Eyrnabólga, exem og óþol, iðulega afleiðing sveppasýkingar

Árið 1990 fór fram könnun á heilbrigði barna í Reykjavík þar sem fram kom að eyrnabólga, exem og óþol af ýmsu tagi hjá börnum hafi aukist gífurlega. Á þeim tíma var Ólafur Ingi Sveinson þekktur fyrir góð ráð um náttúruleg efni og aðferðir við ýmsum kvillum og sjúkdómum. Ófáir hafa leituðu til hans vegna fyrrgreindra sjúkdóma. Hann lagði áherslu á að fólk hjálpaði sér sjálft og benti á að til séu fleiri leiðir en hinar hefðbundnu lyfjameðferðir, sem hann taldi skammtímalausn og uppræti ekki þessa sjúkdóma. Til þess að hægt sé að komast fyrir þá taldi hann að finna þurfi orsökina. Hér fer á eftir viðtal sem Birna Smith tók við hann.

H.h.: En hverja telur þú orsökina fyrir þessari miklu aukningu eyrnabólgu, exemi og óþoli í börnum?
Ó.I.S: Ég tel að orsökin geti átt djúpar rætur og megi rekja til mæðra þessara barna. Sú kynslóð sem nú er að ala upp börn sín, foreldrar á aldrinum 20-40 ára hafi sjálfir orðið hálfgerð fórnarlömb óhóflegra sýklalyfjagjafa vegna þess að þá voru sýklalyfin ekki eins umdeild og voru notuð í ríkari mæli en nú. Jafnvel voru þau gefin við hinum smæstu kvillum. Einnig voru þau notuð og eru reyndar enn við matvælaframleiðslu svo sem í landbúnaði og víðar.

Ég vil því meina að margar mæður þeirra barna, sem nú eru að alast upp, hafi fengið svokallaða sveppasýkingu, það síðan skert varnarmátt þeirra, sem síðan erfist og kemur út í enn minni mótstöðu hjá næstu kynslóð á eftir. Þegar kemur að barnasprautunum fá sum börn ekki hita sem bendir til að þau myndi illa mótefni við sprautunum. Álagið verður því mikið á líkamann og afleiðingin getur orðið bólgur í eyrum, óróleiki á nóttu, hægðatregða, deyfð eða ofvirkni og oft er exem og óþol fylgjandi þessu ástandi er fram í sækir. Þetta kemur mest fram hjá börnum mæðra sem hafa verið með slæma sveppasýkingu um meðgöngutímann.

H.h.: Hvað er sveppasýking?
Ó.I.S.: Líkja má sveppasýkingu við einskonar faraldur sem hrjáir vesturlandabúa og er mjög til umræðu bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Miðað við aðrar þjóðir má telja að þriðji hver Íslendingur þjáist af þessari sýkingu, án þess þó að viðkomandi geri sér alltaf grein fyrir því. Hún lýsir sér svo að við sýklalyfjainntöku veikist starfsemi þarmaflórunnar þannig að neikvæður gersveppur Candida albicans nær yfirhöndinni í smáþörmunum og ristlinum og veldur þar sýkingu. Einkennin eru þau að viðkomandi verður slappur, hefur mikla þörf fyrir orkuríka fæðu, svo sem sætindi, kökur, gosdrykki, mjólk o.fl. Sé sýkingin á háu stigi getur hún haft í för með sér kláða á húð bólumyndanir og jafnvel exem og óþol fyrir öllu milli himins og jarðar.

H.h: En hvernig telur þú að megi hjálpa þessum börnum?
Ó.I.S: Þegar um kornabörn er að ræða, er móðurmjólkin grundvallaratriðið því í henni er mjólkurgerillinn lactobacillus acidophilus til staðar. Einnig er hægt að gefa ungbarni acidophilus í duftformi (eða muldar töflur) sem setja má í pela 1/2 tsk. tvisvar á dag í nokkurn tíma, acidophilus fæst í heilsubúðum. Acidophilus eru frostþurrkaðir jákvæðir gerlar sem eru mikilvægir til að koma þarmaflórunni íjafnvægi.

Einnig má styrkja mótstöðuafl þessara barna með nokkrum dropum af kamillutei á dag t.d. 3-4 dr. í vökva og 2 dr. echinaforce tvisvar á dag í vökva. Einnig vil ég benda á gamalt húsráð að blanda saman echinaforce og kamilllutei og bera á bak við eyru, á maga og nokkra dropa undir nef. En eldri börnum sem eru með sveppasýkingu og þjást af óþoli, exemi eða barna-asma eftir sýklalyfjaát o.fl. er hægt að hjálpa með því að breyta mataræði þeirra og gefa þeim ekki sykur og einungis lítið af kúamjólk því hið mikla eggja- hvítumagn hennar eykur álag á meltingarkerfið og getur valdið fyrrnefndum kvillum.

H.h: Telur þú þá mjólkina ekki eins holla og af er látið?
Ó.I.S.: Nei, því hún hefur misst sín upprunalegu gæði við gerilsneyðingu og fitusprengingu, en það er til mjólk með æskilegum gerlum en það er AB mjólkin og þykkmjólk. Um leið og börn eru farin að borða fasta fæðu er mjög æskilegt að þau fái hana í stað mjólkur eða acidophilusgerla til að efla mótstöðuafl líkamans. Líkaminn framleiðir ekki næg mótefni nema þarmaflóran sé íjafnvægi. Einkenni sveppasýktra barna er stöðug sókn í sætuefni og mjólk því í mjólkinni er sætuefni af súkrósa gerð sem nærir Candida sveppina. B mjólkin er af sumum talin geta bætt ástand þarmanna að miklum mun og jafnvel læknað óþol af ýmsu tagi sé hennar neitt að staðaldri í lengri tíma.

H.h: Er þessi óhóflega sykurneysla Íslendinga þá ekki orsök heldur afleiðing?
Ó.I.S.: Já ég tel svo vera vegna þess að röskun á þarmaflórunni gerir það að verkum að það verður stöðug sókn íorku eins og sykur, súkkulaði og gosdrykki.

H.h.: En geta Candida sveppir sjálfir eytt vítamínum úr fæðunni ?
Ó.I..S.: Já rannsóknir hafa sýnt að svo er og að þeir geta valdið efnaskorti í flestum tilfellum. Það er því mikils virði að hafa starfsemi réttra þarma- gerla í lagi.

H.h.: Er algengt að börn líði af efnaskorti?
Ó.I.S.: Já það er því miður alltof algengt og afleiðingar þess geta orðið ofvirkni, námstregða og hegðunarvandamál af ýmsu tagi. Ef þau skortir C vítamín gætir vöntunar á adrenalíni frá nýrnahettum. C vítamín er þess vegna undirstaða þess að líkaminn haldist heilbrigður. C vítamín er óháð öllum efnum en öll efni háð því. Því getur verið nauðsynlegt að gefa börnum C vítamín sem fæðubótarefni í hæfilegum skömmtum í vissum tilfellum. Best er að hafa það sem náttúrulegast og hægt er að fá það í duftformi. Mjög gott er að setja C vítamín ásamt hunangi í volgt vatn 1-2 á dag. Heilsuhringurinn hefur viðað að sér greinum og upplýsingum um Candida sveppasýkingu í þörmum, sem hafa verið birtar í áður útkomnum tölublöðum og er fólki velkomið að fá þau tölublöð hafi það áhuga.

Birna Smith skráði árið 1990.  Ólafur I. Sveinsson er nú látinn.



Flokkar:Fjölskylda og börn, Greinar

Flokkar/Tögg, , ,

%d bloggers like this: