Fúkkalyf og örveruvistkerfi líkamans.

Helgi Valdimarsson prófessor flurri erindi  á haustfundi Heilsuhringsins 1993

Í svo stuttu erindi get ég ekki farið ítarlega út í það efni, sem ég var beðinn að tala um.  Viðfangsefnið hefur mjög marga, flókna og samsnúna þræði, og jafnframt er ekki vitað nema takmarkað ennþá um sambýli líkama okkar við þær örverur, sem eiga að byggja líkama okkar. Örveruvistfræðin er í raun fræðigrein, sem áhugi er nú fyrst að vakna fyrir og rannsóknir fylgja á eftir. Langt er síðan spakmælinu „maður líttu þér nær“ var varpað fram. Það er því merkilegt, að það vistkerfi, sem næst manninum stendur – þ.e.a.s. örveruvistkerfi mannslíkamans hefur fengið minnsta athygli í umræðu undanfarinna ára um þau vistkerfi veraldar, sem við vitum að eru til.

Meginreglan um yfirborð líkama okkar er sú, að þar lifa margar tegundir af örverum. Þó er tiltölulega lítið af örverum á yfirborði augnanna, því að í tárunum eru mjög öflug efni, sem virka gegn örverum. Önnur undantekning er maginn. Það er venjulega mjög lítið af örverum í tómum maga vegna efnakljúfa sem þar eru, og miklu sýru, sem þar á að vera. Sýran og efnakljúfarnir hamla gegn vexti flestra örvera. Þegar við borðum mat, þá berst náttúrlega alltaf eitthvað af örverum með matnum ofan í okkur. Stundum viljum við hreinlega fá örverur með matnum eins og í ,,lifandi“ jógúrt eða súrmjólk, en þar eru örverur, sem eru tiltölulega hæfar til að lifa í súm umhverfi. Meltingarvegurinn er býsna langur gangur. Leiðin frá munninum niður í endaþarm er u.þ.b.7-8 metra löng. Auk þess er yfirborð hans ótrúlega mikið eða hvorki meira eða minna en á stærð við handboltavöll.

Hvernig má það vera að svo mikið yfirborð geti rúmast á ekki lengri leið en frá maga í endaþarm? Inn í garnaganginn ganga stórir separ, og út úr þeim ganga smærri totur, örtotur sem við sjáum ekki með berum augum. Það má líkja þessu við frumskóg. Ef við tökum lítinn blett í skóginum og mælum flatannál yfirborðs alls gróðursins, sem þar vex, þá sjáum stærð alls yfirborðsins, (ekki bara stærð skógarbotnsins). Með sama hætti eykur meltingarvegurinn yfirborð sitt. Þetta yfirborð tryggir að nægileg næringarefni komist inn í ílíkamann honum til viðhalds, hreyfingar og vaxtar. Þróunin hefur gert kröfu um þetta mikla yfirborð á tímum þegar mannkynið hafði úr miklu minna að moða en við höfum í dag í velferðarþjóðfélögunum.

Í neðri hluta meltingarvegarins úir og grúir af örverum. Fjöldinn er stjarnfræðilegur og tegundirnar mjög margar. Þar sem ég hef verið að tala um örverur, þá er ekki úr vegi að gera örstutta grein fyrir því hvað örverur eru. Örverur eru einfaldlega lífverur, sem eru of litlar til að mannsaugað greini þær nema með stækkunargleri eða smásjá. Við sjáum ekki eina venjulega frumu til þess þarf að stækka frumur allt upp í hundraðfalt. Flestar örverur eru margfalt minni en frumur. Örverur geta búið í sátt og samlyndi á líkaman okkar, en þær geta líka valdið sjúkdómum allt eftir því hvernig í pottinn er búið. Stærstu örverumar eru Fínfrumungar og sveppir.

Sveppir geta orðið stórir vegna þess að þeir geta stundum myndað býsna langa þræði. Því er oft álitamál hvað teljast skuli einn einstaklingur og hvað er í raun og veru fjölbýli sveppa. Þeir sveppir sem oftast eru í nábýli við tíkamann, alla vega á slímhúðum, eru gjarnan kúlulaga ef allt er með felldu. Þeir minna á venjulegt ölger og pressuger sem myndar yfirleitt ekki þræði. Hins vegar myndast þræðir, þegar þessir kúlulaga sambýlissveppir okkar reyna að fara lengra inn í líkamann. Þar sem þeir hitta fyrir varnarkerfi líkamans, þá mynda þeir þræði. Næstar koma bakteríumar. Þær eru flestar það litlar, að inni í einni frumu gætu rúmast allt upp í 40 bakteríur. Þetta fer auðvitað eftir stærð fruma og stærð baktería, en til þess að hafa eitthvert stærðarviðmið huga, má segja að venjuleg baktería sé um það bil 40 sinnum minni en venjuleg fruma. Veirur eru ófullkomnustu  lífverumar, sem við þekkjum.

Þær geta ekki fjölgað sér að eigin rammleik og verða því að fara inn í frumur, sveppi eða bakteríur, sem geta fjölgað sér að eigin rammleik. Þar nota veirur sér þann búnað sem þessar frumur sveppir eða bakteríur hafa til þess að fjölga sér. Að öðru leyti hafa veirur sín einstaklingsein- kenni, erfðaefni o.s.frv., sem þær flytja til afkomenda sinna þegar þeim fjölgar.

Einn af stærstu áfangasigrunum til aukins heilbrigðis mannkyns náðist þegar menn gerðu sér grein fyrir því að örverur geta valdið sjúkdómum. Ég þarf ekki að rekja þá sögu hér. Stundum þegar gerðar eru einhverjar uppgötvanir er snerta mannskepnuna og eðli hennar, þá hættir okkur til að leiðast út í dálitlar öfgar. Sú stefna reis upp að best væri að vera laus við allar örverur. Æskilegast væri að vera sem gerilsnauðastur eða sótthreinsaður. En við vitum það núna, að þetta er alrangt. Það er beinlínis nauðsynlegt fyrir okkur að hafa sumar tegundir örvera á okkur, sumar framleiða  jafnvel efni, sem er mikilvægt fyrir líkama okkar. Gamalt og velþekkt er dæmið um B-vítamín, en sumar örverur, sem byggja garnir okkar eða meltingarveg framleiða það, og líklega einnig efni, sem  styrkja slímhúð. Þannig eru ýmsar örverur hreinlega heilsusamlegar eða heilsuvænar sé það tískuorð notað.

Best þekkta örveran af þessu tagi er einmitt mjólkursýrugerlar. Margar af sambýlisörverur okkar eru hvorki gagnlegar né skaðlegar þ.e.a.s. þær eru bara þarna og við vitum ekki hvers vegna, en fjöldi hverrar tegundar verður að vera í skaplegu jafnvægi við fjölda annarra örvera.

Þannig eru ýmsar örverur meinlausar meðan fjöldi þeirra er innan tiltekinna marka, en fjölgi þeim um of, fari þær að taka meira pláss en í góðu hófi gegnir, þá  geta þær farið að valda skaða. Langsamlega minnstur hluti þeirra örvera, sem við komumst í tæri við í daglegu lífi, eru sýklar. Það er undantekning en ekki regla að örverur séu sýklar. Nú ég þarf ekki að segja ykkur það, að vissar örverur geta verið sýklar fyrir sum dýr án þess að vera sýklar fyrir menn og öfugt, en stundum fer þetta þar saman. Hver örvera sem er í nánum tengslum við líkama okkar og fjölgar sér í samkeppni við aðrar örverur í nágrenninu, er auðvitað lítil en býsna flókin efnaverksmiðja. Ég býst við að hver baktería framleiði fleiri tegundir efna heldur en flóknasta efnaverksmiðja.

