Að gera börn að eiturætum

Því hefur veríð haldið fram, að í Bandaríkjunum og Kanada séu 5 – 10% barna ofvirk (hyperaktíf), en vinsælasta lyfið gegn hegðunarvanda þessum er Ritalín. Í eftirfarandi grein, sem birtist í hausthefti kanadíska tímaritsins Update (1991), er því haldið fram að hér sé um grófa og háskalega misnotkun að ræða, enda sé skilgreining geðlækna og skólayfirvalda á ofvirkni ádeiluverð. Höfundur greinarinnar, Darrell Evans, er forseti samtaka sem nefnast Freedom of Information And Privacy Association of British Columbia og skrifar mikið í blöð og tímarit.  Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Kanada eyða milljónum dala í „stríðið gegn eiturlyfjunum“. En skattgreiðendur gera sér fæstir grein fyrir því  að sömu ríkisstjórnir eyða sjálfar milljónum til þess að standa undir eiturlyfjasölu.

Flestir myndu fyllast hneykslun ef þeir vissu að þessi niðurgreidda eiturlyfjasala gerir varnarlausustu þjóðfélagsþegnana að fórnarlömbum  sínum börn okkar. Hinir löggiltu eiturdreifendur nefnast geðlæknar. Og nú er hart deilt í N-Ameríku um þann hátt þeirra að beita sterkum geðmótandi lyfjum á börn með hegðunarvandamál. Algengasta lyfið á markaðnum er Ritalín, sem nú er í tísku við svonefndri ofvirkni. Talið er að 4 milljón börnum sé gefið Ritalín í Bandaríkjunum einum. Í Kanada er engar tölur um þetta að finna, en hins vegar telst ótrúlega  hátt hlutfall kanadískra barna, 5 – 10%, vera ofvirk, og einnig þar er Ritalín vinsælasta lyfið. Þeim sem trúa því að almennt sé lyfjagjöf gervilausn á líkamlegum og andlegum mein semdum manna, þykir lyfjagjöf af þessu tagi auðvitað alveg sérstaklega viðurstyggileg.

Geðlyf handa 7 ára barni
Kathy Strenja hélt að sonur sinn Thomas, 7 ára, væri eðlilegur og hraustur drengur. Strenjahjónin sáu ekkert athugavert við athafnasemi drengsins, sem þau lýstu sem „barni sem aldrei getur verið kynt.“ En yfirmenn grunnskólans í Bumaby í Brezku Kólumbíu voru á annarri skoðun. Þeir sögðu að Thomas gæti ekki einbeitt sér og að hann kynni að þjást af ofvirkni. Að þeirra ráði var hann sendur til geðlæknis, sem ráðlagði daglegan skammt af Ritalíni lyfi sem líkist amfetamíni og örvar fullorðna en er ætlað að róa börn. Ritalínið fór skelfilega illa í Thomas. Hann þjáðist af stöðugum óþægindum.

Stundum voru höfuð- og magakvalirnar svo óþolandi að hann sagði mömmu sinni að sig langaði til að deyja. Hann fékk martraðir, pissaði undir og gekk í svefni. Hann réðst á leikfélaga sína. „Vinir hans hættu að heimsækja okkur þegar hann fór að fljúga á þá með barsmíðum,“ sagði móðir hans. Eftir sex mánuði var foreldrunum nóg boðið og hættu að gefa barninu Ritalin.

Flest hin slæmu hegðunareinkenni hurfu fljótlega. „En  mestu skipti,“ sagði móðirin, sem var stórum létt, „að sonur minn varð aftur sjálfum sér líkur.“ En yfirmenn skólans voru á öðru máli barnið var rekið úr skóla. „Þeir vildu ekki hafa hann án pillanna,“ segir Kathy. Tveimur mánuðum síðar lögðu Strenjahjónin inn kæru hjá læknafélagi Bresku Kólumbíu. Þau spurðu hvers vegna þeim hefði ekki verið sagt að Ritalín hafi margar skaðlegar aukaverkanir og geti verið ávanabindandi og hvers vegna barnageðlæknirinn hafi sagt þeim að lyfið væri „jafn-meinlaust og vítamín.“

Pillur skila stórgróða
Notkun Ritalíns í skólum hefur verið mót mælt um allt Kanada, þótt kennarar og geð- læknar sem aðhyllast notkun lyfsins hafi fengið minni mótbyr þar í landi en í Bandaríkjunum. Foreldrafélag í Atlanta í Georgíu gerði 125 milljón dala skaðabótakröfu á hendur skóla-  yfirvöldum svæðisins og Sambandi bandarískra  geðlækna, sem foreldrafélagið hélt fram að hefði mælt með notkun Ritalíns við hegðun sem megi teljast eðlileg hjá flestum venjulegum börnum. Svipuð mál hafa verið höfðuð um öll Bandaríkin. En hvers vegna skyldu geðlæknar, kennarar og læknar halda áfram, í ljósi slíkra deilna, að  mæla með lyfjagjöf barna? Og það lyfja með svo geigvænlegar aukaverkanir? Svarið er að greining og meðferð ofvirkni eru  orðin stórgróðafyrirtæki fyrirlyfjaframleiðendur,  og fyrir geðlækna sem hefur tekist að sannfæra  villuráfandi lækna, kennara og foreldra um það að lausn vandamála þeirra felist í lítilli hvítri pillu.

Lyf til að halda aga
Er Ritalíni og öðrum lyfjum beitt til að hjálpa  börnum að komast yfir ákveðnar geðrænar truflanir eða er tilgangur þeirra í rauninni sá að auðvelda kennurum og foreldrum að fást við  erfiða nemendur? Mannréttindaráð borgaranna (Citizens’  Commission on Human Rights CCHR) heldur fram hinu síðarnefnda. Alþjóðasamtök þessi hafa það að markmiði að fletta ofan af mannréttindabrotum geðlækna. Og meðal helstu viðfangsefna þeirra hefur verið það að hindra notkun Ritalíns á börn. Formaður Bresku-Kólumbíudeildar samtakanna er Hilary Hurry, en sonur hennar hlaut varanlegt heilsutjón af völdum Ritalíns.

Hún heldur því fram, að vaxandi fjöldi foreldra, sálfræðinga og lækna trúi því að lyf séu notuð í þágu kennara sem vilja þögn í bekknum og skirrast ekki við að beita lyfjum á fyrirferðarmikil börn til að ná sínu fram. Hún rökstyður mál sitt með vísun til skýrslna með fleiri hundruð dæmum um foreldra sem leitað hafa til skrifstofu samtakanna í Vancouver. „Samkvæmt skilgreiningum geðlæknisfræðinnar gætu næstum öll börn flokkast sem ofvirk  á einhverjum tíma,“ segir Hurry. „En við erum á  móti því að nota lyf til að stjórna börnum eða fá þau til að sitja prúð í skólanum. Að vísu eiga mörg þessara barna við raunveruleg líkamleg og  hegðunarleg vandamál að stríða, en í stað þess að  leita orsakanna er gripið til skyndilausna með  lyfjum.“

Ímyndaðar heilatruflanir
Margir upplýstir menn innan heilbrigðisstéttanna eru á sama máli og Hurry. Þeir telja engin  vísindaleg rök fyrir þeirri kenningu að ofvirkni  stafi af heilatruflunum, og að pillugjöf horfi fram hjá raunverulegum orsökum hegðunarvanda  barnanna. Meðal helstu áhrifaþátta í ofvirkni telja þeir vera ofnæmi og vannæringu auk skordýraeiturs  og aukefna í mat. Og að sjálfsögðu hefur hegðunarvandi iðulega reynst stafa af tilfinningaflækjum vegna erfiðra heimilisaðstæðna.

Að greina ofvirkni
„Geðlæknabiblían“ (DSM III-R Diagnostic  and Statistical Manual for Mental Disorders. Handbók um greiningu og tíðni geðtruflana)  hefur um þessar mundir nafnið „Athygliskerðandi ofvirknitruflun“ fyrir það sem geðlæknar hafa árum saman kallað „Vægan heilaskaða“. Upphaflega var þetta orðalag notað um vissa tegund af heilaskemmdum sem ollu námstregðu og hegðunarvanda hjá börnum. Árið 1963 útvíkkuðu svo heilbrigðisyfirvöld Bandaríkjanna og Samtök fatlaðra í Bandaríkjunum skilgreininguna á „Vægum heilaskemmdum“ þannig að hún náði til margvíslegra hegðunareinkenna flestra barna. Meðal fjórtán sjúkdómseinkenna „Athygliskerðandi ofvirknitruflana“ (Attention-Deficit Hyperactivity Disorder Minimal Brain Dysfunction – MBD) sem „Geðlæknabiblían“telur upp eru þessi:

• Getur ekki setið kyrr (óþolstilfinning nægir, ef um ungling er að ræða)
• missir einbeitingu auðveldlega við utanaðkomandi truflun
• á bágt með að dunda sér
• er símasandi
• framkvæmir oft áður en harm hugsar
• á erfitt með að halda sér að leik
• þarf mikla umsjón
• er á sífelldum hlaupum og klifrandi upp um allt.

Greinilegt er að á þessum forsendum gæti fjöldi alheilbrigðra barna flokkast sem ofvirk.Sannleikurinn er hins vegar sá, að sjaldnast er nokkur grundvöllur til að álykta að um vefrænan heilagalla sé að ræða hjá þeim börn um sem greind eru sem ofvirk, auk þess sem engar tauga eða læknisfræðilegar rannsóknir eru yfirleitt á þeim gerðar. Sjúkdómsgreiningin er eingöngu byggð á hegðun barnsins (og oftast frásögnum af slíkri hegðun). Meðferðin er þannig til þess eins að móta hegðun sem geðlæknisfræðin snýst um í rauninni svo einfalt er það.

Geðlækna greinir á
Ekki eru allir geðlæknar samt hrifnir af Ritalíni. Taugageðlæknir (neuro-psychiatrist) í LaJolla, Kalifomíu, Sydney Walker að nafni, hefur sagt: „Við verðum að minnast þess, að það kann að vera handhægt að skilgreina barn ofvirkt þótt hegðunarvandi þess stafi af öðrum orsökum. Ströngum kennara finnst iðulega vera of mikill  fyrirgangur í alheilbrigðum en fjörmiklum og  forvitnum börnum. Börn geta verið óþekk og  áhugalaus í skóla þótt þau séu ekki ofvirk; þar  nægir t.d. að þau séu svöng eða í þröngum  nærfötum.

Einu barni kynntist ég sem lét illa vegna svefnleysis, sem aftur stafaði af því að barnið var með njálg.“ Dr. Wendy Roberts, sem stýrir rannsóknum við Rannsókna-barnaspítalann í Toronto, segir rangar sjúkdómsgreiningar vera meiri háttar vandamál. „Í forrannsókn, sem við gerðum í fyrravetur,“ segir hún, „könnuðum við ellefu börn sem öll voru sögð eiga erfitt með að einbeita sér. Sex þeirra reyndust sannlega skorta  einbeitingarhæfni. Hin fimm skorti námsgetu af öðrum orsökum eða voru afburðavel gefin!“ Gáfuðustu börnin sett á deyfilyf! Hvílíkur sigur fyrir geðlæknisfræðina!

Aukaverkanir Ritalíns. Framleiðendur og áhangendur Ritalíns viðurkenna að þeir viti lítið hvað veldur „athygliskerðandi ofvirknitruflunum“ og jafnvel ekki heldur með hvaða hætti Ritalín og önnur lyf af amfetamín-flokknum valda aukaverkunum eins og ofsóknaræði eða „.sjúklegu sálarástandi sem í öllu líkist geðklofakasti.“ Meðal annarra varnaðarorða má nefna: „Einstaklingurinn á það til að skaða sjálfan sig eða aðra í viðbrögðum sínum við ofskynjunum. Ritalín getur leitt til árásarhneigðar eða ofsafenginna viðbragða gegn ímynduðum óvinum. Ofskynjanir geta varað í eina viku eða lengur, og stundum í meira en ár.“ „Geðlæknabiblían“ DSM III-R telur einnig þunglyndi, svefnleysi, kvíðatilfinningu og geðofsa meðal algengra einkenna eftir að töku Ritalíns er hætt, og bætir sjálfsvígum við  algengar aukaverkanir Ritalíns og skyldra lyfja. Lesendum kann að þykja það ótrúlegt að læknar gefi börnum vitandi vits lyf með slíkar  aukaverkanir, en sannleikurinn er samt sá.

Ritalín er ávanabindandi
Fæstir geðlæknar viðurkenna að Ritalín sé ávanabindandi. Margir fyrri notendur lyfsins eru hins vegar á annarri skoðun, og einnig lögreglumenn sem eiga í baráttunni gegn eiturlyfjum. Gordon Spencer við fíkniefnadeild lögreglunnar í Vancouver segir að blanda af Ritalíni og  Talwini, sem er kvalastillandi lyf, sé um þessar  mundir mest notaða fíkniefnið á strætum Vestur- Kanada. „Ritalín & Talwin, þekkt sem T og R, kemur í þriðja sæti á eftir kókaíni og heróíni í röð sprautulyfja sem mest eru misnotuð,“ segir hann. „Árið 1986 voru 60% þeirra, sem handteknir voru fyrir dreifingu og notkun eiturlyfja, með T & R í fórum sínum. Neytendur T & R láta meira á sjá en heróínneytendur: Þeir  eru ver farnir. Þeir veslast upp og deyja síðan.“

Mörg skráð dæmi eru um börn sem var gefið Ritalín og urðu eiturætur síðar á ævinni. Mannréttindaráð borgaranna skýrir hina gífurlegu aukningu í notkun lyfja á börn með tilvísun til staðtalna. Þær sýna, að geðlæknar hafa á síðasta áratug beint athyglinni frá fullorðnum til barna til að auka tekjur sínar. Afleiðingin er sú, að fjöldi barna sem greinast með geðkvilla hefur tífaldast á 10 árum, og á síðustu fimm árum hefur börnum á geðsjúkrahúsum fjölgað ferfalt! Svo kostnaðarsöm meðferð er aðeins möguleg vegna þess að geðlækningar eru nú bættar af sjúkratryggingum. Í Kanada er það venjulega sjúkrasamlag hins opinbera sem greiðir kostnaðinn.

Aðrar leiðir
Enda þótt ekkert bendi til þess að svokölluð ofvirk börn þjáist af vefrænum heilagöllum, er enginn vafi á því að mörg börn eiga við alvarleg hegðunarvandamál að stríða. Ritið Hurry, sem Mannréttindaráð borgaranna gefur út, „virðist ofnæmi vera algengasta orsök ofvirkni.“ Ýmsir virtir læknar eru sömu skoðunar. Við meðferð ofvirkra barna hefur þeim tekist að finna sumar hinna raunverulegu orsaka ofvirkni, og einnig ýmis  áhrifarík náttúrleg eða óhefðbundin læknisráð.

Rætur vandans
Niðurstaða hins virta barnalæknis Lendons Smith er sú, að ofvirkni stafi yfirleitt ekki af geðrænum orsökum, heldur sé um að kenna áhrifum óheppilegs mataræðis á taugakerfi barnsins. Í bók sinni Rétt mataræði fyrir börn (How to Feed Your Kids Right) lýsir hann meðferð sínum í smáatriðum: Hann beitir tímabundnu banni á hvítt hveiti, sykur, viðbótarefni í mat, salt, mjólkurafurðir og  nautakjöt. Hann mælir fyrir um tíðar smámáltíðir ásamt vítamínum og bætiefnum, og segir að eftir þriggja vikna meðferð hafi „80% sjúklinga sinna verið lausir við 60 – 100% einkennanna.“

Ofnæmi og mengunarefni
Þess eru mörg dæmi að ofvirknihegðun barna hafi verið rakin til eiturefna í umhverfinu, m.a. litar- og rotvarnarefna í mat. A fundi Læknafélags Bandaríkjanna 1973 skýrði hinn frægi barnalæknir og ofnæmisfræðingur Ben Feingold frá því, að viðbótarefnum í mat hefði verið um að kenna ofvirkni í 40 – 50% þeirra barna sem á hans læknastofu komu. Enda þótt samtök lækna og fulltrúar matvælaiðnaðarins snerust hart gegn þessum niðurstöðum, hafa þær hlotið margfalda staðfestingu í síðari rannsóknum. Doris J. Rapp, annar kunnur ofnæmisfræðingur, hefur einnig komist að því að ofvirknieinkenni geta stafað af vissum mat, matarlit og viðbótarefnum, og hefur í mörg ár mælt með ströngum matarkúr sem meðferð við slíkum einkennum. „Við settum sjúklinga, sem verið höfðu á Ritalíni, á sérstakt mataræði,“ segir hún, „og mér til mikillar furðu kom fram bati hjá tveimur þriðju hlutum þeirra á einni viku.“

Léleg kennsla
Kannanir hafa sýnt að léleg kennsla, sem ekki höfðar til skilnings barnsins, getur leitt til þess síðar að barnið hætti að fylgjast með og verði dauft og áhugalaust. Óánægjan brýst iðulega út í slæmri hegðun. Til að komast hjá slíku, fylgjast greindir og umhyggjusamir kennarar grannt með því að enginn nemandi dragist aftur úr, og að hvert atriði sé fullskýrt áður en tekið er til við hið næsta. Færni kennara og geta til að fást við óþekka bekki er mjög misjöfn, og skýrir það sennilega hvers vegna sumir kennarar telja fimmtung nemenda sinna vera ofvirka en aðrir engan.

Truflandi umhverfi. Einkenni, sem flokkast til ofvirkni, má stundum rekja til slæmra aðstæðna á heimili eða í skólanum. Þess vegna ætti að losa barnið við truflandi áhrif í umhverfinu. Börn þurfa að njóta ástar og skilnings, fá hrós og uppörvun, og það þarf að tala mikið við þau.  Robert Mendelsohn, barnalæknir og kunnur rithöfundur í Kanada, vill láta breyta umhverfi barna sem sýna einkenni geðbresta; harm vill ganga svo langt að skipta um kennara eða skóla og jafnvel beita heimakennslu fremur en að láta undan þrýstingnum að nota Ritalín.

Að stjórna með lyfjum. Allir sem haft hafa með börn að gera vita, að þau geta verið erfið viðfangs og gert manni gramt í geði. Það er hins vegar hrein misnotkun að beita lyfjum við hegðunarvanda barns í stað þess að reyna að grafast fyrir um rætur vandans. Ofvirknihegðun ber að líta á sem hróp um hjálp – vísbendingu um misbresti í lífi barnsins sem þarfnast leiðréttingar. Illu heilli er „lyfjasvipan“ sem kveður niður óæskilega hegðun með valdi ekki einungis notuð á börn, heldur einnig á aðra þjóðfélagshópa sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér, t.d. aldraða og þá sem geðsjúkir eru kallaðir.

Við verðum að endurskoða hugmyndir okkar um það hvar lyfjavandinn byrjar í rauninni. Bróðurparti þeirra fíkniefna sem gagnsýra þjóðfélög Vesturlanda er hvorki smyglað frá Kólumbíu af glæpamönnum né eru lyfin seld á götunni; meginhlutinn er seldur samkvæmt tilvísun lækna. Lyfjanotkun, bæði lögleg og ólögleg, er orðin að lífsstíl í Norður. Ameríku lífsstíll sem læknar og geðlæknar ýta undir. Og lyfjavandinn virðist magnast og magnast.

S. St. Þýddi  árið 1992



Flokkar:Fjölskylda og börn, Greinar

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , ,