Ritgerð nuddnemanns Benedikts Björnsonar í heilbrigðisfrœði árið 1992 á erindi við okkur.
Inngangur:
Ástæðurnar fyrir því að ég valdi þetta efni til að skrifa um eru meðal annars þær að mér finnst heilbrigðiskerfi okkar verða œ umfangsmeira og dýrara í rekstri án þess að sjúkdómstilfellum fækki a8 sama skapi. Eru hinir svokölluðu menningarsjúkdómar skýringin á því? Mér finnst öll umræða einkennast frekar af eiginhagsmunapoti og eða skorti á meðvitaði og yfirvegaðri afstöðu til málanna. Fólk sem myndar sér skoðun í yfirveguðu slökunarástandi er sér meðvitaðra um sig og umhverfi sitt. Því gengur betur í lífinu þar sem tjáskipti ganga öll auðveldlegar.
Þjóðfélagskerfi okkar vantar að mínu mati að efla heilbrigða hugsun, tjáskipti og lífsstíl. Þeir sem hafa kynnt sér kenningar Yoga, hvatahugann og stjórn hans á mannlegum líkama og einnig áhrif viljans á hvatahugann, sjá auðveldlega að hugrænt viðhorf manna snertir mjög heilsu þeirra. Léttleiki, kæti og gleði endurspeglast í eðlilegri líkamsstarfsemi en þunglyndi, depurð, áhyggjur, ótti, afbrýði og reiði hafa slæm áhrif á líkamann og valda ósamræmi og sjúkdómum. Þegar smitsjúkdómar ganga, dregur ótti úr viðnámi gegn þeim. Og þó sjúkdómurinn sé í sjálfu sér ekki banvænn, getur óttinn gert hann banvænan. Þetta verður auðskilið þegar menn íhuga að veiklað fólk er næmara fyrir sjúkdómum og ótti og svipaðar tilfinningar veikja mótstöðuaflið.
Hugsanir birtast í gjörðum og þ.a.l. birtist andlegt hugarástand í líkamlegu. Heilbrigða hugsun getur enginn haft sem ekki er í jafnvægi. Jafnvægi getur enginn náð sem ekki stundar heilbrigð tjáskipti, en þessu getum við náð ef við leggjum okkur fram við að stunda heilbrigt líferni á sem flestum sviðum. Samþætting og samverkun anda okkar, huga og líkama hefur þannig meiri og víðtækari áhrif en margan grunar.
,,Sá sem er laus við ótta, sá sem hefur engu að tapa þar sem hann krefst einskis fyrir sjálfan sig, kemur fram af kærleika. Slíkur maður er frjáls.
Gjörðir hans eru án spennu, óþolinmæði og ótta vegna þess að hann er ekki háður því að sjá árangur af gjörðum sínum. Hann tekur á móti því sem er og mun vera.
Hann lifir eftir orðunum ,,Verði þinn vilji“. Kærleikur slíks manns er sannur kærleikur.“
Ekki alls fyrir löngu var lögð fram ,,Ný heilbrigðisáætlun“ og ber hún að mínu mati vott um meiri skilning og aukna vitund, bæði hvað varðar manninn sjálfan sem slíkan og umhverfi hans allt svo og tjáskipti og mikilvægi þess að gæta okkar í umgengni okkar við umhverfið. Heildræn sýn gagnvart heilsu, menningu, efnahag og umhverfi okkar einkennir þessa áætlun og ber okkur að fagna því að enn eru til aðilar í áhrifastöðum sem ekki hafa tapast í efnishyggju og lífsgæðakapphlaupi okkar. Andleg rækt er að mínu mati góð leið til aukinnar heilsu okkar, andlegrar og í beinu framhaldi af henni, líkamlegrar. Af þessu leiðir að kostnaður heilbrigðiskerfisins minnkar, sjálfsmeðvitund okkar vex og ef að líkum lætur leiðir það af sér að sjálfshjálp okkar verður öflugri og markvissari.
Ofáhersla á sjúkdómalækningar mun því minnka. Heimsóknum til lækna mun fækka og sjúkra legudögum einnig, bæði vegna betri lífsstíls og algengi sjálfshjálpar einstaklinga. Á læknir að vera vísindamaður og læknir? Góður læknir þarf að hafa umfangsmikla innsýn í mannlegt eðli og tilfinningar, skilning á félagslegu lífi sjúklinga sinna og einnig þekkingu á líffæra- og lífeðlisfræði mannslíkamans og sambandi þessara þátta innbyrðis. Við getum sjálf haft mest að segja um sálrænan eða andlegan þátt lífs okkar, en læknirinn sér um það sem við ekki ráðum við. Þannig þurfa þessi mál að geta verið. Það er ekki ætlun mín að reyna að meta andlega heilsu, heldur huga að því hvernig efling hennar og aðhlynning gæti horft við mér og hvað sé raunhæft að gera svo þeim þætti væri sem best borgið. Það sem við á hinn bóginn lítum á þegar fjallað er um samspil anda okkar huga og líkama er:
1. Erfðir
2. Líkamsbeiting-staða
3. Hreyfing
4. Umhverfi
5. Tilfinningar-geðshræringar.
Andleg rækt:
Ábyggilegt mat sem við getum treyst gæti aðstoðað okkur við t.d. þjálfun og starfsmannaráðningar og eins er það álitlegt hjálpartæki við mat á okkur sjálfum t.d. þegar breytingar á lífsstíl eru í athugun. Þjálfunarstöðin Máttur er að vinna brautryðjendastarf hvað varðar mat á heilbrigði manna. Þeir eru með í þróun ákveðið kerfi til að reyna að meta og skilgreina líkamlegt heilbrigði okkar, en það hefur reynst mönnum erfitt að gera á marktækan og raunhæfan hátt. Eins er með andlega heilsu okkar. Það eru einna helst sálfræðingar og geðlæknar sem væru færir um að meta hana. Mér finnst þó með þá að þeir einblíni um of á einkenni og að fela, fjarlægja eða deyfa þau en taki ekki nógu oft mið af heildinni, þ.e. manninum sem einni heild, (anda, huga og líkama) sem ekki er hægt að aðskilja.
*Það vantar stóran þátt læknisfræðinnar ef áherslu á tilfinningar og félagslegar orsakir sjúkdóma og ráð við þeim vantar.
*Hinn vestræni heimur hefur hlotið í arf, hug mynd um að líkami og hugur séu tvær aðskildar einingar, eins og fyrir tilviljun í sama rúmi.
*Menningarsjúkdómar svokallaðir gera nú meira vart við sig en áður. Ef þið efist um að frumorsök veikinda geti verið neikvæð hugsun, lítið þá á það að margir þekktir vestrænir menn vitna um að svo sé.
*Í vissum hlutum Afríku kemur hitasótt í kjöl far reiði eða sorgar.
*Sykursýki í kjölfar skyndilegs andlegs áfalls er greinilegt dæmi um líkamleg veikindi af hug rænum uppruna.
*Krabbamein virðist eiga uppruna sinn í langvinnum kvíða. Einn undrast hve oft sjúklingar með byrjandi krabbamein í lifur kenna langvarandi sorg og kvíða um. Þau dæmi séu alltof mörg til að um eintóma tilviljun sé að ræða.
*Hjartakveisa getur stafað af tilfinningalegu umróti.
*Útbrot á hörundi koma oft í kjölfar mikils andlegs álags.
*Hugarástand stuðlar að krabbameini, flogaveiki og geðveiki.
*Rannsóknir eins þessara þekktu manna segja að reiði, illfýsi og dapurleiki kalli fram í líkamanum skaðlega vessa sem sumir hverjir séu mjög eitraðir. Hinsvegar segir hann að gleðitilfinningar framkalli nærandi vessa sem örvi frumumar.
Hack Tuke laeknir skrifaði heimildarrit um geðræna sjúkdóma áður en huglækningar urðu vinsælar á Vesturlöndum. Hann segir geðveiki, fávitahátt, lömun, gulu, ótímabær grá hár og skalla, tannskemmdir, legsjúkdóma, heimakomu, exem og fleiri húðsjúkdóma orsakast af hræðslu. Orðið „heilbrigði“ nær ekki bara yfir sjúkdóma. Hér erum að ræða heildarmynd eða mat á séðum og óséðum hlutum, mælanlegum og lítt mælanlegum, vitsmunalegum og lífsorkufræðilegum. Við erum annað og meira en lifandi verur sem hægt er að læra um í bókum hvernig virkar og starfar. Við erum einstök, hvert og eitt okkar og nauðsynlegur og ófráskiljanlegur hluti tilveru okkar hér ájörð og í alheiminum.(RG 92). Við berum því ábyrgð á því að rækta okkur sem hluta af heildinni sem ekki má missa sín eða fara úr jafnvægi. Allt sem við látum af okkur leiða hefur áhrif á þessa heild og kemur í gegnum hana til okkar aftur.
Heilsa okkar, bæði andleg og líkamleg er því háð því hvernig við ræktum hana sjálf, en er ekki á ábyrgð ,,hins opinbera“ né nokkurs annars. Andleg rækt er ræktun eigin meðvitundar fyrir sjálfum sér og umhverfi sínu, þar sem hlúð er að anda, huga og líkama sem einni heild. Heilbrigður aðili er sá sem lifir í jafnvægi í samræmi við þessa þætti í lífi sínu og hefur því auðnast að upplifa mikla vellíðunartilfinningu. Í dag er erfitt að lifa þannig lífi vegna ýmissa krafna sem menning okkar og tækniþjóðfélag gerir til okkar. Af þessu dreg ég þá ályktun að manneskja sem ekki ræktar huga sinn, líkama eða umhverfi sitt, geti varla orðið alheilbrigð.
Flest okkar stunda andlega rækt án þess að við séum meðvituð um það og verður sú rækt því oft mjög handahófskennd og í mörgu ábótavant. Andleg rækt er nokkuð sem við þurfum að læra til að auka líkur á því að okkur geti áfram liðið vel og jafnvel enn betur en í dag. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um það sem við erum og gerum, bæði gott og slæmt, en það ber bestan árangur í slökun og jafnvægi. Við hlaupum helst ekki til næsta læknis eftir töflum þegar í óefni er komið og mætti því kalla andlega rækt auðveldustu og um leið nauðsynlegustu „sjálfshjálp“ sem við höfum völ á í dag.
Andleg rækt er í raun fyrirbyggjandi sjálfshjálp, sefjun eða að tileinka sér hugræn viðhorf. Margar aðferðir em við sjálfshjálp, svo sem eins og nudd, hreyfing og útivera og m.fl. Við þurfum að læra að slaka á og öðlast jafnvægi og eins hvernig við getum viðhaldið því ástandi. Þeir sem enn hafa ekki náð slíku jafnvægi geta bætt sig mjög með því að hafa sífellt í minni rétt hugrænt viðhorf og með því að hafa oft yfir möntrur sem gerðar hafa verið í þessu skyni.
Að endurtaka oft orðin: ,,Léttur, kátur, glaður“ og íhuga merkingu þeirra og tengja þau gjörðum okkar, leiðir af sér mikinn ávinning bæði hugrænan og líkamlegan. Með því undirbúum við hug okkar fyrir að taka við æðri sannindum. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvers við þörfnumst og hvað við viljum. Þar komum við að því mikilvæga atriði að gera greinarmun á andlegum vaxtar og þroskaþörfum annarsvegar og hinsvegar gerviþörfum. Sá sem gerir það tekur meðvitaðar ákvarðanir sem hann getur staðið við án tilætlunarsemi eða einhverskonar krafna til annarra. Hann ber ábyrgð á sjálfum sér og hefur þegar stigið stórt skref í andlegri rækt. Í umfjöllun Kristínar Guðmundsdóttur um Þarfapýramída Maslows segir hún þarfir okkar vera:
1. Lífeðlisfræðilegar þarfir svo sem losun úrgangs, fæði, vatn, súrefni, hreyfingu, hvíld, svefn, snertingu, klæði, húsaskjól og fleira.
2. Öryggisþarfir svo sem líkamlegt, samfélagslegt og fjárhagslegt.
3. Ástar og félagslegar þarfir t.d. að tilheyra einhverjum hópi svo sem fjölskyldu, vinum, félagshópi, þar sem skipst er á ástúð og hlýju.
4. Þarfir fyrir sjálfið. Sjálfsvirðing, sjálfstraust, virðing og viðurkenning frá öðrum.
5. Sköpunarþörf eða þ.e. þörfin fyrir að vaxa og þroskast. Að þekkja og nota styrkleika sína og hæfni. Samkvæmt kenningum Maslows þarf að fullnægja neðstu þörfum (númer 1.) áður en næstu þarfir (númer 2) gera vart við sig.
Fær nuddari vinnur á öllum þrepum þarfapýramídans, viðfangsefni allt frá úrgangslosun til sköpunarþarfar. Hann stuðlar þar með að jafnvægi.
Í kenningum dr. Helga Péturss Í kemur fram að svefninn endurnýjar lífsorkuna. Einnig má sjá að hann telur svefninn afar mikilvægan fyrir viðhald lífsins og setur hann jafnvel fyrir ofan fæðuna. Þar segir einnig: ,,Það má segja að lífsmagnið streymi í mann, líkt og rafmagn getur streymt í hann. En það sem í svefni fer fram er nokkurskonar magnan, aukning lífsorkunnar og endurnýjun til að bæta upp þá orkueyðslu sem orðið hefur í vöku. Og svo mikið ríður á því að sú endurnýjun geti átt sér stað að ekki einungis maðurinn, heldur dýrin líka deyja langtum fyrr, ef þeim er algerlega varnað svefns heldur en ef þau eru algerlega svelt. Svefninn þýðir meira fyrir viðhald lífsins heldur en sú næring sem í munn og maga er látin.“
Nærtækustu dæmin um samhengið milli andlegrar og líkamlegrar heilsu er vöðvabólga (og magasár). Sá sem ber þann klafa að t.d. hafa sagt eitthvað eða gert sem hann sér eftir eða hefur á einhvern annan hátt óhrein samskipti eða tjá skipti við umhverfi sitt eða sjálfan sig er núorðið talinn líklegri til að fá vöðvabólgu, magasár eða aðra kvilla, heldur en sá sem ekki er þannig ástatt fyrir.
Þetta er reyndar mjög persónubundið og eins fer þetta einnig eftir því um hve mikið magn óhreinna samskipta er að ræða, eða samskipta sem ekki eru íjafnvægi. Ö11 þekkjum við þá góðu tilfinningu sem hlýst af því að ljúka vel unnu verki. Þetta er tilfinning sem við mörg hver þurfum að reyna að finna oftar fyrir þar sem hún skapar andlegt jafnvægi. Einsetjum við okkur þetta leiðir það til þess að við verðum meðvitaðri um hvað við gerum og segjum. Við skynjum okkur þannig mun nánar, umhverfi okkar og tilfinningar. Heilbrigði vex með aukinni andlegri rækt. Samskonar tilfinning er fólgin í því að hafa hrein og einlæg samskipti við annað fólk þar sem við höfum ekkert að fela og erum því ekki háð viðbrögðum annarra.
Um kröfur eða tilætlanasemi er því ekki að ræða okkur sjálfum til handa. Þegar ég fjalla hér um að skynja okkur sjálf og umhverfi okkar á ég ekki bara við tjáskipti okkar sem félagsveru með tilfinningar og þarfir á þeim sviðum heldur einnig skynjun á orkunni í okkur og kringum okkur þ.e. lífsorkunni. Sem dæmi um form lífsorkunnar sem oft er nær okkur en okkur grunar má nefna: Ferskt og kalt íslenskt fjallavatn er lífsorkumeira en gamalt.
Hreint og ferskt loft er orkumeira en loftið inní stofu. Þetta er auðvelt að notfæra sér meira en við gerum í dag, jafnvel hvað best hér á Íslandi. Við Íslendingar erum að byrja að átta okkur á að ómengað umhverfi eru talin forréttindi í dag. Annað mál er svo að nýta sér þau, það getur verið heljarmikið átak fyrir suma. Við getum nýtt okkur þau með því til dæmis að stunda útiveru, ganga, skokka eða hjóla og eins að rækta matvæli okkar sjálf í þessu umhverfi jafnvel með aðstoð jarðhitans okkar. Þannig getum við stuðlað að bættri heilsu okkar með aukinni hreyfingu um leið og við ræktum matjurtir og annan jarðargróður sem næringarfræðingar mæla með að við gerum meira af en gert er í dag. Mikil eftirspurn eftir sumarbústaðalöndum, mikil notkun göngu- og hjólastíga og fjölgun íslenskra ferðalanga út um landið bera vott um að við séum farin að leggja meiri áherslu á hreyfingu og útivist ýmiskonar en áður og er það vel. Það að geta nýtt sér þetta form lífsorkunnar til aukins jafnvægis er kannski erfitt fyrir suma sem vaða hálfmeðvitundarlausir áfram eða afturábak í villu neysluþjóðfélagsins.
Það krefst breytinga bæði á lífsstíl og hugsun. Þeir sem reynt hafa geta þó sennilega verið sammála um að það er mikilfengleg og ómetanleg reynsla að skynja þögnina, standandi einhversstaðar úti í náttúrunni til að mynda uppi á reginfjöllum, einn með sjálfum sér. Þannig finnst mér að allir möguleikar standi mér opnir, að ég eigi bara eftir að gera þá raunverulega. áhyggjur, ergja og amstur hversdagslífsins hverfa þannig í skuggann fyrir unaði þess bara að vera til og um leið að vera agnarsmár punktur í þessu stórkostlega náttúruundri sem alheimurinn og landið okkar er. Þeir sem gera sér ekki grein fyrir því að þeir eru að brenna út, fyllast ofþreytu sem hefur lamandi áhrif á lífið allt.
Öll orkan fer í að ná þeim markmiðum sem við setjum okkur sjálf og við kunnum ekki að slappa af. Menn lenda í einskonar vítahring, hafa óraunsæjar væntingar og jafnvel kröfur, vinna of mikið og fá stundum tilgangsleysistilfinningu í kjölfarið. Menn lenda í kerfi sem þeir telja sig ekki geta og oft ekki þurfa að hafa áhrif á.
Við verðum að skynja tilgang með lífinu og því sem við erum að gera. Allir þurfa að nýta þá hæfileika sem þeir hafa til að bera. Menn þurfa tilbreytingu í líf sitt og hversdagsleg störf. Allir þurfa hvatningu og einnig kjark til að þora að láta í Ljós ef við erum veikburða. Okkur er ekki ætlað að brenna út vegna trúar okkar á okkar æðri mátt. Hér koma hvíldarstundir þær sem Jesús ráðlagði mönnum. Við skynjum tímann á annan hátt í dag.
Tímaskynjunin er mismunandi í ólíkum menningarheimi. Í Afríku verða menn að upplifa tímann, þar reikna menn aðeins með NÚ-inu, framtíðin er ekki inní myndinni. Á okkar tímum er tíminn peningar og eilíf kauptíð. Nær allt öðlast peningagildi. Tíminn og klukkan verða sem þrælahaldarar. Flestir eru í kapphlaupi við tímann. Óhemju tími fer í eitt og annað, en árangur verður oft sorglega lítill.
Aðferðir við hugrækt:
Hér ætla ég að fara nokkrum orðum um það hverjar eru algengustu aðferðirnar sem beitt er í dag við hugrækt eða andlega rækt. Umfjöllum mín hér að framan um hversdagsleg málefni m.a., tilfinningar og andlega heilsu auk sállíkamlegra víxláhrifa falla beint undir eftirtaldar aðferðir við andlega rækt. Að gefa sér tíma og tækifæri til að stunda einhverja þessara aðferða, leiðir á endanum af sér meira jafnvægi og betra lag kemst á allt okkar líf og umhverfi.
1. Trúariðkun ýmiskonar er mjög algeng. Það er í raun sama á hvað er trúað ef trúin er hrein og einlæg án krafna eða tilætlunarsemi af nokkru tagi frekar með kærleika og væntumþykju og æðruleysi að leiðarljósi.
2. Yoga er ævagömul aðferð til leiðréttingar efnis og orku í átt til jafnvægis. Byggir m.a. á að ná að taka öllu sem er, sætta sig við allt sem er og leita uppi spennu og ójafnvægi í slökunarástandi, en þannig leitar allt í átt til jafnvægis. Yogaheimspeki miðar í heild að því að kalla fram hugræna ró, frið, styrk og algjört óttaleysi nemanna og auðvitað
kemur það fram í líkamsástandi þeirra. Slíkir menn eru ósjálfrátt óttalausir og rólegir og þurfa ekki neinar sérstakar aðferðir til að kalla slíkt fram.
3. Margskonar slökunaraðferðir eru til. Hugleiðsla og hugslökun leiða af sér líkamlega slökun.
4. Djúp vöðvaslökun með nuddi og ýmsum aðferðum leiðir af sér huglæga slökun.
5. Heildrænt nudd gerir ekki frekar en margt annað kröfur um þekkingu á líkamanum, en orkusvið nuddara og nuddþega verður meðal annars til þess að ójafnvægi leiðréttist og þar með orkusvið nuddþega og veilir vefir hans.
6. Nauðsyn þess að hvíla líkamsvefina og um leið hugann er löngu viðurkennd. Þreyttur og illa sofinn einstaklingur er spenntur bæði andlega og líkamlega.
7. Orkuæfingar eru unnar útfrá fræðunum um orkustöðvamar og hafa áhrif á huga og líkama í gegnum orkusviðið.
8. Öndunaræfingar eru mikilvægur þáttur í yoga, en það er hægt að stunda þær með árangri hvenær sem er og hvar sem er.
9. Hreyfing líkamans er mikilvæg fyrir hugann og líkamann sjálfan eins og allir vita af. Hér má nefna hlaup, skokk, sund og útivera af ýmsu tagi. 1
10. Mataræði er mikilvægt fyrir hugann ekki síður en líkamann. Við vitum að ekki er sama hvað við setjum ofaní okkur. Lífrænt ræktaður jarðargróður er af mörgum talinn með betri matvælum sem við getum fengið í dag. Föstur eru hreinsandi á huga og líkama og oft notaðar til að leiðrétta á stuttum tíma undanfarandi ójafnvægi í þeim efnum
11. Hóflegt vinnuálag – sjá svefn og slökun.
12. Í einu orði sagt, heilbrigður ,,lífsstíll“. Til að breyta lífsstíl þarf ákveðið átak sem oft er bæði líkamlegt og andlegt.
Framtíðarsýn:
Í sambandi við forvarnir í heilbrigðismálum sé ég fram á töluverðar breytingar. Þær munu ekki verða í miklum stökkum, en þó munu einstaklingarnir sjálfir hafa þar mikið að segja í framtíðinni. Engin stökk verða tekin í þessum efnum, sama hvort einhverjir setji á stað átak í eða gegn einhverju. Áhugi fólks á sjálfsræktarleiðum, ýmis konar mun fara vaxandi og vitund fólks mun vaxa hægt og stígandi frekar en hitt. Það hefur nú þegar átt sér stað mikil þróun í þá veruna. Við erum nú þegar búin að reka okkur á að við höfum ekki efni á að reka heilbrigðiskerfið í óbreyttri mynd. Nú þegar hefur í mörgu verið aukinn sá hluti sem hver sjúklingur ber af sjúkleika sínum, sem sameiginlegur vasi landsmanna bar áður.
Heildrænar heilsuræktarleiðir (þ.e. heilbrigðari lífsstíll og hugsun) eru ódýrasta og náttúrulegasta leiðin. Spurningar eins og hef ég efni á að fara á bíl til vinnu, reykja, borða óhollan mat, hvílast ekki nóg eða sofa, styrkja ekki samskipti mín við fjölskylduna, horfa á sjónvarp í stað þess að hugleiða, mun fólk fara að gera meira af að svara fyrir sjálft sig og framkvæma lífsstílsbreytingarnar hjá sjálfu sér en áður.
Gildi jafnvægis mun hljóta meiri virðingu í verki í framtíðinni. Við erum farin að gera okkur grein fyrir því að ást og kærleikur okkar vaknar ekki bara þegar við ættum að nota hann. Það þarf að efla og rækta hann svo hann sé alltaf á yfirborðinu og helst í notkun allan daginn alla daga. Við þurfum að huga betur að þörfum barnanna okkar, vera til staðar fyrir þau tilfinningalega, svo þau fari ekki varhluta af heilbrigðum samskiptum við foreldra sína. Fari svo er illa komið. Krónísk andleg vanlíðan og öryggisleysi og svo seinna líkamleg einkenni hennar hrjáir mörg þeirra.
Eiturefni streymir fram í munnvatninu þegar menn reiðast og einnig út í móðurmjólkina, þegar móðir verður ofsahrædd eða reið. Meltingarvökvarnir hætta að myndast, ef menn verða daprir eða hræddir. Finna má þúsundir slíkra vitnisburða um allan heim. Það þarf ekki að vera að hið svokallaða unglingavandamál sé í upphafi vandamál unglinganna, heldur getur það verið sprottið af okkar eigin andlegu vanlíðan, sem við yfirfærum oft ómeðvitað yfir á þá sem við umgöngumst eða þau í þessu tilfelli. Athyglisvert er að velta því fyrir sér hvort alkóhólismi erfist, sykursýki og margir fleiri sjúkdómar.
Orsakist sjúkdómar af ákveðinni gerð andlegrar vanlíðunar er ekki ólíklegt að það sé tjáskiptaform okkar sem erfist. Við kennum börnum okkar svo sama tjáskiptaform og fá þau þess vegna samskonar sjúkdóma eða lenda í samskonar erfiðleikum í lífi sínu (s.s. gagnvart alkóhólisma og sykursýki). Ö11 snerting hefur jákvæð áhrif á manneskjuna. Við sýnum hlýju með því að halda í höndina á sjúklingi og við það fær hann aukið traust á okkur. Snerting er því ekki ný lækningaaðferð. Getur verið að hjúkrunarfræðingar séu of önnum kafnir til að snerta sjúklingana á einhvern hátt, t.d. að gefa þeim nudd eða snerta þá? Ef svo er hljóta sjúklingarnir og reyndar hjúkrunarfræðingarnir að einangrast og eiga erfiðara með að tjá tilfinningar sínar. Snerting getur dregið úr streitu og minnkað andlegarþjáningar og óþægindi.
Lokaorð:
Orðið ,,andleg rækt“ hefur afar víðtæka merkingu og er vel hægt að hugsa sér einfaldara efni að skrifa um. Nokkuð er víst að ekki er með góðu móti hægt að leiða að því líkum að einn sé kominn lengra en annar. Það sama gildir um trúariðkun, að einhver sé trúaðri en annar. Trúin er trú hvers og eins, eins og hún birtist honum. Þessum málum hefur ekki verið sinnt sem skildi. Talsvert hefur verið skrifað en enn minna rannsakað, þannig að þekking er af mjög skornum skammti. Er það kannski vegna þess að erfitt mun vera að koma rökum yfir flest okkar andlegu málefni. Þau eru svo einstaklingsbundin og svo misjafnt er hvernig hvert og eitt okkar upplifir sama hlutinn. Rökum er aftur á móti betur hægt að koma við í hefðbundinni læknisfræði, þar sem um efni úr efnisheiminum er að ræða.
Hægt er að hugsa sér leiðina að góðri heilsu í þrepum:
1. Þekking – þarf að vera til staðar.
2. Skilningur þarf einnig að vera fyrir hendi.
3. Trú – „flytur fjöll“ segir máltækið
4. Meðhöndlunin sjálf er svo lokaáfanginn,
en er um leið erfiðasti hjallinn. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvers vegna það er svo erfitt sem raun ber vitni, að takast á við þá þætti sem ég veit að við berum heilsutjón af t.d. eins og að reykja, hreyfa sig lítið o.s.frv. Þekkingin er fyrir hendi. Skv. þrepunum fjórum vantar þá skilning, trú eða bara að gera það sem þarf. Hér vilja margir telja að vanti bara viljann eða að um skort á sjálfsaga sé að ræða. Ég tel hollt fyrir okkur að velta þessum spurningum fyrir okkur í rólegheitum og reyna að leggja hlutlaust mat á þessa hluti, bara fyrir okkur sjálf. Þessi skrif mín hér eru því engin ný fræði, en ef þau gætu vakið umræður eða ýtt við einhverjum þá yrði ég þakklátur fyrir það.
Ég sjálfur heillast af öllu þessu efni, nær sama hvar ég ber niður. Mér finnst margt falla að rökum og heilbrigðri skynsemi, en annað hef ég eingöngu á tilfinningunni. Margt hef ég svo sjálfur reynt og er í raun að upplifa alltaf eitthvað á hverjum degi. Ég ætla að halda áfram að lesa mér til og afla mér reynslu í framtíðinni sem mest ég má. Því fleiri sem fara að skoða þessi mál með opnum huga því betra.
Heimildir *Ken Dychtwald PLD (The holestic health) *The holistic health lifebook *Útg. Holistic health center Califomia*Rafn Geirdal skólastjóri (RG ’92)*Glósur og ljósrit úr fyrir lestrum í Nuddskóla RG vetur 1992*Kristín Guðmundsdóttir heilsugæsluhjúkrunarfræðingur (KG ’92)*Glósur og ljósrit úr fyrir lestrum í Nuddskóla RG vetur 1992* Skúli Johnsen borgarlæknir (SJ ’92)*Glósur og ljósrit úr fyrir lestrum í Nuddskóla RG vetur 1992 *Guðjón Magnússon skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu (GM ’92) *Glósur og ljósrit í fyrirlestrum í Nuddskóla RG vetur 1992 *Regína Stefnisdóttir hjúkrunarfræðingur (RS ’92) *Glósur og ljósrit úr fyrirlestrum í Nuddskóla RG Heimsóknir og umræður við Regínu vetur og vor 1992.
Höfundur Benedikt Björnsson skrúðgarðyrkjumeistari árið 1992
Flokkar:Hugur og sál