Örverur eru líka það fimar í sinni efnaframleiðslu að þær geta temprað framleiðslu vissra efna og aukið framleiðslu annarra allt eftir aðstæðum hverju sinni. Ég nefndi áðan að fjöldi örvera gæti verið þúsund, þúsund, þúsund milljónir í hverju grammi af hægðum. En það er ekki bara fjöldinn, sem skiptir máli, heldur eru það líka tegundirnar af örverum en þær eru mjög margar.

Ég ætla ekki að fara nákvæmlega út í tegundirnar en ég ætla þó aðeins að minnast á,  grófa flokkun þeirra baktería, sem byggja t.d. garnir okkar. Flokkunin byggir m.a. á því hvernig þær litast með svokallaðri Gram litun. Gramm jákvæðar bakteríur hafa tilhneigingu að vera kúlulaga, en gramm-neikvæðar eru yfirleitt staflaga. Svo skiptast gramm-neikvæðu stafirnir í bakteríur, sem geta vaxið án súrefnis í afkimum þar sem súrefni er ekki til staðar.  Þá eru aðrar staflaga bakteríur, sem þurfa að hafa súrefni. Á stöðum í líkamanum þar sem súrefni vantar, njóta bakteríur sem ekki þurfa súrefni yfirburðar og  taka yfirhöndina.

Það eru til margar tegundir af sveppum en hér ætla ég fyrst og fremst að gera að umtalsefni þá sem vaxa í sambýli við húð og slímhúðir. Þeir sveppir sem t.d. angra fæturna sumra sem stunda sund, eiga sér  bólfestu milli tánna eða í sprungum á hælunum. Þessir sveppir lifa talsvert djúpt í húðinni miðað við aðrar örverur og senda  þræði inn í það þykka yfirhúðarlag, sem  þekur t.d. iljar. Þeim er eiginlegt að mynda þræði, þegar þeir koma sér fyrir í húðinni. Hinir sveppirnir, sem byggja slímhúð, eru yfirleitt kúlulaga, og þeim er ekki eðlilegt að  senda þræði inn í slímhúðina líkt og húðsveppirnir gera.

Hvers vegna hættir okkur til að fá óþægindi af sveppum í fætur, ef við  förum í sund.? Ég get ekki svarað þessu með hörðum, fræðilegum niðurstöðum, vegna þess að það hefur ekki verið rannsakað. En ég er nokkuð viss um, að við eigum ekki að hugsa um sveppaóþægindi sem sýkingu, vegna þess að það er eðlilegt að finna þessa sveppi á fótum allra hvort sem þeir  fara í sund eða ekki.  Venjulega eru þeir þarna í litlu magni, og við sundið hleypur  ofvöxtur í þessa sveppi.

Hvers vegna gæti þetta gerst?

Ef þeir lifa dýpra í húðinni en  aðrar örverur, t.d. bakteríur, sem eru þarna líka í samkeppni við sveppinn, þá drepur klórið í vatninu örverur,sem lifa ofar í húðinni. Sveppirnir eru hins vegar betur varðir og nota því hið nýja vaxtarrými til að breiða úr sér og valda óskunda. Þetta held ég að sé gott dæmi til þess að sýna fram á muninn á óþægindum, sem orsakast af offjölgun örvera sem eiga að vera til staðar og því að sýkjast. Sýking felst í því aðörverur koma sér fyrir einhvers staðar þar sem þær eiga ekki að vera. Auðvitað er sýkingin þó þeim mun verri sem að sýklarnir, sem hafa komist inn, eru fleiri. Ég nefndi þetta sérstaka dæmi með húðina og sundið. Við vitum náttúrulega, að í sundlaugum er notað klór, en það er mjög fjölvirkt örverueyðandi efni. Langflestar örverur deyja, sem á annað borð komast í snertingu við þetta klórsamband, og til þess er það sett út í vatnið.

Öðru máli gegnir, þegar við förum að tala um sýklalyf. Venjuleg sýklalyf verka á bakteríur en ekki sveppi. Þó það séu sýklarnir, sem fúkkalyfinu er stefnt gegn, þá eru þeir ekki einir um að verða fyrir barðinu á því. Flestar bakteríur, sem eiga að vera á líkama okkar verða fyrir verkunum af fúkkalyfjunum. Þetta er mjög mikilvægt atriði. Fúkkalyf eins og gamla og góða pensillínið virkar aðeins á mjög fáar tegundir af bakteríum. Síðari tíma fúkkalyf sem kölluð eru breiðvirk, virka á miklu fleiri tegundir, og þá verður meiri röskun á því flókna örveruvistkerfi, sem er á slímhúð okkar og húð. Fjölvirk sýklaefni eru auðvit að þægilegri í notkun að því leyti, að þá getur maður verið öruggari um, að viðkom andi fúkkalyf virki á þá bakteríu, sem veldur  sýkingunni.  Þetta eru fúkkalyf, sem við fáum kannski við kinnholubólgu, bronkítis, þvagfærasýkingu eða blöðruhálskirtilsbólgu eða jafnvel unglingabólum. Það eru oft gefnir langvinnir kúrar af tiltölulega breiðvirku eða fjölvirku fúkkalyfi gegn slíkum húðútbrotum.

Enginn þessara lyfja virka á sveppi og  þau geta valdið mikilli röskun á örverukerfi líkamans. Þegar ég var að læra læknisfræði og þar með örverufræði og sýklafræði, þá var það tvennt sem mér var kennt að varast í sambandi við notkun sýklalyfja.  Annað var ofnæmi, sem menn geta fengið fyrir sýklalyfjum, og hitt var það að nota ekki sýklalyf í óhófi, vegna þess að bakteríusýklar gætu hugsanlega orðið ónæmar fyrir sýklalyfjum. Það var ekki minnst á örveruvistkerfi líkamans og röskun þess. En hins vegar var það vel þekkt á þeim tímum að sumt fólk sem þurfti að taka fúkkalyf, fékk  niðurgang, fúkkalyfjaniðurgang. Það var líka þekkt að konur fengu óþægindi í leggöng, óþægindi sem lýstu sér með kláða, sviða og útferð frá leggöngunum. En á þeim tíma var þetta ekki tengt röskun í örveruvistkerfi líkamans.

Og það undrar mig, eins og ég gat um hér í upphafi, að enn þann dag í dag skuli ekki hafa verið gerðar meiri rannsóknir að þessu leyti. Þetta er svið sem virkilega bíður vandaðra rannsókna. Ég ætla ekki að reyna að útskýra fyrir ykkur ónæmiskerfi líkamans þótt það komi sannarlega inn í þá mynd, sem ég er að reyna að draga upp fyrir ykkur. Við töluðum áðan um að örverurnar væru efnaverksmiðjur. Það eru margvísleg efni, sem örverurnar mynda. Sum geta verið örvandi í litlu magni en skaðleg í því mikla magni, sem myndast þegar ákveðin tegund örvera hafa fjölgað sér um of t.d. við það að fá aukið vaxtarrými og bætt vaxtarskilyrði vegna töku fúkkalyfja.

Sveppurinn Candida albicans er á okkur öllum, aðeins í mismiklu magni. Þetta er dæmi um örveru, sem er tækisfærissýkill og getur valdið sýkingu, ef varnarkerfi líkamans er bilað. Og þetta er sú örvera, sem verður fyrst á vegi okkar, þegar við fæðumst, vegna þess að hún byggir fæðingarveginn. Það er vel þekkt að börn fái stundum svolítil særindi í munn nokkrum dögum eftir fæðingu. Það er vegna þess ,að það verður tímabundin offjölgun á þessum sveppi, sem þau fengu upp í munninn í fæðingunni. Í langflestum tilfellum komast börnin yfir þetta sjálf, en stundum þurfa þau svokallaða þruskusaft. Þau eru þá óvær og gengur illa að sjúga. Við þurfum að hafa sæmilega heilbrigt ofnæmiskerf, til þess að hafa eðlilegt sambýli við sama svepp.

Hann er náskyldur í byggingu og uppruna þeim gersveppi sem notaður er til þess að gerja sykur í áfengi og brauðgeri, sem notað er til þess að hefa brauð. En hins vegar hefur Candida sveppurinn það fram yfir gerið, að hann getur borað sér inn í vefi, ef varnarkerfið bilar, það getur lifandi ger ekki gert. Ef tekið er strok af tungu sem er skánum þakin vegna Candida sveppsins, sést aragrúi af örlitlum kúlum, og eftir því sem maður skrapar neðar, þá fer maður að finna þræði, sem sveppurinn er að mynda og borar ofan í slímhúðaryfirborðið. Þetta er tunga, sem búið er að hreinsa að vissu marki. Það sem ég vildi benda ykkur á, er hversu óeðlileg slímhúð tungunnar er undir þessum sveppavexti.

Sveppurinn virðist gefa frá sér efni, sem ertir slímhúðir og gerir þær rauðar eða bólgnar. Þeir sem hafa verið að rannsaka þetta, vita það að bólgan, sem þessi sveppur veldur, orsakast sumpart afefnum, sem sveppurinn framleiðir sjálfur, og eru ertandi þegar þau fara upp fyrir ákveðna þéttni, en sumpart er það líka ónæmissvar líkamans, sem veldur bólgunni. Ég ætla aðeins að fylgja þessu eftir með öðru dæmi af candida. Hann er algeng örsök fyrir óþægindum í leggöngum kvenna. Ofvöxtur þessa svepps þarf ekki að stafa af neinni bilun í ónærmiskerfi. Konumar fá stíl eða krem, sem eyðir þessum ofvexti, en ertingin heldur áfram og bólgan heldur áfram að vissu marki, þó fjöldi örvera sé eðlilegur.

Þegar við förum að athuga þetta betur, kemur í ljós, að ónæmiskerfi líkamans hefur espast svo mikið upp af ofvexti sveppsins, að það eru ónæmisfrumur í slímhúð legganganna, sem gefa frá sér efni, sem erta slímhúðina. Af hverju eru ónæmisfrumurnar að espa sig upp? Jú það er vegna þess ,að það er alltaf eitthvað af þessum efnum til staðar, sem sveppurinn gefur frá sér, sveppurinn er til staðar í leggöngunum, þó í litlu magni sé. En af því að það er búið að magna upp ónæmiskerfið, þá halda óþægindin áfram. Stundum er þó hægt að lagfæra þessi óþægindi með því að gefa lyf, sem sefa ónæmiskerfið. Ofnæmislyf virka í sumum tilvikum en ekki þó öllum.

  1. Ég vildi enda með því að minna á, að lífshættir okkar skipta miklu máli.. Ég fæddist árið 1936. Þá voru fúkkalyf ekki komin til Íslands. Ég held að það hafi fyrst verið notað hér árið 1939. Upp úr stríðinu var fúkkalyfjanotkun orðin mjög algeng. Þegar ég var lítill drengur, fékk ég ekki mikið af sætindum, ekki mikið af sykri. Það voru kökur á jólunum og það var einstaka sinnum að maður fékk vasapening og keypti sér eitthvað gott í búðinni á laugardögum. Lítið var um sæta drykki. En Íslendingar hafa á síðustu áratugum verið heimsmeistarar í sykurneyslu og fúkkalyfjaneyslu. Sykur er mjög örvandi fyrir vöxt gersveppa, hvort sem er ölgersveppur eða candida, og á sama tíma eru fúkkalyf mjög öflug að skapa vaxtarrými og auka samkeppnismöguleika sveppanna, vegna þess að fúkkalyf virka ekki á gersveppina í líkama okkar. Mér er óhætt að fullyrða með sæmilegu öryggi að forsendumar fyrir ofvexti gersveppsins í líkama okkar séu fyrir hendi og ef slíkum ofvexti fylgir ákveðin vanlíðan þá er virkilega forsendur fyrir slíku.


Flokkar:Annað, Ýmislegt

%d bloggers like this: