Sjálfsköpuð fótameina

Í vetur hefur verið norðangaddur og óvenjumikill snjór. Einn viðskiptavinur okkar kom haltrandi um daginn uppá stofu og sagði farir sínar ekki sléttar. Hún ákvað í tilefni af þessum snjóþunga vetri að fjarfesta í góðum kuldaskóm og fór í skóverslun hér í bæ. Vinkonan er stórfætt og hefur ekki góða blóðrás í fótum. Hún mátaði hverja skóna á fætur öðrum og loksins fann hún eina sem henni leist vel á. Þeir voru með þykkum og grófriffluðum sólum, stífum hælum og reimaðir. Þeir voru reyndar ekki með háum tákappa og þar afleiðandi þröngir yfir tærnar eins og stelpumar á stofunni höfðu varað hana við. En hvað með það þeir voru svo flottir og afgreiðslustúlkan fullvissaði hana um að þeir myndu gangast til á nokkrum dögum. Þegar vinkonan klæddi sig úr sokkunum blasti við ófögur sjón, hún var með plástur á annarri hverri tá og mikið fleiður á hægri hæl. Vinkonan kvaðst vera búin að leggja nýju skónum.

Saga vinkonu okkar er saga fjölmargra annarra landsmanna. Þegar hún kom í byrjun til okkar á stofuna voru fætur hennar í mjög slæmu ásigkomulagi. Fyrir utan harða húð á tábergi og harða og sprungna hæla hafði hún krónisk líkþorn ofan á og á milli nokkurra táa. Neglur voru þykkar og niðurgrónar og bullandi gröftur undir annarri nögl stórutáar. Við spurðum hana í hvers konar skófatnaði hún gengi og kvaðst hún vera í klossum í vinnunni því að henni hefði verið sagt að þeir væru mjög góðir. En þar fyrir utan gengi hún í mjög fallegum og dýrum skóm. Skórnir reyndust vera bæði hælaháir, támjóir og alltof stuttir. Við ráðlögðum konunni að leggja bæði klossum og támjóum skóm og velja skó eftir lögun og lengd fótanna. Næst fjarlægðum við harða húð, klipptum og þynntum neglur, fjarlægðum líkþornin og ráðlögðum að hlífa þeim stöðum með þar til gerðum hólkum. Þar sem vinkona okkar var með niðurgróna stórutánögl og einnig ígerð undir sömu nögl hreinsuðum við hana upp settum sótthreinsandi áburð á og dauðhreinsaða grisju og ráðlögðum viðkomandi síðan að fara daglega með fæturna í saltvatn (fótabað) eða þar til ígerð væri horfin. Ennfremur að hafa umbúðir á tánni.

Ef þessi meðferð á niðurgrónum nöglum dugir ekki er hægt að smíða spangir á neglumar til að rétta þær upp og breyta vaxtarstefnu þeirra.  Til þessarar aðgerðar kom þó ekki í tilfelli vinkonu okkar þar sem hún breytti um skófatnað og lætur þar að auki fylgjast reglulega með fótunum. Helga og Ósk eru báðar lærðar í Slolen for fodterapeuter í Danmörku og með löggildingu í fótaaðgerðum,Flokkar:Líkaminn

%d