábrugðið okkar. Hver mínúta á námskeiðinu var nýtt til kennslu og því lítill tími fyrir rabb. Mér gafst þó kostur á stuttu viðtali við Svampo og spurði ég hana þá hvað hefði upphaflega vakið áhuga hennar á höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun, um hvað meðferðin  snérist, upphaf hennar og tilurð. Einnig hvaða árangur hefði komið í ljós við notkun hennar.

Nú færSvampo orðið:
„Ég hafði unnið við djúpvöðvanudd í mörg ár, en eftir því sem árin liðu fór ég að taka  mikið mýkra á öllu. Margt gerðist, sem ég hafði ekki skýringar á og þegar ég loksins  komst í kynni við höfuðbeina- og spjald hryggjarmeðferð (Cranio Sacral Therapy)  fann ég að sú aðferð hentaði mér betur en  það sem ég hafði áður kynnst. Mér finnst  slík meðferð vera grunnur að svo mörgu öðru og flestar aðrar aðferðir geta tengst  henni að einhverju leyti. Það hefur breytt lífi mínu gjörsamlega og ég fór að nota hana sem meðferðarform vegna þess hve hún er fínleg og nákvæm aðferð.

Aðeins er fylgt viðbrögðum líkama þess sem er í meðferð en um leið er byggt á vísindalegum grunni, þ.e hér mætast vísindi og mjúkvinna, sem er stórkostlegt. þegar ég gef slíka meðferð finnst mér ég ekki vera svífandi á einhverju innsæis skýi heldur hafa fyrir mér jarðbundin vísindi. Fyrsti kennari minn í höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun var frá Sviss. Hjá honum fékk ég mikla þjálfun, síðan gafst mér tækifæri að sækja kennslu hjá fleirum, þekktastur þeirra er upphafsmaður þessarar meðferðar, læknirinn John Upledger, sem rekur Upledger stofnunina í Flórita. Það var mér mikils virði að komast þangað í framhaldsnám.“

Hvað er höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun? (Cranio Sacral Balancing)
Það er margt sem getur valdið hindrun og röskun í starfsemi heila og mænu, þessu viðkvæma kerfi manslíkamans, t.d. slys, sýkingar, heilahimnubólga, erfið fæðing og önnur áföll, sem á einhvern hátt snerta þennan líkamshluta. Þess vegna er mjög æskilegt að losa um höft sem myndast á þessu svæðum líkamans. Meðferðin byggist að mestum hluta á nákvæmu inngripi í hreyfingu beinanna, en einnig er losað um utankomandi höft sem hafa áhrif á hreyfingu þeirra. Um er að ræða öll bein höfuðkúpunnar, hrygginn og spjaldhrygginn. Af því dregur meðferðin nafn sitt. Að auki tilheyra þessu kerfi allar himnur heilans og mænunnar, svokallaðar „dural membranes“ sem umlykja miðtaugakerfið. Einnig þau líffæri er tengjast framleiðslu og frárennsli heila- og mænuvökva

Fyrst er sláttur líkamans kannaður

Sláttur líkamans kannaður
Framleiðsla heila- og mænuvökva er taktbundin sex til tólf sinnum á mínútu. Þannig myndast sláttur (púls) sem er hægt að finna greinilega. Fyrir þá sem hafa lært höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun er hann eins auðfundinn og hjartsláttur. Höfuðbeinin eiga að geta hreyfst sjálfstætt á ákveðinn hátt og heilahimnumar eru teygjanlegar og sveigjanlegar. Í þessari meðferð reynum við að gera okkur grein fyrir hreyfanleika þessara himna og losa um höft með mjög næmri og varfærinni snertingu. Sá snertiþrýstingur fer sjaldnast yfir fimm grömm. Mestur hluti meðferðarinnar er því nærfærin snerting og hreyfing á beinunum. Einnig er losað um höft sem koma utan frá og hafa áhrif á hreyfingu beinanna, þ.e. þverstæðar þindir líkamans, sem bindast hryggnum.

Losað um banakringlu og hnakkabein

Losað um banakringlu og hnakkabein

Stór þáttur í höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun er svokölluð úrvinda (unvinding) en þar fær viðtakandi meðferðarinnar aðstoð við að leysa spennt hreyfimunstur, þá fer líkaminn í gegn um sama ferli og olli vandanum. Með þessari aðstoð gerir hann það ,,afturábak“ á þann besta hátt sem hann sjálfur finnur.  Hafi t.d. einhver handleggsbrotnað þá þyrfti líkaminn að gera sömu hreyfingar og hann varð fyrir við slysið, en nú í öfugri röð. það hefur komið í ljós að þegar líkami hefur orðið fyrir áverka og er fastur í einhverju munstri er auðveldast fyrir hann að sleppa þessu hafti í sömu stellingu og hann var þegar hann varð fyrir áverkanum. Þetta er furðulegt á að horfa en mjög áhrifarík aðferð til losunar umræddra hafta. Meðferðin hefur gefist vel við ýmsum kvillum. Má þar fyrst nefna vandamál tengd  miðtaugakerfi,  jafnvægistruflun, sjónskekkju, lesblindu, misþroska og ofvirkni, hryggskekkju, bakverk, höfuðverk, bitvandamálum, truflun í hormóna- og ónæmiskerfi, streitu- og  spennueinkennum.

Þindarlosun

indarlosun

Á námskeiðinu miðlaði Svarupo okkur reynslu úr starfi sínu bæði þar sem hún hafði fengist við að hjálpa fólki með væg sjúkdómseinkenni og öðrum þar sem fólk hafði þjáðst lengi og ekki fengið bata eftir hefðbundnum lækningaleiðum. Ég hef leyfi til að vitna í dæmi hennar hér.

Maður, óvinnufær vegna svima leitaði til Svarupo, hann hafði verið heilsuhraustur og duglegur til vinnu, en það brá svo við að hann gat ekkert unnið vegna svima og hafði ekki fengið bót þó að hann væri búinn að leita víða. Eftir þrjár höfuðbeina-og spjaldhryggjarmeðferðir losnaði  hann  við svimann og hefur ekki fundið fyrir honum síðan.

En meðferðin er ekki alltaf svona fljótvirk. Maður nálægt sjötugu með  skerta heyrn, sem hafði mikla trú á að slík meðferð gæti hjálpað sér, leitaði til Svarupo. Eftir sjö skipti spurði hún hann hvort hann vildi hætta að koma til sín því að hún sæi ekki að meðferðin hjálpaði honum. Hann kvað nei við og sagðist alltaf hafa verið hægfara og þetta myndi hjálpa honum með tímanum. Eftir tuttugu skipti gat hún útskrifað hann og var hann þá komin með sína fyrri heyrn. Svarupo sagði líka frá tveggja ára barni sem ekki hafði þroskast frá fjögra mánaða aldri. það hafði ekki stækkað, hreyfði sig ekki og nærðist ekki á nema fljótandi fæðu. Eftir tuttugu skipti mátti sjá mikla breytingu og að endingu náði barnið eðlilegum þroska barna á sínum aldri.

Það sem mér finnst áþreifanlegast við þessar batasögur er að á þessu námskeiði, sem ég sótti hjá Svarupo, var maður, sem kvartaði undan því að þrálátur höfuðverkur hefði þjáð hann síðastliðin tvö ár. Ég hitti þann mann þremur vikum eftir að námskeiðinu lauk. Þá kvaðst hann hafa verið laus við verkinn síðan. Á námskeiðinu var verkleg kennsla og fékk hann meðferð hjá öðrum nemendum á námskeiðinu. Annar maður sem tók þátt í námskeiðinu hafði verið stirðlæs alla tíð. Hann fullyrti að framför hefði orðið hjá sér í lestri meðan á námskeiðinu stóð.

Upphafsmaður
Í byrjun þessarar aldar fann beinaliðfræðingurinn (osteopat) William Sutherland það að höfuðbeinin væru hreyfanleg en til þess tíma var talið að þau væru það ekki. Hann fann upp aðferð til að losa um höft í þessu beinakerfi og fékk aðferðin nafnið höfuðbeinaliðfræði (cranial osteopathy). Árið 1970 fann John E.Upledger læknir (D.O. F.A.A.O.) slátt mænuvökvans af tilviljun þegar hann aðstoðaði við uppskurð og þurfti að halda í heilahimnuna meðan fjarlægð var af henni kalkmyndun. Himnan hreyfðist og hann gerði sér grein fyrir því að hreyfingin var taktbundin.

Þetta hreif hann svo mikið að hann lærði höfuðbeinaliðfræði Sutherlands og þróaði síðan höfuðbeina-og  spjaldhryggjarmeðferðina. Árið 1975 stýrði hann vísindalegum og lífeðlisfræðilegum rannsóknum lækna við Michigan háskóla á þessari meðferð og gagnsemi hennar. þannig er það að þakka John Upledger að læknavísindin vita um tilvist höfuðbeina- og spjaldhryggjarkerfisins, sem sjálfstæðs líffræðilegs kerfis. það er einnig hans verk að hafa gert þetta að heildrænni meðferð, sem almenningur fær að njóta.

Heimilisfang: The Upledger Institute, Inc. 11211 Prospedty Farms Road Suite D-325 Palm Beach Gardens, Fl. 33410 U.S.A. Fax 407-622-4771

Höfundur: Ingibjörg SigfúsdóttirFlokkar:Meðferðir

Flokkar/Tögg, , , , , , , , ,

%d bloggers like this: