Skriftir sem leið til lækninga

Rannsóknir sýna árangur

Fólk sem hefur þjáðst vegna sálrænna áfalla getur náð gífurlegum bata við að skrifa um þau. Æfingin, sem þarf aðeins að taka fimmtán mínútur daglega, getur sýnt mælanlega bót bæði á líkamlegri og andlegri heilsu persónunnar. Þeir sem hafa reynt þetta segja að skriftirnar úthelli ekki aðeins ótjáðum tilfinningum heldur auki líka skilning persónunnar og hjálpi jafnvel til að komast að einhvers konar niðurstöðu um hið sálræna áfall. A.m.k. ein rannsókn, gerð af Háskólanum á Miami, sýndi að í kjölfarið fylgdu færri vandamál viðkomandi heilsu einstaklinganna og að tveir skriftartímar voru jafn áhrifamiklir og tveir tímar skammtíma sállækninga. Í blóði þeirra sem skrifuðu um sálræn áföll sín mældist meiri fjöldi fruma sem ráðast gegn sýkingum. Rannsókn sem gerð var meðal nema South eru Methodist University í Dallas var heilsa hvers þátttakanda metin eftir fjölda heimsókna þeirra, vegna veikinda, á heilsugæslustöð nemendanna í mánuðinum fyrir og eftir skriftartilraunina.

Prófessor SMU í sálarfræði, James W. Pennebaker, Ph.D., skipti sjálfboðaliðunum í tvo hópa, báðir hóparnir samþykktu að skrifa í fimmtán mínútur daglega í fjóra daga samfleytt. Annar hópurinn skyldi skrifa um yfirborðskennd málefni. Hinn hópurinn skrifaði um persónulega reynslu af sálrænum áföllum, sem fól í sér kynferðislegt áreiti í æsku, sjálfsmorðstilraunir, höfnun foreldra og dauða foreldra eða systkina. Í mörgum tilfellum hafði þátttakandinn aldrei rætt áfallið við neinn. Það kom ekki á óvart að með því að skrifa um hræðilega hluti leið fólki illa strax eftir skriftirnar. Þetta kom jafnvel frekar fram hjá meðlimum hóps þess sem skrifaði um sálræn áföll en þeir voru beðnir um að brjóta til mergjar tilfinningar sínar, í stað þess að samanburðarhópurinn skrifaði eingöngu um staðreyndir viðkomandi hinu sálræna áfalli.

Við eftirlit sex mánuðum seinna uppgötvaði Dr. Pennebaker að áhrifamesta fækkun sjúkraheimsókna í heilsugæslustöð nemendanna var í hópi þeirra sem skrifuðu um sínar hugsanir og tilfinningar tengdar sálræna áfallinu. Mikilvæg ónæmisviðbrögð sem fylgdu í kjölfar skriftanna um sálræn áföll voru skráð í annarri SMU rannsókn sem gerð var í samvinnu við sálfræðinginn Janice K Kiecolt-Glaser og eiginmann hennar, ónæmisfræðinginn Ronald Glaser frá Ohio State University. Blóðsýni voru tekin hjá þátttakendum til að mæla hver áhrif skriftirnar hefðu á heilsu þeirra. Greinilegur meiri fjöldi T-fruma, sem vitað er að vinna gegn sýkingum og vírusum, fundust í blóði þeirra sem skrifuðu um sálræn áföll sín.

Svörun ekki nauðsynleg
Þessar tilraunir og margar aðrar eru uppistaðan í nýrri bók Dr. Pennebaker,  ,,Ljúkið upp“: Lækningarmáttur þess að trúa öðrum fyrir, gefin út af William Morrow & Co.. Þrátt fyrir undirtitilinn, segir Dr. Pennebaker að betra sé fyrir þann sem notar skriftir að ræða hvorki né taka við nokkurri svörun um það sem hann hefur skrifað. ,,Ein ástæða þess hvers vegna skriftir eru svo máttugar er að venjulega þegar við byrjum að segja einhverjum frá persónulegum hlutum grannskoðum við andlit þeirra mjög nákvæmlega til að sjá viðbrögð þeirra,“ sagði Dr. Pennebaker í símaviðtali. ,,Ef við sjáum nokkur merki þess að hinni persónunni sé brugðið eða mislíki, byrjum við þegar að breyta sögunni. Hann ráðleggur fólki að skrifa ekki fyrir aðra lesendur en sjálfa sig. Líkaminn leggur á sig mikið erfiði við að halda aftur af hugsunum og reynslu vegna sálrænna áfalla, sagði Dr. Pennebaker, er hann útskýrir hvers vegna fólk sem bælir niður viðbrögð sín vegna sálrænna áfalla er veikara fyrir smitun í efri hluta öndunarfæra, sárum á slímhúð/húð, magasjúkdómum og jafnvel hærri tíðni vissra krabbameinstegunda.

,,Aðalboðskapur bókar minnar og rannsókna,“ heldur Dr. Pennebaker áfram, er að ef fólki er leyft að færa í orð truflandi lífsreynslu bætir það líkamlega heilsu þeirra. Spurningin er: Á hvern hátt er best að setja þetta í orð. Í rannsóknum mínum uppgötvaði ég að skriftir eru áhrifamiklar, einnig það að tala inn á hljómband. Við uppgötvuðum einnig í öðrum rannsóknum að jafnvel það að setja þessa hluti í orð í formi bænar tengist líka batnandi heilsu þó færri rann sóknir beinist að þeim þætti. Mikilvægast er að nota aðferðina í sjálfsskoðunarskyni: Því líður mér svona? Því angrar þetta og þetta mig svona mikið? Dr. Pennbaker, en bók hans átti að koma út sem pappírskilja s.l. september, útgefin af Avon, bætti við, að fólk sem vinnur við ýmiss konar þjálfun og endurhæfingu sjúkra, prestar og annað fólk í líknarstörfum ætti að íhuga skriftir. Þetta fólk þjáist líka af streitu bara við að hlusta á aðra lýsa hörmulegum atburðum í lífi sínu.

ekið úr júní hefti HealthFact l991, s, VolXVI, No. 145

I.S.



Flokkar:Hugur og sál

%d bloggers like this: