Í viðtali sem Heilsuhringurinn átti við Sigrúnu Olsen í lok árs 1992 stóðu hún og eiginmaður hennar Thor Bardal fyrir heilsubótardögum á Reykhólum. Starfið snérist um heildræna uppbyggingu einstaklingsins, andlega, tilfinningalega og líkamlega. Fastir liðir voru slökun, hugarkyrrð, líkamshreyfingar og fyrirlestrar ýmissa sérfræðinga. Áhersla var lög á hollt mataræði og það að heilbrigði komi innanfrá.
Hh spurði Sigrúnu hver væru upphafleg tildrög starfsins á Reykhólum.
Hún sagði að eftir að hún gekk í gegnum mikil veikindi fannst henni sárlega vanta stað þar sem fólk gæti komið og fengið hjálp við að byggja upp heilsuna. Hún hafði sjálf kynnst því erlendis og hjá Jóni Sigurgeirssyni, en Sigrún sá um makróbíótíska matreiðslu síðasta sumarið sem hann starfaði á Varmalandi í Borgarfirði. Við báðum hana að miðla lesendum blaðsins af reynslu sinni og gefum við henni orðið. Ég var innan við þrítugt þegar fannst hjá mér krabbamein í eitlum, sem hafði dreifst víða. Á undan voru gengin langvarandi veikindi sem áttu eftir að verða ennþá erfiðari meðan á hinni hefðbundnu lyfjameðferð stóð.
Ég reyndi að vega og meta ástandið og sá að tvísýnt var um líf mitt. Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég væri of ung til að vera veik og jafnvel deyja. Svo ég ákvað að lifa og verða heilbrigð. Síðan eru liðin átta ár og í dag held ég að það hafi ráðið mestu um bata minn að ég trúði því statt og stöðugt að ég yrði heilbrigð. Þannig opnaði ég fyrir jákvæða hugsun og byrjaði að leita allra þeirra leiða sem gætu hjálpað mér til bata. Þegar leitin var hafin furðaði ég mig á að alltaf kom eitthvað nýtt sem færði mig nær því takmarki. Ég komst að því að leiðirnar til sjálfsbjargar eru óskaplega margar enda er allt einstaklingsbundið og búið að skrifa heil reiðinnar býsn í þeim tilgangi að hjálpa fólki til að finna sína leið til bata. Þær tvær bækur sem hjálpuðu mér mest eru: Hjálpaðu sjálfum þér eftir Louise L. Hay og A Course in Miracles
Fyrstu úrlausnir
Ég byrjaði á því að læra makróbíótíska matargerð og þá miklu speki sem að baki hennar liggur. Það mataræði notaði ég eingöngu um hríð og tel að það hafi gert mér mjög gott á þeim tíma. Svo fékk ég jurtalyf, tók inn vítamín og þáði allar fyrirbænir og heilun sem mér var boðið. Ég styrktist mjög í trú minni á þessum tíma og lærði að biðja. Það sem ég geri núna ef mér dettur eitthvað í hug úr fortíðinni sem ber í sér neikvæðar tilfinningar t.d. biturleika, sársauka, reiði eða ótta þá fyrirgef ég það og breyti þannig neikvæðri orku í jákvæða. Það gefur mér orku í stað þess að taka hana frá mér. En fyrst og fremst er fyrirgefningin fólgin í því að fyrirgefa okkur sjálfum því að þannig sjáum við sakleysi annarra og hættum að ásaka. Þar kom að, að ég leitaði aðstoðar sérfræðinga við að takast á við gamlar hugmyndir og tilfinningar og breyta þeim. Ef við sitjum uppi með neikvæðar tilfinningar og hugmyndir úr fortíðinni truflar það orkuflæði líkamans og getur valdið sjúkdómi. Ég tel þessa vinnu grundvallaratriði í því að ná góðri heilsu.
Fyrirgefningin er mikilvæg
Eftir að ég gerði mér grein fyrir mikilvægi fyrirgefningarinnar hef ég velt því fyrir mér frá ýmsum hliðum og sýnst að þetta virki fyrir alla jafnt hvort sem um er að ræða líkamlega, tilfinningalega eða andlega erfiðleika. Þar sem þetta gæti vafist fyrir fleirum en mér í fyrstu, ætla ég að segja frá því hvernig ég fór að íbyrjun. Ég vissi ekki hvað ég þyrfti að fyrirgefa. Þá bað ég almættið að hjálpa mér að muna þá atburði úr lífi mínu sem þyrftu fyrirgefningar við. Smám saman komu í hugann gömul atvik sem höfðu skilið eftir sig sár. Hafi fólk orðið fyrir mjög miklu mótlæti getur stundum liðið langur tími áður en það er tilbúið að fyrirgefa, en ef það fer með fyrirgefninguna aftur og aftur eykst viljinn til að fyrirgefa dag frá degi. Það sem ég geri núna ef mér dettur eitthvað í hug úr fortíðinni sem ber í sér neikvæðar tilfinningar t.d. biturleika, sársauka, reiði eða ótta þá fyrirgef ég það og breyti þannig neikvæðri orku í jákvæða. Það gefur mér orku í stað þess að taka hana frá mér. En fyrst og fremst er fyrirgefningin fólgin í því að fyrirgefa okkur sjálfum því að þannig sjáum við sakleysi annarra og hættum að ásaka.
Fyrirgefningaraðgerð:
Sittu beinn en þægilega, ekki með krosslagðar fætur eða hendur.
Andaðu rólega djúpt niður í lungun, inn um nefið og út um munninn,
andaðu burt allri spennu og finndu líkamann slakna.
Gerðu þetta nokkrum sinnum.
Láttu þann birtast sem þú þarft að fyrirgefa, haltu afram að anda rólega.
Andaðu nokkrum sinnum inn í þá hluta líkamans sem eru í ójafnvægi,
andaðu nokkrum sinnum fyrir tilfinningamar og svo hugann og síðast um þig alla.
Hugsaðu þér altari úr ljósi, má vera hvernig og hvar sem er en úr skínandi hreinu ljósi.
Settu manneskjuna á mitt altarið og sjáðu ljós flæða um hana alla, og einnig ljós streyma til hennar frá þínu hjarta.
Segðu við hana þrisvar sinnum:
Ég fyrirgef þér allt, meðvitað og ómeðvitað, raunverulegt og ímyndað, úr þessu lífi eða öðrum, ég leyfi þér að hverfa í ljósið (sjáðu manneskjuna verða að ljósi) og ég þakka þér fyrir þá reynslu sem þú gafst mér.
Síðan segir þú við sjálfan þig þrisvar sinnum: Ég fyrirgef mér eigið nafn fyrir alla neikvæða orku sem ég hef haft gagnvart þessari manneskju hennar nafn. (eða atburði) meðvitað og ómeðvitað, raunverulegt og ímyndað, úr þessu lífi eða öðrum, ég leyfi mér að hverfa í ljósið og verða ljósið. Síðan að þakka fyrir og finna þakklœtið streyma frá sér.
Viðtalið skrifaði Ingibjörg Sigfúsdóttir 1993
Flokkar:Hugur og sál