Lækningajurtir

TARAXACUM OFFICINALIS FÍFLARÓT : Fífillimi finnst nánast allstaðar nálægt byggð, takið eftir að þetta á eingöngu við um Túnfífil, þennan með mjólkinni í. Það er hægt að nota rótina og blöðin til lækninga og blómin hafa verið notuð til að búa til fíflavín. Tínsla: Ræturnar eru teknar annað hvort á haustin þegar jurtin hefur fallið eða á vorin rétt eftir að frost fer úr jörðu.  Síðan er jurtin þvegin, þurrkuð og söxuð. Virk efni: Sesquiterpene lactones: (Tetra-hydroridentm B og taraxacolide glúkósídi) og Germacranolide (Taraxinicsýra glúkósídi og 11,13-dihydrotaraxinic sýra glúkósídi).

Þessir glúkósídar eru beiskir á bragðið og það eru þeir sem hafa örvandi áhrif á alla kirtla-starfsemi í meltingarveginum. Taraxacoside:, p-hydroxyphenylacetic sýra ,,ester“ af g-butyrolactone glúkósída. Triterpenes:, sem inniheldur penta cyclic alkahólin (Taraxasterol, omega-Taraxasterol, Taraxasterol og beta-amyrin) og jurtahormón betasitosterol og stigmasterol. Phenolic sýra: eins og Caffeic sýra og phydroxyphenylacetic sýra. Kolvetni: sérstaklega Inulin (40% á haustin en 2% á vorin) og Fníktósi (18% á vorin). Vítamín: A- vtamín, B- vítamín, D- vítamín og C- vítamín

Steinefni: sérstaklega kalíum og kalk.Virkni Efna:  Samkvæmt rannsóknum sem hafa verið gerðar þá eykur rótin gallmyndun um 40%. Fíflarótin inniheldur mikið af Beiskum efnum sem örva alla kirtla í meltingarveginum eins og komið hefur fram áður. Það er að segja örvar magasýrur og gallmyndun. Þegar jurt örvar gallmyndun þá um leið er hún hægðalosandi því þá örvast niðurbrot á fæðunni og hægðir linast. Notkun: Fíflarótin er mest notuð fyrir lifrar-og gallsjúkdóma eða þar sem mikið álag er á lifrinni eins og þegar fólk er að taka inn mikið af lyfjum.

Fíflarótin örvar matarlystina með því að örva maga-sýrurnar. Því er hægt að nota fíflarótina með góðum árangri fyrir gamalt fólk sem hefur ekki mikla matarlyst og starfsemin í meltingarveginum er orðin hæg. Einnig er hægt að nota rótina þegar fólk er að byggja sjálfan sig upp eftir veikindi, hún eflir þá starfsemi lifrarinnar og nærir hana. Skammtar: 9-15 gr. á dag soðið í 20 mín. Í 1 lítra af vatni .  Drekkið fyrir mat til að örva matarlystina en annars eftir mat. Þessum eina lítra er skipt í 3 skammta yfir daginn. Forðist: Þegar um er að ræða ígerð í gallblöðru og stíflu í gallleiðara.

FÍFLABLÖÐ:  Laufblöðin eru týnd rétt fyrir blómgun þ.e í júní því þá er mestur kraftur í laufblöðunum, seinna fer mikið af kraftinum í blómin sjálf. Virk efni: ,,Sesquiterpenes lactones“ sem inniheldur ,,germacranolides taraxinic“ sýru glúkósídi  og  11,13-,,dihydrotaraxinic“sýru glúkósída. ,,Triterpenes “ eins og ,,cyclocutenol“ og jurtasterol  (,,beta-sitosterol,  stigmasterol  og campesterol“). ,,Caretenoids“ eins og ,,lutein“ og ,,violaxanthin“. Vítamín: A vítamín (14.000 a.e/ 100 gr. af ferskum blöðum), B vítamín, C vítamín og D vítamín.

Steinefni: Sérstaklega er hátt hlutfall af kalíum (3,5-4,5% í þurrkuðu laufi). Virkni efna: Tilraunir sem hafa verið gerðar sýna að fíflablöð eru þvagörvandi ef notuð eru 8 gr/kg líkama sem sagt ef manneskja er 60 kg þá þarf 480 gr á dag sem er dálítið mikið en þetta hefur meiri virkni en 80 mg af ,,frusemide“ sem er vökvalosandi lyf.  Svo er það góða við fíflablöðin að þau skila til baka kalíum sem tapast þegar auka vökvi fer út. Fíflablöðin innihalda einnig þessi beisku efni en í minna magni. Notkun: Fíflablöðin eru helst notuð til að losa auka vökva í líkamanum eða hverkyns vökvasöfnun sem verður í líkamanum. Það er einnig hægt að nota hana við lifrarkvillum eins og rótina. Gott er að borða fífla-2 blöðin snemma á vorin í salat til að efla hreinsun líkamans eins konar vorhreinsun. Skammtur: 4-10 gr í te þrisvar sinnum á dag. Látið te síast í að minnsta kosti 15 mínútur. Mig langar að láta eina uppskrift af Fíflavíni fljóta með.

PÍFLAVÍN:
2,3 1 fíflablóm(hausinn)
4,5 1 vatn
2 stórar appelsínur
1 stór sítróna
50 g rúsínur
2 msk ger
l,6 kg sykur
Setjið blómin í stóran pott, hellið síðan vatni yfir og látið suðuna koma upp. Rífið þá börk af sítrónu og appelsínum í fínar ræmur og setjið þetta út í. Bætið einnig sykri út í og sjóðið í 1 klukkutíma. Næsta dag bætið út í safanum af appelsínum og sítrónum og einnig rúsínum. Setjið þetta í gerjunarflösku og leyfið þessu að gerjast. Þegar gerjun minnkar eftir u.þ.b. 1 mánuð þá má setja þetta á flöskur og loka með korktappa.

Höfundur Kolbrún BjörnsdóttirFlokkar:Jurtir

%d bloggers like this: