Nýjungar frá Mexíkó

Athyglisverð lœkningamiðstöð

Merki lækningamiðstöðvarinnar í Mexíkó. Eins og sagt er frá annarsstaðar í blaðinu var staddur hér læknir, dr. Roberto Tapia,frá sjúkrahúsi í Mexíkó, American Biologics-Mexico SA Medical Center. Með honum var bandarísk kona, Patricia Prince, sem starfar við sama sjúkrahús en var upphaflega krabbameinssjúklingur sem hlaut bata á sjúkrahúsinu. Greinarhöfundur átti þess kost að ræða við þau bæði og hlusta á erindi sem þau fluttu að Hótel Loftleiðum. Einnig voru þau með heilmiklar upplýsingar íprentuðu máli í blöðum, tímaritum og sérprentum, sem þau gáfu greinarhöfundi áður en þau fóru aflandi burt. Hér á eftir mun ég reyna að endursegja í eins stuttu máli og mér er unnt eitthvað af þeim fróðleik sem þau fluttu í erindum sínum eða var birtur í þeim prentuðu heimildum sem áður er getið.

Langvarandi þreytu einkenni
Þessi sjúkdómur eða einkenni hafa stundum verið nefnd „nafnlausi sjúkdómurinn“. Eins mætti kalla hann ,,sjúkdómurinn með mörgu nöfnin“, því að hann hefur gengið undir ýmsum nöfnum, t.d.: Langvarandi þreytu einkenni, langvarandi ónæmis-truflun, Epstein-Barr-veirusýking eða bara langvarandi ,,flensa“. Dr. Roberto Tapia er sérfræðingur í þessum sjúkdómi og stundum nefndur „dr. Epstein Barr“, vegna þess góða árangurs sem hann hefur náð í baráttunni við hann. Til að byrja með er rétt að upplýsa lesendur ofurlítið um þennan dularfulla sjúkdóm.

Allmörg ár eru liðin síðan læknar og aðrir veittu ýmsum einkennum hans athygli. Skrifaðar voru lýsingar á hinum og þessum einkennum og reynt að finna orsakir þeirra, en vegna þess að einkennin eru afar fjölbreytt og nánast óútreiknanleg voru niðurstöðumar næstum því eins margar og þeir sem skrifuðu um einkennin. Nú er þó orðið nokkurn veginn ljóst að mörg, ef ekki öll, þessara einkenna má rekja til veiru sem kennd er við vísindamanninn Epstein-Barr, þó að ýmislegt fleira tengist þessu og sé hluti sjúkdómsmyndarinnar eins og síðar verður nánar rætt.

Epstein-Barr veiran (E.B. veiran) tilheyrir herpes-fjölskyldunni, en aðrar skyldar veirur eru veirur sem valda áblástri á vörum eða kynfærum og sjúkdómur sem á íslensku er nefndur ,,ristill“. Þeir sem smitast hafa af einhverri þessara veira ganga með hana í líkama sínum ævilangt, enda þótt sjúkdómseinkenna gæti ekki nema í byrjun eða ef ónæmiskerfið bregst af einhverjum ástæðum.

Nokkrir aðrir sjúkdómar stafa af skildum veirum, þ.á.m. veirum sem valda hvítblæði í fólki (human B-cell leukemia vírus). E.B. -veiran leggst á B-eitilfrumur og þekjufrumur í munnholi sjúklinga og berst þaðan út ímunnvatn sem veldur þá sýkingu sem oft er nefnd, „kossageit“ og algengt er að unglingar sýkist af. Slæleg virkni ónæmiskerfisins eða ónæmisbæling getur leitt til þess að sýktar B-eitilfrumur komi nýrri sýkingu af stað. Einnig leikur grunur á að sýktar B-frumur geti umbreyst í illkynja frumur sem valdið geti eitlakrabbameini.

Talið er að E.B. veiran finnist í meira en 95% einstaklinga í vestrænum löndum. Sýking af E .B. veirum leiðir til myndunar mótefna í blóði sjúklinga. Sum þeirra finnast aðeins fyrst eftir sýkingu en önnur eru finnanleg ævilangt. Mótefni sem nefnt er IgG, getur fundist í auknu magni í blóði sjúklinga árum saman sé um langvarandi sýkingu að ræða. Fjórföld aukning er talin merki um bráða sýkingu. E.B.-veirusýking hefur lengi verið tengd við einkirningasýkingu. Nú hefur hún til viðbótar verið talin orsakavaldur við ýmsa langvarandi sjúkdóma sem erfitt hefur áður reynst að finna lækningu eða viðunandi skýringar á.

Þessir sjúkdómar einkennast flestir af stöðugri lamandi þreytu til viðbótar ýmsum öðrum einkennum svo sem: ofnæmi, vöðva eymslum, liðaverkjum, lystarleysi, niðurgangi, endurteknum höfðuverkjarköstum, svitakófi, svima, ógleði, uppþembu, útbrotum á húð, tíða vandamálum hjá konum, svefnleysi og svefntruflunum, sárindum í hálsi og hæsi, einkennum sem minna á kvef eða inflúensu, auma eða bólgna eitla, kalda eða bláa útlimi, bólgna eða dökkna bauga undir augum og viðvarandi þunglyndi. Þetta er langur og ófagur listi en ég taldi þó ekki öll þau einkenni sem dr. Tapia nefndi. Vitanlega þjáist sami einstaklingurinn ekki aföllum þessum einkennum þó að ýmsir geti haft nokkur þeirra.

Sveppasýking og E.B. -veiran
Eins og lesendur hafa e.t.v. veitt athygli minna mörg þessara einkenna mjög á einkenni sem fylgja langvarandi candida-sveppasýkingu. Í ljós hefur líka komið að mjög margir þeirra sem hafa þessi einkenni eru einnig með ofvöxt sveppagróðurs í meltingarfærum og stundum víðar. Þetta hefur leitt til þess að þeir sem rannsakað hafa þessi einkenni hafa ályktað að sennilega sé sveppasýking og E.B. veirusýking oft samtvinnuð og því sé ekki svo auðvelt að segja í hverju tilfelli hvort sjúkdómseinkennin stafi aðallega af E.B. veirunni eða sveppasýkingunni.

Sennilega er hér um samtvinnaðar orsakir að ræða og nauðsynlegt að vinna bug á hvoru tveggja ef fullur bati á að nást. Einnig hefur komið í ljós að langflestir sjúklinganna höfðu verið á endurtekinni sýklalyfjameðferð eða höfðu notað steralyf eða getnaðarvarnarpillur. Sýklalyfin stuðla að ofvexti sveppa í meltingarfærum og víðar en steralyfin og getnaðarvarnarpillumar í minna mæli eru ónæmisbælandi og stuðla því einnig að ofvexti sveppagróður með því að trufla ónæmiskerfið. Bælt ónæmiskerfi er einnig illa i stakk búið til að berjast gegn veirusýkingum, svo að slíkt ástand býður því E.B.- veiruna velkomna til viðbótar við sveppasýkinguna. Bandarískur læknir og vísindamaður dr. Michael Culbert, D.Sc. hefur þau orð um þetta að ,,einkennin stafi af læknismeðferð sem sjúklingurinn hefur áður fengið“.

Truflanir á blóðsykri, sérstaklega of lágur blóðsykur, er næstum því einkennandi fyrir þetta ástand. Einnig eru fjölþætt sálræn einkenni mjög áberandi. Talið er að E.B.- veiran hafi áhrif á þau svæði í heilanum sem stjóma tilfinningum. Því eru margir sjúklingar umsvifalaust úrskurðaðir með geðræn vandamál. Þar sem geðlyf og önnur meðferð sem notuð er við geðtruflunum hafa lítil áhrif til góðs eru þessir sjúklingar oft dæmdir til langvarandi dvalar á geðdeildum með litla batavon. Aðrir ganga milli lækna, sem þekkja ekki einkennin en reyna hin ólíklegustu lyf, oftast með litlum sem engum árangri.

Ekki er rétt að ásaka þessa lækna. Þeir gera sitt besta en því miður hefur þeim ekkert verið kennt um þessi einkenni. Sumir gefast að lokum upp og binda enda á þessa eymdartilveru. Enginn veit hversu mörg sjálfsmorð má á einn eða annan hátt rekja til langvarandi þunglyndis og vanheilsu sem rekja má til þeirra einkenna sem hér hefur verið rætt um. Fyrir mörgum áratugum gekk hér á Íslandi sjúkdómur sem nefndur var „Akureyrarveiki“, enda þótt margir fleiri en Akureyringar fengju hana. Sumir halda nú að þar hafi verið á ferðinni svæsinn faraldur af E.B.-veirusýkingu. Margir þeir sjúklingar sem fengu veikina þá hafa aldrei náð sér að fullu, enda þótt þeir fengju viðunandi heilsu eftir langan tíma.

Lækning E.B.-veirusýkingar
Dr. Tapia vill helst ekki kalla E.B .-veirusýkingu sjúkdóm, heldur fjölþætt sjúkdómseinkenni (syndrome).
Hann hefur þróað upp meðferðarferli sem hann segir að langflestir nái árangri með. Eins og áður hefur komið fram leggst E.B.-veiran á B-frumur ónæmiskerfisins. Nýjustu rannsóknir benda þó til þess að E.B.-veiran leggist ekki aðeins á B-eitilfrumur, heldur einnig á T-eitilfrumur. Hún veldur því ákveðinni ónæmisbælingu eða bjögun á ónæmiskerfinu. Þetta er að sumu leyti hliðstætt og gerist við eyðni en þar leggst veiran á T-hjálparfrumur en ekki B-frumur.

Dr. Tapia miðar læknismeðferð sína við það að styrkja ónæmiskerfið með öllum þeim ráðum sem hægt er. Hann telur að ýmis mengandi efni í umhverfinu t.d. blý, nikkel, kvikasilfur og margskonar efnasambönd sem mynda staklinga (sindurefni, free radicals) bæli eða trufli starfsemi ónæmiskerfisins. Til að draga úr þeim áhrifum gefur dr. Tapia sjúklingum sínum margs konar andoxara, stundum í nokkuð stórum skömmtum. Þarmátelja: C-vítamín, betakarotín, E-vítamín, selen, laetrile (sjá grein í H.h. 1.-2. tbl./88) og germaníum (sjá grein í H.h. 3. tbl. ’89). Þá notar hann nýtt efni sem þeir kalla

„Dioxichlor“, en það inniheldur klórdíoxid og gefur frá sér hreint súrefni í líkamanum. Þetta efni er gefið beint í æð og talið sérlega áhrifaríkt við veirusýkingar og jafnvel krabbamein. Methisoprinol (isoprimosine) er efnafræðilega tilbúið lyf sem styrkir ónæmiskerfið. Það er einnig notað. Síðast en ekki síst má nefna svokallaða „Frumumeðferð“, en þá er sprautað í vöðva útþynntri lausn með lifandi frumum úr dýrafóstrum. Þetta er talið styrkja innkirtlana og ónæmiskerfið. Ég mun annars staðar segja frá þessari meðferð og ræði hana því ekki nánar hér. Dr. Tapia sagði að næstum því allir þeirra sem fengu þessa meðferð, en þeir skiptu hundruðum, hefðu fengið bata. Það er athyglisvert að krabbameinssjúklingar fá mjög líka meðferð á spítala dr. Tapia. Arangurinn er þar einnig mjög góður. Flestir krabbameinssjúklingar sem þangað koma eru úrskurðaðir ólæknandi í Bandaríkjunum. Tæpur helmingur þeirra fer heilbrigður frá spítalanum.

Frumumeðferð
Ein athyglisverðasta nýjungin, sem dr. Roberto Tapia og frú Patricia Prince sögðu frá er svokölluð „Frumumeðferð“. Ég hafði áður aðeins heyrt hana nefnda en vissi nánast ekkert um í hverju hún fælist og hafði þar af leiðandi ekki myndað mér neina skoðun á henni. Frumumeðferðin er upprunnin í Evrópu fyrir stríð og hefur eitthvað verið stunduð þar síðan, sérstaklega í Sviss.

Venjulega er talið að dr. Paul Niehans sé upphafsmaður hennar, en hann starfaði lengst af í Sviss. Þjóðverjinn Wolfram W. Kíihnau, læknir starfaði með honum og stundaði síðan sjálfstæðar rannsóknir, fyrst í Evrópu og síðar í Mexíkó. Hann ritaði bókina „Live Cell Therapy“, um rannsóknir sínar og dr. Niehans, en sá síðarnefndi lést fyrir allmörgum árum. Dr. Kuhnau er enn á lífi og býr í Mexíkó. Frumumeðferðin felst í því að taka frumur úr dýrafóstrum, oft úr óbornum kálfum, blanda þeim vandlega saman við saltupplausn og sprauta síðan lausninni í vöðva á sjúklingnum. Oftast eru notaðar frumur úr innkirtlum, t.d. nýrnahettum, skjaldkirtli og síðast en ekki síst heiladingli.

Stundum eru þó notaðar frumur úr öðrum líffærum, t.d. kynkirtlum, heila, hjarta o.s.frv. Við lækningu ákrabbameini eru oftnotaðar frumur úr naflastreng fóstursins. Oftast nær dugir ein frumugjöf til að bati náist, nema við krabbamein, þar sem endurtaka þarf meðferðina oft meðan á lækningu stendur. Hugmyndin bak við frumumeðferðina er að efni úr frumunum endurnýi samsvarandi frumur í sjúklingnum. Vegna þess að frumur úr dýri eru líkamanum framandi mætti búast við því að líkaminn hafnaði þeim með kröftugum ónæmisviðbrögðum. Af þeirri ástæðu er notuð dýrafóstur en ekki fullvaxta dýr.

Líkaminn myndar ekki ónæmisvörn gegn frumum úr fóstrum eins og verða mundi með venjulegar dýrafrumur. Margir vísindamenn hafa gagnrýnt þessa læknismeðferð. Erfiðlega hefur þó gengið að skýra þann bata sem margir telja sig hafa hlotið með aðferðinni. Sýnt hefur verið fram á með geislavirkum „merkingum“ á frumum að efni úr þeim sest raunverulega að í því líffæri sem því er ætlað að lækna. Þó að ekki hafi ennþá tekist að sýna fram á hversvegna, þá er þetta staðreynd. Sennilega líða enn mörg ár þar til endanlega verður úr þessum málum skorið. A meðan verðum við annaðhvort að neita gagnsemi meðferðarinnar eða nota hana, þó að ekki séu neinar „pottþéttar“ skýringar til á því hversvegna gagn er af henni.

Hvað má lækna með frumumeðferð?
Sjúkdómar þeir sem talið er að lækna megi eða bæta með frumumeðferð eru næstum því óteljandi. Þó eru allskonar hrörnunarsjúkdómar líklega einna heppilegastir og sýna mest sláandi árangur. Eins og áður segir eru notaðar frumur úr því líffæri eða kirtli sem ætlunin er að lagfæra eða fá til að starfa betur. Reynslan hefur sýnt að mjög góður árangur næst oft með því að nota frumur úr heiladingli. Við það kemst oft jafnvægi á starfsemi ýmissa annarra innkirtla og um leið líkamans í heild. Stundum eru notaðar frumur úr mörgum líffærum og er þá talið að lækningin nái yfir stærra svið eða sé fjölvirkari. Sjúkdómar þeir sem þessi meðferð er oft notuð við eru t.d. allskonar ofnæmi, gigtarsjúkdómar, þ.á.m. rauðir úlfar (lupus erythematosus), æðakölkun, húðsjúkdómar, þ.á.m. psoriasis, efnaskiptasjúkdómar og sjálfsónæmissjúkdómar af ýmsu tagi, t.d. M.S., og margskonar krabbamein.

Auk þess hefur náðst athyglisverður árangur við sjúkdóma sem stafa af erfðagöllum t.d. mongólisma (down’s syndrome). Ég býst við að ýmsir fari nú að hrista höfuðið og telji að nú sé ég farinn að segja meira en hægt sé að standa við. Ég get vitanlega ekki sannað mál mitt, aðeins bent vantrúuðum lesendum á að þetta stendur berum orðum í bók dr. Kuhnau. Frumumeðferð er nú mikið notuð í Mexiko og oft þegar öll önnur ráð hafa brugðist. Hún virðist því skila árangri, hvort sem skýringar á því hvers vegna það gerist eru réttar. Frumumeðferð gegn krabbameini ber stundum árangur en stundum ekki. Oft kemur batinn ekki strax, heldur eftir nokkurn tíma. Frumumeðferð er því oftast notuð með annarskonar læknismeðferð.

Krabbameinslækningar
Mikill fjöldi krabbameinssjúklinga frá Bandaríkunum koma árlega til sjúkrahúss dr. Tapia í Mexiko. Meira en 95% þeirra koma frá sjúkrahúsum eða meðferðarstofnunum sem gefist hafa upp við að lækna þá. Síðasta vonin er þá að reyna hvort sú óhefðbundna meðferð sem þar stendur til boða er fær um að gera það sem öll hátæknin og fínu rannsóknarstofurnar í Bandaríkjunum megnuðu ekki, sem sé að lækna sjúklinginn.
Dr. Tapia sagði okkur að á milli 40 og 50% þessara sjúklinga fengju bata. Þegar þess er gætt að meiri hluti þessa fólks er úrskurðað með ,,ólæknandi“ krabbamein þegar það kemur á sjúkrahúsið, sést best hversu góður árangur þetta er.

Meðferðin felst í fjölmörgum atriðum og miðast við að virkja viðnámsþrótt sjúklingsins, styrkja ónæmiskerfið og hreinsa líkamann af eitur og úrgangsefnum. Allir krabbameinssjúklingar eru settir á sérstakt fæði sem samanstendur af fersku eða léttsoðnu grænmeti og grænmetis og ávaxtasafa fyrstu þrjár vikurnar.
Bannað er að neyta fitu og próteina úr dýraríkinu og unninna kolvetna, t.d. sykurs, hveitis o.s.frv. Örvandi efni, svo sem kaffi, te, kóladrykkir og súkkulaði má ekki nota.

Krabbameinslyfið „Laetrile“ (sjá grein í H..h. 1-2 tb/88) fá allir krabbameinssjúklingar. Einnig lyfið DMSO (dimethyl sulfoxid, sjá gein í H.h. 3- 4 tbl. ’90). Einnig fá þeir meltingarensím og ensím sem eyða staklingum (superoxid dismutasi, katalasi og glutathion peroxidasi). Stóra skammta af betaarótíni og C-vítamín, blönduð B-vítamín þ.á.m. B-12, og E-vítamín. Þá fá sjúklingarnir efnið „Dioxychlor“, semerklórioxid-upplausn, beint í æð og síðast en ekki síst frumumeðferð sem áður er sagt frá. Til viðbótar við þetta eru þeim gefin jurtate, t.d. Jason Winters, jurtate og/eða jurta extrakta eða lækningajurtir.

Stundum er notuð rafmagnsmeðferð sem grundvallast á þeirri hugmynd að krabbameins æxli hafði neikvæða rafhleðslu.Sé þeim gefin jákvæð hleðsla ræðst ónæmiskerfið á afbrigðilegu frumurnar og eyðir þeim. Við þessa meðferð er notuð sérstök vél eða tæki. Tækið má einnig nota við góðkynja sjúkdóma og til að draga úr verkjum og flýta því að bein grói. Í stöku tilfellum er notuð hefðbundin lyfjameðferð, en þá í miklu smærri skömmtum en venja er að nota. Einnig eru geislar notaðir í einstöku tilfellum. Hefðbundin krabbameinslyf (frumueitur) í hómópatískum þynningum og notuð sem hómópatalyf hafa gefið góðan árangur, samhliða annarri meðferð.

Ristilskolanir og stólpípur eru stundum notaðar sem hluti hreinsunarprógrams. Þá er oft notað jurtate eða kaffi í stólpípuna. Það sem hér hefur verið sagt má telja almenna lýsingu á þeirri meðferð sem krabbameinssjúklingar fá á American Biologics Hospital and Medical Center. Lögð er á það áhersla að hver einstakur sjúklingur sé sérstakur og þurfi sérstaka meðferð, sem henti honum en e.t.v. ekki einhverjum öðrum. Því er ekki víst að allir sem lagðir eru inn á spítalann fái nákvæmlega þá meðferð sem hér hefur verið lýst. Þá telja læknar spítalans að sálrænt viðhorf sjúklingsins sé afar mikilvægt og reynt er að hvetja og aðstoða sjúklingana og skapa jákvætt andrúmsloft og trú á bata. Einmitt það getur skipt sköpum, hvort meðferðin sem heild ber árangur.

Aðrir sjúkdómar
Sjúkrastofnunin hefur náð góðum árangri við ótal fleiri sjúkdóma en hér hefur verið getið, en vegna þess hversu þessi grein er orðin löng verð ég að fara fljótt yfir sögu. Margs konar hjarta-og blóðrásarsjúkdómar eru meðhöndlaðir með góðum árangri, Svo merkilegt sem það sýnist vera, þá eru notaðar líkar aðferðir eins og við lækningu krabbameins og veiru sýkinga. Læknar sjúkrahússins meðhöndla einnig hverskonar gigtarsjúkdóma og ná oft undraverðum árangri, að sögn dr. Tapia og frú Prince. Þar hefur frumumeðferðin sem áður er lýst komið að einna bestum notum. Þá hefur þeim gengið sérlega vel að lækna ýmis konar sjúkdóma sem taldir eru stafa afrangri starfsemi ónæmiskerfisins. Má þar nefna margs konar ofnæmi,psoriasis,exem,astma, sjálfsónæmissjúkdóma, t.d. heila- og mænusig o.m.fl.

Aftur er það frumumeðferðin sem er einna áhrifaríkust, þó að margt fleira sé einnig notað t.d. snefilefnið germaníum sem er sérlega gott til að laga ýmiskonar ranga starfsemi ónæmiskerfisins. Þá er töluvert notuð svokölluð „kelatering“, sérstaklega til að fjarlægja úr líkamanum eitraða málma, t.d. kvikasilfur, kadmíum, blý, nikkel og ál. Síðastnefndi málmurinn er flokkaður sem eitraður og álitinn ein aðalorsök ótímabærar ellihrörnunar heilans og valda m.a. minnistapi og e.t.v. Alzheimerssjúkdómi. Við kelateringu er efninu EDTA (ethylen diamin tetraedikssýra) sprautað beint í æð, þar sem það myndar vatnsuppleysanleg efnasambönd (kelöt) með ýmsum toruppleysanlegum efnum, m.a. málmunum áðurnefndu. Efnin fara síðan með þvaginu út úr líkamanum. Þessi aðferð hefur einnig reynst vel við æðakölkun og er stundum notuð þegar annað hefur brugðist. Ýmislegt er ennþá ótalið af því sem læknarnir við American Biologics gera til að lækna sjúklinga sína en hér læt ég staðar numið



Flokkar:Greinar

%d bloggers like this: