Sykur

Bæði menn og dýr sækja í sætindi. Ef til vill tengist það því að sætt grænmeti er flest allt ætt. Nú til dags eru margar fæðutegundir með miklum sykri. Sæta bragðið tælir okkur til að borða meira en við þurfum. Mikil sykurnotkun tengist offitu, öldrunarsykursýki, tannskemmdum og hjartasjúkdómum. Eins er talið að sykurnotkun komi við sögufleiri sjúkdóma svo sem ofvirkni hjá börnum, geðklofa og tengist erfiðleikum í hjónabandi.

Sykur er hrein orka, hann gefur enga næringu. Einungis orku sem flest okkar fá of mikið af. Það á að nota sykur hóflega segir næringarfræðingurinn Elsa Laurell en hún er ráðgjafi tímaritsins Hálsa. Nota hann eins og krydd, til að gefa bragð. Það er fyrst og fremst mikil sykurnotkun sem getur verið skaðleg. Borði maður mikinn sykur er ekki mikið pláss eftir fyrir næringarríkan mat og líkaminn fer á mis við nauðsynleg vítamín og steinefni. Mælt er með að í mesta lagi komi einn tíundi af daglegri orkuþörf okkar úr sykri. Þá er átt við allan þann sykur sem við notum. Þeir sem þurfa 2000 kkal yfir daginn geta notað 50 g af sykri. Haldi maður sig við einn tíunda regluna fær maður einnig nóg af þeim næringarefnum sem líkaminn þarfnast. Sé borðað meira er sú hætta fyrir hendi að líkaminn fái ekki þau efni sem eru honum nauðsynleg. Jafnvel börn og unglingar fá of litla næringu vegna sykruáts.

Að meðaltali borðar hver maður 37 kg af sykri á ári (þetta er miðað við Svíþjóð). Þar af er helmingurinn í formi sælgætis, kaffibrauðs, tómatsósu, marmelaðs ofl. Reikna má með að eitthvað af sykri fari til spillis eins og til dæmis edikslögur og sykur sem fer til pensillínframleiðslu. En samt sem áður neytum við of mikils sykur. Talið er að um 13 % af orkuþörfinni komi úr sykri, það er meira en einn tíundi, sem mælt er með. Elsa Laurell telur einnig að sykurmagninu sé misskipt, sumir borða meira en meðaltalið. Það eru líklega þeir yngstu sem borða mestan sykur. Líklega höfum við tvo hópa, í öðrum eru þeir sem eru meðvitaðir um heilsu sína og vanda fæðuvalið, í hinum eru þeir sem eru í sjoppufæðinu.

Sykur eyðir magnesíum og B-vítamínum
Sykur „stelur“ næringarefnum frá líkamanum. Þegar við brennum kolvetnum þurfum við magnesíum, fosfór og fjögur B-vítamín, thiamin (Bl), riboflavin (B2), níasín (B3) og pyridoxin (B6). Elsa Laurell segir að þetta gildi fyrir öll kolvetni. En aftur á móti fæða eins og korn og belgjurtir innihalda þessi vítamín og steinefni sem nýtist við brunann. Það þarf ekki að taka þau annars staðar. Sykur aftur á móti er snauður af þessum efnum og tekur þau frá líkamanum. Í einum lítra af Coca-cola eru um 120 g af sykri. Til að melta þessi 120 g þarf um helming dagsþarfar af thiamin (B 1). Í fæðu okkar er mikið af fosfór og sleppum við því vel að því leyti. Líkur eru á að sykur þurfi einnig kalk við brennslu en það er ósannað.

Hvað er verst við sykur?
Sætur matur bragðast óeðlilega vel og er þá oft borðað meira en góðu hófi gegnir. Það er auðvelt að þyngjast og sífellt erfiðara verður að taka upp hollara mætaræði. Sykurauðug máltíð kemur ójafnvægi á blóðsykur sem aftur á móti veldur þreytu og hungurtilfinningu. Það getur leitt til þess að borðað er oftar en nauðsynlegt er. Sykur getur valdið erfiðleikum í hjónabandi. Það telur dr. David Hawkins rannsóknaryfirmaður við Brunnswick Psychiatric Hospital. Hann segir að helmingur þeirra hjóna sem leituðu til hans og ætluðu að skilja hættu við eftir að hann ráðlagði þeim að sleppa öllum sykri. Minnst 400 hjón hafa farið eftir þessu ráði dr. Hawkins og með góðum árangri. Eftir sykurauðuga máltíð fellur blóðsykurinn og við verðum þreytt og ergileg. Þegar báðir aðilar finna sig í þessu ástandi getur það haft áhrif á hjónabandið. Mikið sykurát veldur lágum blóðsykri. Sykurneysla er einnig talin tengjast ofvirkni hjá börnum og geðklofa. Nokkrar rannsóknir benda til þess að mikil neysla sykurs og próteins geti skaðað æðamar.

Breytist blóðsykurinn mikið, eiga sér stað breytingar í æðunum, en þessum breytingum er mætt með aukinni kölkun en fitan sest síðan í kalkið. Mikil sykurneysla og ójafnvægi á blóðsykri tengist öldrunarsykursýki. Krabbameinsfrumur vilja helst nærast á sykri og þá sérstaklega þrúgusykri segir krabbameinslæknirinn dr. Josef Issels. Sykur af gerðinni sakaros breytist í þrúgusykur í líkamanum. Mikil sykurneysla minnkar mótstöðuafl líkamans gegn ýmsum sýkingum til dæmis kvefi. Það Staðfestir rannsakandinn Albert Sanchez.Því meiri sykurs sem tilraunahópur hans neytti, því minni mótstöðu hafði blóð þeirra gegn bakteríum og öðrum smitsjúkdómum.

Fátt eitt sannað
Sykurframleiðendur halda því fram að sykur valdi aðeins einum sjúkdómi: tannskemmdum. Stuðst er við rannsóknir á sykri gerðar af FDA (Food and Drug Administration). Sykurframleiðendur setja allt sitt traust á FDA segir Elsa Laurell. FDA hefur ekki fundið neinar traustar sannanir fyrir því að sykurneysla valdi sykursýki, aukinni blóðfitu, hjarta- og æðasjúkdómum, of fitu ofl. Við höfum aðeins grun um að sykur komi við sögu þessara sjúkdóma. Vandinn er sá að margir þættir tengjast þessum sjúkdómum. Oft er það mikil fitu- og sykurneysla og skortur á hreyfingu. Erfitt er að segja hversu stór hlutur sykursins er. Ef á að sanna skaðsemi sykurs þarf tilraunahóp sem borðar sykur í 20 ár og til samanburðar hóp sem ekki borðar sykur. Slík rannsókn hefur ekki verið gerð og væri mjög dýr í framkvæmd. Hunang, hrásykur, sykurrófusýróp og ýmsar tegundir af malti eru betri en venjulegur sykur segir Elsa Laurell.

Þessi náttúrulegi sykur inniheldur eitthvað af næringarefnum. Í hunangi er auk þess bakteríudrepandi efni en það eyðileggst ef hunangið er hitað yfir 50-60°C. Sjálf notar Elsa Laurell sjaldan venjulegan sykur. Þegar ég bý til eftirrétti eða köku, nota ég náttúrulegan sykur. Þegar mig langar í sætindi bý ég til hafrasælgæti (sjá uppskrift). Hvað viltu segja um gervisætuefni? Fyrir sykursjúka og þá sem eiga við offituvandamál að stríða og geta ekki sleppt sykri er unnt að mæla með notkun gervisætu svarar Elsa Laurell. Ég held að það sé hættulegra að vera of feitur en að nota gervisætu. Núna er ekkert alvarlegt sem mælir á móti notkun gervisætu, nema sakkarín og cyklamat eru talin vera krabbameinsvaldandi.Aftur á móti er engin sönnun til fyrir því að gervisæta sé algjörlega hættulaus. Það ætti því ekki að nota hana ótakmarkað og það gæti verið skynsamlegt að breyta til á milli ólíkra sætuefni til að draga úr hættunni. Það eru til upplýsingar um að aspartam geti valdið blindu, höfuðverk og svima. Það á við um mikla neyslu segir Elsa Laurell.

Hvað er til ráða ef börnin eru sólgin í sætindi?
Sjálf gef ég þeim „heilsusætindi“ þurrkaða ávexti, hnetur og þess háttar. Þau fá sætindi strax eftir mat. Að borða sætindi milli mála er slæmt fyrir tennurnar og dregur úr lyst á matmálstímum. Ég hef reynt að gera sætindi lítið spennandi. Séu sætindi bannvara borða börnin meira af þeim þegar ekki sést til þeirra. Það er mjög algengt að fólk borði mikinn sykur segir Elsa Laurell. Fyrst og fremst er sykur huggun. Mikið magn kolvetna hefur róandi áhrif. Mörgum líður betur eftir gotterísát en eftir á fá þeir samviskubit. Nart í sætindi milli mála og borða síðan á máltíðum er slæmur hringur að lenda í, óregla á blóðsykri kallar á meiri sykur og þannig leiðir eitt af öðru. Til að losna úr þessum hring ráðleggur Elsa Laurell fólki að borða á matmálstímum og sleppa aukabitum. Ljúkum síðan máltíðinni með ferskum ávexti og burstum síðan tennurnar.

Þýtt úr HALSA júní 1989 B.G.Flokkar:Greinar

%d