Áhrif segulsviðsmengunar

Eftirfarandi grein er byggð á bókunum  ,,The Body Electric “ eftirRobert 0 Becker og Gary Selden og ,,Electromagnetic Man“ eftir Cyríl W Smith og Simon Best  Báðar þessar bækur eru vísindaleg úttekt alveg óháð því hvað fellur í góðan jarðveg hjá kerfinu eður ei. Þar á meðal er sagt frá eðli raffræðinnar í lifandi verum og staða rannsókna á því sviði í dag. Það er skemmt frá því að segja að allir þessir vísindamenn vara alvarlega við þeirri opinberu stefnu, sem nú ríkirgagnvart áhrifum rafsegulmengunar í vestræna heiminum.

Tveir þættir málsins
Fyrirbærið rafsegulsvið er af tvennum toga: Annars vegar er það náttúrlegt fyrirbæri og alheimurinn óhugsandi án þess. 1 gegnum ármilljónirnar hefur þetta segulsvið verið að breytast og hver breyting hefur haft ákveðna nýja þróun í för með sér. Hins vegar þekkjum við tilbúið rafsegulsvið, en það hefur verið að smá aukast síðustu 110 árin án þess að menn hafi gert sér nokkra grein fyrir því hversu slík aukning breytir náttúrlega segulsviðinu um alla jörðina. Það er nokkuð ljóst að rafsegulsvið jarðarinnar tekur breytingum á vissum tugþúsunda ára tímabili. Niðurstöður líffræðilegra rannsókna sýna, að hver slík rafsegulmengun, breyting hefur haft afgerandi áhrif á þróun lífvera umrædds tíma. Það leiðir því sjálfu sér, að þau náttúrulegu segulsviðsáhrif, sem hér ríktu ein fyrir 110 árum voru íjafnvægi við þróun lífvera jarðarinnar. Hvernig svo viðbótin, tilbúna rafsegulsviðið, sem við höfum bætt ofaná hitt, aðallega þó í vestrænu löndunum, kemur til með að virka á okkur sem lífverur, veit enginn nákvæmlega. En sé litið til þróunarsögu jarðarinnar, má gera ráð fyrir því að líffræðileg starfsemi okkar taki smám saman breytingum við þessi nýju áhrif. Ástandið í dag er því óvissuástand þar sem tilfinnanlega skortir nýjar rannsóknir áður en í óefni er komið.

Viðhorf dagsins í dag
Þær kenningar hafa verið viðteknar í líffræði, að allt líf snúist í rauninni um efnafræði og rafsvið komi þar hvergi við sögu. Því er sú ranga ályktun ekki langt undan, að rafsegulsvið af mismunandi tíðni hafi engin áhrif á lífverur. Enda hrynur engin lífvera beinlínis niður, jafnvel þó að hún sé sett í mjög sterkt rafsegulsvið um stund. En áður en hér verður fjallað um hvað það er, sem er líklegast hættulegast við rafsegulsviðið, skulum við líta á nútímakenningar um efnafræði lífsins í sögulegu samhengi: Við þurfum að fara allt aftur til ársins 1794 eða um 200 ár til þess að finna svarið. Um það leiti fann Luigi Galvani, líffræðiprófessor Bolonga á Ítalíu, strauminn, sem myndast í líkama við áverka á honum. Hann hafði þá rannsakað rafmagn í 20 ár og aðhylltist svokallaðan vítalisma. Það var önnur kenninganna um lífíð, sem þá voru efstar á blaði, en hin var mekanisminn.

Munurinn á þessum tveim stefnum er þessi:

Vítalisminn kemur frá Plató og Sókratesi. Hippókrates faðir læknavísindanna aðhylltist þá stefnu þó það hljómi eins og þversögn í dag. Í honum er ANIMA eða lífskraftur drifafl lífsins og rafmangið tengt honum. Mekanisminn er hins vegar kominn frá Aristótelesi. Hann inniheldur svonefndan rasjónalisma eða raunhyggju. Descartes lagði grunninn að þessu hugsunarmunstri á sautjándu öld. 1 kringum 1794 var mekanisminn að vinna á sem viðurkennd skoðun við hliðina á kenningum Newtons, enda þótt vítalisminn sé eldri kenning. Kenningar Newtons byggja á algerlega vélrænum heimi, þar sem allt er fyrirfram útreiknanlegt. Nútímamenning okkar býr ennþá að þessu hugsanamunstri enda þótt kvantaheimur

Einsteins og félaga hafi nú verið innan seilingar í nær 80 ár, en þar gilda lögmál tvíhyggju og óræðni. Það var svo um miðja nítjándu öldina að mekanisminn gekk af vítalismanum dauðum. 011 líffræði byggðist þar með á efnafræði og rafmagn var alls ekki til í lifandi verum! Menn telja að lokasigur mekanismans hafi þó ekki komið fyrr en með uppgötvun pensilínsins, sem þýddi algera byltingu innan læknisfræðinnar. Nú sýndist mönnum að efnisleg inngjöf, án alls rafmagns leysti allan vanda. Í kjölfarið óx efnafræðihyggjan og efnaiðnaðurinn gífurlega og hagsmunir hans fóru að skipta meira máli en einhverjar gamlar kenningar um vítalisma og rafmagn.

Lífrafsegulfræði sem hliðargrein
Örfáir brautryðjendur rannsökuðu þó áfram þau atriði innan líffræðinnar, sem eðli síns vegna var ekki unnt að skýra út með efnafræðinni einni. Þar má t.d. nefna Herbert Frölich, FRS. Rannsóknum þeirra miðaði þó hægt, þar sem ekki er unnt að fá rannsóknarfé til fyrirbæra, sem vísindaheimurinn gerir útlæg. Þar á ofan bætist við að hernaðarmaskínur stórveldanna hafa tekið þetta segulbylgjusvið mjög uppá sína anna í því skyni að framleiða ný og hraðvirkari drápsvopn og jafnvel til þess að fjarstýra fólki. Þeim er því ekki vel við það að einstakir óháðir vísindamenn rannsaki sviðið og geti þannig flett ofan af þessari leynistarfsemi.  Þeir beita óspart fyrir sig kjölturökkum, sem kalla sig vísindamenn, en eru í raun falsspámenn á launum hjá stórveldum. Samkvæmt reynslu Roberts 0. Becker, voru umsóknir hans fyrst í stað meðhöndlaðar sem vísindalegt guðlast. En hans meginsvið er lífsegulfræði (bioelectromagnetics). Hann lærði svo að dulbúa umsóknirnar og fékk sitt fram. En lauk ferli sínum á þann hátt að varnarmálaráð Bandaríkjanna skrúfaði fyrir rannsóknarfé til hans, eftir að hann bar vitni fyrir dómstólum á móti starfsemi bandaríska hersins í einu norðurfylki Bandaríkjanna. Þessi starfsemi hersins varð þess valdandi að fjöldi manns örkumlaðist og fjöldi vanskapaðra barna fæddust á svæðinu.

Hvað flokkast undir segulsviðsmengun?
Í síðastnefnda tilfellinu eru það svokallaðar ELP bylgjur eða lágtíðnibylgjur. En raunar kemur allt bylgjusviðið inn í myndina: Geislar sólarinnar, útvarpsbylgjur, örbylgjur. Með öðrum orðum allar elektrónur, sem eru á ferðinni umhverfis okkur og það er ekkert smáræði. Í einföldu máli má segja að allar elektrónur á ferð myndi um sig segulsvið. Hjá okkur í nútímanum hafa hættumörkin við þessi þekktu bylgjusvið verið sett við bruna vefja og fruma í líkömum, t.d. eins og af völdum röntgenbylgna. Allir eru sammála um þau hættumörk. Sömuleiðis er vitað um hættur af radarbylgjum og bylgjum í örbylgjuofnum. Langtímaverkanir fyrir utan augljósan bruna hafa hins vegar ekki verið skilgreind og því eru þar enn engra varúðarmerkja krafist af yfirvöldum.

Jákvætt segulsvið
Rafsegulsvið er augljóslega ekki bara hættulegt, það er einnig mjög gagnlegt eins og áður er sagt og raunar forsenda fyrir öllu lífi á jörðinni. Spurningin er bara sú að greina á milli þess, sem gerir okkur gagn og hins sem skaðar. Um það snýst allt málið. Eitt helsta gagn líkamans og raunar allra lifandi vera af rafmagni er sá rafstraumur í hálfleiðurum innan líkamans sem stjórnar frumuskiptingu og þar með öllum vexti og endurnýjun. Það má hraða vexti í lífverum með því að auka við þennan straum og hjálpa þannig náttúrlega straumnum. Til eru dæmi um endurvöxt tapaðra eða ónýtra líkamshluta hjá mönnum þó að smáir séu. Endurnýjun eftir beinarýrnun vegna liðagigtar er einnig stórmál.

Neikvætt segulsvið
En á eftir góðu fréttunum koma slæmu fréttirnar: 1 nútímanum erum við sífellt að fara úr einu segulsviðinu í annað. Og í hvert sinn myndast rafstraumur inni í líkama okkar. Líkaminn virðist bregðast við á þann hátt að framleiða mikið magn af stresshormónum og gerir okkur öll um leið taugaveikluð. Skoðað í ljósi þess hvernig ,,eimur versnandi fer“, þá er hér sennilega kominn einn sökudólgurinn fyrir verra mannlífi. Þegar rannsóknarmenn fóru að setja saman rannsóknarsvið, ályktuðu þeir sem svo, að hámarksstress og þunglyndi leiði til sjálfsmorða. Þeir öfluðu sér gagna um tíðni sjálfsmorða nálægt háspennulínum miðað við önnur svæði. 598 tilfelli voru könnuð. Í ljós kom að 22% fleiri menn sviptu sig lífi á svæðum nálægt háspennulínum. Þar sem segulsviðið var sterkast var tíðnin 40% meiri en á viðmiðunarsvæðinu. Sem sé meiri líkindi á sjálfsmorði eftir búsetu nálægt segulsviði háspennulína. Það er vitað að styrkur segulsviðsins fellur mjög snöggt í lítilli fjarlægð frá háspennulínunum, en minnka áhrifin síðan hægt í 2-3ja kílómetra fjarlægð þegar náttúrulegt rafsegulsvið jarðarinnar verður aftur sterkara.

Það er TÍÐNI rafstraumsins, ekki segulsviðsstyrkleikinn, sem er undir grun um að lækka framleiðslu taugaflutningsvökva (norepinephrine) í heila. En einmitt það eru læknisfræðileg greiningareinkenni þunglyndis. Það eru ennfremur slæmar fréttir fyrir okkur, að margt bendir til þess að krabbameinstilfelli aukist nálægt tilbúnu segulsviði og þarf þá alls ekki háspennulínur til. Hugsanleg skýring á því er þessi: Krabbameinsfrumur eru vitlaust forritaðar frumur. Þær myndast vegna ruglings í gena dreifingunni innan frumanna, en í hverri einustu frumu eru allir erfðavísar viðkomandi lífveru. Þetta þýðir að við höfum öll nokkrar krabbameinsfrumur í líkamanum á hverjum tíma. ónæmiskerfi líkamans sér um að gera þær óskaðlegar. Sé það hins vegar truflað t.d. með segulsviðsmengun, nær þessi óeðlilegi frumuvöxtur auknum hraða.

Krabbameinsfrumur hegða sér líkt og frumur í fóstri gera:

Taka til sín alla næringu, en líkaminn sem hýsir þær fær svo afganginn. Hvað sem öðru líður myndar utanaðkomandi segulsvið rafstraum í líkama okkar. Hann getur undir vissum kringumstæðum haft áhrif á frumuvöxt og þá einnig á frumuvöxt krabbameins fruma. Þetta er eitt af þeim málum, sem þarf að skoða miklu betur. Rannsóknir á dýrum hafa leitt í ljós að unnt er að endurforrita krabbameinsfrumur, þannig að þær breytast í eðlilegar frumur með aðstoð lágtíðnirafstraums.

Nýir sjúkdómar síðari ára
Á það hefur oft verið bent að sjúkdómar, sem eru illviðráðanlegir, koma æ oftar fram hin síðari ár. Vísindamennirnir telja að beint samhengi sé á milli þess og aukinnar segulsviðsmengunar. Frá 1950 hefur t.d. eftirfarandi komið fram:

Reye’s syndrome: Veldur dauða barna
Legionarie veiki: 1976 : Veira úr jarðvegi, sem var áður óskaðleg
AIDS vírus: Enn ólæknandi
Herpes genitalis: Minnkandi viðnám fremur en nýir siðir í kynlífsmálum

Aðrir helstu skaðvaldar nútímamenningar
Sjónvarpsskjáir: fósturlát, andvana börn og fæðingagallar (USA). Tölvuskjáir og mörg fleiri heimilistæki á hátæknisviðinu. Vitað er að allir skjáir senda út örbylgjur, röntgengeisla og útfjólubláa geislun. Rannsóknir eru til á því hvernig hver þessara geisla virkar á lifandi verur, en engin um það hver eru synergetísk áhrif þeirra allra saman. Vinnustöðvar tölvanna senda svo út ELF (lágtíðni) bylgjur sem einnig geta valdið skaða. Til er yfirgripsmikil rannsókn vinnueftirlits Bandaríkjanna frá 1977 á skjám: Röntgengeislun var innan við hálft millirem/klst, sem eru hámarksmörkin fyrir starfsmenn kjarnorkuvera. Þó eru þeir í stöðugri skoðun vegna vinnu sinnar, en starfsmenn við skjái eru það hins vegar ekki. Mikið hefur verið vitnað í þessa skýrslu síðan, en hún átti að hvítþvo framleiðendur skjáa af hættum fyrir notendur. Þó mælir skýrslan ekki jóníska geislun, sem vitað er að er mjög hættuleg fólki. Sömuleiðis voru ekki mældir BILAÐIR skjáir sem geisla mun sterkara en hinir.

Hvað skal til bragðs taka? Vísindamennirnir benda á nokkur ráð:

Að breyta tíðni rafstraums okkar frá 60 HZ í 400 HZ. Grafa niður háspennustrengi og skerma þá af. Endurhanna tæki okkar þannig að þau noti minni straum. Hætta að senda straum langar leiðir: Efla einkarafstöðvar t.d. með vindafli og sólarorku. Taka alls ekki upp ofurleiðarastrengi þá eykst segulsviðið um allan helming. Eins og áður segir er mesta hættan við þetta tiltölulega nýja svið það að við sjáum engin bein áhrif frá degi til dags. Þess vegna er ekki nægjanlega brugðist gegn þeim. Robert 0. Becker telur að verði ekkert að gert, verði mannkynið útdautt eftir þrjár kynslóðir. Hann segir framtíð okkar byggjast á því að vísindamenn og almenningur taki höndum saman um að endurskoða ákvörðunartökukerfið. Það er orðið of tengt valdastofnunum. Þeir sem ráða vilja enga endurskoðun vegna hagsmunatengsla.

Höfundur: Einar Þorsteinn Ásgeirsson hönnuður , greinin birt í Heilsuhringnum árið 1993



Flokkar:Umhverfið

Flokkar/Tögg, , ,