Erindi flutt á haustfundi Heilsuhringsins 1992
Ævar Jóhannesson sagði einungis þrjá til fjóra áratugi síðan þetta vandamál, ofvirkni hafi komið fram meðal barna á vesturlöndum og hefur ofvirkum börnum fjölgað svo síðustu áratugina að það nálgast faraldur. Kanadíski geðlæknirinn Abraam Hoffer aðalritstjóri tímaritsins Joumal Orthomolecular Medicine, segir að á fyrstu árum sínum sem geðlæknir rétt fyrir miðja öldina hafi hann séð örfá tilfelli ofvirkni sem rekja mátti þá til heilaskaða sem barnið hafði hlotið í fæðingu eða síðar. Hann segir einnig að í Kanada sé fjórði eða fimmti hver drengur meira eða minna ofvirkur, hér á landi er það fjórum til fimm sinnum algengara að drengir séu ofvirkir en stúlkur.
Ofvirkni í börnum lýsir sér sem óeðlilega mikil athafnasemi og óróleiki og í slæmum tilfellum er barnið nánast óviðráðanlegt. Í skóla nær barnið ekki einbeitingu og námsárangur lélegur þó að barnið sé með eðlilega greind. Áfullorðinsaldri breytist hegðunin, þau verða oft þunglynd og hafa tilhneigingu til geðveilu. Miklar umræður hafa verið um orsök og hvernig lækna megi ofvirkni. Sálfræðingar telja hana stafa af tilfinninga eða geðrænum orsökum. Sumir læknar telja orsökina heilaskaða, þriðji hópurinn telur óþol eða ofnæmi valda ofvirkni.
Ónæmisfræðingurinn dr. Theron Randolph, bandarískur fræðimaður sem hefur skrifað nokkrar bækur um rannsóknir sínar og reynslu, segir að ofvirkni hjá börnum stafi af ofnæmi eða óþoli, oftast fyrir almennum mat, t.d. sykri, sætindum, eða mjólkurvömm og stundum fyrir einhverju í umhverfinu t.d. bensínstybbu, ilmvatni, málningu o.þ.h. Oftast sé óþolið fyrir einhverju sem barnið er í snertingu við daglega og einkenni þannig ofnæmis er að barnið verður fíkið í ofnæmisvaldinn. Sé ekki gripið í taumana séu næstum engar líkur á barnið hætti sjálft að neyta ofnæmisvaldsins. Það er því ofurselt fíkninni það sem eftir er ævinnar nema það sé svo heppið að hitta lækni sem hefur innsýn í ástandið og getur gefið ráðleggingar.
Læknirinn dr. David Efamed forstöðumaður Horrobin rannsóknarstofnunar í Kanada telur röng fituefnaskipti eiga oft þátt í ofvirkni barna. Megi þá stórbæta ástand þessara barna með því að gefa þeim fitusýruna gammalinolensýru, sem fæst úr kvöldvorrósarolíu. Þessi kenning brýtur ekki í bága við kenningu dr. Randolphs. Síðan sagði Ævar okkur sögur af börnum sem voru ofvirk og fengu bót meina sinna. Hann lauk síðan máli sínu með að ráðleggja foreldrum sem ættu ofvirk börn að athuga með fæðuóþol hjá þeim áður en farið væri að gefa þessum börnum amfetamín, sem ekki er hollt fyrir lítil börn en er þó notað af læknum þegar önnur ráð bregðast.
Ræðumaður: Ævar Jóhannesson starfaði hjá Raunvísindastofnun Háskólans og hefur skrifað mikið um heilbrigðismál bæði í tímarit Heilsuhringsins og víðar og lagt Heilsuhringnum mjög mikið lið í gegnum tíðina.
Flokkar:Fjölskylda og börn, Greinar