Í sænska náttúrulækningatímaritinu Halsa 7-8 1995 birtist klausa undir yfirskriftinni ,,Amalgam och Alzheimer.“ Þar er vitnað í nokkra vísindamenn, sem rannsakað hafa hvaða tengsl kunna að vera milli amalgams í tönnum og Alzheimersjúkdómsins. Dr. Boyd Haley, sem er prófessor í lífefnafræði við háskólann í Kentucky, hefur sýnt fram á að kvikasilfur úr amalgami getur valdið breytingum á heila. Þær virðast vera eins og breytingar sem stafa af Alzheimersjúkdómi. Dr. Haley er sagður hafa látið skipta á amalgam og tannfyllingum úr öðrum efnum í tönnum sínum, eftir að hann fékk þá viðvörun, sem uppgötvun hans fól í sér. Einnig er sagt frá að Prófessor Eugene Sobel við háskóla Suður-Kaliforníu í Los Angeles hafi komist að raun um að þeim sem vinna í nálægð við rafhreyfla sé þrisvar sinnum hættara við að fá Alzheimersjúkdóm en þeim sem ekki vinna nærri rafhreyflum. Áhrif rafsegulsviðs er talið auka hættuna verulega.
Rannsakendur í Gautaborg, þeir Thomas Örtendal og Per Högstedt hafa sýnt fram á að leysing kvikasilfurs er margfalt meiri úr amalgami, sem verður fyrir áhrifum rafsegulsviðs. Prófessor Ehmann hefur borið saman heila manna, heilaskaðaðra af völum Alzheimers, og samanburðarhóps manna á sama aldri. Þeir Alzheimerheilasköðuðu höfðu meira kvikasilfur í öllum þeim 12 svæðum heilans sem rannsökuð voru en einstaklingar úr samanburðarhópnum. Í Bandaríkjunum eru menn sagðir líta alvarlega á samband milli Alzheimerheilaskerðingar og kvikasilfurs. Meðal annars hefur David Snowden farsóttarfræðingur við Kentuckyháskóla fengið til ráðstöfunar eina milljón dollara til þess að rannsaka sambandið milli amalgams og Alzheimerheilaskerðingar.
Samkvæmt skoðun yfirvalda félags og heilbrigðismála, (Socialstyrelsen) er ekki talið vera samband á milli amalgams í tannfyllingum og Alzheimerveiki og slíkt samband finnst væntanlega ekki við þær yfirmáta ströngu kröfur sem yfirvöldin gera til sannana. Nýlega hafa yfirvöld félags- og heilbrigðismála ákveðið að ekki sé um að ræða samband milli rafsegulsviðs og sjúkdómseinkenna. Á sama tíma hafa þeir gert þar kröfur til síns eigin skrifstofuhúsnæðis að þar verði hverskonar rafáhrifum eytt.
,,Við hvað eru þeir hræddir,“ spyr höfundur pistilsins.Sigurður Herlufssen árið 1995
Flokkar:Eitrun og afeitrun