Úr einu í annað

Breytt viðhorf til bætiefna
Á liðnum áratugum hefur viðhorf lækna og manneldisfræðinga til bætiefna tekið umtalsverðum breytingum. Lengst af hefur opinber stefna heilbrigðisyfirvalda flestra landa verið sú að gefa út töflur með ráðlögðum dagskömmtum hinna ýmsu næringarefna. Þessar töflur eru oft fengnar með því að athuga fæðuvenjur hjá hópi heilbrigðs fólks. Síðan eru tekin meðaltöl og e.t.v einhverju bætt við þau. Þeir skammtar eru svo hinir „Ráðlögðu dagskammtar,“ R.D.S. (eða R.D.A. á ensku) sem gefnir eru út fólki til leiðbeiningar. Þó að þessi aðferð sé að mörgu leiti eðlileg og geti hentað sumum vel, tryggir hún þó engan veginn að allir fái bætiefni við sitt hæfi. Þörf fólks er nefnilega stundum allt önnur en áðurnefnd meðaltöl. Einnig segja meðaltöl ekkert um hvaða næringarefnaskammtar gefa bestu hugsanlega heilsu og langlífi. Þau segja aðeins hvaða fæðuvenjur eru ríkjandi hjá því fólki sem könnunin nær til. Vissulega geta þannig meðaltöl gefið gagnlegar upplýsingar og gera það vafalítið í sumum tilfellum. Þau verður þó ætíð að taka með varúð en ekki líta á eins og einhvern óbrigðulan sannleika.

Óheppilegir umhverfisþættir geta valdið því að miklum mun meira þurfi af vissum næringarefnum í fæðu heldur en þyrfti að öðrum kosti. Vinnsla og matreiðsluaðferðir ræna oft fæðuna mikilvægum næringarefnum, sem þá verður að bæta sér upp á annan hátt. Mengun af ýmsu tagi, tóbaksreykur, leifar skordýraeiturs og illgresiseyðis í fæðu og margt sem fylgir nútíma lifnaðarháttum gera ástandið verra en áður var. Auk þess má í ýmsum tilfellum gera ráð fyrir að einhliða notkun tilbúins áburðar og ræktun sömu jurta áratugum saman á sömu ökrunum komi fyrr eða síðar fram í lakari gæðum uppskerunnar heldur en ef eldri ræktunaraðferðum væri beitt í nútíma landbúnaði. Allt þetta verður að hugleiða þegar næringarþörf fólks í nútíma þjóðfélögum er rædd og einnig sé reynt í alvöru að ákvarða eitthvað sem nefna mætti „Ráðlagða dagskammta.“ Nýlega voru birtar niðurstöður stærstu langtíma könnunar sem gerð hefur verið á áhrifum E- vítamíns á tíðni hjartaáfalla.

Niðurstöðumar voru birtar í tímaritinu „New England Joumal of Medical,“ sem er eitt virtasta læknatímarit í heiminum. Mikið hefur á liðnum árum verið deilt um gagnsemi eða gagnsleysi E-vítamíns við ýmsum sjúkdómum m.a. hjartasjúkdómum. Nú ættu þær deilur a.m.k. í sambandi við hjartasjúkdómana að hljóðna. Þær deilur náðu alla leið hingað til Íslands og fyrir allmörgum árum urðu nokkur blaðaskrif um bætiefni, gagnsemi þeirra eða gagnsleysi í fjölmiðlum. Þar var m.a. rætt um E-vítamín. Marteinn sálugi Skaftfells taldi réttilega að það dragi úr líkum á hjartasjúkdómum en andmælandi hans, þekktur læknir, taldi að ýmislegt benti til, að það gæti frekar valdið þeim heldur en hindrað þá, sérstaklega í stórum skömmtum. Á þessum tímum var þó nægilega mikið vitað um E-vítamín til að raunverulega vantaði aðeins stóra faraldsfræðilega könnun, eins og nú er búið að gera, til að sanna endanlega gagnsemi þess við hjartasjúkdómum.

Hvort skyldi hjartasjúklingum á Íslandi hafa gagnast betur „fræði“ læknisins eða upplýsingar Marteins og Elsu Vilmundardóttur, sem einnig tók þátt í þessum skrifum? Niðurstaða könnunarinnar, sem ég nefndi áðan, og sem náði til meira en hundrað þúsund einstaklinga, var mjög skýr og afdráttarlaus: 40% færri hjartatilfelli voru í þeim hópi sem notaði 100 mg af E-vítamíni á dag heldur en í þeim hópi sem ekki tók E-vítamín. Ráðlagður dagskammtur af E-vítamíni er ekki nema 10-15 mg. Þó að það sé lítið magn er þó ólíklegt að meiri hluti þjóðarinnar fái einu sinni ráðlagða dagskammtinn úr fæðunni, vegna þess að E-vítamín er viðkvæmt og þolir illa geymslu, einnig í frosti. Í ómöluðu komi geymist það vel en í möluðu komi og brauði eyðileggst það afar hratt, þannig að eftir nokkra daga er lítið sem ekkert eftir. Sama er að segja um tilbúinn pakkamat og aðra tilbúna matvöru.

Í bleiktu hveiti er alls ekkert E-vítamín. Sennilega em 10-15 mg af E-Vítamíni ekki nægilega mikið til að verja okkur fyrir alvarlegum sjúkdómum eins og hjartasjúkdómum og krabbameini, ef lifað er að mestu á hefðbundnu fæði Vesturlandabúa, þó að það kunni að nægja sé eingöngu lifað á hollustufæði, t.d. eins eða líku og Hunza-þjóðin lifir á og þekkt er fyrir langlífi og gott heilsufar. Því má telja að ráðlagður dagskammtur E- vítamínsins, miðaður við venjulegt vestrænt fæði, sé til muna of lágur. Rannsóknin, sem hér er til umræðu, bendir vissulega til þess. E.t.v. eru 100 mg á dag nær hinu rétta. Einnig má benda á að aðrir oxunarvarar en E-vítamín skipta einnig máli og geta í sumum tilfellum komið í stað þess. Sumir vísindamenn, með dr. Linus Pauling í broddi fylkingar, telja C-vítamín ennþá mikilvægara. Gera þyrfti viðlíka rannsókn á því og fleiri andoxunarefnum, eins og búið er að gera með E-vítamínið, til að fá úr því skorið.

Hvað sem því líður er augljóst að útilokað er fyrir nútímafólk að fá nægilegt E-vítamín fyrir bestu heilsu úr venjulegu vestrænu fæði.Því er ekki um annað að velja en annað hvort að breyta um mataræði og taka upp mikla neyslu á óunnu kornmeti og hráfæði eða taka E-vítamín sem fæðubótarefni. Einnig væri æskilegt að fá miklu meira af C-vítamíni og öðrum oxunarvömm úr fæðunni, t.d. karótinefnum, sem einkum fást úr rótarávöxtum, sér í lagi gulrótum og grænum plöntum. Þetta hafa vísindamenn nú gert sér ljóst og boðorð margra þeirra í manneldismálum er að vestrænar þjóðir eigi fyrst og fremst að stórauka neyslu sína á grænmeti og ávöxtum en minnka á unnum kolvetnum, sér í lagi sykri, fitu og próteinum, sérstaklega úr dýraríkinu, enda þótt óþarfi sé að hætta með öllu að nota þannig mat. Við í Heilsuhringnum getum horft með ánægju til þessarar viðhorfsbreytingar. Þetta er einmitt það sem við höfum barist fyrir á liðnum árum en ekki alltaf hlotið nægilega góðan hljómgrunn. Vonandi er þar að verða breyting á.

Kólesteróllækkandi lyf fjölga dauðsföllum
Á undanförnum árum hafa komið fram nokkur lyf sem lækka kolesterol í blóði, séu þau gefin sjúklingum með hærra kólesteról en talið er æskilegt. Í tímaritinu „Townsend Letter for Doctors,“ var nýlega sagt frá athugunum sem gerðar hafa verið á hvort þannig lyfjagjöf auki lífslíkur fólks í samanburði við einstaklinga með of hátt kólesteról sem enga læknismeðferð hlutu. Í hópnum sem meðferð hlaut, tókst með lyfjagjöf að lækka kólesterólið nægilega mikið til að samkvæmt viðurkenndum kenningum hefðu lífslíkur þeirra sem í honum voru átt að aukast um 46%. Önnur var þó raunin á. Eftir 15 ár höfðu 45% fleiri dáið úr þeim hópi en hinum. Þegar dánarmein þeirra höfðu verið athuguð kom í ljós að 142% hærri dánartíðni úr hjarta- og æðasjúkdómum var í þeim hópi en þeim sem enga meðferð hlutu. Lyfin sem notuð voru í athuguninni voru í flestum tilfellum „Clofibrate“ og/eða “ Probucol“ og í sumum tilfellum einnig blóðþrýstingslækkandi lyf. Einnig kom í ljós að miklum mun fleiri úr rannsóknarhópnum en samanburðarhópnum dóu vegna ofbeldis (morð, sjálfsvíg o.s.frv., 13:1). Vitað er frá dýratilraunum að annað kólesteról lækkandi lyf, „Lovastatín,“ beinlínis eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Það stafar af því að það hindrar myndun „Mevalonsým“ í lifrinni, en kólesteról myndast úr mevalonsýru. Annað mjög mikilvægt efni myndast einnig úr mevalonsýru en það er „Kóensim Q-10.“ Lovastatin hindrar því ekki aðeins að kólesteról myndist í lifrinni, heldur einnig kóensím Q-10, en það er mjög virkt efni sem líkaminn notar, m.a. til að hindra hjarta- og æðasjúkdóma. Dýratilraunir benda til að lovastatin beinlíms auki tíðni ýmissa sjúkdóma m.a. í blóðrásarkerfinu.

Getur lýsi hindrað gláku?
Í áðurnefndu tímariti er sagt frá tilraunum sem gerðar voru með kanínur sem gefið var lýsi og jafnframt fylgst með vökvaþrýstingi í augum þeirra. Eftir að byrjað var að gefa þeim lýsið féll augnþrýstingur þeirra að meðaltali úr 25 mm Hg niður í 11 mm Hg. Því væri ekki óhyggilegt að álykta að lýsi sé gagnlegt fyrir fólk sem þjáist af gláku, sem er of hár vökvaþrýstingur í augum. Vitað er að Eskimóar sem nota mikið af lýsi og sjávardýrafitu fá sjaldan gláku, en fyrr en búið er að gera vísindalega athugun á áhrifum lýsis á augnþrýsting í fólki er ekki rétt að staðhæfa eitt eða neitt um þetta. Þó sýnist ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að taka daglega lýsi, ef þeir þola það vegna meltingarfæranna, þó að ennþá vanti vísindalegar sannanir, enda er vitað um ótal margt annað sem lýsið gerir til að bæta heilsu okkar.

Heilsusamleg sjávardýrafíta
Í vetur sem leið var sagt frá því í útvarpinu að vísindamenn í Englandi hefðu uppgötvað að fitusýra sem finnst í sjávardýrum og  heitir „Eikosa pentaensýra,“ venjulega skammstöfuð EPA, sé gagnleg við krabbameinslækningar. Lítið meira var sagt í fréttinni, en ef við fáum síðar nánari upplýsingar, munum við segja frá þeim hér í blaðinu. Í þorskalýsi er nálægt 10% þessarar fitusýru og í sérhverri frumu kaldsjávarfiska finnst eitthvað af EPA. Í nokkur ár hefur verið vitað að EPA í fæðu dregur úr líkum á hjartaáföllum og blóðtöppum í æðum. Það að EPA geti einnig gagnast við krabbameinslækningar er þó alveg nýtt en þarf þó ekki að koma svo mjög á óvart þeim sem mikið hafa hugleitt efnaskipti krabbameins fruma og í hverju þau eru frábrugðin efnaskiptum annarra fruma. EPA dregur nefnilega stórlega úr myndun prostaglandin-efna úr „Arakidonsýru,“ sem er önnur fitusýra sem einkum finnst í fitu úr dýraríkinu. Krabbameinsfrumur framleiða heilmikið af þessum prostaglandinum og e.t.v. eru þau nauðsynleg fyrir viðhald æxlisfruma. Mikið af EPA í fæðu en lítið af arakidonsýru gerir þá æxlisfrumunum erfitt um vik að mynda þessi óæskilegu prostaglandin, sem einnig koma við sögu við ýmsa bólgusjúkdóma, t.d. liðagigt o.m.fl. Í fréttum frá Noregi s.l. vetur var sagt frá að vísindamenn við Háskólann í Tromsö hefðu fundið að hvallýsi væri til muna áhrifaríkara gegn hjartasjúkdómum heldur en t.d. þorskalýsi. Það dregur meira úr líkum á blóðtöppum og sennilega hindrar það „hjartaflökt“ betur. Hvort þetta stafar af áður óþekktum efnum í hvallýsi, eða þekkt efni eins og t.d. EPA, DHA (Dokosahextaensýra) eða annað veldur þessu er ennþá óljóst. Spennandi verður að fylgjast með þessum rannsóknum á komandi árum.

Góður gestur
S.l. sumar var hér á ferð góður gestur frá Bandaríkjunum. Þessi gestur var dr. Herbert F. Pierson. Undirritaður átti þess kost að ræða við hann að Hótel Sögu, þar sem hann bjó meðan á dvöl hans hér stóð. Þetta viðtal gæti hæglega verið efni í langa grein, en hér verður aðeins stiklað á stóru og maðurinn kynntur lítillega. Dr. Herbert F. Pierson er náttúrulyfjafræðingur (pharmacognoscist), sérfróður um ýmis lyf sem finnast í náttúrunni. Hann lauk doktorsprófi frá Ríkisháskólanum í Washington árið 1984. Doktorsritgerð hans fjallaði um rannsóknir á meðferð gegn illkynja sortuæxli og fólst meðferðin í samhæfingu mataræðis og lyfjagjafar. Að loknu doktorsprófi hlaut hann mjög eftirsóttan námsstyrk við Bandarísku heilbrigðismálastofnunina og vann þar í tvö ár að rannsóknum á næringarþörfum krabbameinsfrumna og setti saman margvíslega og mismunandi lyfjahópa sem gætu hugsanlega unnið á krabbameinsfrumum vegna einhverra veikleika í eðli þeirra. Því næst vann Pierson í um það bil ár sem eiturefnafræðingur hjá Heilbrigðisnefnd bandarísku neytendasamtakanna (U.S. Consumer Product Safety Commission) við eftirlitsrannsóknir. Þá bauðst honum starf hjá Bandarísku krabbameinsstofnuninni og þar vann hann í fimm ár að krabbameinsrannsóknum. Þar setti hann fram fjölmargar áætlanir um tilhögun rannsókna á áhrifum og virkni krabbameinshamlandi efna.

Reynsla hans og fyrri kynni hans af náttúruefnum urðu til þess að áform komu fram um að vinna að samsetningu forvarnarfæðis (Designer foods) gegn krabbameini. Markmið þessa gríðarmikla verkefnis, sem verja á til 20,5 milljónum dala, er að rannsaka virkni ýmissa innihaldsefna í margvíslegum plöntuafurðum gegn krabbameini. Forvarnarfæðisverkefnið vakti mikla athygli um víða veröld. Dr. Pierson hefur síðan komið fram í mörgum sjónvarps- og útvarpsþáttum og vitnað er í hann í hundruðum viðtala um mataræði. Dr. Piersons vinnur nú sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði matvæla- og lyfjaiðnaðar. Dr. Pierson telur rétt mataræði vera lykilinn að góðri heilsu. „Þú ert það sem þú nærist á,“ segir hann. Hann og samstarfsmenn hans í Bandaríkjunum eru að vinna að stóm verkefni. Það er að setja saman mataræði til að koma í veg fyrir krabbamein. Þeir eru að rannsaka fjölda jurta. Nú sem stendur er fjöldi þeirra meira en 40. Allar þessar jurtir innihalda efni sem vinna á einn eða annan hátt gegn krabbameini, sumar mörg efni. t.d.innihalda allar jurtir af krossblómaættinni (káljurtir, rófur, hreðkur o.fl.) fjölda slíkra efna. Á þessu ári leggja þeir aðaláhersluna á þrjár jurtir. Það eru hvítlaukur, lakkrísrót og lín (hör)fræ.

Dr. Pierson teiknar þríhyrning með eitt hornið upp. Í því horni er sú jurt sem hann telur mikilvægasta. Neðar í þríhyrningnum eru svo aðrar jurtir með minni þýðingu. Hann segir: „Vel getur verið að þessar jurtir færist ofar eða neðar í þríhyrningnum, þegar þekking okkar á þeim vex, en þær verða samt allar í honum, það er ég viss um.“ Dr. Pierson dáir hvítlauk heilmikið. Þó segir hann að ekki megi nota hráan hvítlauk í of stórum skömmtum. „Betra er oft á tíðum,“ segir hann, „að nota leginn hvítlauk t.d. Cyolic. Hann má nota eins mikið og verkast vill án áhættu“ Hann vill að þessar læknandi jurtir séu hluti af fæðinu, fremur en búa til úr þeim pillur. „Fólk má ekki fá þá tilfinningu að það sé að nota lyf,“ segir hann. „Jurtirnar eiga að vera hluti af daglegu fæði.“ Þess vegna eru þeir nú að setja saman mataræði sem kemur í veg fyrir að fólk veikist af krabbameini.



Flokkar:Úr einu í annað

%d bloggers like this: